Fréttablaðið - 20.01.2006, Side 16

Fréttablaðið - 20.01.2006, Side 16
16 20. janúar 2006 FÖSTUDAGUR SVÍÞJÓÐ Sænska lögreglan hvet- ur konur í borginni Umeå til að fara varlega á kvöldin og nótt- unni, sérstaklega milli eitt og þrjú um helgar þar sem óþekktur nauðgari gengur laus. Maðurinn gengur undir nafninu Hagamað- urinn. Maðurinn nauðgaði og reyndi að myrða 51 árs konu í desember síðastliðnum. Hann beit af henni eyrað og reyndi að drekkja henni í nærliggjandi á en konunni tókst að verja sig með því að bíta hann í höndina og sleppa. Konan sá andlit hans og segir að hann hafi kantað and- lit og hræðileg augu. Hann er talinn vera 20-30 ára, lítill og grannvaxinn, aðeins um 170-175 sentimetrar að hæð, ljóshærður og ljós á brún og brá. Hann var dökkklæddur þegar hann réðst á konuna. Teikningu með mynd af honum hefur verið dreift. Nýlega hefur fengist staðfest með DNA-prófi að nauðgarinn er óþekktur ofbeldismaður sem lék lausum hala 1998-2001. Á því tímabili réðst hann á átta konur í Umeå í Svíþjóð. Hann er talinn árásargjarn einfari. Sænskir vefmiðlar segja að lögreglunni hafi aldrei tekist að finna manninn og skyndilega hafi árásirnar hætt. Ekkert hefur spurst til hans fyrr en nú að hann kemur fílefldur aftur til leiks. Yfirmaður lögreglunnar segir að rannsóknargögnin frá árun- um 1998-2001 komi sér vel því að nú sé hægt að þrengja hringinn og útiloka nokkra sem áður voru grunaðir. - ghs Hagamaðurinn nauðgar konum í Umeå í Svíþjóð eftir fimm ára hlé: Árásargjarn einfari ógnar konum SÆNSKA LÖGREGLAN Hagamaðurinn er kominn aftur á stjá og tekinn til við fyrri iðju en hann nauðgaði og misþyrmdi alvarlega átta konum í Svíþjóð á árunum 1998-2001. NORDICPHOTOS/AFP GRÝLUKERTI Í AUSTURRÍKI Grýlukerti sem slúta fram af húsþaki í Lofer nærri Salzburg í Austurríki að bráðna í sólinni í gær. FRÉTTABLAÐIÐ/AP HAMFARIR „Ég var að koma úr vaktafríi og ætlaði að freista þess að ganga yfir Hrafnseyrarheiði, sem var ófær bílum eins og svo oft áður, til að komast til Þingeyrar og þaðan til Ísafjarðar að ná fluginu suður,“ segir Jón Örn Arnarson, tæknifræðingur við Mjólkárvirkjun í Arnarfirði. Þessi ferð sem hann lagði upp í í síðustu viku fékk óvæntan endi en Jón Örn lenti í snjóflóði á leiðinni og villtist svo af leið. „Ég heyrði þegar flóðið fór af stað en það var myrkur svo það var erfitt að athafna sig. Þetta bar líka svo fljótt að svo ég hafði ekki einu sinni tíma til að verða hræddur,“ segir hann. Nýfallin fönn sem lá á harðfenni fór af stað og tók Jón Örn. Hann segist ekki hafa áttað sig á því hversu langt hann barst með flóðinu. „Þegar ég komst upp á heiðina taldi ég mig á veginum til Dýrafjarðar en þetta reyndist svo vera vegurinn sem liggur í Arnarfjörð,“ segir hann. Björgunarsveit var farin af stað og það var vinnufélagi Jóns Arnar sem mætti honum þreyttum en ómeiddum í Manntapagili eftir fjögurra tíma hrakningar. Fjölskylda Jóns Arnar býr í Reykjavík og freistar hann þess að komast í hennar faðm í vaktarfríum. - jse Jón Örn Arnarson lenti í snjóflóði og villtist á Hrafnseyrarheiði: Náði aldrei að verða hræddur JÓN ÖRN ARNARSON Vinnur við Mjólk- árvirkjun í Arnarfirði en fer suður í faðm fjölskyldu sinnar í vaktarfríum sem hann fær hálfsmánaðarlega. SVÍÞJÓÐ Áfengisframleiðendur á Norðurlöndum og í Eystra- saltslöndunum hafa áhyggjur af þeirri fyrirætlan Evrópusam- bandsins að leyfa framleiðslu á vodka úr hvaða landbúnaðaraf- urð sem er, að sögn vefútgáfu Dagens Nyheter. Finnar, Pólverjar og Svíar fylgja rússnesku skilgrein- ingunni á vodka sem þýðir að drykkurinn verður að vera framleiddur úr korni eða kart- öflum og hafa þeir mótmælt breytingu á reglunum í þessa átt. Verði reglunum breytt yrði til dæmis hægt að framleiða vodka úr banönum og bananahýði. - ghs Áfengisframleiðslureglur ESB: Bananavodka hugsanlegt Ástrali dæmdur Hæstiréttur Indó- nesíu hefur dæmt ástralska stúlku í 20 ára fangelsi fyrir að smygla 4,2 kílóum af maríjúana til Balí í maí síðastliðnum. Dómurinn hefur vakið mikla reiði í Ástralíu þar sem margir trúa að Schapelle Corby sé saklaus, en flugvallarstarfsfólk fann maríjúanað í farangri hennar. INDÓNESÍA SVÍÞJÓÐ Veiðimenn í norðurhluta Svíþjóðar eru óánægðir vegna til- lögu sem gerir ráð fyrir að sam- eiginleg stjórn Sama, landeigenda og sænska ríkisins stjórni skot- og fiskveiðum á svæðinu. Samtök veiðimanna telja að til- lagan eigi ekkert erindi til þings- ins. Þeir telja að gríðarleg skrif- finnska verði í kringum veiðarnar og veiðiréttinn og forræðið verði bara flóknara í stað þess að verða einfaldara. ■ Veiðilendur Sama: Forræðið verð- ur flóknara

x

Fréttablaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.