Fréttablaðið


Fréttablaðið - 19.01.2006, Qupperneq 41

Fréttablaðið - 19.01.2006, Qupperneq 41
FIMMTUDAGUR 19. janúar 2006 25 KAUPHÖLL ÍSLANDS [Hlutabréf] ICEX-15 6.137 -1,87% Fjöldi viðskipta: 1.150 Velta: 9.193 milljónir HLUTABRÉF Í ÚRVALSVÍSITÖLU: Actavis 55,00 -2,90% ... Atorka 6,65 -3,60% ... Bakkavör 54,20 -3,20% ... Dagsbrún 5,76 -0,90% ... FL Group 22,40 -3,00% ... Flaga 4,20 -0,20% ... Íslandsbanki 20,20 -3,40% ... KB banki 835,00 -0,60% ... Kögun 65,80 -1,90% ... Landsbankinn 27,80 -2,10% ... Marel 70,00 -1,30% ... Mosaic Fashions 18,00 -2,70% ... SÍF 4,12 -0,70% ... Straumur-Burðarás 18,00 -1,60% ... Össur 111,00 -1,80% MESTA HÆKKUN Atlantic Petroleum +34,56% MESTA LÆKKUN Atorka -3,62% Bakkavör -3,21% FL Group -3,03% Umsjón: nánar á visir.is Ný tt! + Staðgreiðsluverð + Lægri vextir + Lægri kostnaður + Til allt að 36 mánaða + Framlengdur ábyrgðartími + Flutningstrygging + Vildarpunktar VISALán er ný og hagstæð leið til greiðslu- dreifingar við kaup á vörum eða þjónustu. – HAGSTÆÐAR AFBORGANIR Spurðu um ENNE M M / S ÍA Nánari upplýsingar á www.visa.is/visalan eða í síma 525 2000 Hlutabréf í Kauphöllinni lækkuðu þó nokkuð í gær í kjölfar mark- aðshruns á verðbréfamarkaðnum í Tokýó. Þannig hafði úrvalsvísi- talan lækkað um tæp fjögur pró- sent klukkustundu eftir opnun markaða en þá tók lækkunin að ganga til baka. Mest lækkuðu bréf í FL Group eða um 3,5 prósent. Eina félagið sem hækkaði að ráði var Atlantic Petroleum sem stökk upp um 20 prósent. Úrvalsvísitalan stóð í 6.253 stigum í upphafi dags en lækkaði um meira en 200 stig þar til hún tók að rétta sig við á nýjan leik. Um hádegisbil nam gildi hennar 6.130 stigum. „Eðlilegt er að tala um leið- réttingu þar sem hækkanir hafa verið nær látlausar frá áramót- um. Vísitalan hafði hækkað um þrettán prósent frá áramótum og því er ekki ólíklegt að fjárfest- ar hafi tekið út hagnað,“ segir Greining Íslandsbanka um dag- inn í gær. Þetta var aðeins í annað skipt- ið á árinu sem vísitalan lækkar á milli daga. - eþa Leiðrétting í Kauphöllinni Atorka hefur eignast tæp 97 pró- sent hlutabréfa í Jarðborunum en yfirtökutilboði fyrrnefnda félags- ins í það síðarnefnda lauk á mánu- daginn. Atkvæðisréttur Atorku er meiri en sem nemur eignarhlutn- um vegna eigin bréfa Jarðborana. Stjórn Jarðborana mun innan skamms óska eftir því við Kauphöll Íslands að félagið verði afskráð. - eþa Atorka eignast Jarðboranir Stjórn Samtaka atvinnulífsins hefur ákveðið að ráða Vilhjálm Egilsson í stöðu framkvæmda- stjóra samtak- anna, í stað Ara Edwald sem senn tekur við stöðu forstjóra 365 miðla. Vilhjálmur, sem er með d o k t o r s p r ó f í hagfræði, hefur gegnt stöðu ráðu- neytisstjóra í sjávarútvegs- r á ð u n e y t i nu frá ársbyrjun 2004. Áður starfaði hann meðal annars fyrir Alþjóðagjaldeyris- sjóðinn á árunum 2003-2004, sem framkvæmdastjóri Verzlunarráðs Íslands á árunum 1987-2003, sat á Alþingi á árunum 1991-2003 og starfaði hjá Vinnuveitendasam- bandi Íslands, eins af forverum Samtaka atvinnulífsins, á árunum 1982-1987. - hh Vilhjálmur Egilsson til SA VILHJÁLMUR EGILSSON NÝR FRAMKVÆMDA- STJÓRI SAMTAKA ATVINNULÍFSINS. HLUTABRÉF LÆKKUÐU Eftir miklar hækkanir undanfarið lækkuðu hlutabréf eftir fréttir af hruni í Japan. Íslensk erfðagreining hefur keypt líftæknifyrirtækið Urði Verðandi Skuld af Iceland Gen- omics Corporation Inc. á sem nemur 350 milljónum íslenskra króna. Kaupverðið var greitt með hlutabréfum í deCODE genetics, en þau nema um einu prósenti af heildarfjölda hluta í deCODE. Greint var frá kaupunum í gær en markmiðið með þeim er sagt vera að efla rannsóknir á erfðafræði krabbameina sem vonast er til að leiði til aukins skilnings á líffræðilegum orsök- um þeirra og nýrra aðferða til að greina og meðhöndla krabba- mein. - óká DeCode kaupir UVS Tölur miðast við 14:51
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64

x

Fréttablaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.