Frjáls verslun


Frjáls verslun - 01.05.1982, Page 80

Frjáls verslun - 01.05.1982, Page 80
Hluthafafundirnir ganga fyrir sig á hefðbundinn hátt. Ef vandamál kemur upp eru haldnir sérstakir fundir þar sem þetta ákveðna mál er tekið fyrir, en áður hefur það verið útskýrt í bréfi til hluthafa. Eigendum er heimilt að sækja stjórnarfundi Stjórnarfundir eru vikulega, en þess á milli hafa stjórnarmenn ná- ið samband við samstarfsmenn sína á vinnustað. Eins og í öðrum fyrirtækjum eru ýmis þýðingarmikil málefni tekin fyrir og rædd á þessum vikulegu stjórnarfundum, en auk þess er rætt viö þá sem sækja um ný störf og afstaða tekin til ráðningar. Þá er öllum eigend- um heimilt að ganga á fund stjórnarmanna og ræða við þá ef þeim liggur eitthvað á hjarta. Agabrot fátíð Ef einhverjum eiganda finnst hann hafa verið órétti beittur á vinnustað, vekur hann athygli um- kvörtunarnefndar á því skriflega eigi síðar en 48 klukkustundum eftir atburðinn. Nefndarmenn ræða málið sín á milli og bera niðurstöðu sína undir stjórnina sem hefur úrslitavald í málinu. Oft ber viö aö stjórnin kallar viökom- andi eiganda á sinn fund til að hlusta á mál hans. Ef eigandi brýtur af sér f starfi Þorvaldur Guöjónsson Söóíasmíðametstari Hrtaveituvegur8 Rvfk Sími 84058 IHNAKKAH fær hann þrjár aðvaranir áður en til afdrifaríkari aðgerða er gripið. Allt fer þetta þó eftir því hvert aga- brotið er. Þannig eru engaraðvar- anir gefnar ef um stuld er að ræóa eöa neyslu heroins. Þá er viðkom- andi rekinn umsvifalaust. Að sögn er þó lítið um slík aga- brot — og sýnu minni en í venju- legum fyrirtækjum. Sá sem gerist eigandi að fyrirtækinu gengur f félagsskap þar sem fólk tekur höndum saman um að framleiða það sem ekkert þeirra gæti fram- leitt eitt og sér. Hann finnur að hann tilheyrir hópnum og á hann er hlustað og framlag hans skiptir máli. V TÍZKDBLAÐ Minar HáítOO 80

x

Frjáls verslun

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Frjáls verslun
https://timarit.is/publication/282

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.