Tíminn - 16.03.1977, Blaðsíða 5
Miðvikudagur 16. marz 1977
5
Mímhm^
* ................ ,
Verður gamla
Snæfell varðveitt?
KS-Akureyri — Að undanförnu
hafa átt sér stað nokkur blaða-
skrif um gamla Snæfell og
uppi hafa verið margs konar
raddir og tillögur um það hver
afdrif þess ættu að verða. A
stjórnarfundi KEA fyrir
skömmu varð gerð eftirfar-
andi bökun:
1 tilefni blaðaskrifa og
ályktana varðandi gamla
Snæfellið ályktar stjórn
félagsins eftirfarandi: Snæ-
fellið hefir þegar lokið sinu
hlutverki og annað skip tekiö
við þvi. Skipið er mjög úr sér
gengið og mun kosta milljónir
króna aö varðveita það i upp-
haflegri mynd.
Vél skipsins hefir þegar ver-
ið gefin til menntunar ungum
vélstjórum. Vilji áhugasam-
tök á Akureyri eða við Eyja-
fjörö hins vegar beita sér fyrir
varðveizlu skipsins, tjáir
stjórnin sig fúsa til þess að af-
henda skipið, i núverandi
ásigkomulagi, vélarlaust,
enda verði varðveizla þess aö
öllu leyti á ábyrgð slikra sam-
taka.
Með hliðsjón af ofanskráðu
samþykkir stjórnin að fresta
um nokkra hrið, framkvæmd
fyrri ákvörðunar um að
sökkva skipinu i sævardjúp.
GASLJÓS í GRINDAVÍK
Leikfélag Grindavikur hefur á
siðustu mánuðum verið að æfa
sakamálaleikritið „GASLJÓS” i
þremur þáttum eftir Patrick
Hamilton. Leikstjóri er Magnús
Jónsson, og leikendur eru 7 tals-
ins. Aætlaö er að sýningar hefjist
um miðjan marz. betta er annað
starfsár leikfélagsins og fjórða
stykkið sem upp er fært. Aðsókn
hefurverið mjög góð, og áhugi al-
mennur. Myndin var tekin á einni
æfingunni, og sjást leikararnir
þar allir.
r ' ...."
Dagur Norðurlandanna:
Hátíðasamkoma í
Norræna húsinu
flokknum Hljómeyki og
hljómsveit.
Þeir Atli Heimir og ólafur
Jóhann hlutu tónlistar- og
bókmenntaverðlaun Norður-
landaráðs árið 1976.
t Norræna húsinu verður
komið fyrir sýningunni
„Kvinnen i Norden”, sem gerð
var á vegum Norðurlandaráös
i tilefni kvennaársins, svo og
litilli bókasýningu og
upplýsingaspjöldum um
tsland og Norðurlandaráö.
L--------------------------
Dagur Norðurlanda er 23.
marz n.k. og i þvi tilefni gang-
ast Norræna félagiö og
islandsdeild Norðurlandaráðs
fyrir hátiðarsamkomu i
Norræna húsinu. Hefst hún kl.
20.30.
Dagskrá kvöldsins hefst
með þvi, að formaður
Norræna félagsins, Hjálmar
Ólafss. flytur ávarp. Næst
flytur Trygve Bratteli fv. for-
sætisráðherra Noregs, ræðu,
en honum er sérstaklega boðið
til Islands i tilefni afmælisins
Þá leikur Guðný Guðmunds-
dóttir, konzertmeistari, són-
ötu eftir Grieg.
Eftir hlé mun formaður
tslandsdeildar Norðurlanda-
ráðs, Jón Skaftason, alþingis-
maður, flytja ávarp, en þvi
næst verður frumflutt tónverk
eftir Atla Heimi Sveinsson,
sem hann hefur gert við ljóð
eftir Ólaf Jóhann Sigurðsson.
Verkið verður flutt af söng-
Ráðstefna um skóla-
Neil Diamond — Love at the Breek
America — Harbour
Bryan Ferry — ln Your Mind
Average White Band — Person to
Person
Chicago X
Pink Floyd — Animals
Wings Over — America
Kinks— Sleepwalker
Queen — A Day at the Races
Steve Miller Band — Fly like an
Eagle
Eagles — Greatest Hits
Evita
Genesis — Allar
10 cc — How dare You
Zappa — Zoot Allures
Streetwalkers — Vicious but Fair
Gr. Hits Classic CBS
□
n
□
n
□
Smíði sumarbústaða
mál í Borgarnesi
Föstudaginn 18. marz n.k. verður
ráðstefna um fólk með sérþarfir I
Borgarnesi, og hefst hún ki. 1.15
e.h. Ráðstefna þessi er haldin á
vegum fræðsluskrifstofu Vestur-
lands og Samtaka sveitarféiaga I
Vesturlandskjördæmi.
A ráðstefnu þessari verða flutt
tvö erindi. Hið fyrra flytur Orn
Bjarnason skólayfirlæknir um
upplýsingaöflun, varðveizlu upp-
lýsinga og notkun þeirra. Mun
mál hans einkum beinast að
auknu samstarfi skólalækna og
skólastjóra og gagnkvæmu upp-
lýsingastreymi milli þeirra.
Reglugerð um þetta efni er nú i
endurskoðún og ný reglugerð
væntanleg á næstunni. Mun
skólayfirlæknir kynna helztu ný-
mæli, sem þar verður að fiima og
þær breytingar á núverandi
framkvæmd, sem hann telur
æskilegar.
Siðara erindið flytur Magnús
Magnússon fulltrúi i Mennta-
málaráðuneytinu, og mun ræöa
hans fjalla um úrræði þau sem
fyrir hendi eru varðandi fólk með
sérþarfir. Magnús var lengi for-
stöðumaður Höfðaskóla og slðar
öskjuhliðarskóla og þekkir þarfir
þessa fólks betur en flestir aðrir.
Um þetta efni er einnig ný reglu-
gerð I smiðum og þvi væntanlega
nýir möguleikar framundan. Að
erindum loknum verða fyrir-
spurnir og umræður.
Nú stendur yfir könnun á Vest-
urlandi i öllum skólum á þvi hve
mörg börn þurfi á sérhjálp að
halda, en eins og er.eru möguleik-
ar takmarkaðir. Hér i kjördæm-
inu er enginn sálfræðingur starf-
andi, sérmenntaðir hjálparkenn-
arar eru fáir, en nokkrir hafa sótt
námskeið og reynt að bæta úr
brýnni þörf. Þá vantar sér-
kennsludeild á Vesturlandi fyrir
börn, sem alls ekki geta fylgzt
með I venjulegu skólanámi.
Þarna er þvi mikiö starf óunnið.
Til ráðstefnu þessarar er boöið
fulltrúum frá Heilbrigöis- og
Menntamálaráðuneytinu, lækn-
um og hjúkrunarfólki á heilsu-
gæzlustöðvum, skólastjórum og
sérkennurum, fræðsluráöi Vest-
urlands, Stjórn Sambands sveit-
arfélaga I Vesturlandskjördæmi,
stjórn kennarafélags Vestur-
lands, hreppsnefndaroddvitum og
sveitastjórum, skólanefndarfor-
mönnum og sóknarprestum á
Vesturlandi.
Ráöstefnustjóri verður Þor-
valdur Þorvaldsson fræðslufull-
trúi á Akranesi.
BHM óskar tilboða i smiði 3ja til 5
sumarbústaða, sem verða reistir sumarið
1977.
Tilboðsgögn liggja fyrir hjá skrifstofu
BHM, Hverfisgötu 26.
Tilboðum sé skilað fyrir 25. þ.m.
Bandalag háskólamanna
Utboð
Tilboð óskast i röntgenbúnað fyrir Borgarspitalann.
Otboösgögn eru afhent á skrifstofu vorri, Frikirkjuvegi 3
Reykjavík.
Tilboðin verða opnuð á sama stað, þriðjudaginn 26 apríl
n.k. kl. 11.00 f.h.
INNKAUPASTOFNUN REYKJAVÍKURBORGAR
Fríkirkjuvegi 3 — Sími 25800