Fréttablaðið - 20.01.2006, Side 38

Fréttablaðið - 20.01.2006, Side 38
 20. janúar 2006 FÖSTUDAGUR12 18% 38% A Í S / n o t í F Yfir 111% fleiri lesendur að atvinnublaði Fréttablaðsins! Um 150.000 lesendur Samkvæmt nýjustu fjölmiðlakönnun Gallup (okt. 2005) nærðu til rúmlega tvöfalt fleiri Íslendinga á aldrinum 20 – 40 ára með því að auglýsa í atvinnublaði Fréttablaðsins frekar en atvinnublaði Morgunblaðsins. Könnunin sýnir að 38% af þeim lesa Allt – atvinnu, sem fylgir frítt með Fréttablaðinu alla sunnudaga. Aðeins 18% lesa hins vegar atvinnublað Morgunblaðsins og því eru 111% fleiri sem sjá auglýsinguna í Fréttablaðinu. Þegar horft er á allar staðreyndir málsins ætti að vera einfalt að sjá hvar borgar sig að auglýsa. Hvar birtist auglýsingin þín? Vantar þig starfskraft? – mest lesna atvinnublaðið VISSIR ÞÚ... ...að í Moskvu býr einn tíundi allra Rússa? ...að Moskva er fjölmennasta borg Evrópu? ...að Moskva var stofnuð um 1100 af Meryum, en þeir voru finnskur þjóðflokkur? ...að árið 1156 byggði Iurii Dolgoru- kii, prins Vladimir-Suzdala ríkisins, fyrstu Kreml-bygginguna? Áður hafði hann byggt upp varnir Moskvu enda var hún staðsett á vesturlandamær- um ríkisins Vladimir-Suzdala. ...að árið 1237 Moskva var brennd af Mongólum og síðar endurbyggð og 1480 varð hún höfuðborg Rúss- lands? ...að árið 1703 færði Pétur mikli höfuðborg Rússlands til nýstofnaðar St. Pétursborgar? Pétur var mikill aðdáandi vestrænna siða og lét hann byggja St. Pétursborg í vest- rænum stíl. ...að árið 1812 náði Napóleon Bonaparte Moskvu á sitt vald? Þegar Frakkar yfirgefa Moskvu 39 dögum síðar hafa 2/3 hennar verið brenndir. ...að 1918 varð Moskva aftur höfuð- borg því Lenín óttaðist innrásir erlendra herja? Moskva var nú höfuð- borg nýstofnaðra Sovétríkja. ...að í nóvember 1941 var framrás nasista stöðvuð við jaðar Moskvu? Borgin var nær mannlaus en þeir sem eftir voru mönnuðu loftvarnar- byssur og önnur varnartæki. ...að ólympíuleikarnir 1980 voru haldnir í Moskvu? Bandaríkjamenn neituðu að taka þátt. ...að ólympíuleikarnir 1984 voru haldnir í Los Angeles í Bandaríkj- unum? ...að í dag búa 10,3 milljónir manna í Moskvu? ...að yfir 100.000 einkaleyfi hafa verið gefin út fyrir uppfinningar tengdar bílnum frá upphafi hans til dagsins í dag? ...að fyrsti „bíllinn“ var smíðaður af Frakkanum Nicolas Joseph Cugnot árið 1769? Hann var í raun 3 hjóla gufuknúinn traktor. Hlutverk hans var að draga fallbyssur. ...að árið 1771 keyrði Cugnot einn af traktórunum sínum utan í vegg og varð því fyrstur allra að lenda í bílslysi? ...að á fjórða áratug 19. aldar fann skotinn Robert Anderson upp fyrsta rafmagnsbílinn? Hann virkaði illa og vék fljótlega fyrir bensínbílum. ...að árið 1885 smíðaði Gottlieb Daimler fyrstu nútíma bensínvélina? Fyrir það höfðu fjölmargir vísinda- menn unnið að og smíðað svipaðar vélar en enginn með sama árangri. ...að árið 1886 fær Kalr Benz fyrsta einkaleyfið á bensínknúnum bíl? Sama ár smíðar Daimler fyrsta fjög- urra hjóla bílinn. ...að fyrstu eiginlegu bílaframleið- endur heims voru franskir? Meðal þeirra var Peugeot. ...að árið 1894 kom fyrsti fjöldafram- leiddi bíllinn á markað? Það var Benz Velo en hann var framleiddur í 134 eintökum. ...að Ransome Eli Olds var fyrstur að nýta sér grundvallarhugmyndina á bak við færibandaframleiðslu? Þetta var árið 1901 í Bandaríkjunum. ...að árið 1896 framleiddi Henry Ford fyrsta bílinn sinn? Hann kallaðist Quadricycle. ...að Ford stofnaði sínar bílaverk- smiðjur árið 1903? ...að hann fullkomnaði færibanda- framleiðslu árið 1913 og gat í kjölfarið búið til Ford T-módel bíl á 93 mínútum? ...að árið 1927 höfðu 15 milljónir Ford T-módela rúllað af færibandinu? DRAUMAHELGIN Liverpool 7-0 Manchester United „Draumahelgin mín hefst þannig að ég og Margrét Sverrisdóttir, heitkona mín, komum heim á föstudagskvöldi eftir vel heppnaða generalprufu á nýju verki eftir Tom Waits, sem hann var svo indæll að skrifa handa mér. Þar bíða okkar félagar mínir að norðan sem umsvifalaust drífa okkur upp í jeppa og út í iðulausa stórhríðina. Ferðinni er heitið að Rauðuborgum þar sem gist væri í góðu yfirlæti,“ segir Oddur. Laug- ardagurinn hefst svo með exótískum „bröns“ sem Völli kokkur frá Bahamas eldar. Til að eyða deginum ekki í frumsýningarstress er brunað í stúdíó þar sem hljómsveit Odds, Túpílakar, taka upp metsöluplötu af hálistrænum gæðum. „Frumsýningin heppnast svo frábærlega og allir slá í gegn, ekki síst Margrét. Í frumsýningarpartíinu tökum við Tommi dúett, sem síðar kemur út sem smáskífa,“ segir Oddur. Á sunnudagsmorguninn kemur önnur og öllu útlitsfegurri stjarna og syngur fyrir Odd og frú í rúminu. Þar er á ferð Norah Jones með nýja skemmt- arann sinn og ber hún undir þau nokk- ur ný lög. „Hún stendur sig vel og í þakklætisskyni bendum við henni á hvað betur má fara áður en við rekum hana út,“ segir Oddur. Óskir Odds um slökun eftir helgina eru eflaust ekki öllum að skapi. Einka- þota til Liverpool þar sem Púlarar vinna sannfærandi 7-0 sigur á Manchester United. „Gott kaffi í stofunni heima um kvöldið væri svo fínn endir,“ segir Oddur lítillátur þegar hann lendir loks á jörðinni aftur. ODDUR BJARNI ÞORKELSSON Í DRAUMAHEIMI FRÉTTABLAÐIÐ/VALLI

x

Fréttablaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.