Fréttablaðið - 19.01.2006, Side 54

Fréttablaðið - 19.01.2006, Side 54
 19. janúar 2006 FIMMTUDAGUR38 FYRSTI KVENFORSETINN Geena Davis leikur fyrsta kvenforsetann í Bandaríkjunum í þáttunum Commander in Chief. Meðleikari hennar Donald Sutherland var einnig tilnefndur en bar ekki sigur úr býtum. Golden Globe-verðlaunin voru afhent aðfara-nótt þriðjudags á Beverly Hills-hótelinu og var mikið um dýrðir að venju. Það eru sam- tök erlendra blaðamanna í Hollywood sem standa að þeim og þykja þau gefa ágætis vísbendingu um það sem koma skal á Óskarnum. Hommakúrekamyndinni Brokeback Mountain hafði verið spáð mikilli velgengni enda var hún til- nefnd til sjö verðlauna. Það fór einnig svo að þessi hugljúfa og rómantíska ástarmynd Ang Lee fékk fjóra gullknetti en þó engan fyrir leik sem kom töluvert á óvart því margir höfðu spáð Heath Ledger sigri fyrir leik sinn sem Ennis Del Mar. Það var hins vegar Phillip Seymour Hoffman sem hirti þau fyrir leik sinn í Capote. Felic- ity Huffman, sem er sjónvarpsáhorfendum að góðu kunn fyrir leik sinn í Aðþrengdum eigin- konum, fékk sinn Gullhnött sem Stanley „Bree“ Osbourne Lee í Transamerica en myndin segir frá kynskiptingi sem fer að leita að syni sínum en sá er hinn mesti vandræðagemsi. Ang Lee getur þó ekkert farið að taka til í hill- unni hjá sér því hann fær eflaust harða samkeppni þegar Óskar frændi verður afhentur en kvikmyndin Walk the Line fékk þrenn verðlaun í flokki gaman- eða söngmynda. Voru aðalleikararnir Reese Witherspoon og Joaquin Phoenix bæði meðal sigurvegara en þau þykja fara á kostum sem June Carter og Johnny Cash. Það voru hinn breski Hugh Laurie og bandaríski gamanleikarinn Steve Carrel sem stálu hins vegar senunni því ræður þeirra þóttu mjög fyndnar en þeir voru báðir verðlaunaðir fyrir leik sinn í sjónvarpsþáttum. SIGRAÐI AÐÞRENGDU EIGINKONURNAR Mary Louise Parker kom, sá og sigraði Aðþrengdu eiginkonurnar en hún leikur í þáttaröð- inni Weeds sem sýnd er á sjón- varps- stöðinni Sirkus. PÓLITÍSKUR TRYLLIR Rachel Weisz vann frekar óvænt fyrir leik sinn í pólitíska tryllinum The Constant Gardner en hér er hún ásamt Adrien Brody og Natalie Portman. EFTIRMINNILEGUR CAPOTE Phillip Seymour Hoffman hirti Golden Globe-verðlaunin fyrir frammistöðu sína sem Truman Capote en leikur hans þykir stórbrotinn. SIGURVEGARI KVÖLDSINS Brokeback Mountain var sigurvegari kvöldsins en myndin fékk fern verðlaun, þar á meðal sem besta myndin, besta handritið og besta leikstjórn en hér eru einmitt framleiðandinn James Schamus, Diana Ossana og Ang Lee með afrakstur kvöldsins. SIGURSÆL Bæði Reese Witherspoon og Joaquin Phoenix hrepptu Gullhnött- inn fyrir leik sinn í Walk the Line sem lýsir fyrstu kynnum June Carter og Johnny Cash. FRÉTTABLAÐIÐ / GETTY IMAGES SKEMMTILEG RÆÐA Hugh Laurie var stór- skemmtilegur uppi á sviði og sagðist hafa skrifað yfir 150 nöfn á litla miða sem hann gæti þakkað. Leikarinn dró síðan þrjú nöfn af handahófi til að svekkja engan. CECIL B. DEMILLE-VERÐ- LAUNIN Anthony Hopkins var heiðraður á hátíðinni og fékk hin mjög svo virtu Cecil B. DeMille verðlaun en Hopkins þykir einn allra besti leikari okkar tíma. VALDAMIKILL George Clooney er að verða gríð- arlega valdamikill í Hollywood en hann fékk Golden Globe-hnöttinn fyrir leik sinn í Syriana. EKKI BARA EIG- INKONA Felicity Huffman sigraði á Emmy fyrir leik sinn í Aðþrengdum eiginkonum. Hún átti heldur ekki í miklum erfiðleik- um með að landa Golden Globe- verðlaununum fyrir frammistöðu sína í Transamerica. BROKEBACK FJALLIÐ GNÆFÐI YFIR ÖLLU

x

Fréttablaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.