Tíminn - 16.03.1977, Blaðsíða 17

Tíminn - 16.03.1977, Blaðsíða 17
Miðvikudagur 16. marz 1977 17 - lesendur segja Hugleiðingar i tilefm sj ónvar psþáttar Að háls- skera kindur Þar kom aö þvi að sjónvarpið tók undir við þá er hafa barizt gegn tóbaksreykingum. Það gat varla seinna verið að það bætti fyrir þau mistök að birta það, sem ég í grein i Timanum kail- aði „Tóbaksauglýsingar i sjón- varpi”. Það var ánægjulegt að sjá i sjónvarpsþættinum 25/2 þegar börnin komu inn i verzlanimar, þar sem tóbaksauglýsingarnar héngu uppi, hvað þau voru ákveðin og þó kurteis, þegar þau fóru fram á að auglýsinga- spjöldin væru tekin niður. Og þessi mótmæli þeirra vöktu eft- irtekt og munu bera árangur á fleiri en einn veg. Hitt er hörmulegt að nokkur kaupmaður skyldi láta ginnast til þessarar auglýsingarher- ferðar, og selja þannig sæmd sina svona blygðunarlaust fyrir peninga og taka ekkert tillit til afleiðinga gjörða sinna. Og ekki var hlutur leikarans betri. „Þetta er nú min atvinna” er haft eftir honum. Dálagleg atvinna það. Mann tekur það sárt þegar vinsælir menn voga svona heiðri sínum fyrir peninga. Þeir peningar sem auglýs- endur hafa fengið vegna þess arar augl.herf. sinnar mættu heita Júdasarpeningar, þvi þarna var a.m.k. gerð tilraun til að „svikja saklaust blóð”. Þvi auglýsing, sem verður til þess að unglingar byrja að reykja, hún eitrar i bókstaflegri merkingu blóð þeirra. Það mætti þvi eins kalla þettá ‘blóðþeninga. 'Ög aumkunarverðúr er sá kaup- maður er nú ferðast fyrir þessa verðlaunapeninga til Ameriku. En þeir eru trúlega þaðan runnir eftir einhverjum leiðum, frá tóbaksfram- leiðendum þar. En svo ég snúi mér aftur að björtu hliðinni á málinu, þá vil ég fyrst segja að það er gleðilegt að fylgjast með þvi hvað nú er gert til að fá fólk til að hætta reykingum. Undanfarin 2-3 ár eða lengur, hafa allviða verði haldin námskeið þar sem fólki eru kynnt og kennd ráð til að hætta reykingum. Eftir þeim tölum sem gefnar hafa verið upp um árangur þessara námskeiða virðist mé að 50-70% þátttakenda hætti að reykja. Það má þvi segja að þarna sé stórum hóp fólks bjargað. Og svo er fordæmi þessa fólks mjög mikilsvert, þvi miklar likur eru á þvi, að einmitt það forði einhverjum unglingum frá þvi að byrja að reykja. Þvi að það má segja um reykingarnar eins og móðurmálið að af þvi læra börnin sem fyrir þeim er haft. En það er eins og foreldrar sem reykja geri sér ekki grein fyrir hvað mikið ábyrgðarleysi erfólgið i þviað hafa þetta fyrir börnunum. Mér finnst það vita- vert og um leið hörmulegt. Það er blátt áfram hryllilegt að sjá konur með bam á brjósti og annað eða önnur við hliðina, sjálfar sjúgandi sigarettur á meðan. Einhverntima komst ég svo að orði um þetta að ljótasta sjón sem ég sæi, væri kona reykjandi sigarettu á meöan hún gæfi barni sinu brjóstið. Reyndar gildir það sama um óléttar konur, þvi þarfær barnið — eða fóstrið — sinn skerf af tóbakseitrun með blóðinu sem berst frá móðurinni til þess. Það er þvi augljóst að það er rétt- nefni þegar ég hér á undan kalla tóbaksauglýsingagróðann blóð- pening. Nú geta konur ekki lengur afsakað sig með þvi að þær viti ekkiað ofannefnd hegðun þeirra geri barninu ekkert til, þvi sannanir fyrir hinu gagnstæða eru á allra vitorði. Einhverjum kann að finnast að ég beini geiri minum óþarf- lega gegn konunum, en nefni ekki sök karlmannanna. En ég er ekkert að afsaka þá. Það er þó ljóst að ábyrgð konunnar er meiri, þar sem hún gengur með barnið, og er það áskapað frá náttúrunnar hendi. En auðvitað er ábyrgð beggja foreldranna meira eða minna sameiginleg, til dæmis var það svo fram á siðustu áratugi, að það var karl- maðurinn — húsbóndinn — sem reykti, og taldi það sin for- réttindi. I þessu sambandi ætla ég að segja eina sögu. Fyrir nokkrum árum var ég gestur á heimili. Bæði hjónin reyktu sigarettur, konan þósýnu meira, þvi að hún byrjaði á nýrrisigarettu um leið og hún var búin með þá fyrri. Það er vist kallað að keðju- reykja. Við hlið konunnar sat 6-7 ára gömul dóttir þeirra hjóna, aftur og aftur bað hún móður sina að lofa sér að „taka reyk’ úr sigarettunni, hvað móðirin gerði orðalaust, og ekki sagöi faðirinn heldur neitt við þessu. í þessu dæmi voru bæði hjónin jafn ábyrg, eða réttara sagt óábyrg. Ekki löngu seinna var þetta barn lagt inn i sjúkrahús, og hef ég sterkan grun um að það hafi verið vegna tóbaks- eitrunar. Þó ég geti ekkert fullyrt um þetta, þá veit ég þó annað dæmi um að barn hafi verið lagt i sjúkrahús, og það yngra barn, vegna tóbaks- eitrunar. Sú var tiðin, og er kannski enn, að ekki var verið að hafa hátt um slika hluti. En þó annar sjúkdómur hafi orsakað sjúkrahúsvist litlu stúlkunnar, er sagan samt jafn ófögur. Þegar þetta og annað sambærilegt er tekið með i reikninginn, þá verð ég að segja að mér finnst það hljóti að vera kaldrifjaðir f járplógsmenn, sem gengist hafa fyrir áður- nefndri tóbaksauglýsingarher- ferð. Ljósi bletturinn i þessu er þó sá að þarna var svo langt gengið að almenningsálitinu ofbauð, og af þvi reis sú andúöaralda, sem framannefndur sjónvarpsþáttur var glöggt vitni um. Nú hefur m.á! Læknafé- lag Islands lýst andúð sinni á auglýsingaherferðinni, og margs konar samtök önnur, svo og einstaklingar. Þá hefur heil- brigðismálaráðherra látiö I ljós „megna fyrirlitningu” á henni, og er það virðingarvert. En þegar minnzt er á þann skerf, sem læknar hafa lagt fram i baráttunni gegn tóbaks- reykingunum, má ekki gleyma að nefna nafn þess manns, er öðrum fremur á heiðurinn af þvi að vera forvigism. að þeim samtökum — Krabbameins- félagi íslands — sem ein- dregnast barðist, og berst gegn tóbaksreykingum. Þessi maður var Bjarni heitinn Bjarnason læknir. Honum varð það ijóst fyrr en flestum öðrum hér á landi hver heilsuspillir tóbaksnotkunin var, og að hún átti langmestan þáttinn i aukningu krabba- meins og hjartasjúkdóma liér á landi, ekki siður en i öðrum löndum. Nú er þetta viðurkennt af læknum um allan heim, enda ættu þeir að vera dómbærastir um þetta. Það er lfklega fyrst og fremst vegna þessarar vitneskju aö nú er, viða um lönd, hafin öflug barátta gegn tóbaksnotkun. Sem dæmi má nefna að Finnar hafa lýst yfir að reglur um sölu og notkun tóbaks verði mjög hertar, t.d. verði bannað að reykja á opinberum skrif- stofum, i skólastofum og viðar. Fyrir þetta eiga Finnar heiður skilið, og vonandi fara fleiri að dæmi þeirra. Þarna eru þeir að hrinda i framkvæmd umbótum hjá sér, alveg þeim sömu og ég benti á fyrir mörgum árum að gera þyrfti hér hjá okkur. Þá var þetta eins og rödd hróp- andans i eyðimörkinni. Meira að segja þótti sumu tóbaksfólki það móðgun við sig og nánast dónaskapur að amast við reykingum þess. Siðan hefur þetta færzt ofur- litið til betri vegar, t.d. er nú aðeins leyft að reykja i öðrum helmingi flugvéla i innanlands- flugi, og i mörgum biðstofum lækna alveg bannaðar reykingar. Einnig er einhver hreyfing i þá átt að takmarka reykingar i almennings- bifreiðum. En i sambandi við reykingar i þeim gerði ég eitt sinn þann samanburð, að ef ég sprengdi ólyktarsprengju i áætlunarvagni, þá myndi mér áreiðanlega verða visað tafar- laust út, en við reykjandi fólki væri ekki blakað, þó verknaöur þess væri alveg sambærilegur við það, er ég gerði. Svona getur vaninn blindað, jafnvel bezta fólk. Að siðustu þetta. Það er vonandi að framtak barnanna, sem ég nefndi i upphafi greinar þessarar verði til þess að fullorðið fólk, sem reykir, fari að hugsa alvarlega um þá ábyrgð, sem það ber á hegðun barna og unglinga, semmeð réttu eða röngu eru fordæmd fyrir eiturefnanotkun. Og þarf þá naumast að taka fram að tóbakið er eitt af eitur- efnunum, og venjulega það fyrsta, er unglingar byrja á. Siðar koma svo áfengi og fikni- efni með sinum geigvænlegu afleiðingum. Enþað er önnur og enn sorglegri saga, sem ekki verður rekin hér. Aðeins skal á það bent, að þegar samhengi allra þessara mál er skoðað, er ekki úr vegi að hugleitt sé máltækið: „I upphafi skyldi hver endirinn skoða”. 28.febr.1977 Sigurjón Valdimarsson Asgeir Guömundsson. I Dagblaðinu 5. marz sl. var grein um útflutning dilkakjöts. Eru þar ummæli bændasamtak^ anna um útflutning sauðfjár á fæti til Arabalanda á þessa leið: „Þar að auki er það trúarlegt atriði hjá Aröbum, að borða fé sem hefur verið skoriðen ekki skotið. Það hefur komið til tals, að flytja þangað fé á fæti, en það sama er uppi á teningnum, þaö fæst ekki nóg fyrir vöruna.” Fyrir um það bil hálfri öld átti égheima i sveit, þá unglingur. Þá var bannað með lögum að hálsskera kindur. Var þetta gert af mannúðarástæðum. Ekki vil. ég hrella þá, sem ekki hafa séð kind skorna á háls, með ná- kvæmri lýsingu á þeim mjög svo viðbjóðslega verknaði, enda þótt misjafnlega tækist, eftir þvi hver framkvæmdi. Síðan hafa kindur verið skotnar hér á landi. Nú hefur komið fram opinber- lega sú hugmynd þeirra, er sjá um sölu búfjár fyrir bændur, að láta Araba hálsskera islenzkar kindur. Aðeins eitt bjargar — „það fæst ekki nóg fyrir vör- una”. Þetta er þvi miður táknrænt fyrir okkar tima. Peningar eru fyrsta hugsunin, fáist þeir skeytir minna máli dýravernd- un og aðrir góðir siðir. Þeir verða að vikja fyrir Mommon. Þegar forustumenn fyrirverða sig ekki fyrir að láta hafa slikt eftir sér opinberlega, hvað þá um hina, sem taka þá sér til fyrir myndar, hvað um unga fólkið? Sem sagt, góðir bændur og dýravinir, látið til ykkar heyra i fjölmiðlum og annars staðar. Fordæmið þá hugmynd, aö fara i kringum lög, sem fram- sýnir öndvegismenn settu fyrir hálfri öld, og eru enn i gildi lagalega og siðferðilega. Það verða margir að láta til sin heyra, nóg er samt, sem laga þarf i dýraverndunarmál- um i sveit, bæ og borg. Ásgeir Guðmundsson, Iðnskóla- kennari ÚTBOÐ Hitaveita Suðurnesja óskar eftir tilboðum i loftræsikerfi i Stöðvarhús Varmaorku vers i Svartsengi. Útboðsgögn verða afhent á skrifstofu Hitaveitu Suðurnesja, Vesturbraut 10A, Keflavik og á verkfræðistofunni Fjarhitun h.f. Álft,amýri9, Reykjavik gegn 10.000 kr. skilatryggingu. Tilboðin verða opnuð á skrifstofu Hita- veitu Suðurnesja fimmtudaginn 24. marz kl. 14.00. ÚTBOÐ Hitaveita Suðurnesja óskar eftir tilboðum i framleiðslu og afhendingu steinsteyptra greinibrunna. Útboðsgögn verða afhent á skrifstofu Hitaveitu Suðurnesja, Vesturbraut 10A, Keflavik og á verkfræðistofunni Fjarhitun h.f. Alftamýri9, Reykjavík gegn 10.000 kr. skilatryggingu. Tilboðin verða opnuð á skrifstofu Hita- veitu Suðurnesja þriðjudaginn 12. april kl. 14.00.

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.