Fréttablaðið - 19.01.2006, Page 25

Fréttablaðið - 19.01.2006, Page 25
[ ] FASTEIGNIR HEIMILI HEILSA HÚS BÖRN NÁM FERÐIR MATUR BÍLAR TÍSKA ATVINNA BRÚÐKAUP TILBOÐ O.FL. Sólarupprás Hádegi Sólarlag Heimild: Almanak Háskólans �������������� ������� ������������������ ������������� �������� ������ ����������������� ��� ���� ������������������� ������� ������� ������������� �������������� �������������� ��������������� �������������� � �������� Góðan dag! Í dag er fimmtudagurinn 19. janúar, 19. dagur ársins 2006. Reykjavík 10.45 13.38 16.33 Akureyri 10.48 13.23 15.59 ,,Mér finnst flauel bara ótrúlega kúl efni,“ segir Steinar Guðjónsson, gítarleikari Coral og menntaskólanemi, en hann á samtals fimm flauelsjakka. ,,Þetta hófst allt með bláa jakkanum sem frænka mín valdi fyrir mig. Ég ákvað að kaupa hann af því hann kostaði bara tvö þúsund krónur og hef notað hann ótrúlega mikið síðan. Svo á ég rauðan, svartan og tvo brúna jakka.“ Flestir jakkanna eiga sér sögu. ,,Tveir eru svo gamlir að þeir voru framleiddir í Vestur-Þýskalandi. Þann rauða keypti ég á Hróarskeldu á 200 danskar krónur, annan brúna jakkann gaf góður frændi mér og þann svarta keypti ég á kílóamarkaði í Spútnik á 2.000 krónur, hann er þýskur og mjög kúl.“ Jakkarnir eru allir svipaðir í sniðinu. ,,Þeir eru aðsniðnir og þröngir sem er gott fyrir granna menn.“ Auk stöku jakkanna eru fínustu spariföt Steinars einnig úr flau- eli. ,,Mér finnst flauel bara klæða mig vel. Síðan er ekki slæmt að enginn jakkanna kostaði meira en 2.000 krónur. Mér finnst frábært að gera góð kaup, ef varan er flott og kostar lítið er ég ennþá ánægðari með hana,“ segir Steinar og kveðst ekki snobba fyrir merkjum. ,,Ég er eiginlega anti- merkjamaður og kaupi helst ekki þekkt merki, það er mitt mottó. Uppáhaldsgalla- buxurnar mínar eru til dæmis keyptar í Hagkaupum á 450 krónur á útsölu í fyrra og heita held ég RagTag,“ segir Steinar að lokum. mariathora@frettabladid.is Andmerkjamaður í flauelsjökkum Steinar Guðjónsson á fimm flauelsjakka sem allir voru ódýrir. Hann er ánægðastur með vörur sem bæði eru flottar og kosta lítinn pening. Steinar með jakkana sína sem koma úr ýmsum áttum. KRÍLIN Ég er leiður yfir glugganum - ég ætlaði bara að hreinsa teygju- byssuna mína þegar skotið hljóp af! Heilsugæsla höfuðborgar- svæðisins opnar nýja heilsu- gæslustöð á morgun en það er Heilsugæslan Glæsibæ. Heilsu- gæslustöðin verður í Álfheim- um 74 og er ætlað að þjóna íbúum Voga- og Heimahverfis. Opnunartími heilsugæslustöðv- arinnar verður frá 8.00 til 17.00 alla virka daga og svo verður síðdegisvakt frá klukk- an 16.00 til 18.00 mánudaga, þriðju- daga og fimmtu- daga. Útsölurnar eru enn í fullum gangi og ekki vitlaust að skreppa í búðir og reyna að gera góð kaup. Í mörgum verslunum verður afslátturinn meiri eftir því sem lengra líður á útsölu- tímabilið. Netverslunin rum.is er með tuttugu og fimm prósenta afslátt af rúmum í janúar. Ferðamönnum sem fara til landa þar sem fuglaflensan hefur komið upp er ekki ráð- lagt að fara í neinar sérstakar bólusetningar vegna hennar. Þeim er hins vegar ráðlagt að forðast snertingu við lifandi eða dauða fugla og fuglaskít, alls ekki borða ósoðið eða illa soðið fuglakjöt eða egg og gæta fyllsta hreinlætis. Stöðugar breytingar eru á útbreiðslu fuglaflensunn- ar en nýjustu upplýsing- ar má alltaf finna á heimasíðu Alþjóðadýraheilbrigðisstofnun- arinnar, www.oie.int. LIGGUR Í LOFTINU TÍSKA - HEIMILI - HEILSA - FERÐIR RACHEL WEISZ ER NÝTT AND- LIT BURBERRY-ILMVATNSINS EN AUGLÝSINGAHERFERÐIN HÓFST Í GÆR. Auglýsingin fyrir ilmvatnið, sem ber nafnið Burberry London, skartar leikkonunni prúðu, Rachel Weisz, en hún vann í vikunni Golden Globe- verðlaunin fyrir besta leik í aukahlutverki fyrir frammi- stöðu sína í myndinni The Constant Gardener. Að sögn talsmanns Burberry var fyrirtækið að leita að fyrirsætu sem væri holdgerv- ingur breskrar fegurðar. Að sögn leikstjóra auglýsingar- innar hefur Weisz þá fágun, náttúrulegu fegurð og þann ómótstæðilega þokka sem aðstandendur auglýsingarinn- ar voru að leita eftir. Leikstjórinn, Christopher Bail- ey, sagði ennfremur að helstu áhrif ilmvatnsins og um leið auglýsingarinnar væru ,,sjálf borgin London - iðandi, skemmtileg og spennandi“. Nýtt andlit Burberry-ilmvatnsins Rachel Weisz þykir hafa þá náttúru- legu bresku fegurð sem Burberry var að leita að. NORDICPHOTOS/GETTY- IMAGES Ásdís Rán Finnst allir flottir á Íslandi BLS. 2 Leigulist Samstarfsfólk velur á veggi vinnustaðar BLS. 4 Alnæmi Fræðsluvika í næstu viku BLS. 6 Rent.is Húsnæði til leigu fyrir ferðamenn BLS. 7

x

Fréttablaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.