Fréttablaðið - 19.01.2006, Síða 46

Fréttablaðið - 19.01.2006, Síða 46
 19. janúar 2006 FIMMTUDAGUR30 menning@frettabladid.is Boðið er upp á glæsilegan þrigg jarétta kvöldverð. Tilvalin skemmtun fyrir smærri fyrirtæki og hópa. Læv í Súlnasal Hótel Sögu! Hljómsveitin Saga Class leikur í sýningunni og á dansleik að sýningu lokinni. Laxakonfekt. Kryddjurtalegið lambafille með sætkartöfluturni og rauðvínsgljáa. Súkkulaðistígi. Kvöldverður! Sýning! Dans! V/ Hagatorg, 107 Reykjavík. Borðapantanir í síma 525-9840 Í vor ætlar Gerðarsafn í Kópavogi að efna til stórrar yfirlitssýningar á verkum Guðmundar frá Miðdal með sérstakri áherslu á náttúru- og dýramyndir listamanns- ins. Safnið hefur mikinn áhuga á að frétta af verkum sem kynnu að leynast heima hjá fólki. „Safnið er að leita að verkum í einkaeign eftir Guðmund frá Mið- dal,“ segir Guðbjörg Kristjáns- dóttir, forstöðumaður Listasafns Kópavogs - Gerðarsafns. Hér í eina tíð voru litlar keramikstyttur eftir Guðmund frá Miðdal til á mörgum íslensk- um heimilum og margar þessara mynda eru væntanlega enn í eigu ættingja þeirra sem áttu þær upp- haflega. Málverk og skúlptúrar eftir hann geta líka leynst víða. „Sérstaklega erum við spennt fyrir því að hafa upp á fleiri mál- verkum eftir Guðmund, bæði olíu- og vatnslitamyndum,“ segir Guðbjörg. Gerðarsafn ætlar að efna til yfirlitssýningar á verkum Guð- mundar sem haldin verður á Kópa- vogsdögum í maí og júní. Sýning- in verður haldin í samvinnu við Náttúrustofu Kópavogs, sem er til húsa rétt hjá listasafninu. Fyrir rúmum áratug var haldin á Kjarvalsstöðum sýning á vatns- litamyndum Guðmundar. Fyrir þremur árum var einnig efnt til stórrar yfirlitssýningar á verkum hans á Kjarvalsstöðum, þannig að býsna langt er síðan gefist hefur tækifæri til að skoða verk hans saman á einum stað. „Við ætlum að sýna bæði skúlptúra hans, leirmuni, olíumál- verkin og vatnslitamyndirnar,“ segir Guðbjörg. „Þetta er gríðar- mikið magn og við notum til þess bæði húsin, allt listasafnið og svo teygir sýningin sig yfir í náttúru- stofuna.“ Sérstök áhersla verður lögð á dýr og náttúru í verkum Guð- mundar, sem var mikill náttúru- unnandi og útivistarmaður. „Börn hafa alltaf svo gaman af dýrum, svo þetta verður sérstak- lega fjölskylduvæn sýning,“ segir Guðbjörg. ■ Gerðarsafn lýsir eftir listaverkum EITT AF MÁLVERKUM GUÐMUNDAR FRÁ MIÐDAL Eldgos eru eitt þeirra náttúrufyrirbrigða sem Guðmundur hafði gaman af að mála. Kl. 18.00 Á Bæjarbókasafninu í Þorlákshöfn verður í kvöld boðið upp á upplestur úr nýjum og nýlegum bókum. Aðal- steinn Ásberg Sigurðsson les upp úr nýrri ljóðabók sinni er nefnist Ljóð, Birgitta Jónsdóttir les upp úr bók sinni Dagbók Kameljónsins, Eyvind- ur P. Eiríksson les upp úr skáldsög- unni Örfok, Kristian Guttesen les upp úr ljóðahrollvekjunni Litbrigða- mygla, Vilborg Dagbjartsdóttir les ljóð sín og Þorsteinn frá Hamri les upp úr ljóðabókinni Dyr að draumi. ! Hið nýja fyrirkomulag á sýning- um í Þjóðleikhúsinu gerir það að verkum að fólk þarf að hafa hraðar hendur til þess að missa ekki af sýningum. Leiksýningar eru sýndar mun oftar í viku en áður þekktist, og sýningum er líka hætt fyrr en áður var venja til. Til dæmis lýkur strax um miðjan febrúar sýningum á Eld- húsi eftir máli, hversdagslegum hryllingssögum Svövu Jakobs- dóttur, sem frumsýnt var milli jóla og nýárs. Vala Þórsdóttir byggir þessa sýningu á smásögum Svövu Jak- obsdóttur sem hefði orðið 75 ára árið 2004. Í tengslum við sýning- una verða fimm Sunnudagskvöld með Svövu þar sem boðið verður upp á fyrirlestur, kvöldverð, leik- sýningu og umræður. Kristín Ást- geirsdóttir reið á vaðið sl. sunnu- dag með fyrirlestri um Svövu og stjórnmálin, en næsta sunnudag er komið að Gerði Kristnýju Guðjóns- dóttur rithöfundi en hennar erindi nefnist Svava og skáldskapurinn. Fyrirlestrarnir hefjast klukkan 18, en að þeim loknum er boðið upp á léttan kvöldverð fyrir leiksýn- inguna og í lok hennar umræður. Leikarar í sýningunni eru Aino Freyja Järvelä, sem leikur nú í fyrsta sinn í Þjóðleikhúsinu, Kjartan Guðjónsson, Margrét Vilhjálmsdóttir, María Pálsdótt- ir, Unnur Ösp Stefánsdóttir og Þórunn Lárusdóttir. Eldhús eftir máli sýnt þétt ELDHÚS EFTIR MÁLI Úr sýningu Þjóðleikhússins. Útlönd er meginþema annars heftis tímaritsins Ritið á þessu ári, sem nú er komið út í ritstjórn þeirra Gunnþórunnar Guðmundsdóttur og Svanhildar Óskarsdóttur. Í heftinu er tekist á við samband menning- arheima á ýmsan máta, ímyndir og sjálfsmyndir þjóða. Meðal efnis í heftinu er grein eftir Kristínu Loftsdóttur mannfræð- ing sem fjallar um ímynd Afríku á Íslandi á 19. öld en Kristín sýnir hvernig sú ímynd kallast á við ímynd hins sjálfstæða eyríkis Íslands, sem þá var í fæðingu. Sverrir Jakobsson fjallar um sjálfs- mynd miðaldamanna í greininni Við og hinir – hvernig gerðu Íslendingar mannamun á miðöldum?, en þar hugar Sverrir að þeim þáttum sem ætla má að hafi skipt máli fyrir sjálfsmynd menntaðra Íslendinga á miðöldum. Í grein sinni Íslenska og enska. Vísir að greiningu á málvistkerfi, leggur Kristján Árnason út af nýlegri könnun á viðhorfum Íslendinga til ensku og spyr hvort staða íslensk- unnar í menningu og sjálfsmynd landsmanna sé að breytast. Í myndverkinu Grautur – 12 tilbrigði vinnur Áslaug Thorlacius myndlistarmaður með uppskriftir að súpum og grautum úr bók Helgu Sigurðardóttur, Matur og drykkur, og veitir með því einstæða sýn inn í dansk-íslenska matarmenningu Íslendinga á 20. öld. Þá eru í heft- inu birtar þrjár ljóðaþýðingar eftir Þorstein Gylfason ásamt minningarorðum um hann sem Vigdís Finnbogadóttir ritar. Útlönd og ímyndir þjóða > Ekki missa af ... ... sýningu Gabríelu Friðriks- dóttur í Listasafni Reykjavíkur, þar sem hún sýnir verk sitt Versations/Tetralogia, sem hún sýndi á Feneyjatvíæringnum í sumar. ... sýningu Ólafs Gíslasonar í galleríi i8 við Klapparstíg, þar sem Ólafur hefur sett upp sannkallað Fiskidrama. ... leiksýningunni Mindcamp, nýjasta verki Jóns Atla Jónas- sonar, sem sýnt er í Hafnar- fjarðarleikhúsinu. HVAÐ? HVENÆR? HVAR? JANÚAR 16 17 18 19 20 21 22 Fimmtudagur ■ ■ TÓNLEIKAR  20.00 Fimmtudagsforleikurinn snýr aftur í Hinu húsinu eftir langan svefn með tónleikum. Þar munu eftirfarandi listamenn spila: Loji (the ebsens), Japanese super shift, Hello Norbert, The Ministry of Foreign Affairs, Sudden Weather Change og Big Kahuna.  21.00 Sunna, Silla og hljómsveitin Llama spila djass, hip hop, soul og fleira gott á Pravda.  Hljómsveitirnar Ampop og Ég halda tónleika í Þjóðleikhúskjallaranum. ■ ■ SKEMMTANIR  22.00 Hljómsveitin Flight-liner, sem kemur frá Keflavíkurflugvelli, leikur breskt og bandarískt rokk á Ránni í Keflavík.  Dj Gunni á Yello í Keflavík. ■ ■ BÆKUR  18.00 Aðalsteinn Ásberg Sigurðsson, Birgitta Jónsdóttir, Eyvindur P. Eiríksson, Kristian Guttesen, Vilborg Dagbjartsdóttir og Þorsteinn frá Hamri lesa upp úr nýjum og nýlegum bókum sínum á Bæjarbókasafni Ölfuss í Þorlákshöfn. Upplýsingar um viðburði og sýningar sendist á hvar@frettabladid.is ekki síðar en sólarhring fyrir birtingu.

x

Fréttablaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.