Fréttablaðið - 19.01.2006, Síða 10

Fréttablaðið - 19.01.2006, Síða 10
10 19. janúar 2006 FIMMTUDAGUR Faxafen 10 • 108 Reykjavík Sími: 544 2210 • Fax: 544 2215 www.tsk.is • skoli@tsk.is Sóley Rut Ísleifsdóttir, þjónustufulltrúi hjá VÍS. „Ég fékk mjög gott starf á frábærum vinnustað. Tölvu- og skrifstofunámið hjálpaði mér að öðlast það sjálfstraust sem þurfti til að sækja um nýtt og krefjandi starf. Það er aldrei of seint að byrja að læra eitthvað nýtt. Fyrir mig var þetta góð fjárfesting og frábær tími í góðum félagsskap í skemmtilegum og krefjandi skóla.“ Tölvu og skrifstofunám Í þessu námi er tekið fyrir allt um tölvur, bókhald og skrifstofutækni sem fólk þarf að kunna skil á í nútímafyrirtækjum. Sérlega viðamikið og hagnýtt 260 stunda nám í takt við þarfir markaðarins, nám sem hentar fólki á öllum aldri, hvort sem það er á leiðinni út á vinnumarkaðinn að nýju eða vill skapa sér sterkari stöðu á vinnumarkaði með aukinni menntun. Þetta nám hentar einnig sjálfstæðum atvinnurekendum sem vilja vera sem mest sjálfbjarga í allri tölvuvinnu og við bókhaldið. Kennd er ein námsgrein í senn sem lýkur með próf eða verkefni, tölvugreinunum lýkur flestum með alþjóðlegum prófgráðum. Tölvugreinar Windows XP tölvugrunnur og skjalavarsla, Word, Excel, Internet, MSN og Outlook tölvupóstur dagbók og skipulag. Margmiðlun PowerPoint kynningar, Stafrænar myndavélar og myndvinnsla, Tónlist í tölvunni, CD - DVD ofl. Persónuleg færni Tjáning og framkoma, atvinnuumsóknir, atvinnuviðtöl og ferilskrár. Enska, þjálfun í talmáli og ensk verslunarbréf, sölutækni og markaðsmál. Viðskiptagreinar Verslunarreikningur, VSK meðferð og reglur, bókhaldsgrunnur, tölvubókhald og tollskýrslur. Morgun og kvöldnámskeið, hefst 25. janúar og lýkur 24. maí. Verð kr. 189.000,- (Bjóðum VISA/EURO lán eða raðgr. og starfsmenntalán til 3ja ára.) S T A R F S M E N N T U N ATVINNUMÁL Magnús Guðmunds- son, forstjóri Landmælinga Íslands, kveðst hafa sent umhverf- isráðuneytinu ítarlega greinargerð vegna úttektar tveggja sálfræðinga á samskiptum yfirmanna og und- irmanna stofnunarinnar. Þar vísi hann ásökunum um einelti alger- lega á bug með ýmsum rökum. Það voru tvö stéttarfélög starfsfólks Landmælinga, Félag íslenskra náttúrufræðinga og Útgarður, sem gengust fyrir því að fengnir voru tveir sálfræðingar til að gera ofangreinda úttekt eftir að sex starfsmenn höfðu sagt upp störfum hjá stofnuninni. Úttektin náði bæði til þeirra sem hættir voru og svo tíu starfsmanna af 31 sem starfa þar nú. Í niðurstöðum kom fram að sumir starfsmenn kváðust hafa orðið fyrir einelti yfirmanna. Skýrslan var send Umhverfis- ráðuneytinu, sem taldi sig ekki geta hlutast til um málefni þeirra starfsmanna sem hættir væru hjá stofnuninni, til að mynda með öflun meðmæla þeim til handa. Forstjórinn fékk síðan skýrsluna til umsagnar frá ráðuneytinu. Magnús kveðst álíta að stéttar- félögin hafi farið offari og nálgast málið á mjög ófaglegan hátt. „Þessar ásakanir eru komnar til eftir að starfsmenn hætta og eru einungis frá þeim,“ segir hann. „Þegar vinnusambandi lýkur milli vinnuveitanda og starfsmanns, þá lýkur ákveðnum skyldum og trún- aði. Þessar ávirðingar um einelti komu ekki fram fyrr en eftir að þetta fólk hætti. Þeirra var hvorki getið í uppsagnarbréfum, starfs- mannaviðtölum né viðhorfskönn- unum sem við gerum reglulega. Skýrslan byggðist fyrst og fremst á viðhorfum þeirra sem voru hætt- ir. Aldrei var rætt við mig um það sem verið var að velta upp þar. Í svona einhliða umfjöllun, þar sem einhver ásökun kemur fram, er vaninn í siðuðu þjóðfélagi að spyrja þann sem ásakaður er hvort hann hafi einhver rök á móti. Það er góð stjórnsýsla. Þarna var þessu slengt fram en einskis spurt.“ Magnús bendir á nýlega könn- un á því hvernig starfsfólki Landmælinga líði í vinnunni. Þar kemur fram að 92 prósent starfs- manna sögðu starfsandann góðan eða frekar góðan. 88 prósent voru mjög eða frekar ánægðir í starfi og 87 prósent voru mjög eða frek- ar ánægðir með samskipti við yfirmenn. jss@frettabladid.is FORSTJÓRI LANDMÆLINGA ÍSLANDS Magnús Guðmundsson kveðst hafa veitt þeim tveim- ur starfsmönnum meðmæli sem hættir eru en báðu um þau.. Forstjórinn hafnar áburði um einelti Forstjóri Landmælinga hefur sent umhverfisráðuneytinu greinargerð vegna eineltisskýrslu tveggja sálfræðinga. Hann segir að stéttarfélögin sem stóðu að baki úttekt sálfræðinganna hafi farið offari og unnið ófaglega. AHERN Á INDLANDI Bertie Ahern, forsæt- isráðherra Írlands, var fagnað að hætti hindúa við komu sína til Bangalore á Indlandi. Hann er þar í vikulangri opinberri heimsókn. FRÉTTABLAÐIÐ/AP PAKISTAN, AP Shaukat Aziz, forsætisráðherra Pakistans, segir að ekki sé hægt að una aðgerðum á borð við loftskeytaárás Bandaríkja- manna á föstudaginn sem kostaði minnst átján manns lífið. Skotmark árásarinnar er sagt hafa verið Ayman al-Zawahiri, hægri hönd Osama bin Ladens al-Kaídaleið- toga. Hann kvað ekki hafa sakað. Pakistanskir stjórnarerindrek- ar segja hins vegar að þeir hafi fengið upplýsingar um að fjór- ir eða fimm erlendir skæruliðar hafi fallið í árásinni, sem var gerð á fjallaþorp við landamærin að Afganistan. Hugsanlega séu nánir samverkamenn al-Zawahiris meðal hinna föllnu. Leyniþjónustumaður, sem ekki vildi láta nafns síns getið, sagði mennina talda vera egypska að uppruna. Fréttirnar af árásinni vöktu reiði í Pakistan en Aziz lagði á það áherslu að hún breytti engu um þá staðreynd að tengslin við Bandarík- in væru mikilvæg og hann myndi ekki hætta við opinbera heimsókn sína til Washington. Sú heimsókn hófst í gær. Herskáir hópar mús- lima í landinu hafa heitið að efna til efldra mótmæla gegn Bandaríkjun- um. - aa SHAUKAT AZIZ Forsætisráðherra Pakistans talar við blaðamenn í Islamabad. FRÉTTABLAÐIÐ/AP Forsætisráðherra Pakistans fordæmir loftárás sem CIA er sökuð um: Hættir ekki við Bandaríkjaför SKIPULAGSMÁL „Við styðjum áfram Gust þótt félagsmenn séu að selja hús til einhverra aðila úti í bæ. Það verður engan bilbug að finna á bæjaryfirvöldum að hverfið verði þarna áfram,“ segir Gunnar I. Birgisson, bæjarstjóri í Kópa- vogi, um uppkaup verktaka á hest- húsum á félagssvæði Gusts og sem jafnframt hafa teygt sig yfir í Heimsenda. Gunnar segir að á skipulagi liggi fyrir allar reiðleiðir úr Gustshverfinu og upp í Vatnsenda í nýju hverfin. Búið sé að steypa urmul af undirgöngum, byggja góða reiðstíga og svo framveg- is. Hestamönnum verði tryggðar reiðleiðir inn og út úr hverfinu. Gunnar segir þær fullyrðingar, að stjórn Gusts hafi ekki fengið að fylgjast með yfirstandandi skipu- lagsvinnu, alrangar. Spurður um viðbrögð bæjaryfirvalda við upp- kaupum verktaka á Gustshúsum segir Gunnar að húseigendur verði sjálfir að spyrja sig slíkra spurninga. Það séu þeir sem eru að selja, ekki bærinn. „Við höfum reynt að sporna við þessari þróun af öllum mætti og með ýmsum ráðum til að tryggja stöðu hestamannafélagsins,“ segir Gunnar. „En Gustsmenn verða líka að standa saman sjálfir og taka til í eigin ranni. Vilji þeir verða þarna áfram þá selja þeir ekki hesthúsin sín. Við höfum ekki fengið neina ósk frá félaginu um að huga að nýju svæði.“ -jss HEIMSENDI Gunnar I. Birgisson, bæjarstóri Kópavogs, segir bæjaryfirvöld hafa reynt að tryggja stöðu hestamannafélagsins Gusts af öllum mætti. Bæjarstjóri Kópavogs um uppkaupsmál í Gusti og Heimsenda: Gustur áfram á sama stað DÓMSMÁL Kona var dæmd til þess að greiða Ingvari Helgasyni hf. 225 þúsund krónur í málskostnað en hún höfðaði mál gegn fyrirtæk- inu eftir að henni var óvænt sagt upp störfum. Konan fór í fæðingarorlof þann 1. janúar 2004 og átti að snúa aftur til vinnu ári seinna. Í milli- tíðinni var skipt um eigendur hjá fyrirtækinu og konunni í kjölfarið sagt upp störfum. Ástæða upp- sagnarinnar var sögð vera skipu- lagsbreytingar. Konan krafðist þess að fá bætur að upphæð rúmlega sjö hundruð þúsund króna, auk máls- kostnaðar. - mh Ingvar Helgason sýknaður: Kona rekin í fæðingarorlofi

x

Fréttablaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.