Fréttablaðið - 20.01.2006, Qupperneq 22
20. janúar 2006 FÖSTUDAGUR22
fólkið í landinu
STAÐURINN
TÖLUR OG STAÐREYNDIR
550 5600
Nýtt símanúmer
hjá dreifingu:
Í stórum sal í gamla hraðfrystihúsinu, þar sem áður var flattur fiskur
og saltaður, vinna nú tveir laghentir menn við orgelsmíði. „Finnur þú
nokkra fiskilykt hérna? Hún á nú að vera
að mestu farin,“ segir Björgvin Tómasson
orgelsmiður. Hann er nú ásamt Jóhanni
Halli Jónssyni aðstoðarmanni sínum að
smíða orgel sem prýða mun Grindavíkur-
kirkju. Þessi ferlíki eru ekki hrist fram úr
erminni en þeir tvímenningar hafa ætlað
sér tvö ár í verkið.
„Þau eru orðin 28,“ segir Björgvin þegar
hann er spurður um þessi hljómfögru
afkvæmi sín. „Stæsta orgelið er í Laugar-
neskirkju og er um átta metra hátt,“ segir
hann. Orgelið í Stokkseyrarkirkju er einnig
úr smiðju Björgvins og þykir honum vænt
um það. „Það var gaman að smíða það
og svo var það vígt á fæðingardegi Páls
Ísólfssonar 12. október 2003 en þá voru
110 ár liðin frá fæðingu hans. Stokkseyringar huga vel að minningu Páls
enda er hann fæddur hér í bæ og því er þessum degi, 12. október, tekið
hátíðlega hér um slóðir,“ segir
Björgvin.
Hann færði starfsemina frá Blika-
stöðum í Kópavogi til Stokkseyrar
í febrúar á síðasta ári og kann vel
við sig þar í bæ. „Ég átti reyndar
hús hér í bæ áður en ég flutti svo
ég vissi að hverju ég gekk,“ segir
hann. Jóhann Hallur þekkti þó
minna til bæjarins þegar hann
ákvað að flytja til Stokkseyrar
um leið og starfsemin var flutt
þangað en hann segist kunna vel
við sig þar í bæ.
ATVINNUREKANDINN: ORGELSMIÐJA BJÖRGVINS TÓMASSONAR
Smíða orgel í fiskvinnslusalnum
Sólin gægist inn um glopp-
ótt skýjafar og umvefur
Stokkseyri í ólíka liti. Jóni
Sigurði Eyjólfssyni og
Agli Bjarnasyni þykja þeir
smáir andspænis víðáttum
láglendisins og óendanlegu
hafi sem blasir við þeim
þegar komið er í þennan
listabæ.
„Í þessu þorpi heita húsin nöfn-
um eins og Sjólyst, Sunnutún og
Leyndarlón. Það er sjór undir hús-
veggjunum sem heitir Atlantshaf
en himininn yfir lágum þökunum
er hærri en öll nöfn sem spretta á
jörðu.“ Þannig lýsir Ísak Harðar-
son Stokkseyri í samnefndri ljóða-
bók. Það er kannski ekkert skrítið
að andagift skáldsins hafi feng-
ið byr undir báða vængi í þorpi
þar sem hægt er að ganga eftir
Stjörnusteinum.
Hjarta bæjarins slær nú sem
fyrr í Hólmaröst, stærstu bygg-
ingu hans. En þar hefur starfsem-
in tekið miklum stakkaskiptum
sem er lýsandi fyrir þróunina í
þorpinu. Hraðfrystihúsið var áður
í þessu húsi en nú hefur nær öll
fiskvinnsla verið flutt úr bænum
og til nágrannanna í Þorlákshöfn.
Listamenn og ferðafrömuðir
hafa hins vegar hreiðrað um sig í
Hólmaröst því Stokkseyri gerir nú
út á allt önnur mið en áður. Marg-
ir þakka Birni Inga Bjarnasyni
hvernig til hefur tekist við þess-
ar umbreytingar en Hólmaröst
var nær tóm þegar hann, fullur af
drifkrafti og hugmyndum, lét til
sín taka snemma á síðasta áratug.
Málar á bókhaldsmöppur hrað-
frystihússins
„Ég vinn mest úr þessu umhverfi
sem ég hef hérna fyrir augunum,“
segir Elfar Guðni Þórðarson mynd-
listarmaður sem tekur á móti Jóni
Sigurði og Agli í Hólmaröst.
Þar hefur hann vinnustofu sína
eins og svo margir listamenn þar
í bæ. „Ég var áður til sjós en svo
ákvað ég að söðla um og fara að
mála. Ef ég hefði haldið áfram
í útgerðarbransanum væri ég
eflaust orðinn ríkur kvótakóngur
eins og margir sem ég vann áður
með. Ég er kannski ekki efnaður
en nýt þeirra forréttinda að geta
sinnt andanum svo ég sé alls ekki
eftir neinu,“ segir myndlistar-
maðurinn.
„Það er rosalegur kraftur
hérna,“ segir hann og á greinilega
við náttúruna. „Ég er innfæddur
Stokkseyringur svo ég upplifði
líka þennan gríðarlega kraft sem
var hérna í sjósókn en það var svo
sem ekki tekið út með sældinni að
gera út héðan því sjórinn er ódæll
hér um slóðir og hefur tekið sinn
toll í gegnum tíðina. Þeir eru ófáir
sem hafa horfið í hafið hér. En
svo virðist sem okkur hafi tekist
að virkja þennan kraft til ann-
arra starfa eftir að hnignunin fór
að gera vart við sig í fiskvinnsl-
unni.“
Þegar Elfar Guðni keypti nær
alla aðra hæðina í Hólmaröst fékk
hann óvæntan kaupbæti sem hann
vissi ekki hvernig hann ætti að
nýta sér. „Þegar ég kem hingað
inn þá voru hérna um 500 möpp-
ur og þar sem ég er mjög nýtinn
maður gat ég ekki hugsað mér
að henda þeim. En ég þurfti ekki
nema tvær fyrir bókhaldið mitt
og þá voru einar 498 eftir. Ég hef
verið að dunda mér við að mála á
þær og það kemur ágætlega út.“
Það má segja með sanni og möpp-
urnar eru nú hin mestu listaverk.
Elfar í Sjólyst og Björgvin í Björgvin
Dætur Elfars Guðna, þær Valgerð-
ur Þóra og Elfa Sandra, eru einnig
með vinnustofu í Hólmaröst. „Ég
hef búið í Kaliforníu og kunni því
bara vel en hérna er best að vera,“
segir Elfa Sandra. Valgerður systir
hennar er sammála og þær geisla
eins og sólarglæta á sjávarfleti
þegar þær tala um þorpið. „Hérna
notumst við ekki við götuheiti,“
segir Elfa Sandra. „Ef einhver
spyr um götuheiti og númer þá er
hann ekki innvígður Stokkseyr-
ingur. Við köllum hér húsin bara
sínum nöfnum og íbúana eftir því.
Pabbi er til dæmis Elfar í Sjólyst
og Björgvin Tómasson orgelsmið-
ur, sem einnig er með vinnustofu
sína í Hólmaröst, er svo heppinn
að búa í Björgvin.“
Elfar Guðni er sjálfur afar
stoltur að því að vera Stokkseyr-
ingur en þegar hann er spurður út
í nágranna sína frá Eyrarbakka
vandast málið. „Við skulum ekkert
vera að fara út í það,“ segir hann
og skellihlær. Á hans yngri árum
var mikill rígur milli þorpanna en
nú ríkir hin mesta vinsemd milli
þeirra. Karlinn tekur þó ekki þá
áhættu að fara að bera þorpin tvö
saman.
Brennivínsdraugurinn hagmælti
Í Hólmaröst er Draugasetrið
landsfræga til húsa en Stokkseyr-
ingar láta ekki þar við sitja heldur
á að úthýsa næst síðasta fiskverk-
andanum úr húsinu og í hans stað
mun koma Álfa-, trölla- og norður-
ljósasafn.
Benedikt Guðmundsson,
umsjónarmaður Draugaseturs-
ins, segir að þetta nýja safn opni
í sumar ef vættir leyfa. Bene-
dikt leiddi blaðamann í gegnum
Draugasetrið en frá þeirri skelfi-
legu reynslu verður ekki sagt
frekar. Þegar blaðamaður var svo
að jafna sig eftir hrellingarnar á
svokölluðum draugabar tók hinn
hagmælti Brennivínsdraugur að
kveða rímur svo mönnum svelgd-
ist á.
Benedikt segir að Drauga-
setrið hafi gengið vonum framar
en það var opnað haustið 2003.
Aðsóknin hefur verið mikil sem
leiðir hugann að því að þessi þjóð
hefur tekið gríðarlegum breyting-
um í aldanna rás. Hverjum hefði
til dæmis dottið í hug að draugar,
sem hvert mannsbarn forðaðist,
yrðu svo vinsælir að fólk þyrptist
víða að til að láta þá hrella sig?
Sjómenn róa á menningarleg mið
ELFAR GUÐNI ÞÓRÐARSON Gömlu
bókhaldsmöppurnar úr hraðfrystihúsinu,
sem Elfar Guðni fékk í kaupbæti þegar
hann keypti húsnæðið, hafa tekið miklum
stakkaskiptum.
BÖRN AÐ LEIK Í ÞURÍÐARBÚÐ Hugmyndaflugið fær byr undir báða vængi hvar sem komið er á Stokkseyri. Myndlistarmenn og skáld láta
umhverfið örva sig en þessir krakkar voru komnir tvær aldir aftur í tímann meðan leikur þeirra stóð sem hæst í Þuríðarbúð.
Íbúafjöldi 1960: 370
Íbúafjöldi 1997: 444
Íbúafjöldi 2005: 472
Sveitarfélag: Árborg.
Bæjarstjóri: Einar Guðni Njálsson.
Helstu atvinnufyrirtæki:
Elli- og hjúkrunarheimilið Kumbra-
vogur.
Fiskvinnslan Krossfiskur.
Veitingastaðurinn Við fjöruborðið.
Verktakarnir Gísli og Steinar.
Verktakarnir Pétur og Eggert.
Harðfiskvinnslan Eyrarfiskur.
Byggingafyrirtækið Finnsk bjálkahús.
Skólar:
Barnaskólinn á Eyrarbakka og Stokks-
eyri.
1. til 5. bekkur eru á Stokkseyri og 6.
til 10. á Eyrarbakka.
Vegalengd frá Reykjavík: 64 kíló-
metrar.
Stokkseyri
BJÖRGVIN TÓMASSON ORGEL-
SMIÐUR