Fréttablaðið - 20.01.2006, Page 29

Fréttablaðið - 20.01.2006, Page 29
FÖSTUDAGUR 20. janúar 2006 3 ����������� �� ��������� ��������������������������������� ����������������� ������������� Jói Fel F A B R IK A N ����� ����������������������� ������� � ������������������������������ ������� � Uppskriftir frá Menntaskólanum í Hamrahlíð. Franskur svínakjötsréttur 600 g svínakjötssneiðar dill (til að velta upp úr) smjör til steikingar 1 stór laukur salt Hreinsið og þerrið kjötið, veltið því upp úr dillinu og brúnið á pönnu. Látið í eldfast mót. Stráið salti yfir. Sneiðið laukinn og brúnið hann á pönnunni og látið yfir kjötið. Sósa 2 dl rjómi eða mjólk 2 dl sýrður rjómi 4 1/2 tsk. sinnep 2 – 3 pressuð hvítlauksrif 3 msk. sojasósa 1 tsk. estragon Öllu blandað saman og hellt yfir kjötið, lokað með álpappír eða loki. Bakað í ofni við ca. 40-50 mín við 180 gráður C. Borið fram með bökuðum kartöflum eða soðnum hrísgrjónum, salati og brauði. Spínatsalat með jarðarberjum og hindberjadressingu Spínat Annað blaðsalat Kasjúhnetur Jarðarber Brauðteningar Spínatið skorið gróft og lagt í skál. Salatblöð rifin niður og blandað saman við. Jarðarber skorin í tvennt og lögð ofan á ásamt hnetum. Sósa 2 msk. hindberjaedik 1 tsk. olía 1 tsk. hunang Hrært saman og hellt yfir. Brauð- teningum stráð yfir. Grillað gormabrauð 2 1/2 bolli hveiti 2 1/2 dl volgt vatn 2 1/2 tsk. þurrger 1 tsk. salt Þurrgerið leyst upp í volgu vatn- inu, salt og hveiti blandað saman við og látið hefast á volgum stað. Deigið slegið niður og hnoðað á borði. Skipt í um það bil 16 parta. Rúllað út í mjóar lengjur og vafið utan um tréprjón. Látið hefast í stutta stund áður en það er grillað eða bakað. Frönsk súkkulaðikaka 200 g smjör 200 g suðusúkkulaði 4 egg 3 dl sykur 1 1/2 dl hveiti 100 g heslihnetur, saxaðar (má sleppa) Látið súkkulaði og smjör í skál og bræðið yfir vatnsbaði. Þeytið egg og sykur mjög vel saman. Þegar súkkulaðið hefur kólnað aðeins blandið því þá saman við eggjahræruna. Hnetum og hveiti blandað varlega saman við. Látið í smurt og hveitistráð smelluform og bakað í miðjum ofni við 180 gráður á celsius í ca. 35 mínút- ur. Kakan á að vera dálítið klesst í miðjunni. Látið kökuna kólna aðeins í forminu. Síðan látin á kökufat og flórsykri stráð yfir. Borin fram með þeyttum rjóma. Veislumatur menntskælinga Axel tekur djöflatertu úr ofninum. Hópurinn vann fagmannlega að matargerðinni. Aron Ívarsson, Guðbjörg Tómasdóttir, Brynja Guðjónsdóttir, Anna Finnbogadóttir, Kári Hreinsson, Egill Moran Friðriksson, Ómar Yasen, Kolbrún Þóra Eiríksdóttir, Axel Paul Gunnarsson og kennarinn Þórunn Halla Guð- mundsdóttir. FRÉTTABLAÐIÐ/HEIÐA Fimm komust áfram í keppn- inni Matreiðslumaður ársins. Keppnin um matreiðslumann ársins verður haldin í Fífunni í Kópavogi í marslok, samhliða sýn- ingunni Matur 2006. Fimm kokk- ar komust áfram í lokakeppnina eftir undankeppni sem haldin var á dögunum. Þeir eru Björn Bragi Bragason Perlunni, Daníel Ingi Jóhannsson Skólabrú, Elvar Torfa- son Thorvaldsenbar, Gunnar Karl Gíslason B5 og Steinn Óskar Sig- urðsson hjá Sjávarkjallaranum. Búið er að skipa dómaraliðið að mestu fyrir aðalkeppnina og verður spennandi að fylgjast með þessum stórviðburði í íslenskri matarmenningu. Forkeppni lokið Gunnar Karl Gíslason, B5, er einn þeirra fimm kokka sem komust áfram. Engin vín frá Suður-Afríku hafa náð viðlíka vinsældum og vínin frá Drostdy- Hof. Rauðvínið Cape Red í 3 lítra kössum hefur slegið í gegn og hefur undanfarin þrjú ár verið mest selda vínið í Vín- búðum. Fyrstu vín Drost- dy-Hof komu á markað fyrir þrjátíu árum og var lagt upp með það að leiðarljósi að bjóða vínunnendum upp á vönduð blönduð vín sem mætti treysta á að héldust stöðug frá ári til árs og þyrftu ekki langa geymslu fyrir neyslu. Allt hefur þetta gengið eftir og þykja Drostdy- Hof vín Suður-Afríku til sóma á alþjóðamarkaði, sérstaklega ef borið er saman verð og gæði. Drostdy-Hof Cape Red Kennt við Góðrarvonarhöfða, blanda úr pinotage o.fl. afrískum þrúgutegundum. Alhliða ávaxtaríkt vín þar sem upprun- inn leynir sér ekki. Djúprautt vín með góða meðalfyllingu, mjúkt og ávaxtaríkt, með krydduðum jarðarkeim. Passar flestu kjötmeti. Verð í Vínbúðum 3.440 kr. Drostdy Steen Chenin Blanc Chenin blanc-þrúg- an nefnist steen á afrikaans, máli S-Afríkumanna. Rætt er um þessa þrúgu sem næstu tískuþrúgu í heiminum. Frísklegt hvítvín með góðan ferskan ávöxt og tónað af blómkenndum kryddum. Gott með fersku fiskfangi. Verð í Vínbúðum 3.190 kr. DROSTY-HOF: Vinsælasta vínið á íslandi þriðja árið í röð Mímir símenntun býður upp á námskeið í sushigerð. Kennt verður laugardagana 21. og 28. jan- úar. Grunnatriði sushigerðar verða kennd og fá nemendur að spreyta sig á henni. Að loknu námskeiði munu nemendur snæða saman. Námskeiðið er þrír klukku- tímar að lengd. Kennari er Sigurður Karl Guðgeirsson. námskeið } sushi NÁMSKEIÐ Í SUSHIGERÐ

x

Fréttablaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.