Fréttablaðið - 20.01.2006, Page 4

Fréttablaðið - 20.01.2006, Page 4
4 20. janúar 2006 FÖSTUDAGUR � � �� �� � � � �� � �� � �� � � �� ������� ����������� ����������� �������������������������� ��������������������� ����������������������������� ��������������� �� ���������������������������� PAKISTAN, AP Eldflaugaárás banda- ríska hersins á lítið landamæra- þorp í Pakistan fyrir helgi hefur orðið kveikjan að fjölmennum mótmælum víðsvegar um landið. Að minnsta kosti 18 óbreyttir borg- arar létu lífið í árásinni, en pakist- önsk yfirvöld herma að einnig hafi fjórir eða fimm erlendir meðlimir al-Kaída-hryðjuverkasamtakanna fallið þar og í gær voru birtar upplýsingar um hvaða menn þetta voru. Minnst 10.000 herskáir músli- mar hafa flykkst út á götur víða um Pakistan, mótmælt árásinni hástöfum og fordæmt bæði Banda- ríkin sem og forseta Pakistans, Pervez Musharraf, fyrir samvinnu hans við Bandaríkin. Tvær mót- mælagöngur hafa verið boðaðar í dag. Allar eru göngurnar sagðar hafa farið friðsamlega fram, þótt ýmsir séu orðljótir í garð Banda- ríkjanna. Pakistönsk yfirvöld segja árás- ina hafa verið ætlaða næstæðsta manni al-Kaída, Ayman al-Zawa- hri, sem ekki var á staðnum þegar árásin var gerð. Hinir föllnu eru taldir vera sprengju- og eiturefna- sérfræðingurinn Midhat Mursi al- Sayid Umar, sem bandarísk yfir- völd höfðu sett fimm milljónir dala til höfuðs, Abu Obaidah al-Masri, yfirmaður samtakanna í Kúnar- héraðinu í Afganistan og Abdul Rehman al-Maghribi, sem talinn er vera tengdasonur al-Zawahri og sem sagður er hafa veitt arabísk- um blaðamönnum upplýsingar um hryðjuverkasamtökin. Auk þeirra telja sumir að yfir- maður samtakanna við landamæri Pakistans og Afganistans, Khalid Habib, hafi fallið í árásinni. Lík mannanna hafa ekki fund- ist, en pakistönsk yfirvöld telja að stuðningsmenn hafi fjarlægt þau í skjóli myrkurs skömmu eftir árás- ina með það í huga að grafa líkin svo ekki væri hægt að bera kennsl á þau. Innanríkisráðherra Pakist- ans, Aftab Sherpao, taldi líklegt að eftirlýstur múslimaklerkur sem styður talibana hafi fjarlægt líkin. Klerksins, Maulana Faqir Mohammed, er nú ákaft leitað. Sherpao var í New York ásamt for- sætisráðherra Pakistans, Shaukat Aziz, sem er í opinberri heimsókn í Bandaríkjunum. Pakistönsk yfirvöld hafa for- dæmt árásina og halda því fram að þeim hafi ekki verið tilkynnt um hana fyrirfram. smk@frettabladid.is Reiði í garð Bandaríkjanna Fjölmenn en friðsamleg mótmæli gegn Bandaríkjunum voru í pakistönskum borgum í gær í tilefni af flugskeytaárás sem varð 18 óbreyttum Pakistönum að bana. Pakistönsk yfirvöld segja árásina hafa verið ætlaða Ayman al-Zawahri, sem ekki var á staðnum. Nokkrir al-Kaídaliðar eru einnig sagðir hafa fallið. ÁRÁS FORDÆMD Fylgismenn múslimaflokksins Jamat-i-islami brenna líkneski Bush Bandaríkjaforseta á fjölmennum mótmælafundi í Peshawar í Pakistan í gær. FRÉTTABLAÐIÐ/AP STJÓRNMÁL „Dómara verður heimilt að dæma mann til greiðslu miska- bóta og við mat á fjárhæð bótanna verður lagt til grundvallar að þær hafi verulega þýðingu fyrir þann sem dæmdur er,“ segir Sigurður Kári Kristjánsson sem í gær lagði fram frumvarp til breytinga á hegningalögum og skaðabótalögum. Sautján aðrir þingmenn Sjálfstæð- isflokks og Framsóknarflokks flytja frumvarpið með Sigurði Kára. Frumvarpið boðaði hann nýver- ið í tengslum við DV-málið, en þar var því haldið fram að tengsl væru á milli nafn- og myndbirtingar blaðsins og þess að maður svipti sig lífi á Ísafirði. „Viðbót í frumvarpinu er sú að ef meingerð er sett fram í ágóðaskyni eða ef viðkomandi hefur lagt sig fram um að koma henni á framfæri skuli það verða til hækkunar bóta- fjárhæðar. Enda komi það einnig til lækkunar ef viðkomandi hefur reynt að bæta fyrir brot sitt,“ segir Sigurður Kári. Í greinargerð með frumvarpinu segir að markmið flutningsmanna sé að auka friðhelgi einkalífsins og auka skaðabótarétt þeirra sem sæta aðför gegn æru og persónu. Sigurður Kári segir að gert sé ráð fyrir að refsing sé jafn þung og því þurfi að taka mið af fjárhag þess dæmda. - jh SIGURÐUR KÁRI KRISTJÁNSSON Þingmað- urinn segir að við mat á fjárhæð bótanna verði lagt til grundvallar að þær hafi veru- lega þýðingu fyrir þann sem dæmdur er. Átján þingmenn stjórnarflokkanna flytja frumvarp um aukinn skaðabótarétt: Kallar eftir ábyrgð á orðum BRUSSEL, AP Fiskveiðiþjóðir Evr- ópusambandsins gera ekki nóg til að sjá til þess að aflatakmörkun- um sé framfylgt. Vegna þessa er þorskstofninn í Norðursjó kom- inn á barm algers hruns. Þetta er meðal þess sem fram kemur í nýrri úttekt framkvæmdastjórnar Evrópusambandsins á fiskveiði- málum í lögsögu þess, en slík skýrsla er gefin út árlega. Í skýrslunni segir að Írar og Spánverjar hafi á árinu 2004 gert sig seka um grófustu brotin á afla- takmörkunum. ■ ESB-skýrsla um fiskveiði: Aflatakmark- anir ekki virtar FISKVEIÐAR ESB Spænskir sjómenn inn- byrða afla sinn. NORDICPHOTOS/AFP LÖGREGLA Átta bíla árekstur varð við Gullinbrú í Grafarvogi um fjögurleytið í gær. Einn öku- mannanna í bílunum átta fann til eymsla í hálsi og baki eftir árekst- urinn og var fluttur á sjúkrahús til skoðunar. Bílarnir voru allir ökufærir eftir áreksturinn utan einn sem var fluttur burt með dráttarbíl. Lögreglan telur að slysið, sem varð við norðurenda brúarinnar, hafi orðið sökum hálku á vegin- um. Lögreglan fékk tilkynningar um 27 áreksta frá morgni til kvölds í gær, miðað við fimmtán árekstra daginn áður. - gag Átta bíla árekstur á Gullinbrú: Einn fann til í baki og hálsi RÍKISÚTVARP Stjórnarandstæðing- ar í menntamálanefnd Alþingis neituðu í gær að fjalla um gögn Eftirlitsstofnunar EFTA um mál- efni Ríkisútvarpsins sem bundnar væru trúnaði. „Upplýsingarnar eru enn bundar trúnaði hjá ESA og óheimilt að opinbera gögnin meðan þau eru enn til meðferðar,“ segir Sigurður Kári Kristjánsson, formaður nefndarinnar. Fulltrúar stjórnarandstöð- unnar í nefndinni sættust ekki á trúnaðarskylduna en frumvarp um Ríkisútvarpið verður rætt á Alþingi í næstu viku. - jh RÚV í menntamálanefnd: Trúnaður ríkir um gögn ESA GENGIÐ GENGI GJALDMIÐLA 19.01.2006 Gengisvísitala krónunnar Bandaríkjadalur 61,78 62,08 Sterlingspund 108,60 109,12 Evra 74,26 74,68 Dönsk króna 10,00 10,029 Norsk króna 9,15 9,177 Sænsk króna 7,994 8,017 Japanskt jen 0,5361 0,5377 SDR 88,45 89,72 HEIMILD: Seðlabanki Íslands KAUP SALA 103,9022

x

Fréttablaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.