Fréttablaðið - 19.01.2006, Síða 41

Fréttablaðið - 19.01.2006, Síða 41
FIMMTUDAGUR 19. janúar 2006 25 KAUPHÖLL ÍSLANDS [Hlutabréf] ICEX-15 6.137 -1,87% Fjöldi viðskipta: 1.150 Velta: 9.193 milljónir HLUTABRÉF Í ÚRVALSVÍSITÖLU: Actavis 55,00 -2,90% ... Atorka 6,65 -3,60% ... Bakkavör 54,20 -3,20% ... Dagsbrún 5,76 -0,90% ... FL Group 22,40 -3,00% ... Flaga 4,20 -0,20% ... Íslandsbanki 20,20 -3,40% ... KB banki 835,00 -0,60% ... Kögun 65,80 -1,90% ... Landsbankinn 27,80 -2,10% ... Marel 70,00 -1,30% ... Mosaic Fashions 18,00 -2,70% ... SÍF 4,12 -0,70% ... Straumur-Burðarás 18,00 -1,60% ... Össur 111,00 -1,80% MESTA HÆKKUN Atlantic Petroleum +34,56% MESTA LÆKKUN Atorka -3,62% Bakkavör -3,21% FL Group -3,03% Umsjón: nánar á visir.is Ný tt! + Staðgreiðsluverð + Lægri vextir + Lægri kostnaður + Til allt að 36 mánaða + Framlengdur ábyrgðartími + Flutningstrygging + Vildarpunktar VISALán er ný og hagstæð leið til greiðslu- dreifingar við kaup á vörum eða þjónustu. – HAGSTÆÐAR AFBORGANIR Spurðu um ENNE M M / S ÍA Nánari upplýsingar á www.visa.is/visalan eða í síma 525 2000 Hlutabréf í Kauphöllinni lækkuðu þó nokkuð í gær í kjölfar mark- aðshruns á verðbréfamarkaðnum í Tokýó. Þannig hafði úrvalsvísi- talan lækkað um tæp fjögur pró- sent klukkustundu eftir opnun markaða en þá tók lækkunin að ganga til baka. Mest lækkuðu bréf í FL Group eða um 3,5 prósent. Eina félagið sem hækkaði að ráði var Atlantic Petroleum sem stökk upp um 20 prósent. Úrvalsvísitalan stóð í 6.253 stigum í upphafi dags en lækkaði um meira en 200 stig þar til hún tók að rétta sig við á nýjan leik. Um hádegisbil nam gildi hennar 6.130 stigum. „Eðlilegt er að tala um leið- réttingu þar sem hækkanir hafa verið nær látlausar frá áramót- um. Vísitalan hafði hækkað um þrettán prósent frá áramótum og því er ekki ólíklegt að fjárfest- ar hafi tekið út hagnað,“ segir Greining Íslandsbanka um dag- inn í gær. Þetta var aðeins í annað skipt- ið á árinu sem vísitalan lækkar á milli daga. - eþa Leiðrétting í Kauphöllinni Atorka hefur eignast tæp 97 pró- sent hlutabréfa í Jarðborunum en yfirtökutilboði fyrrnefnda félags- ins í það síðarnefnda lauk á mánu- daginn. Atkvæðisréttur Atorku er meiri en sem nemur eignarhlutn- um vegna eigin bréfa Jarðborana. Stjórn Jarðborana mun innan skamms óska eftir því við Kauphöll Íslands að félagið verði afskráð. - eþa Atorka eignast Jarðboranir Stjórn Samtaka atvinnulífsins hefur ákveðið að ráða Vilhjálm Egilsson í stöðu framkvæmda- stjóra samtak- anna, í stað Ara Edwald sem senn tekur við stöðu forstjóra 365 miðla. Vilhjálmur, sem er með d o k t o r s p r ó f í hagfræði, hefur gegnt stöðu ráðu- neytisstjóra í sjávarútvegs- r á ð u n e y t i nu frá ársbyrjun 2004. Áður starfaði hann meðal annars fyrir Alþjóðagjaldeyris- sjóðinn á árunum 2003-2004, sem framkvæmdastjóri Verzlunarráðs Íslands á árunum 1987-2003, sat á Alþingi á árunum 1991-2003 og starfaði hjá Vinnuveitendasam- bandi Íslands, eins af forverum Samtaka atvinnulífsins, á árunum 1982-1987. - hh Vilhjálmur Egilsson til SA VILHJÁLMUR EGILSSON NÝR FRAMKVÆMDA- STJÓRI SAMTAKA ATVINNULÍFSINS. HLUTABRÉF LÆKKUÐU Eftir miklar hækkanir undanfarið lækkuðu hlutabréf eftir fréttir af hruni í Japan. Íslensk erfðagreining hefur keypt líftæknifyrirtækið Urði Verðandi Skuld af Iceland Gen- omics Corporation Inc. á sem nemur 350 milljónum íslenskra króna. Kaupverðið var greitt með hlutabréfum í deCODE genetics, en þau nema um einu prósenti af heildarfjölda hluta í deCODE. Greint var frá kaupunum í gær en markmiðið með þeim er sagt vera að efla rannsóknir á erfðafræði krabbameina sem vonast er til að leiði til aukins skilnings á líffræðilegum orsök- um þeirra og nýrra aðferða til að greina og meðhöndla krabba- mein. - óká DeCode kaupir UVS Tölur miðast við 14:51

x

Fréttablaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.