Tíminn - 16.03.1977, Blaðsíða 10
10
Miðvikudagur 16. mars 1977
11. TÓNLEIKAR SINFÓNÍUHLJÓMSVEITAR ÍSLANDS
A 11. tónleikum Sinfóniu-
hljórnsveitar Islands uröu
kraftaverk, sem i engu gefa eft-
ir þeim eftirminnilega atburði,
þegar Pentagon lyftist um 3 fet
(tæpl. 1 metri). Þetta gerðist i
Göngunni miklu i Washington
árið 1968, -em lauk með þvi aö
tugir þusurrda bandariskra
striðsandstæöinga söfnuðust
saman kringum stórhýsið
Pentagon, miðstöð hermála-
ráðuneytisins. Ræður voru
haldnar, og mikill hugur i
mönnum, og fyrir tilstilli hóp-
eflis hugans skeöi þetta frábæra
kraftaverk (sem ég vona að Æv-
ar Kvaran taki fyrir i lítvarps-
þáttum sinum um yfimátturu-
lega atburði), sem þúsundir
manna uröu vitni aö, og Nor-
man Mailer, Nóbelsskáld án
ver.ðlauna, hefur lýst á prenti,
aö jiessi þunga bygging, full af
tölvum og opinberum starfs-
mönnum reis af grunni sinum
og lyftist 3 fet.
Og sl. fimmtudag uröu 1000
Islendingar vitni að sambæri-
legum atburði i Háskólabiói,
þegar Sinfóniuhljómsveit Is-
lands lyftist um 3 gæðaflokka á
beztu tónleikum, sem hér hafa
heyrzt um árabil. Hljómleikun-
um stýröi Jean-Pierre Jacquill-
atfrá Frakklandi, sem var með
hljómsveitinni i ruman hálfan
mánuð, og stjórnaði tvennum
„reglulegum ” tónleikum,
tvennum skólatónleikum, og
tvennum tónleikum úti á landi,
á Selfossi og Laugarvatni. En
nú er hann kominn til Moskvu,
þaðan fer hann til Suður-Ame-
riku, siöan til Prag og til Tyrk-
lands, þá til Kanada og loksins
heim til Parisar. En þannig
stendur á þvi, aö viö fengum
þennan frábæra mann, að Bar-
bara heitin Arnason og Samivel
ljósmyndari (Or d’Islande) áttu
sameiginlegan vin, sem einnig
þekkti Jacquillat. Þannig hitti
Barbara hann i boði, og sagöi
við hann: „Þú ættir að koma til
Islar.ds”, en Jacquillat svaraði:
„ísland? Island? Hvarer það?”
og leit i kringum sig. En sem
betur fór tókst Barböru að út-
skýra þetta fyrir honum, og
hann kom hingaö i fyrsta sinn
árið 1971, og var hér nú i 4. sinn.
Ævinlega hefur hann veriö
hljómsveit og tónleikagestum
aufúsugestur, en nú bar enn
meira viö, þvi Pina Carmirelli
var hér lika. Og þaö hefi ég
sannfrétt, aö æfingarnar meö
henni hafi innblásið hljóm-
sveitarmenn vora til afrekannaá
fimmtúdaginn. Þvi leikur hénn-
ar er enginn venjulegur fiðlu-
leikur, heldur ber tónlist her.nar
með sér hina miklu persónu
hennar sjálfrar og fiðlunnar
Stradivarius. En frá þessu verö-
ur sagt gerr, þá fjallaö verður
um tónleika hennar og Ama
Kristjánssonar i Austurbæjar-
biói.
Mózart og 40. sinfónian
A efnisskránni voru þrjú
verk: 10. sinfónia Mózarts i g-
moll, Svita úr „Eldfuglinum”
eftir Igor Stravinský, og fiðlu-
konsert Sjostkóvitsj I a-moll.
Svona vel hefur Sinfóniuhljóm-
sveitin ekki spilaö Mózart i
minni elztu manna — Þótt hann
sé yfirleittekki tæknilega erfið-
ur er þessi hreina og himneska
tónlist afarvandmeðfarin
(„Hver getur spilað Mózart?”
sagöi eitt sinn einn vor fremsti
pianisti). Það er liklega engin
leið aö skilgreina hvaö þama
geröist, en eitt var ljóst, að
rösklegar var tekið til höndum
en viö eigum aö venjast í seinni
tlð, auk þess sem þvl frumskil-
yrði var fullnægt að spila hreint
og nákvæmt.
Mózart (1756-1791) skrifaöi 40.
sinfónluna, ásamt 39. og 41., á
tveimur mánuðum sumariö
1788. Frá þeim tima eru til f jög-
ur bréf til reglubróður hans I
Frimúrarareglunni, Michaels
Puchberg, þar sem beöiö er um
peningalán. I fyrsta bréfinu, frá
þvi snemma I júnl, er beðið um
100 gyllini, sem Puchberg mun
hafa sent 17. júni er beðið um
1000-2000 gyllina lán til tveggja
ára, þvi „primo” ef bú gerir
þetta fyrir mig þarf ég ekki að
hlaöa upp smáskuldum og láta
svo reyta af mér hvern eyri á
sömu stundu og ég fæ hann og
secundo: þá get ég unnið betur
ósligaður af búksorgum, og þvi
afkastað meiru og haft meiri
tekjur”. Þriðja bréfið er skrifað
27. júni: „Ef þú kemur mér ekki
til hjálpar, kæri reglubróðir, þá
tapa ég bæði ærunni og láns-
traustinu, sem ég þó sizt af öllu
má missa. Eg reiðí mig aiger-
lega á sanna vináttu þina. og
trúi ekki öðru en þú munir reyn-
ast mér vel. Ef þú verður við
þessari bón minni get ég varpað
öndinni léttar, þvi þá mun ég
koma öllum mlnum málum i
nýtt og betra horf og haida þeim
þannig. Ég bið þig að heim-
sækja mig. Eg er alltaf heima.
A þessum 10 dögum siöan ég
flutti hingað hefi ég afkastað
meiru en á tveimur mánuðum á
gamla staðnum (nl. skrifað 39.
sinfóniuna!), og væri ég ekki
svo ásóttur af dökkum hugsun-
um, sem ég þó reyni af fremsta
megni að bægja frá mér, mundi
mér ganga ennþá betur”.
En engin hjálp barst frá
reglubróðurnum góöa, og i 4.
bréfinu, frá fyrstu dögum júli-
mánaðar 1788, segir Mózart:
„Ég verð með einhverjú móti að
útvega fé til að borga þessar
tvær veðlánaskoldir. Ég heiti á
þig, i nafni vináttú okkar, aö
gera mér þennan greiða. Fyrir-
gefðú mérframhleypnina, en þú
veizt hvernig komið er fyrir
mér. Ó,að þú hefðir gert eins og
ég bað þig! Ennþá er það ekki of
seint — þá kemst allt i lag”.
Af þessú mega ráðamenn þó
ekki draga þá almennu ályktun,
að skortur og peningaleysi örvi
listamenn til stórra verka, —
nær sönnu mun þaö, að meira
þurfi- en hungriö til að drepa
sköpunargáfu hinna beztu
þeirra. Og þrátt fyrir þessi og
önnur vandræöi Mózarts eru
tvær hinna þriggja sinfónia
þessara mánaöa með léttu yfir-
bragði.hin 39.iEs-dúrog41.i C-
dúr, en 40. sinfónian er I g-moll,
„örvæntingar- eða svartsýnis-
tóntegund” skáldsins. Óvist er
hvort nokkur þeirra var flutt á
ævidögum Mózarts. Sú útgáfa g-
moll sinfóniunnar, sem nú er
oftast notúö (með tveimur
klarinettum auk flautu, tveggja
óbóa, fagotta og horna), var
frumflutt upp úr 1890, nálægt
100-ára dánarafmæli tónskálds-
ins.
Rússarnir koma
„Eldfuglinn” eftir Stravinský
var fyrsta meiriháttar verk
hans, samið fyrir ballett-
meistarann Diaghilev.
Stravinsky (1882-1971) tók við
verkefni þessu eftir að landi
hans Anatol Liadov haföi gefizt
upp við að semja tónlist viö
ballettinn. Verkið var frumflutt
i Paris árið 1910undir stjórn Pi-
erre Monteaux — hin tvö frægu
balletverkin fylgdu fast á eftir:
Petrouroucka árið 1911 og Vor-
blótið 1913. Stravinsky var
þarna ennþá undir miklum
áhrifum kennara sins Rimsky-
Korsakoffs, þóttekki væru allir
á einu máli um það, þvf fjöl-
skyldu Rimskys (hann dó sjálf-
ur árið 1908) likaði verkið svo
illa, að hún snérist gegn honum
— þótti tónlist hans of framúr-
stefnuleg. En Stravinsky var
þarna líka undir áhrifum ann-
ars manns/Debussy, sem mér
er sagt að sé mesti timamóta-
maður i tónlist þessarar aidar.
Auk þess að stýra Rússneska
balletflokknum i Paris var
Diaghilev mikill bókasafnari og
kunnáttumaður um rússneska
málaralist Stravinský segireftir
honum sögu af þvi þegar hann
fór að heimsækja Tolstoy, til að
sjá gamla manninn og fjöl-
skyldumálverkin hans. Tolstoy
tók honum vel og fór með hon-
um um salina með stórt ljósker,
en aðaláhugi hans á Diaghilev
var i rauninni sá, aö spila við
hann kotru. Að þvi kom að hann
spurði hann hvort hann spilaði
kotru, og Diaghilev þorði ekki
annað en segja aö svo væri, þótt
hann hefði aldrei komið nálægt
spilinu. Nú fóru þeir að spila, og
auðvitað gerði Diaghilev allt
vitlaust. Þá sagöi Tolstoy:
„Ungi maður, þú hefðir átt að
segja sannleikann strax. Farðu
nú upp og fáðu þér te”.
Þetta sprellfjöruga verk féll
tónleikagestum i Háskólabiói
afar vel i geð, og sumum þótti
Eldfuglinn ennþá skemmtilegri
en 40. sinfónia Mózarts, enda
lauk þvi verki meö miklum
fagnaðarlátum.
Fiðlukonsert Sjostkóvitsj
(1906-1975) var tileinkaður
David Oistrak, og frumfluttur i
Leningrad árið 1955. Hann mun
teljast til meiriháttar verka tón-
skáldsins. Tónleikaskráin hefur
þetta eftir Oistrak um verkið:
„í þessari tónsmið töfrar tón-
skáldið okkur á sama hátt og
hann gerir i fimmtu og tiundu
sinfóniunni, i kvintett sinum og
triói. Hin djúpa hugsun, hin
mikla tilfinningadýpt og spenna
er það sem einkennir verkið”.
Pina Carmirelli lék einleikinn af
dæmalausri snilld og áhrifa-
mætti, enda ætlaöi allt um koll
að keyra i fagnaðarlátum i lok-
in. Nú eigum við þá ósk helzta
að fá þessa góðugesti aftur,
Jaquillat og Pinu Carmirelli,
saman eða sitt I hvoru lagi, sem
fyrst og sem oftast.
13.3. Sigurður Steinþórsson
Pina Carmirelli
ÞEGAR
PENTAGON
LYFTIST
ÞRJÚ FET
Diaghilev og Stravinsky á Hotel Aifonso XIII — árið 1921
Bridgefélag Akureyrar:
Einmennings-
og firma
keppni lokið
Firmakeppni Bridgefétegs
Akureyrar er nýlega lokið, en
hún ásamt einmenningskeppn-
inni hefur staöið yfir um
mánaðartima. Aö þessu sinni
sigraöi Sparisjóöur Glæsibæjar-
hrepps, en fyrir hann spilaði Al-
freö Pálsson. Spiluð voru alls 30
spil fyrir hvert fyrirtæki og var
meðalárangur 90 stig. Röð efstu
fyrirtækja er þessi og nafn spil-
arans innan sviga:
1. Sparisjóöur Glæsibæjar-
hrepps 124 stig, (Alfreð Páls-
son).
2. Gufupressa Akureyrar 123
stig (Armann Helgason).
3. Vör hf. skipasmiöastöö 121
(Soffia Guöm. dóttir)
4. Læknamiðstöðin 117 stig,
(Guðmundur Svavarsson).
5. Otgerðarfélag KEA 116 stig
(Gunnl. Guömundsson).
6. Rannsóknarstofa Norður-
lands 113 stig (Sveinn Sigur-
geirsson).
7. Gleraugnasalan Geisli 109
stig (Jóhann Helgason).
8. Stefnir, bifreiðastöð 109 stig
(Þormóður Einarsson).
9. Vikan 107 stig (Soffia
Guðmundsdóttir).
10. Jóhannes Kristjánsson, bif-
reiðaverkstæði 106 stig
(Sveinbjörn Sigurðsson).
11. Augsýn, húsgagnaverzlun
106 stig. (Þórarinn Jónsson).
12. Norðurverk 105 stig (Jóhann
Gauti).
13. Búnaðarbankinn 105 stig »
(Jóhann Helgason).
14. DAS happdrættisumboö 104
s t i g ( S o f f I a
Guðmundsdóttir).
15. Hafnarbúðin 104 stig
(Þormóður Einarsson).
16. Sjúkrahúsið 103 stig
(Haraldur Oddsson).
17. örkin hans Nóa 103 stig
(Ólafur Agústsson).
18. Heildverzlun Valgarös
Stefánssonar 102 stig
(Guðmundur Þorsteinsson).
19. Cesar, tizkuverzlun 101 stig.
(Pétur Guðjónsson).
Bridgefélag Akureyrar þakk-
ar öllum er þátt tóku i firma-
keppni velvild og stuðning.
Einmenningskeppni félagsins
var spiluö jafnhliöa firma-
keppni og réði samanlagður
árangur i þremur fyrstu
umferðunum. — Einmennings-
meistari Bridgefélags Akureyr-
ar 1977 varö Soffia Guðmunds-
dóttir, en hún var eina konan
sem spilaði i keppni þessari.
Meðalárangur var 270 stig.
Röð efstu manna var þessi:
1. Soffia Guðmundsdóttir 314
stig.
2. Alfreð Pálsson 313 stig.
3. -4. Armann Helgason 308 stig.
3.-4. Jóhann Gauti 308 stig.
5. Þormóöur Einarsson 307 stig.
6. Gunnlaugur Guömundsson
306 stig.
7. Guðm. Svavarsson 301 stig.
8. Ólafur Agústsson 300 st.
9. Stefán Ragnarsson 287 st.
10. Sveinn Sigurgeirsson 286 st.
11. Höröur Steinbergsson 285 st.
Keppnisstjóri var Albert
Sigurðsson.
r\
Auglýsið í Tímanum