Fréttablaðið


Fréttablaðið - 20.01.2006, Qupperneq 42

Fréttablaðið - 20.01.2006, Qupperneq 42
 20. janúar 2006 FÖSTUDAGUR30 timamot@frettabladid.is Tilkynningar um merkisatburði, stórafmæli, andlát og jarðar- farir í smáletursdálkinn hér að ofan má senda á netfangið timamot@frettabladid.is. Auglýsingar á að senda á auglysingar@frettabladid.is eða hringja í síma 550 5000. Ástkær móðir okkar, tengdamóðir, amma og langamma, Þóranna Finnbogadóttir Kristnibraut 77, Reykjavík, sem lést á Landspítala Landakoti, laugardaginn 14. janúar, verður jarðsungin frá Eyvindarhólakirkju, Austur-Eyjafjöllum, laugardaginn 21. janúar kl. 11.00. Eyjólfur Torfi Geirsson Þóra Sigríður Einarsdóttir Kristín Geirsdóttir Ólafur Hróbjartsson Tryggvi E. Geirsson Dagný Ingólfsdóttir Kolbrún Geirsdóttir Guðmundur Sigurðsson Þórhildur R. Geirsdóttir Magnús Þór Geirsson Margrét Erna Þorgeirsdóttir Axel Geirsson Ásgerður S. Gissurardóttir Finnbogi Geirsson Dalrós Jónasdóttir Gauðlaug Geirsdóttir Þórarinn Guðmundsson barnabörn og barnabarnabörn. AUDREY HEPBURN (1929- 1993) LÉST ÞENNAN DAG. „Ég fæddist með gríð- arlega þörf fyrir ástúð, og hræðilega þörf til að veita hana.“ Audrey Hepburn var fyrirsæta, leikkona og mannvinur. Á þessum degi árið 1841, í miðju ópíum- stríðinu svokallaða milli Kínverja og Breta, afsöl- uðu þeir fyrrnefndu sér völdum á eyjunni Hong Kong til Breta með und- irritun Chuenpi-sáttmál- ans. Þetta var gert til að finna lausn á deilunni milli þjóðanna og sem tilraun til að koma á friði. Bretar höfðu ráðist inn í Kína árið 1839 til að bæla niður andstöðu gegn afskiptum þeirra af efnahag og stjórnmálum landsins. Eitt fyrsta verk Breta var að hernema Kong Kong, strjálbýla eyju út af strönd suðausturhluta Kína. Opíumstríð- inu lauk formlega árið 1842 við undirritun Nanking-samkomu- lagsins. Hin nýja nýlenda Breta blómstraði sem miðstöð verslunar milli austurs og vesturs. Árið 1898 fengu Bretar áfram- haldandi stjórn yfir borg- inni í 99 ár til viðbótar. Í september 1984, eftir áralangar samningavið- ræður, var komist að því samkomulagi að Bretar skyldu afhenda Kínverj- um yfirráð yfir Hong Kong árið 1997 gegn því að kapitalísku kerfi borgar- innar yrði haldið við. Þann 1. júlí 1997 var Hong Kong afhent Kínverjum við frið- samlega athöfn. ÞETTA GERÐIST > 20. JANÚAR 1841 Hong Kong undir stjórn Breta HONG KONG Í DAG AFMÆLI Pjetur St. Arason kennari er 39 ára. Þórhallur Sigurðsson (Laddi) leikari er 59 ára. Gísli Valur Einarsson, hótelhaldari í Vestmannaeyjum, er 63 ára Jón Hjartarson leikari er 64 ára. Baldur Jónsson, prófessor í íslensku, er 76 ára. MERKISATBURÐIR 1936 Georg V Englandskonungur andast. 1957 Vilhjálmur Einarsson er kosinn íþróttamaður ársins. Þetta var í fyrsta sinn sem kjörið fór fram. 1958 Söngvarinn Elvis Presley fær herkvaðningu. 1961 John F. Kennedy er svarinn í embætti Bandaríkjaforseta. Hann var yngsti maðurinn til að gegna því embætti. 1991 Skíðaskálinn í Hveradölum brennur til kaldra kola. 1996 Jasser Arafat er kosinn leiðtogi Palestínu. 1999 Undirritað er samkomulag menntamálaráðuneytisins og Microsoft um íslenskun á Windows 98. ANDLÁT Guðrún Briem Björnsson lést á dvalar- og hjúkrunarheimilinu Grund mánudaginn 16. janúar. Sigurður Jónsson, Álfaskeiði 127, Hafnarfirði, lést á líknardeild Land- spítalans í Kópavogi mánudaginn 16. janúar. Ormur Guðjón Ormsson rafvirkja- meistari, Framnesvegi 20, Keflavík, andaðist á Heilbrigðisstofnun Suð- urnesja þriðjudaginn 17. janúar. Skúli Kristjónsson, frá Svigna- skarði, Egilsgötu 19, Borgarnesi, lést á heimili sínu þriðjudaginn 17. janúar. JARÐARFARIR 11.00 Rúnar Vincent Jensson verður jarðsunginn frá Digraneskirkju. 13.00 Bjarni Pálsson sjómaður, Hrafnistu, Reykjavík, verður jarðsunginn frá Áskirkju í Reykjavík. 13.00 Pétur Gauti Hermannsson, Holtsbúð 42, Garðabæ, verður jarðsunginn frá Langholtskirkju. 13.00 Pétur Sigurðsson, Geitlandi 8, Reykjavík, verður jarð- sunginn frá Bústaðakirkju. 13.30 Arnvið Hansen (Alli), Dalvík, verður jarðsunginn frá Dalvíkurkirkju. 14.00 Aðalbjörn Jónsson, Vest- urgötu 36, Keflavík, áður til heimilis á Hólavöllum, Garði, verður jarðsunginn frá Keflavíkurkirkju. 14.00 Hólmfríður Héðinsdóttir, Dalbraut 27, Akranesi, verður jarðsungin frá Akra- neskirkju. 14.00 Jóhannes Kristinn Árna- son, Suðurengi 33, Selfossi, áður bóndi á Moldnúpi, verður jarðsunginn frá Ásólfsskálakirkju. 14.00 Jóna Jakobína Jónsdóttir, Vogum, Mývatnssveit, Langholtsvegi 139, Reykja- vík, verður jarðsungin frá Reykjahlíðarkirkju. 14.00 Víkingur Guðmundsson, Grænhóli, Akureyri, verður jarðsunginn frá Glerárkirkju. 15.00 Ásgeir Þór Ásgeirsson, Vífilsgötu 6, Reykjavík, verður jarðsunginn frá Digraneskirkju. 15.00 Kjartan Guðmundur Magnússon, Hlíðarhjalla 56, Kópavogi, verður jarð- sunginn frá Dómkirkjunni. Íslendingar sem búið hafa í Edinborg um lengri eða skemmri tíma koma saman til „Burns kvöldverðar“ í Kiwanissalnum við Engja- teig í Reykjavík annað kvöld. Robert Burns er þjóðskáld Skota og minnast landar hans og aðrir sem aðhyllast skoska menningu fæðingar hans en Burns fæddist 25. janúar 1759. „Hann hefur svip- aða stöðu í Skotlandi og Jónas Hallgrímsson meðal okkar Íslendinga,“ segir Guðrún Hólmsteinsdóttir sem kemur að undirbún- ingi kvöldverðarins ásamt öðrum stjórnarmönnum. Hún var í MBA námi í Edin- borg fyrir nokkrum árum og eiginmaður hennar í meistaranámi í verkfræði. Um Burns er það annars að segja að ævi hans var skrautleg eins og títt var með skáld þess tíma, hann lifði hratt, drakk og dufl- aði og lést langt fyrir aldur fram, aðeins 37 ára. Um 300 manns eru í Edin- borgarfélaginu og hefur þorri þess fólks numið í borginni. Skilyrði félagsað- ildar eru þó ekki strangari en svo að í raun er nóg að hafa áhuga á skoskri menn- ingu til að vera gjaldgeng- ur. Burns-kvöldverðurinn hefur verið haldinn hér nokkur undangengin ár og jafnan myndast góð stemn- ing með skoskum brag en Skotar þykja þjóða glað- lyndastir og kunna þá list að skemmta sér. Ekki er ólík- legir að einhverjir karlanna klæðist skotapilsum en dulúð þeirra er margþekkt enda hermir almannaróm- ur að þeir séu jafnan naktir undir pilsunum. Og auðvit- að er boðið upp á þjóðarrétt- inn haggis. „Haggis er ekki ósvipað íslensku slátri en þó bragðmeira,“ segir Guðrún. Með því eru bornar fram kartöflur og rófustappa. „Svo hella sumir viskíi út á til að brjóta fituna aðeins niður en haggis er mjög feitt.“ Tár af eðalviskí þykir annars ómissandi með. Burns hafði sérstakt dálæti á haggis og gerði réttinn ódauðlegan með Óðnum til haggis. Er hann vitaskuld fluttur við kvöld- verðinn. Guðrún unni hag sínum í Edinborg vel en aðstæð- ur þar eru um margt líkar því sem við þekkjum hér. „Við höfðum það mjög gott, borgin er lítil, þar eru um fimm hundruð þúsund íbúar og þar ríkir svipuð veðrátta og á Íslandi; rigning, rok og skammdegi. Þar er þó snjó- léttara en hér.“ Og hún ber Skotunum líka vel söguna. „Þeir eru mjög vinalegir og líkir okkur að vissu leyti. Þeir stunda reyndar afar óhollt líferni, borða óhollan mat og drekka talsvert.“ Skoski sekkjapípuleik- arinn Duncan McKinnon kemur til landsins til að vera við kvöldverðinn en hann var hér einnig í fyrra og gerði stormandi lukku. Nú hefur hann með sér harmonikuleikara og munu félagarnir leika skosk þjóð- lög á hljóðfæri sín. Áhuga- samir geta einnig hlýtt á leik þeirra félaga á kránni Dubliners í Hafnarstræti í kvöld. Burns-kvöldverðurinn hefst klukkan 19 og er aðgangseyrir 3.500 krónur. SKÁLDIÐ ROBERT BURNS Skotar og Skotlandsvinir minnast fæðingar hans þessa dagana. GUÐRÚN HÓLMSTEINSDÓTTIR Æltar að borða haggis með öðrum Skotlandsvinum annað kvöld og minnast fæðing- ar Roberts Burns þjóðskálds Skota. Í bakgrunni er skoski fáninn.FRÉTTABLAÐIÐ/HEIÐA EDINBORGARFÉLAGIÐ: KVÖLDVERÐUR TIL HEIÐURS SKÁLDINU BURNS Haggis, viskí og sekkjapípa Laugardaginn 21. janúar setur Arna Valsdóttir lista- kona upp verk sitt Kvika í Gallerí Boxi á Akureyri. Arna hefur á síðustu árum þróað innsetningarverk sem hún kallar Ögn í lífrænni kviksjá, en hún vinnur með einfaldan tæknibúnað í tilteknu rými. Sú tækni sem hún notar byggir á því að skapa sama umhverfi og er inni í kviksjá líkt og margir léku sér með sem börn, fyrir utan að Arna þenur hana upp í stærra rými sem manneskja getur gengið inn í og verður hún þá um leið ögnin og breytir þeirri mynd sem sést. Arna nam myndlist við Grafíkdeild MHÍ og við Video/Audiodeild Jan van Eyck akademíuna í Maastricht í Hollandi. Sýn- ing hennar í Gallerí Boxi opnar klukkan 16. Ögnin í kviksjánni SPEGLAINNSETNING Arna Valsdóttir opnar sýningu á verki sínu Kvika í Gallerí Boxi á laugardag. FÆDDUST ÞENNAN DAG 1920 Frederico Fellini leikstjóri. 1896 George Burns leikari. 1716 Carlos III kon- ungur Spánar. 1873 Johannes V. Jensen skáld og rithöfundur.
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64

x

Fréttablaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.