Fréttablaðið - 20.01.2006, Qupperneq 18
20. janúar 2006 FÖSTUDAGUR18
nær og fjær
„ORÐRÉTT“
Alltaf gott að vera
bjartsýnn
„En ég er sannfærður um
það að rækjuveiðar og
-vinnsla eiga sér framtíð hér
á landi.“
EINAR K. GUÐFINNSSON SJÁVAR-
ÚTVEGSRÁÐHERRA UM DÖKKA
SKÝRSLU UM STÖÐU RÆKJUVEIÐA
VIÐ ÍSLAND. FRÉTTABLAÐIÐ.
Við gerum aldrei neitt
rangt
„Ég hugsa að það sé meira
um brellur í grein Stefáns
en í skattalækkunarferli
ríkisstjórnarinnar.“
VIÐBRÖGÐ ÁRNA MATHIESEN
FJÁRMÁLARÁÐHERRA VIÐ
GREIN STEFÁNS ÓLAFSSONAR
PRÓFESSORS UM SKATTAÞRÓUN.
MORGUNBLAÐIÐ.
Stefán Kristjánsson er einn í
efsta sæti Skákþings Reykjavík-
ur – Skeljungsmótsins að loknum
fimm umferðum. Stefán hefur
unnið allar fimm skákir sínar en
í fimmtu umferðinni sigraði hann
Þorvarð Fannar Ólafsson en þeir
deildu efsta sætinu eftir fjórar
umferðir.
Bragi Þorfinnsson og Jón Vikt-
or Gunnarsson koma fast á hæla
Stefáns með fjóra
og hálfan vinning.
Bragi vann Hjörv-
ar Stein Grét-
arsson í fimmtu
umferð og Jón Vikt-
or sigraði Björn
Þorfinnsson.
Sjötta umferð
verður tefld í félags-
heimili Taflfélags
Reykjavíkur í
kvöld og hefj-
ast skákirnar
klukkan 19. Sjö-
unda umferð fer
svo fram á sunnudag klukkan 14.
Tefldar eru níu umferðir og fer
lokaumferðin fram á föstudaginn
eftir viku.
Skákþing Reykjavíkur:
Stefán einn
á toppnum
STAÐA EFSTU MANNA
1 Stefán Kristjánsson 5
2-3 Bragi Þorfinnsson 4,5
Jón Viktor Gunnarsson 4,5
4-6 Sævar Bjarnason 4
Þorvarður Fannar Ólafsson 4
Sigurður Páll Steindórsson 4
Atli Hilmarsson og Guðjón
Guðmundsson eiga báðir
syni í handboltalandsliðinu
sem leikur á Evrópumótinu
í Sviss. Sjálfir voru þeir í
eldlínunni með landsliðinu í
Sviss fyrir tuttugu árum.
Atli var stórskytta í landsliðinu
1986 og Guðjón liðsstjóri og sálu-
sorgari hins litríka Bogdans þjálf-
ara. Nú eru synir þeirra, Arnór
Atlason og Snorri Steinn Guð-
jónsson, í lykilhlutverkum.
Arnór skytta í sömu stöðu og
faðir hans forðum og Snorri
Steinn leikstjórnandi.
„Upphaflega ætlaði allur
hópurinn frá ´86 að fara en
svo kom í ljós að ekki var hægt
að hóa saman í hópferð svo
það kvarnaðist svo-
lítið úr. Ég veit þó
fyrir víst að Alfreð
Gíslason og Bjarni
G u ð m u n d s s o n
ætla að fara og svo
er Einar Þorvarð-
arson aðalfar-
arstjóri liðsins
núna. Svo eiga
eflaust einhverj-
ir eftir að bætast
við,“ segir Guð-
jón sem vitaskuld
er orðinn spennt-
ur fyrir ferðalaginu
og mótinu.
Árangur Íslands á HM 1986
þótti ævintýri líkastur. Strákarnir
okkar hysjuðu upp um sig buxurn-
ar eftir rassskellingu frá Suður-
Kóreumönnum í fyrsta leiknum
og höfnuðu að lokum í sjötta sæti.
„Við vissum hvorki í þennan heim
né annan í fyrsta leiknum en
unnum í framhaldinu Tékka og
Rúmena, og svo einstaklega sætan
sigur á Dönum,“ segir Guðjón.
Hann rifjar líka upp stemning-
una í liðinu eftir ófarirnar gegn
Suður-Kóreumönnum.
„Við höfðum pantað
áttatíu hamborgara
frá McDonalds til
að borða í rútunni eftir leik og ég
man að ég var eini maðurinn sem
hafði einhverja lyst. Þjálfarinn
var hneykslaður á mér fyrir að
hafa matarlyst,“ segir hann og
hlær.
Þegar Guðjón ber saman liðin
nú og fyrir tuttugu árum nefnir
hann fyrst líffræðilega staðreynd.
„Liðið fyrir tuttugu árum hafði
meiri hæð og það skiptir miklu
máli. Þá vorum við líka með betri
markverði en nú, jafnvel þó mark-
verðirnir nú séu góðir. Ég held
að við séum jafn vel settir
í flestum öðrum stöðum á
vellinum.“
Guðjón segir að erfitt sé að
sitja uppi í stúku og horfa á son
sinn spila. „Maður veit að kröf-
urnar eru gríðarlega miklar og
að bæði leikmenn og þjálfari
þurfa að vera tilbúnir að taka á
sig ómælt skítkast og jafnframt
hól. En menn læra auðvitað að ein-
angra sig frá þessu og í liðinu eru
vel gerðir piltar.“ Guðjón neitar
því staðfastlega að hann reyni að
hafa áhrif á leikmannaval Viggós
Sigurðssonar þjálfara hverju sinni
enda þekkir hann sjálfur að slíkt
hefur engin áhrif. Hann neitar því
hins vegar að hann komi til með að
verða prúður á pöllunum. „Maður
á örugglega ekki eftir að vera
það enda getur maður sem
áhorfandi hagað sér nán-
ast hvernig sem er,“ segir
hann og hlær.
Fylgja strákunum sínum til Sviss
„Hér er undirbúningur í fullum
gangi,“ sagði Sigurlaug Jónas-
dóttir, formaður þorrablótsnefnd-
arinnar á Egilsstöðum, í gær
en fjölmargir stóðu þá í
ströngu við að breyta
íþróttahúsinu á staðn-
um í samkomuhús.
Blótið á Egilsstöðum
er haldið í kvöld, á
fyrsta degi þorra, og
þannig hefur það verið
svo lengi sem elstu menn
muna. Víða eru blótin haldin
síðar, um aðra eða þriðju helgi
þorramánaðar.
Von er á metaðsókn á
þorrablótið á Egilsstöðum. „Við
höfum selt yfir fimm hundruð
miða og höfum tekið fólk á biðlista
því við vitum ekki hversu marg-
ir komast fyrir í húsinu,“
segir Sigurlaug formaður
sem hlakkar til blótsins
enda einn af hápunktum
félagslífsins í bænum.
Það er þó ekki súrmetið
sem hún hlakkar mest til
að snæða. „Ég er ekki mikið
fyrir súrmat,“ segir
hún. Spurð hvort
ekki fari illa á
að formaður
þ o r r a b l ó t s -
nefndar borði
ekki súrmat,
svarar hún hlæj-
andi. „Ja, það getur
vel verið að þetta líti
illa út en svona er þetta bara.“
Hangikjöt og laufabrauð er það
sem Sigurlaugu líkar best við á
þorraborðinu.
Egilsstaðabúar renna nokkuð
blint í sjóinn með þorrablótið í ár
enda haldið í fyrsta sinn í íþrótta-
húsinu. Þess vegna eru aðföng
keypt frá Bautanum á Akureyri.
„Þeir koma með matinn, stóla og
borð. Þetta eru vanir menn,“ segir
Sigurlaug sem telur að allt verði
í góðu lagi þó að þeir Bautamenn
þurfi að ferðast yfir 260 kílómetra
leið með veisluföngin.
EGILSSTAÐIR Þar er jörðin nú hvít eftir
fannfergi á sunnudag.
Þorrablótin að hefjast um land allt:
Formaðurinn
lítið fyrir súrmat
Reykingar eru með öllu bannaðar á
árshátíð Læknafélags Reykjavíkur
sem fram fer á Broadway annað
kvöld. Telst fátítt að reykingar
séu algjörlega útilokaðar á slíkum
skemmtunum.
„Þetta er
þriðja árið í röð
sem við bönnum
reykingar og það
hefur gengið
vel,“ segir Óskar
Einarsson, for-
maður Lækna-
félagsins. Hann
segir að alltaf sé
einn og einn sem
vilji fá sér tóbak
þegar kæti hefur
færst yfir mannskapinn en fólki sé
frjálst að fara út fyrir og reykja
þar. Og reykingabannið hefur, að
sögn Óskars, ekki dregið úr aðsókn
að árshátíðinni.
Óskar telur að læknar reyki
almennt minna en aðrir enda er
þeim manna best kunnugt um
skaðsemi tóbaksnotkunar. Engu
að síður séu alltaf einhverjir sem
reykja. „Þegar menn skemmta sér
stelast þeir stöku sinnum í þetta,
nautnir lífsins eru jú margar og við
erum ekkert öðru vísi en aðrir hvað
það snertir.“ Óskar bendir líka á
að fólk sé miklu sprækara daginn
eftir skemmtanahald þar sem ekki
hefur verið reykt.
„Svo veit ég að veitingamenn-
irnir eru ánægðir með þetta, þjón-
ustufólkinu finnst miklu þægilegar
að vinna við þessar aðstæður.
Læknafélag Reykjavíkur:
Reyklaust ball
BROADWAY VIÐ
ÁRMÚLA Þar verða
reykingar bannaðar á
árshátíð Læknafélags
Reykjavíkur annað
kvöld.
„Hér er allt gott að frétta,“ segir Vilhjálm-
ur Birgisson, formaður Verkalýðsfélags
Akraness, sem ritar fréttir á vef félagsins
daglega. „Við bíðum eftir launamálaráð-
stefnu sveitarfélaganna, við erum alltaf
að gæta hagsmuna okkar félagsmanna.“
Spurður um launamun milli starfs-
manna Akraneskaupstaðar og
Reykjavíkurborgar, sem er allt
að 26 prósent fyrir sambæri-
lega vinnu, segir Vilhjálmur að
hann hafi nýlokið fundi með
bæjarstjóra Akraness þegar
Fréttablaðið hafði
samband. „Við
vorum einmitt
að ræða
þessi mál og báðir þokkalega bjartsýnir
á að eitthvað gerist.“ Vilhjálmur segir þó
bæjarstjórnina ekki með lausnina upp
í erminni. „En hún er meðvituð um að
eitthvað þarf að gera.“ Vilhjálmur bendir
á að borgin hafi riðið á vaðið með
launahækkanirnar. Ekki sé hægt að setja
punktinn þar. „Það er stutt í kosning-
ar og menn munu klárlega horfa á
hvernig hægt sé að leiðrétta laun
þeirra sem hafa þau lægstu.“
Vilhjálmur hlakkar til helgarinn-
ar og segir að hann ætli að
slappa af. Kannski skella
sér í heita pottinn í
garðinum. „Svo
er æfinga-
leikur hjá
meistaraflokki ÍA í Fífunni klukkan átta
á sunnudagskvöldinu sem ég ætla svo
sannarlega að mæta á. Ég á dreng sem
spilar með liðinu og mun fylgjast með
Ólafi Þórðarsyni leiða það til sigurs.“
Vilhjálmur segist mjög bjartsýnn á
gott gengi liðsins í knattspyrnumótum
sumarsins. „Við höfum fengið feiknagóða
leikmenn í liðið, eins og Þórð Guðjóns-
son og Arnar Gunnlaugsson. Svo erum við
með bunka af ungum og bráðefnilegum
strákum,“ segir Vilhjálmur og viðurkennir
að sonur hans, Hafþór Ægir Vilhjálmsson,
sé einn af þeim: „Það gekk mjög vel hjá
honum í fyrrasumar. Hann var kosinn
efnilegasti meistaraflokksleikmaðurinn,
þannig að hann á framtíðina fyrir sér ef
menn halda rétt á spöðunum.“
HVAÐ ER AÐ FRÉTTA? VILHJÁLMUR BIRGISSON FORMAÐUR VERKALÝÐSFÉLAGS AKRANESS
Fylgist með syninum í knattspyrnu