Fréttablaðið - 20.01.2006, Page 31

Fréttablaðið - 20.01.2006, Page 31
FÖSTUDAGUR 20. janúar 2006 Outlet-búðirnar henta alltaf vel til góðra kaupa, en best er þó þegar Outlet-búðirnar halda útsölur. Þá verður kátt í buddunni. Outlet í Faxafeni er fatamarkað- ur með merkjavörur. Nú stendur þar yfir rýmingarsala þar sem allt á seljast vegna fyrirhugaðra breytinga á húsnæðinu. Hægt er að fá skó á 990 krónur, dragtir á í kringum 4.000 krónur og jakka- föt á rúm 8.000. Ullarkápur og gallabuxur má fá á um 2.000 krón- ur. Algengt verð á rýmingarsöl- unni er 500, 1.000 og 1.500 krónur sem er mjög neytendavænt. Outlet-markaðurinn við Fiski- slóð, sem meðal annars selur x- 18 og Skechers skó, er með stór- útsölu á skófatnaði fyrir dömur, herra og börn. Þar má fá góða og vandaða skó niður í 3.000 krónur. Herralagerinn Outlet á Suður- landsbraut er einnig á útopnun í útsöluverði þar sem veittur er 50 til 70 prósenta afsláttur af allri merkjavöru. Rýmingarsala í Outlet í Faxafeni

x

Fréttablaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.