Fréttablaðið


Fréttablaðið - 19.01.2006, Qupperneq 48

Fréttablaðið - 19.01.2006, Qupperneq 48
FIMMTUDAGUR 19. janúar 2006 32 ��������������������������������� ��������������������������������������������������� �� ����������������������������������������� ���������� �������������������������� ���������������������������������������� ������������������������������� ��������������������������������������������������������������������������������������������� ������������ �������������� �� ����������� ������������ �������������������� ����������������������������� ������������� �������������������������������� Fös. 20. Jan. kl.20 Lau. 21. Jan. kl.20 örfá sæti laus Lau. 28. Jan. kl.20 Fös. 3. Feb. kl. 20 Lau. 4. Feb. kl. 20 Mind Camp eftir Jón Atla Jónasson Hátíðaropnun Sun. 15. Jan. kl 19.57 uppselt Fim. 19. Jan. kl 19.57 Sun . 22. Jan. kl 19.57 Fös. 27. Jan. kl. 19.57 Sun. 29. Jan. kl. 19.57 Námsmenn og Vörðufélagar fá miðann á Mind Camp á 1000 kr. í boði Landsbankans Ef eftir Valgeir Skagfjörð/ Einar Má Guðmundsson Mán. 16. Jan.kl. 9 og 11 Uppsellt Þrið. 17. Jan.kl. 9 og 11 uppsellt Þrið. 24. Jan.kl. 9 og 11 Uppsellt Mið. 25. Jan.kl. 9 og 11 Uppsellt Einstakt enskunámskeið ����������������������������������������� ��������������������������� • Fjarnám með 27 1/2 tíma enskunámskeiði á cd diskum • Slökunardiskur með jákvæðri staðfestingu með tónlist frá Friðriki Karlssyni • Vinnubók með enska og íslenska textanum • Taska undir diskana • Áheyrnarpróf í lok náms Mörg stéttarfélög, fræðslusjóðir og fyrirtæki styrkja þetta námskeið Allar uppl‡singar www.pareto.is eða í símum 540-8400 eða 820-3799 Yfir vetrarmánuðina er jafnan blómlegt tónlistarlíf í Salnum í Kópavogi. Dag- skráin fram á vor er drekk- hlaðin af forvitnilegum tónleikum, meðal annars býður Mugison upp á nýtt efni á kammertónleikum með KaSa-hópnum. „Það er óvenjulega glæsilegt fram- undan hjá okkur,“ segir Vigdís Esra- dóttir forstöðumaður Salarins. Uppi- staðan í tónleikadagskrá Salarins er tónleikaröðin TÍBRÁ, sem hófst að vanda um síðustu helgi með árlegum Nýárstónleikum Salarins þar sem Diddú og Salonhljómsveit Sigurðar Ingva Snorrasonar fluttu gleðitón- list frá Vínarborg. Strax um næstu helgi eru síðan tveir framúrskarandi píanistar væntanlegir, þeir Allan Schiller og John Humphreys. Þeir ætla að leika fjórhent verk eftir meistara Vínarklassíkurinnar, Mozart og Schubert, í tilefni þess að nú eru liðin 250 ár frá fæðingu Wolfgangs Amadeusar. Þess má geta að þessir sömu píanistar hafa verið valdir til þess að flytja þessa sömu efnisskrá á fæðingardegi Mozarts, þann 27. janúar, í hinum virta tónleikasal Wigmor Hall. „Um miðjan febrúar verður hinn feykivinsæli og fjölhæfi tónlistar- maður Mugison, eða Örn Elías Guð- mundsson, gestur KaSa-hópsins,“ segir Vigdís. KaSa-hópinn, sem áður hét Kammermúsíkhópur Sal- arins, skipa að þessu sinni þau Elfa Rún Kristinsdóttir, fiðla, Sigurgeir Agnarsson, selló, Helga Þórarins- dóttir, víóla, Áshildur Haraldsdóttir, flauta og Nína Margrét Grímsdóttir, píanó. KaSa-hópurinn heldur að jafn- aði nokkra tónleika í Salnum á vetri hverjum, en hefur bryddað upp á þeirri nýbreytni síðastliðna tvo vetur að halda eina sameiginlega tónleika með virtu tónlistarfólki úr popp- og rokkgeiranum. Fyrir tveimur árum kom hljómsveitin Búdrýgindi, þá nýbakaðir sigurvegarar Músíktil- rauna, fram með KaSa-hópnum, en í fyrra var það Eivör Pálsdóttir hin færeyska sem söng með hópnum. Í ár er það sem sagt Mugison sem stígur á svið með kammertónlistar- fólkinu. „Mugison sagði mér í gær að hann ætli að vera með alveg nýtt prógramm. Hann hefur verið að semja tónlist sérstaklega fyrir þessa tónleika,“ segir Vigdís. „Aðra helgi í mars eru sérstakir hátíðartónleikar í TÍBRÁ, en með þeim tónleikum fagnar sellósnilling- urinn Erling Blöndal Bengtsson því að um þessar mundir eru liðin 60 ár frá því að hann hélt sína fyrstu tón- leika, en það var einmitt á Íslandi.“ Sunnudaginn 23. apríl mætir síðan hinn ungi fiðlusnillingur Barnabás Keleman á sviðið í Saln- um, en hann hefur áður haldið þar tónleika. Að þessu sinni verður kona hans, Katalin Kokas, með í för en hún er einnig fiðluleikari. „Efnis- skrá tónleikanna er afar sérstæð og einstakt tækifæri að heyra verk fyrir tvær fiðlur – án undirleiks – leikin af innvígðum snillingum fiðlunnar, en hjónin Kokas Katalin og Barnabás Keleman eru meðal hæfileikaríkustu og eftirtektar- verðustu fiðluleikurum sinnar kyn- slóðar.“ Síðustu TÍBRÁR-tónleikar starfsársins eru síðan samkvæmt hefð fluttir á afmælisdegi Kópavogs- bæjar, 11. maí. Tónleikarnir nefnast Kliður fornra strauma, íslensk efn- isskrá þar sem fram koma þau Bára Grímsdóttir, Sigurður Rúnar Jóns- son og Steindór Andreasen. Hér hefur reyndar aðeins verið stiklað á stóru í efnisskrá tónleik- araðarinnar TÍBRÁ, sem jafnan er uppistaðan í tónleikadagskrá Salarins. Alls verða fluttir sextán tónleikar í TÍBRÁ núna á vorönn og eru flytjendur fjörutíu og fjórir talsins; fjórtán söngvarar og fjórtán strengjaleikarar, tólf píanóleikarar, þrír blásarar og einn slagverksleik- ari, þar af sextán af erlendu bergi brotnir. Auk TÍBRÁR-tónleikanna eru fjölmargir aðrir tónleikar á dagskrá Salarins, til að mynda verður hljóm- sveitin Mannakorn með útgáfu- tónleika þar eftir um það bil tvær vikur. Vigdís segist reyndar hafa tekið eftir því að fólk átti sig stundum ekki á því hvað tónleikaröðin TÍBRÁ felur í sér. „Hvað er TÍBRÁ og hvað er ekki TÍBRÁ? Þetta ruglar fólk stundum í ríminu.“ Svarið er hins vegar einfalt: TÍBRÁ tryggir gæðin. „TÍBRÁ er tónleikaröð þar sem fólk getur gengið að gæðunum vísum. Við fengum yfir 90 umsókn- ir í fyrra frá tónlistarfólki, en það komust ekki nema eitthvað á milli 20 og 30 í þessa tónleikaröð. Við tryggjum þarna gæðin.“ ■ MUGISON Ætlar að frumflytja nýtt efni á kammertónleikum með KaSa-hópnum í Salnum um miðjan febrúar. Tíbrá tryggir gæðin BARNABÁS KELEMAN Fiðlusnillingurinn ungi mætir öðru sinni í Salinn í apríl, að þessu sinni ásamt konu sinni, Kokas Katalin, sem einnig er fiðluleikari. 550 5000 AUGLÝSINGASÍMI 1 dálkur 9.9.2005 15:22 Page 9
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64

x

Fréttablaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.