Tíminn - 16.03.1977, Blaðsíða 12

Tíminn - 16.03.1977, Blaðsíða 12
>2 MiOvikudagur 16. marz 1977 I Afríku 3^ *' * Llfið I spilavltinu hefur slnar dökku hliðar. Tlmamyndir Róbert standa — Svaslmenn trúa á galdur. — Kóngurinn, hann er stórkost- legur. igin fótum — Þegar ég fór til Afrlku fyrir þrem árum var ég ósjálfstæð átti erfitt með aö taka ákvarö- anir og vissi ekki hvers konar manngerðég væri eiginlega. En þar þurfti ég að standa á eigin fótum. Ég á það Afrikudvölinni að þakka að ég varð sjálfstæð og lærði að bjarga mér á eigin spýtur. Ragna Bachmann ung reyk- vlsk kona hefur slðustu þrjú ár- in dvaiizt I Afriku fyrst I Ródes- lu en starfar nú I spilaviti i Svasilandi. Og þannig svaraði hún þegar við spuröum hana hvað henni þættti eftirsóknar- vert við núverandi starf sitt. Hún er nú hér heima I nokkurra mánaða frii en ætlar að fara aft- ur til Svasilands I maf og byrja I fyrra starfi. — Það eru þvi mjög persónu- legar ástæöur fyrir þvl aö mér fellur starfið vei, og mér þykir vænt um Afríku vegna þess sem ég hef reynt þar, bætti hún við. — Mér finnst raunar Islenzka nafni spilaviti skuggalegt og vil helzt ekki taka mér það I munn útlenda heitið á vinnustað eins og minum „kasinó”, er ekki nærri eins neikvætt. — Ég hafði starfaö þó nokkúð lengi i útvegsbankanum þegar égfórtil Ródesiu en það er bezti vinnustaður sem ég hef verið á en áöur haföi ég einnig starf að hjá heildsölufyrirtækjum. I Ródesiu vann ég hjá hótel- hringnum Southern Sun siðast við gestamóttöku. Þar starfaöi ég bæöi I Kariba viö landamæri Zambiu og Ródesiu og við Viktoriufossa á landamærum Zambiu Botswana og Ródeslu. Viktorlufossar eru fallegasti staöursem ég hef á ævinni kom- ið til, og þar vildi ég gjarnan búa þegar allt er orðið friösam- legt. En um það leyti sem ég fór þaöan var orðið æríð heitt I kol- unum, og skömmu siðar skutu skæruliöar frá Zambiu niður Ut- iö hótel I grennd við staðinn þar sem ég vann. Einnig var orðinn skortur á ýmsum lifsnauðsynj- um svo sem sápu, rakvélar- blöðum hveiti og mjólk. Frá Viktoriufossum fór ég til Svasilands og hef nú unniö þar I hálft ári spilaviti I orlofsstað al- þjóðafyrirtækisins Holiday Inn, sem er miðja vegu milli höfuö- borgarinnar Umbabane og borgarinnar Mansini. Ströng vinna sem gefur mikið i aðra hönd. Starf mitt er að hafa umsjón meö borði þar sem f járhættuspil er spilað. Þetta er mjög ströng vinna, og við verðum alveg að sitja og standa eins og yfirboð- \ arar okkar vilja, en það gefur lika mikið i aöra hönd. Ef við komum of seint i vinnuna fáum við þriggja daga „straff”, þ.e. kauplaust fri og ef viö skrópum heilan dag, án viðhlitandi skýr- ingar þá fáum viö mánaðar refsingu. Launin eru 250 suður- afrisk rönd á mánuði I trygg- ingu en þjórféð er venjulega 500- 700 rönd, á sama tima. Þeir sem vinna I spilunum gefa okk- ur alltaf þjórfé, venjulega frá 50 centum og upp i rand, en getur orðið hærra allt eftir þvl hversu ánægðir þeir eru. 1 spilavitinu eru 24 rúlettu- borð 9 borð þar sem spilað er „21” ogeittborð þarsemspilað er nýtt spil Punto Banco. 1 spilavitinu i Holiday Inn er um 20 hvitt starfsfólk og 30-40 þeldökkt. Yfirmennimireru all- ir hvitir, Nú er skylda að ráða aðeins svart fólk i stöður sem Við eitt rúlettuborðiö I spilavltinu. 1 hvert sinn sem starf hvltrar stúlku losnar er svört ráðin I hennar stað.

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.