Fréttablaðið


Fréttablaðið - 19.01.2006, Qupperneq 46

Fréttablaðið - 19.01.2006, Qupperneq 46
 19. janúar 2006 FIMMTUDAGUR30 menning@frettabladid.is Boðið er upp á glæsilegan þrigg jarétta kvöldverð. Tilvalin skemmtun fyrir smærri fyrirtæki og hópa. Læv í Súlnasal Hótel Sögu! Hljómsveitin Saga Class leikur í sýningunni og á dansleik að sýningu lokinni. Laxakonfekt. Kryddjurtalegið lambafille með sætkartöfluturni og rauðvínsgljáa. Súkkulaðistígi. Kvöldverður! Sýning! Dans! V/ Hagatorg, 107 Reykjavík. Borðapantanir í síma 525-9840 Í vor ætlar Gerðarsafn í Kópavogi að efna til stórrar yfirlitssýningar á verkum Guðmundar frá Miðdal með sérstakri áherslu á náttúru- og dýramyndir listamanns- ins. Safnið hefur mikinn áhuga á að frétta af verkum sem kynnu að leynast heima hjá fólki. „Safnið er að leita að verkum í einkaeign eftir Guðmund frá Mið- dal,“ segir Guðbjörg Kristjáns- dóttir, forstöðumaður Listasafns Kópavogs - Gerðarsafns. Hér í eina tíð voru litlar keramikstyttur eftir Guðmund frá Miðdal til á mörgum íslensk- um heimilum og margar þessara mynda eru væntanlega enn í eigu ættingja þeirra sem áttu þær upp- haflega. Málverk og skúlptúrar eftir hann geta líka leynst víða. „Sérstaklega erum við spennt fyrir því að hafa upp á fleiri mál- verkum eftir Guðmund, bæði olíu- og vatnslitamyndum,“ segir Guðbjörg. Gerðarsafn ætlar að efna til yfirlitssýningar á verkum Guð- mundar sem haldin verður á Kópa- vogsdögum í maí og júní. Sýning- in verður haldin í samvinnu við Náttúrustofu Kópavogs, sem er til húsa rétt hjá listasafninu. Fyrir rúmum áratug var haldin á Kjarvalsstöðum sýning á vatns- litamyndum Guðmundar. Fyrir þremur árum var einnig efnt til stórrar yfirlitssýningar á verkum hans á Kjarvalsstöðum, þannig að býsna langt er síðan gefist hefur tækifæri til að skoða verk hans saman á einum stað. „Við ætlum að sýna bæði skúlptúra hans, leirmuni, olíumál- verkin og vatnslitamyndirnar,“ segir Guðbjörg. „Þetta er gríðar- mikið magn og við notum til þess bæði húsin, allt listasafnið og svo teygir sýningin sig yfir í náttúru- stofuna.“ Sérstök áhersla verður lögð á dýr og náttúru í verkum Guð- mundar, sem var mikill náttúru- unnandi og útivistarmaður. „Börn hafa alltaf svo gaman af dýrum, svo þetta verður sérstak- lega fjölskylduvæn sýning,“ segir Guðbjörg. ■ Gerðarsafn lýsir eftir listaverkum EITT AF MÁLVERKUM GUÐMUNDAR FRÁ MIÐDAL Eldgos eru eitt þeirra náttúrufyrirbrigða sem Guðmundur hafði gaman af að mála. Kl. 18.00 Á Bæjarbókasafninu í Þorlákshöfn verður í kvöld boðið upp á upplestur úr nýjum og nýlegum bókum. Aðal- steinn Ásberg Sigurðsson les upp úr nýrri ljóðabók sinni er nefnist Ljóð, Birgitta Jónsdóttir les upp úr bók sinni Dagbók Kameljónsins, Eyvind- ur P. Eiríksson les upp úr skáldsög- unni Örfok, Kristian Guttesen les upp úr ljóðahrollvekjunni Litbrigða- mygla, Vilborg Dagbjartsdóttir les ljóð sín og Þorsteinn frá Hamri les upp úr ljóðabókinni Dyr að draumi. ! Hið nýja fyrirkomulag á sýning- um í Þjóðleikhúsinu gerir það að verkum að fólk þarf að hafa hraðar hendur til þess að missa ekki af sýningum. Leiksýningar eru sýndar mun oftar í viku en áður þekktist, og sýningum er líka hætt fyrr en áður var venja til. Til dæmis lýkur strax um miðjan febrúar sýningum á Eld- húsi eftir máli, hversdagslegum hryllingssögum Svövu Jakobs- dóttur, sem frumsýnt var milli jóla og nýárs. Vala Þórsdóttir byggir þessa sýningu á smásögum Svövu Jak- obsdóttur sem hefði orðið 75 ára árið 2004. Í tengslum við sýning- una verða fimm Sunnudagskvöld með Svövu þar sem boðið verður upp á fyrirlestur, kvöldverð, leik- sýningu og umræður. Kristín Ást- geirsdóttir reið á vaðið sl. sunnu- dag með fyrirlestri um Svövu og stjórnmálin, en næsta sunnudag er komið að Gerði Kristnýju Guðjóns- dóttur rithöfundi en hennar erindi nefnist Svava og skáldskapurinn. Fyrirlestrarnir hefjast klukkan 18, en að þeim loknum er boðið upp á léttan kvöldverð fyrir leiksýn- inguna og í lok hennar umræður. Leikarar í sýningunni eru Aino Freyja Järvelä, sem leikur nú í fyrsta sinn í Þjóðleikhúsinu, Kjartan Guðjónsson, Margrét Vilhjálmsdóttir, María Pálsdótt- ir, Unnur Ösp Stefánsdóttir og Þórunn Lárusdóttir. Eldhús eftir máli sýnt þétt ELDHÚS EFTIR MÁLI Úr sýningu Þjóðleikhússins. Útlönd er meginþema annars heftis tímaritsins Ritið á þessu ári, sem nú er komið út í ritstjórn þeirra Gunnþórunnar Guðmundsdóttur og Svanhildar Óskarsdóttur. Í heftinu er tekist á við samband menning- arheima á ýmsan máta, ímyndir og sjálfsmyndir þjóða. Meðal efnis í heftinu er grein eftir Kristínu Loftsdóttur mannfræð- ing sem fjallar um ímynd Afríku á Íslandi á 19. öld en Kristín sýnir hvernig sú ímynd kallast á við ímynd hins sjálfstæða eyríkis Íslands, sem þá var í fæðingu. Sverrir Jakobsson fjallar um sjálfs- mynd miðaldamanna í greininni Við og hinir – hvernig gerðu Íslendingar mannamun á miðöldum?, en þar hugar Sverrir að þeim þáttum sem ætla má að hafi skipt máli fyrir sjálfsmynd menntaðra Íslendinga á miðöldum. Í grein sinni Íslenska og enska. Vísir að greiningu á málvistkerfi, leggur Kristján Árnason út af nýlegri könnun á viðhorfum Íslendinga til ensku og spyr hvort staða íslensk- unnar í menningu og sjálfsmynd landsmanna sé að breytast. Í myndverkinu Grautur – 12 tilbrigði vinnur Áslaug Thorlacius myndlistarmaður með uppskriftir að súpum og grautum úr bók Helgu Sigurðardóttur, Matur og drykkur, og veitir með því einstæða sýn inn í dansk-íslenska matarmenningu Íslendinga á 20. öld. Þá eru í heft- inu birtar þrjár ljóðaþýðingar eftir Þorstein Gylfason ásamt minningarorðum um hann sem Vigdís Finnbogadóttir ritar. Útlönd og ímyndir þjóða > Ekki missa af ... ... sýningu Gabríelu Friðriks- dóttur í Listasafni Reykjavíkur, þar sem hún sýnir verk sitt Versations/Tetralogia, sem hún sýndi á Feneyjatvíæringnum í sumar. ... sýningu Ólafs Gíslasonar í galleríi i8 við Klapparstíg, þar sem Ólafur hefur sett upp sannkallað Fiskidrama. ... leiksýningunni Mindcamp, nýjasta verki Jóns Atla Jónas- sonar, sem sýnt er í Hafnar- fjarðarleikhúsinu. HVAÐ? HVENÆR? HVAR? JANÚAR 16 17 18 19 20 21 22 Fimmtudagur ■ ■ TÓNLEIKAR  20.00 Fimmtudagsforleikurinn snýr aftur í Hinu húsinu eftir langan svefn með tónleikum. Þar munu eftirfarandi listamenn spila: Loji (the ebsens), Japanese super shift, Hello Norbert, The Ministry of Foreign Affairs, Sudden Weather Change og Big Kahuna.  21.00 Sunna, Silla og hljómsveitin Llama spila djass, hip hop, soul og fleira gott á Pravda.  Hljómsveitirnar Ampop og Ég halda tónleika í Þjóðleikhúskjallaranum. ■ ■ SKEMMTANIR  22.00 Hljómsveitin Flight-liner, sem kemur frá Keflavíkurflugvelli, leikur breskt og bandarískt rokk á Ránni í Keflavík.  Dj Gunni á Yello í Keflavík. ■ ■ BÆKUR  18.00 Aðalsteinn Ásberg Sigurðsson, Birgitta Jónsdóttir, Eyvindur P. Eiríksson, Kristian Guttesen, Vilborg Dagbjartsdóttir og Þorsteinn frá Hamri lesa upp úr nýjum og nýlegum bókum sínum á Bæjarbókasafni Ölfuss í Þorlákshöfn. Upplýsingar um viðburði og sýningar sendist á hvar@frettabladid.is ekki síðar en sólarhring fyrir birtingu.
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64

x

Fréttablaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.