Fréttablaðið


Fréttablaðið - 19.01.2006, Qupperneq 8

Fréttablaðið - 19.01.2006, Qupperneq 8
 19. janúar 2006 FIMMTUDAGUR LANDBÚNAÐUR Skortur á nautgripa- og alifuglakjöti á Íslandi veldur því að kjötiðnaðarfyrirtæki sækjast í stórauknum mæli eftir innfluttum afurðum. Ingvar Már Gíslason, markaðsstjóri Norðlenska, segir framleiðendur berjast um innlenda nautgripi og verð fari hækkandi, bæði til bænda og neytenda. Í upphafi árs auglýsti landbún- aðarráðuneytið eftir umsóknum vegna innflutnings á nautgripa- og alifuglakjöti, hvoru tveggja með lágum tollum. Ingvar segir eftir- spurnina aldrei hafa verið meiri en 19 kjötiðnaðarfyrirtæki sóttu um leyfi til að flytja samtals inn 613 tonn af nautahakki og 15 fyrirtæki sóttu um leyfi til að flytja inn 406 tonn af kjúklingaafurðum. Land- búnaðarráðuneytið hefur hins vegar einungis heimilað innflutn- ing á 80 tonnum af nautahakki á þessu ári og 50 tonnum af kjúkl- ingaafurðum. „Vegna mikillar eftirspurnar fer ráðuneytið eftir reglugerðum og er fyrirtækjunum gefinn kost- ur á að gera tilboð í innflutninginn. Þeir sem hæst bjóða munu hreppa hnossið og í næstu viku skýrist hverjir það verða,“ segir Ingvar. - kk Aldrei meiri eftirspurn eftir innfluttu nautgripa- og alifuglakjöti: Slást um innlenda nautgripi NORÐLENSK NAUT Eftirspurn eftir íslenskum nautgripum er mun meiri en framboðið. SVÍÞJÓÐ HIV-smituð kona á Skáni í Svíþjóð verður líklega ákærð fyrir gróft ofbeldi vegna þess að hún sagði ekki manninum sínum frá smitinu í níu ára sambúð þeirra. Konan smitaðist af HIV-veirunni þegar hún var á ferðalagi erlendis. Hún fór til læknis þegar hún kom heim og greindist þá með HIV. Konan sagði lækninum að hún hefði ekkert líkamlegt samneyti við eig- inmann sinn. Það reyndist ekki alls kostar rétt því hún eignaðist síðar með honum tvö börn. ■ Þagði þunnu hljóði í níu ár: Kærð fyrir að leyna HIV-smiti Herinn sparar Norski herinn skar verulega niður útgjöld sín í fyrra eftir að hafa farið talsvert fram úr fjárveitingum árið áður. Þetta kom fram þegar skýrsla um varnarmálaútgjöldin var kynnt í gær. Í fyrra voru þau sem svarar 185 milljörðum íslenskra króna. NOREGUR VIÐSKIPTI Íslenskir fjárfestar hafa keypt meirihluta í lettneska við- skiptabankanum Lateko. Bankinn rekur tíu útibú og um 67 minni afgreiðslustaði, en hjá honum starfa um 550 manns. Þá er bankinn með skrifstofur í London og Moskvu. Straumborg ehf., félag í eigu Jóns Helga Guðmundssonar í Byko, keypti 51 prósent en félög tengd Jóni Helga og Byko hafa verið með starfsemi í Lettlandi frá árinu 1993. Ice-Balt Invest ehf., sem er félag í eigu Þorsteins Ólafssonar og Vitalijs Gavrilovs, formanns vinnuveitendasambands Lettlands, keypti níu prósent. Helstu eigendur bankans fyrir kaupin, sem eru lett- neskir, halda um 40 prósentum hlutafjár í bankanum. „Okkur finnst þetta óskaplega spennandi verkefni og teljum að lettneski fjármálamarkaðurinn eigi eftir mikla og öra þróun á næstu árum,“ segir Jón Helgi Guðmunds- son. „Okkur langaði, í framhaldi af því sem við höfum verið að gera í fjárfestingum í bankageiranum á Íslandi, að taka þátt í þessu hér. Við höfum náttúrlega verið nokkuð lengi með starfsemi í Lettlandi og höfum í gegnum hana öðlast nokkra tiltrú á þessu umhverfi og þykjumst skynja þann drifkraft sem hér er undirliggjandi.“ Jón Helgi neitar því ekki að fjárfesting- um í Eystrasaltsríkjunum kunni að fylgja einhver áhætta. Hann telur þó að aðrar ástæður geti legið að baki því að bankar hér hafi látið vera að fjárfesta þar, svo sem að það gæti haft áhrif á lánshæfismat þeirra. „En ég þarf ekki að hafa áhyggjur af neinu lánshæfismati,“ bætir hann við. Jón Helgi segist bundinn trún- aði um kaupverð bankans, sem stofnaður var árið 1992, en eignir hans eru sagðar nema um 30 milljörðum króna. Ef miðað er við heildareignir er bankinn sá tíundi stærsti af tuttugu og þremur bönk- um Lettlands. Þá var hann valinn besti banki ársins 2005 af tímarit- inu The Banker. Upplýst var um kaupin á blaða- mannafundi í Riga síðdegis í gær. Auk fjárfestanna og annarra eigenda bankans voru á fundinum Jón Baldvin Hannibalsson, fyrr- verandi sendiherra og utanríkis- ráðherra, og Artis Pabriks, utan- ríkisráðherra Lettlands. olikr@frettabladid.is Keyptu í lett- neskum banka Íslenskir fjárfestar hafa keypt sextíu prósent í Lat- eko-banka í Lettlandi. Eignir bankans, sem rekur tíu útibú, nema um þrjátíu milljörðum króna. UPPLÝST UM KAUPIN Frá kynningu á kaupum íslenskra fjárfesta á sextíu prósenta hlut í Lateko-bankanum í Riga. Auk fjárfesta og eigenda bankans voru Jón Baldvin Hannibalsson, fyrrverandi utanríkisráðherra, og Artis Pabriks, utanríkisráðherra Lettlands, viðstaddir. TRÚMÁL Fólki í kaþólsku kirkjunni fjölgaði um nær tólf prósent eða um 676 milli áranna 2004 og 2005. Því hefur fjölgað um rúm 150 prósent, úr 2.553 í 6.451, á áratug. Jakob Rolland, kaþólskur prestur, segir fjölga mest í söfnuðin- um fyrir austan vegna framkvæmdanna við Kárahnjúka og í Reyð- arfirði. Einnig fjölgi kaþólsku fólki í sjáv- arþorpum, sérstaklega frá Póllandi og Filipp- seyjum. „Fjárhagsstaða okkar hefur batnað, en þó ekki endilega, þar sem fjölg- unin hefur í för með sér töluvert aukna þjónustu. Við erum að byggja upp starfsemi úti á landi, til að mynda stendur til að stofna klaustur á Aust- urlandi.“ - gag Söfnuður Kaþólsku kirkjunnar á Íslandi: Um 150 prósenta fjölgun SÉRA JAKOB ROLLAND
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64

x

Fréttablaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.