Fréttablaðið - 20.01.2006, Qupperneq 50
20. janúar 2006 FÖSTUDAGUR38
Hljómsveitin Fræ, með
Pál Ragnar Pálsson, gítar-
leikara Maus, og þá Heimi
Björnsson og Sigurð Krist-
in Sigtryggsson úr Skyttun-
um innanborðs, er að leggja
lokahönd á sína fyrstu
plötu. Freyr Bjarnason
ræddi við Palla um þetta
nýja verkefni.
Platan er væntanleg með vor-
inu en lagið Freðinn fáviti fer
í útvarpsspilun á næstunni og
verða það fyrstu tónarnir sem fá
að hljóma opinberlega með Fræi.
Spiluðu saman á Súðavík
„Við í Maus og Skytturnar
spiluðum saman fyrir löngu síðan.
Við hittumst fyrst þegar við spil-
uðum saman á menntaskólaballi á
Súðavík og upp úr því komu pæl-
ingar um það hvort við myndu
gera lag saman, en það varð ekkert
úr því,“ segir Palli. „Síðan gerðist
það síðasta sumar að ég kíkti til
þeirra í stúdíó og prófaði að spila
yfir eitthvað sem þeir voru að
gera. Þá fundum við ákveðið sánd
sem við vorum að fíla og ákváðum
að gera sjálfstæða plötu. Þeir biðu
þá með það sem þeir voru að gera.
Þannig að grunnurinn að plötunni
var lagður á nokkrum dögum í lok
júlí,“ segir hann.
Mr. Silla til aðstoðar
Palli lýsir tónlistinni sem bræð-
ingi af hinu og þessu. „Þetta er
frekar mikið popp, sem vill svo
til að er rappað í. Þarna er ég
með mínar pælingar og þeir með
sínar,“ segir hann, en rappið er
álíka áberandi og hefðbundinn
söngur á plötunni.
Nokkrir gestasöngvarar voru
fengnir til aðstoðar og lagði Mr.
Silla þar mest að mörkum. „Hún
kom inn sem gestur en endaði á
því að syngja í rúmlega helmingn-
um á plötunni og er orðin hálf-
gerður meðlimur núna. Hennar
hluti var stærri en við bjuggumst
við,“ segir Palli. Auk Mr. Silla
syngur Raggi Kjartans úr Trabant
í einu lagi og Anna Katrín úr Idol
í tveimur lögum. Einnig koma
við sögu á plötunni barnakór og
strengjakvintett.
Byrjað á öfugum enda
Fræ er um þessar mundir að æfa
lögin til að geta spilað þau á tón-
leikum, þó svo að engir tónleik-
ar hafi enn verið ákveðnir. „Við
byrjuðum eiginlega á öfugum
endanum. Við byrjuðum á að gera
plötuna og erum núna að fara að
æfa lögin. Hlutverkaskiptingin er
þannig að Heimir sér alfarið um
rapp og alla texta, Siggi tekur allt
upp og gerir bít í tölvunni og ég
spila á hljóðfæri og sem megn-
ið af hljómagöngum og melódíu.
Það virkar vel að svona gæjar
hittist bara í hljóðveri og taki upp
saman,“ segir Palli.
Rappsveitin Skytturnar, sem
er upphaflega frá Akureyri, gaf
út plötuna Illgresið árið 2003 sem
fékk mjög góðar viðtökur. Ekkert
hefur þó heyrst í Skyttunum lengi
en ný plata mun þó vera í bígerð
sem er væntanleg síðar á árinu.
Þess má þó geta að Siggi gaf út
plötuna Activity undir listamanns-
nafninu Sadjei á síðasta ári.
Maus er enn í pásu á meðan
flestir liðsmenn sveitarinnar
einbeita sér að öðrum verkefn-
um. Auk hljómsveitar Palla,
Fræ, er söngvarinn Birgir Örn
Steinarsson að vinna að sólóplötu
í London undir listamannsnafninu
Bigital og trommarinn Daníel Þor-
steinsson er í 90´s hljómsveitinni
Sometime. Síðasta plata Maus,
Musick, kom út árið 2003 og hlaut
prýðilegar viðtökur rétt eins og
platan frá Skyttunum.
Þeir sem vilja kynnast Fræi
nánar er bent á heimasíðuna
Myspace.com/eydileggjumokkur.
Skytturnar eru jafnframt með
slóðina Myspace.com/skytturnar.
freyr@frettabladid.is
Plata tilbúin frá Palla
og Skyttunum tveimur
FRÆ Hljómsveitin Fræ ásamt fjórða meðlimnum Mr. Silla sem syngur í rúmlega helmingi laganna á plötunni. Lagið Freðinn fáviti fer í
spilun í útvarpi á næstunni. MYND/STEINAR ÓLI JÓNSSON
Hljómsveitin Jakobínarína er undir smásjánni hjá
breska hljómplötufyrirtækinu Rough Trade og gæti
skrifað undir samning við það
á næstunni.
Mikið hefur verið talað um
sveitina undanfarin misseri
bæði hérlendis og í erlend-
um tónlistartímaritum, þó svo
að hún eigi enn eftir að gera
sína fyrstu plötu. Segir Heimir
Eggertsson, gítarleikari hljóm-
sveitarinnar, að nokkur hljóm-
plötufyrirtæki hafi sýnt áhuga
á sveitinni en áhugi Rough
Trade hafi verið mestur. Á
meðal þeirra listamanna sem
eru á mála hjá fyrirtækinu eru
Emilíana Torrini, The Strokes,
Arcade Fire, Babyshambles og
Antony and the Johnsons.
Jakobínarína, sem er á
mála hjá 12 Tónum, spilar á tónlistarhátíðinni
South by Southwest í Texas um miðan mars ásamt
Þóri. „Við erum alveg gríð-
arlega spenntir. Þetta er
svo fáránlega gaman. Við
höfum aldrei áður farið út
að spila og þetta verður
algjört ævintýri fyrir okkur,“
segir Heimir. Jakobínarína
ætlar að reyna að gefa út
smáskífu áður en hún spil-
ar á hátíðinni. Þar verða
lögin Power To The Lonely,
His Lyrics Are Disastrous,
ásamt einu til viðbótar.
Breiðskífa er fyrirhuguð í
sumar og hefjast upptökur
í vor. Næst spilar sveitin á
forvarnartónleikum á Nasa
annað kvöld þar sem Egó
kemur einnig fram.
Undir smásjánni hjá Rough Trade
> Popptextinn
„I hear stories from the chamber
How christ was born into a manger
And like some ragged stranger
Died upon the cross
And might I say it seems so fitting
in its way
He was a carpenter by
trade
Or at least that‘s what
I‘m told“
Nick Cave syngur á kaldhæð-
inn hátt um dauða Krists í
laginu The Mercy Seat.
Í SPILARANUM HJÁ RITSTJÓRNINNI
Richard Ashcroft: Keys to the World, Nick Cave
and the Bad Seeds: The Road to God Knows
Where -DVD, Ryan Adams: 29 og The Fiery Furn-
aces: Rehearsing My Choir.
1. DR. MR & MR HANDSOMEKOKALOCA
2. COLDPLAYTALK
3. AMPOPMY DELUSIONS
4. BC CAMPLIGHTBLOOD AND PEANUT BUTTER
5. AVENGED SEVENFOLDBAT COUNTRY
6. BLINK 182NOT NOW
7. MY CHEMICAL ROMANCETHE GHOST OF YOU
8. BLOC PARTYHELICOPTER
9. VAXYOUR HAIR IS STUPID
10. SYSTEM OF A DOWNHYPNOTIZE
X-LISTINN
TOPP 10 LISTI X-INS 977
DR MR & MR HANDSOME Hljómsveitin Dr
Mr & Mr Handsome er á toppi X-listans
með lagið Kokaloca.
Axl Rose, söngvari Guns n´Ros-
es, skaut óvænt upp kollinum í
útgáfupartíi rokksveitarinnar
Korn í Hollywood á dögunum.
Þar var
hann spurður
út í plötuna
l a n g þ r á ð u ,
Chinese Dem-
ocracy, sem
enn er ekki
komin út, tíu
árum eftir
að upptökur
hófust. Hann
segir að 32
ný lög séu í
vinnslu og að
26 þeirra séu
nánast tilbú-
in. „Fólk fær að heyra tónlistina
á þessu ári,“ sagði Rose. „Ég er
að reyna að gera eitthvað öðru-
vísi. Sumar útsetningarnar eru
líkar Queen. Sumt fólk á eftir að
segja að þetta hljómi ekkert eins
og Axl Rose og ekkert eins og
Guns n´Roses. En þú hefur örugg-
lega gaman af nokkrum lögum
þarna,“ sagði hann. Þrettán af
lögunum 26 verða á Chinese
Democracy, þar á meðal Better,
There Was a Time og The Blues.
Rose segir ólíklegt að upp-
haflegir meðlimir Guns n´Roses
komi saman á nýjan leik en gefur
til kynna að farin verði tónleika-
ferð með nýrri uppstillingu á
næstunni. ■
32 ný lög í
vinnslu
AXL ROSE Söngvari
Guns n´Roses lofar
nýjum lögum á næst-
unni frá sveitinni.
> Plata vikunnar
Singapore Sling:
Taste the Blood of
Singapore Sling
„Dimmt, drungalegt og
afar, afar svalt.“
VG
MAGNÚS GUÐJÓNSSON, FORSTÖÐUMAÐUR HES
Bað bréfbera
í Keflavík að
njósna
um íbúa
,,ólöglegt,”
segir forstjóri Persónuverndar
Ól l t,”
DV2x15-lesin 19.1.2006 20:53 Page 1
tonlist@frettabladid.is