Frjáls verslun


Frjáls verslun - 01.05.1982, Blaðsíða 56

Frjáls verslun - 01.05.1982, Blaðsíða 56
fyrir fyllilega fyrir sínu, en aðal- atriðið finnst mér þó vera hversu vel skrifstofan er stað- sett. Þaó hlýtur aó vera mikil- vægt fyrir skipafélag að vera svo nálægt höfninni.“ Höfum mjög sérstaka stjórnendur Svo mörg voru þau orð. Stafsfólkið hjá Hafskip virðist ánægöara en orð fá lýst með aðstöðu sína hjá fyrirtækinu og ber samstarfsandanum og stjórnendum mjög góða sögu, svo ekki sé meira sagt. ,,Já, ég held aó það sé ekki síst framkvæmdastjórum fyrir- tækisins að þakka hversu góö- ur andi ríkir hér meðal fólks- ins,“ segir Ragnheiður Ágústsdóttir, skrifstofustjóri, er við tyllum okkur inn til hennar stundakorn. ,,Það er yfirleitt reynt að mæta þörfum fólksins og það finnur sig frjálst að því að leita til yfirmanna sinna ef eitthvað kemur upp á. Við erum með unga og framtakasama menn í forstjórastólnum hér, sem fygjast vel meö öllu. Það er til dæmis ekki ósjaldan sem þeir birtast hér með blóm og málverk undir hendinni, ef þeim finnst það vanta einhvers staöar. Slíkt er ábyggilega ekki algengt í svo stórum fyrirtækj- um. Við erum heppnir að komast í þennan hóp Það liggur beinast við í lokin að leita til hinna vinsælu yfir- mann hjá Hafskip og spyrja um þær meginreglur er hafðar séu að leiðarljósi viö stjórnun fyrir- tækisins. Framkvæmdarstór- arnir eru tveir, Ragnar Kjart- ansson og Björgúlfur Guð- mundsson. Þaó er sá síðar- nefndi sem verður fyrir svörum: ,,Það er lagt mikið úr því aö hafa öll samskipti sem frjáls- legust hér á skrifstofunni og formlegheitin í lágmarki. Menn eiga að finna sig frjálsa að því að ganga hver inn til annars þegar þörf krefur og það gerir þaö aö verkum að andrúms- loftið verður léttara og óþving- að að auki. f okkar augum er mjög mikil- vægt aö gera skrifstofurnar sem best og skemmtilegast úr garði og við leggjum mikið upp úr notalegu og snyrtilegu um- hvefi. Við teljum okkur ekkert frábrugóna öðrum starfsmönn- um og löbbum okkurgjarnan út til aö kaupa blóm eða annað sem lífgað getur upp á um- hverfið, þegar vel liggur á okk- ur. Til að stjórna með góðum árangri verða menn aö geta haldió uppi aga, en jafnframt verið sjálfir frjálsmannlegir í framkomu. Þaó hefst ekki með uppgerðaraga og tilbúinni virðingu. Þátttaka starfsfólksins í stórnun fyrirtækisins markast fyrst og fremst af því aó hér starfa að jafnaði ýmsir hópar að margvíslegum verkefnum. Þar koma starfsmenn með til- lögur og ráðleggingar til okkar sem stjórnum. Við erum til dæmis nún að vinna aö endur- skipulagningu vöruhúsanna. Þetta er fyrst unnið af hópi starfsmanna, bæði héðan af skrifstofunni og úr vöruhúsun- um. Þessi hópur kemur svo til- lögum á framfæri við okkur og fær tækifæri til að tala okkur inn á sín stjórnarmið. Til okkar hefur valist fólk með mjög jákvæðu hugarfari, það er okkar lán. Það er fólkið sjálft sem skapar andrúmsloft- ió hér innan veggja. Sé það ánægt hlýtur það að koma fram í öllu samstarfi. Það má því segja að við höf- um verið einstaklega heppnir að komast í þennan góða hóp. Innheimtuþjónusta fyrir stofnanir, fyrirtæki, félagasamtök og einstaklinga. Lögheimtan h.f. hefur flutt skrifstofur sínar í nýtt og rúmgott húsnæði að Laugavegi 97 í Reykjavík, sími: 27166. Lögheimtan hf Laugavegi 97, 101 Reykjavík, sími 27166 56
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88

x

Frjáls verslun

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Frjáls verslun
https://timarit.is/publication/282

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.