Tíminn - 16.03.1977, Blaðsíða 2

Tíminn - 16.03.1977, Blaðsíða 2
2 Miövikudagur 16. marz 1977 Guðbjörn endur- ráðinn 1 vetur kom upp ágreining- ur á milli Guöbjörns Charl- essonar starfsmanns á flug- vellinum, og flugmálayfir- valda í Reykjavik. Sagöi Guöbjörn af sér starfi og var látinn hætta, áöur en upp- sagnarfresturinn var út- runninn. Tilefni þessa á- greinings var, aö Guöbirni þótti öryggisbúnaöur van- ræktur. Nú hafa mál skipazt svo, aö Guöbjörn hefur verið endurráðinn og nú sem flug- vallarstjóri á Isafirði. Heyrir þá embætti hans beint undir flugmálastjóra rikisins. 7. árs- fundur MFA Sjöundi ársfundur Menningar- og Fræöslusam- bands Alþýöu var haldinn þann tuttugusta og þriöja febrúar siöastliöinn. A fund- inum var gerö grein fyrir starfsemi sambandsins frá þvi siöasti ársfundur var haldinn, eöa yfir fimmtán mánaöa timabil. 1 skýrslu, sem send var út eftir fundinn kemur fram, aö á þeim fimm misserum.sern liðin eru frá siðasta ársfundi hafa 377 manns notið náms- leiðsagnar á vegum MFA. Þar af voru 302 á nám- skeiöum, sem haldin voru út um land, 34 sóttu námskeið i Félagsmálaskóla alþýðu i ölfusi og fjörutiu og einn starfaði i fræðsluhópum á út- mánuðum i Reykjavik i fyrra. Fjölluðu námskeiðin m.a. um ræöuflutning og fundahöld, trúnaðarmann- inn og vinnustaðinn, kjara- samninga og bónus, sögu verkalýðshreyfingarinnar og önnur efni, sem beinlinis varöa verkalýðssamtökin og félagsmál. Útgáfustarf MFA var tviþætt á fyrrgreindu timabili. Vinnán kom út tíu sinnum þar af sex sinnum i dagblaösformi i febrúar- verkfallinu i fyrra. Ritstjóri hennar er Baldur Öskarsson. Einnig kom út handbók verkalýðsfélaganna þann fyrsta desember s.l. í tilefni af sextiu ára afmæli ASÍ. hélt sögusafn verkalýðshreyfingarinnar sýningu á sögulegum minj- um hennar. Stóð hún yfir dagana 28. nóv—12. des og sóttu hana um sex hundruð manns. Erlendu samskiptin jukustverulegaá árinu, bæöi hvað varðar fundahöld og bréfaskipti. Fyrsta reglu- lega þing fræðslusamtaka verkalýðshreyfinganna á Norðurlöndum ýar haldið I Svlþjóð siðla mai I fyrra og er fyrirhugað að svipað þing verði haldið þriöja hvert ár framvegis. Fulltrúar MFA sóttu þing þetta og ennfrem- ur ýmsa aöra fundi og ráö- stefnur á vegum MFA-sam- takanna á Norðurlöndum. Þá tók MFA aö sér að sjá um ráðstefnu um Island og islenzk málefni. Var hún haldin i ölfusborgum i september á siöasta hausti, og sóttu hana fulltrúar frá hinum Noröurlöndunum. A siðasta þingi ASI var kosin stjórn MFA. Núver- andi formaður er Stefán ögmundsson, en aörir i aöal- stjórn eru Daði Ólafsson, Helgi Guömundsson, Karl Steinar Guönason og Magnús L. Sveinsson. I varastjórn eru Grétar Þorleifsson, Jóhanna Siguröardóttir og Tryggvi Benediktsson. MFA er nú til húsa í húsnæöi Listasafns ASI við Lauga- veg, en það er aöeins til bráðabirgða, og standa vonir til aö sambandið geti flutt starfsemi sina með vorinu og þá búið um sig til lengri dvalar. Hafnarfjöröur—höfnin og hluti af gamla bænum. Þessi mynd hlýtur að leiða hugann aö þvl, hvað þeir, sem nú eru á góðum aldri, eiga hinni öldruðu kynslóð að þakka. —Timamynd: Gunnar. Styrktarfélag aldraðra í Hafnarfirði um hagsmunamál þeirra: Afnotagjöld orðin ofviða öldruðu og tek j ulágu fólki JH-Reykjavik. — Styrktarfélag aldraðra i Hafnarfirði lætur mik- ið að sérkveða. A aöaifundi þess, sem haldinn var fyrir skömmu voru ýmis hagsmunamál aldraðs fólks I Hafnarfiröi tekin til um- ræðu, og gerðar þrjár samþykkt- ir, er aö þvl lutu. 1 einni þeírra var vakin athygli á þvi, hversu simi er öldruðu fólki, sem jafnframt er oft las- burða, mikilvægur, bæöi öryggis vegna og möguleika til samskipta við annað fólk, ættmenni og kunn- ingja: Hin háu slmgjöld hafa á hinn bóginn orðið þess valdandi, að það er öldruðu, tekjulágu fólki um megn að hafa slma. Var þess vegna skorað á forráðamenn simamáJ áð hlutast til um, að þessu fólki verði veittur afsláttur á símgjöldum, enda sé það sann- anlega eitt I ibúð sinni. Var talið eðlilegt, að þessi afsláttur tæki til hinna föstú ársfjórðungsgjalda og væri stigbreytilegur eftir tekjum. 1 öðru lagi var vakin athygli á sihækkandi afnotagjöldum af út- varpi og sjónvarpi, en fáum eöa engum þjóðfélagshópum aftur á móti er mikilvægara til dægra- dvalar og upplyftingar að hlusta á útvarp og horfa á sjónvarp en gamla fólkinu, svo að telja má það veigamikinn þátt I llðan þess. Var þvi beint til forráðamanna menntamála aðleita leiða tilþess að létta tekjulágu, öldruðu fólki þessi afnotagjöld. I þriðja lagi var vakin athygli bæjarstjórnar Hafnarfjarðar á þvi misræmi, sem er á greiðslu fargjalda fyrir aldrað fólk I Hafn- arfirði og Reykjavik, þar sem aldraðir Reykvikingar njóta verulegs afsláttar þar I borg en aldraðir Hafnfirðingar ekki I sin- um bæ. Var þess farið á leit, að bæjarsjóður Hafnarfjarðar lækki strætisvagnagjöld þessa fólks likt og gerist I Reykjavlk. Mætti gera það með svipuöu sniði og nú gildir um afslátt til hafnfirzkra náms- manna. MARKAÐSLEIT I NIGERIU V Að frumkvæði ólafs Jóhannessonar, viðskiptaráð- herra fór viöskiptanefnd til Nlgerlu og dvaldi I Lagos dagana 6.-12. marz s.l. Ráðgert hafði verið aö nefndin færi fyrr, m.a. vegna vandamála I sam- bandi við skreiðarsölu, en stjórnvöld Nlgerlu voru ekki reiðubúin að taka á móti henni fyrr en nú I marzmánuöi. Nefndina skipuðu: Stefán Gunnlaugsson, deildarstjóri I viöskiptaráðu- neytinu, sem var formaöur nefndarinnar. Valgarð Olafsson, sölustjóri, Sölusambandi ísl. fiskframleiö- enda. Karl Njálsson, fiskframleið- andi I Gerðum. Ólafur Guðmundsson, framkvæmdastjóri söluskrifstofu Sölumiöstöðvar hraðfrystihúsanna I London. Gylfi Þór Magnúson, fram- kvæmdastjóri Sölustofnunar lagmetis. Haukur Heiðar, forstöðu- maður.hjá Landsbanka ísl. Valtýr Hákonarson, aðstoðar- forstjóri Eimskipafélags íslands hf. Tilgangur ferðarinnar var að kanna möguleika á auknum viöskiptum milli landanna. Kynnti nefndin sér sérstaklega sölumöguleika á freðfiski, salt- fiski og lagmeti og veröur áfram unnið að þessum málum. Ekki var talin ástæða til að ræða verulega um skreiðarsölumálin, þar sem gengið er út frá að þau vandamál séu leyst I bili. Önnur sorpbrennsla lands- ins til starfa í Hnífsdal SJ-Reykjavík Fyrir um þrem vikum tók til starfa á Skarfaskeri viö Hnífs- dal önnur sorpbrennslu- stöðin á landinu/ en sú fyrsta hefur veriö starf- rækt í nokkur ár á Húsa- vík. I sorpbrennslunni er eytt öllu rusli frá heimil- um manna í þrem bæja- og sveitarfélögum/ isa- f jarðarkaupstað/ Bolungarvíkurkaupstað og Súðavíkurhreppi. Starfsemi stöövarinnar hefur gengiö vel, að sögn Magnúsar Reynis Guðmundssonar bæjar- ritara á tsafirði. Sænskur brennsluofn er I stööinni, sams konar og sá á Húsavik en stærri. Hægt er að brenna I henni öllu venjulegu sorpi og úrganginum er skolað I sjó og á hann að falla þar til botns án þess að valda mengun. Landþrengsli eru töluverö I þessum sveitarfélögum, og sorp hefur verið notaö til uppfylling- ar, þar sem framkvæmdir hafa farið fram, en sorphaugar hafa þó um nokkurt skeið verið ljótur blettur á Isafirði, Bolungarvík og Súðavlk. Sú ástæða réö mestu um að sorpbrennslustöð- inni var komið á fót en ofninn einn i hana mun hafa kostað um 30 milljónir króna.

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.