Tíminn - 16.03.1977, Blaðsíða 9

Tíminn - 16.03.1977, Blaðsíða 9
Miövikudagur 16. marz 1977 9 Fáll Pétursson, alþingismaður: Almennir notendur greiða niður raforku til stóriðju Tillaga Páls Péturssonar (F) og Ingvars Gislasonar (F) til þingsályktunar um raforkusölu á framleiðslukostnaðarveröi til orkufreks iðnaðar kom til um- ræðu á Alþingi i gær. Tillögu- greinin er svohljóðandi: Alþingi ályktar að eftirleiðis sé óheimilt að gera samninga um raforkusölu til orkufreks iðnaöar, nema þeir séu þannig úr garði gerðir að tryggt sé að ætið sé greitt meðalframleiðslukostnað- arverð fyrir heildarframleiðslu raforku i landinu, þannig að ör- uggt sé, að Islendingar þurfi aldrei að greiða niður orkuverð til orkufreks iðnaðar. Þessi trygging sé þannig úr garði gerð, að verðlag raforku sé endurskoðað árlega og samninga sé dheimilt að gera til mjög langs tima. I framsöguræðu sinni fyrir til- lögunni sagði fyrsti flutnings- maður m.a.: Form þessarar ályktunar er með nokkuð öðrum hætti en algengast hefur verið um þings- ályktunartillögur. Hér er ekki óskað eftir þvi að rikisstjórn láti semja reglur sem Alþingi siöan staðfesti um það hvernig verð- lagningu á raforku þeirri sem seld er orkufrekum iðnaði skuli háttað. Súleið hefði að sjálfsögðu einnig getað komið til greina — en siðustu verk yfirvalda orkumála og ráðgjafa ráðherrans gefa ekki tilefni til þess að búast við þvi að súleið yrði árangursrik til þess að vekja athygli á málinu og koma af stað umræðum. Frumkvæðið verður að vera hjá Alþingi sjálfu og sú stofnun verður að hafa sér- lega vökult auga á þessu máli. Dapurleg reynsla Þingmaðurinn vitnaði siðan til greinargerðar með tillögunni, en þar segir m.a., að íslendingar hafi dapurlega reynslu af samningum þeim, sem þeir hafa gert við aðrar þjóðir um sölu á raforku til orkufreks iðnaðar. Þeir samningar hafa verið á þá lund að raforkunotendur hafa fyrr en varir verið farnir að greiða niður raforkuverð til stór- iðjunnar. Svo er nú komið, að orkuverð til stóriðju er hér veru- lega lægra en i nálægum löndum t.d. helmingi lægra en i Noregi. Norðmenn hafa lögfest lágmarksverð Páll Pétursson vakti i ræðu sinni sérstaka athygli á löggjöf, sem Norðmenn hafa sett um orkusölu til orkufreks iðnaðar. Kvaðst þingmaðurinn hafa ýmis gögn um þau mál frá norska stór- þinginu, en 26. april 1976 voru svohljóðandi reglur endanlega samþykktar vegna samninga, sem gerðir voru 1976. 1. Fastkraft: — verð 1. jan. 1976 6 aurar norskir uppspenntir við stöðvarvegg. 2. Fastkraft med avbruddsklaus- ul: þ.e. með 6 mánaða gagn- kvæmum uppsagnarfresti — verð það sama og fyrir for- gangsorkuna eða 6 aurar norskir. 3. Ikke garanteret kraft — það er samkv. dómi orkumálastjóra það sem kallað er afgangsorka I járnblendisamningnum. Verðiðá samkv. norsku reglun- um að vera 75% af forgangs- orkuverði. 4. Tilfelding kraft — óbreyttar reglur. 5. Indexregulering av kraftpris- en, þ.e. leiðrétting á orkuverð- inu. Verðið skal leiðréttast upp eða niður á hverju ári og fylgja norsku heildsöluvisitölunni 100%. Þó skal leiðréttingin ekki vera á sama ári nema 5%. En ef hækkun visitölunnar er samanlagt i 3 ár meiri en 15% þá á að endurskoða hækkunar- ákvæðin og láta þau verka til framtiðar. Þá skal undir Öllum kringumstæðum endurskoöa vísitöluákvæðin 1. janúar 1985. 6. Greiðsluskyldaerfyrir alla for- Páll Pétursson gangsorku og forgangsorku með uppsagnarfresti. 7. Samningarnir falla úr gildi 1996. 8. Magn orku til hvers einstaks fyrirtækis má skiptast i 70% forgangsorku og 30% I f astkraft með afbruddsklausul og ikke garanteret. kraft. Ekki nógu strangar reglur Siðan sagði þingmaðurinn, að i reglugerðinni væru nokkur fleiri ákvæði og nefndi sérstaklega á- kvæði um orkuflutninginn, sem kaupendur eiga að greiða sér- staklega frá stöðvarvegg til verk- smiðju. Fyrir flutning á orku greiða þeir a.m.k. 8% af orku- verðinu og auk þess 1% fyrir hverja byrjaða 10 km, sé um lengri leið en 50 km. að ræða. Þá undirstrikaði iðnaðarnefnd Norska stórþingsins sérstaklega, að þessi regla ætti líka að gilda Ingvar Gíslason um endurnýjun a gomium samn- ingum. Ég vil geta þess, að minnihluta iðnaðarnefndar norska stórþings- ins þóttu reglur þær sem hér hafa verið raktar ekki nógu strangar og lagði minnihlutinn til að gengið yrði út frá 6.5 aura gjaldi fyrir kw. stund. Þetta eru fróðlegar reglur fyrir okkurað athuga, sérstaklega með tilliti til þeirra samninga sem við höfum gert og erum að gerg um orkusölu til stóriðju meira að segja erlendar. Samningurinn við Járn- blendifélagið Ég vitna I fyrsta lagi til samn- ings við Járnblendifélagið, sem hér er til afgreiðslu I þinginu. Þar ergert ráð fyrir að selja orkuna á 3,5 aura norska flutta að verk- smiðju, en ekki 6 við stöövarvegg — 219 aura Islenzka. Hækka siðan um 1/2 eyri norskan 1982 og sér- staklega tekið fram, að sá hálfi eyrir hækki ekki á timabilinu — og siðan hækkar grunnveröið fimmta hvert ár samkvæmt úreltum norskum reglum um samninga, sem gerðir voru 1962- 1972. Það er nú meiri snilldin. Raunasagan um álverið Þá er rétt að vikja að raunasög- unni um Alverið i Straumsvik. Það er að segja þeirri sögunni, sem fjallar um raforkusölu til Alversins. Þetta fyrirtæki hefur á undanförnum árum notað meira en helming af allri tiltækri raf- orku landsmanna, en það gjald, sem fyrir raforkuna hefur komið, er innan við 10% af þeirri heildar upphæð, sem goldin hefur verið fyrir rafmagn á Islandi. Þetta rafmagn er nú greitt með 76 aur- um islenzkum, en væri greittmeð 219 aurum i Noregi. Arið 1976 notaði álverið 1027 GWst og greiddi fyrir það 490 millj. kr. Það ár var salan alls 2063 GWst(sem seldar voru á 6651 millj. kr! samkvæmt skýrslu orkustofnunar um raforkuver og rafveitur á Islandi 1976. Samkvæmt upplýsingum Sam- bands ísl. rafveitna 11.1. 1977 var meðalheildsöluverð á Islandi I júni 1976, miðað við 100 Gwh. og 4500 stunda nýtingartima 3.28 kr. en ekki 0.76. — 1 Noregi var heild- söluverð 1.89. Þetta gefur nokkra mynd af ástandinu. Fróðlegir útreikningar Saga verðhækkana á raforku frá Landsvirkjun er lærdómsrik. Alversverðið hefur ekki hækkað nema litið eitt frá þvi að samn- ingurinn var gerður 1966 en á sama tima hefur Landsvirkjun orðið að margfalda verð til is- lenzkra dreififyrirtækja. Prófess- or Gisli Jónsson hefur birt fróð- lega útreikninga um orkusölu Landsvirkjunar, þeim hefur ekki verið hnekkt, þrátt fyrir tilburöi af hálfu Landsvirkjunar. Niður- staða útreikninga prófessorsins er sú, að almennar veitur hafi greitt niður raforku vegna Isal á árunum 1974-76 um 1232 milljónir króna. Þá er rétt að benda á það, að þrátt fyrir það, að Landsvirkjun hafi notið mikils forgangs fram yfir önnur hérlend raforkuöfl- unarfyrirtæki bæði hvað varðar virkjunarvalkosti, markaðsstærð — markaðslegu og annaö, þá verðurhún að selja orku dýrara i hpildsölu til rafveitna heldur en ií2.?.4_rv>rk_jun og Andakílsár- virkjun, og það segir lika sina sögu. Innlend tæki þjóðþrifafyrir- Nú kann einhver að spyrja, er ekki verið að bregða fæti fyrir innlend þjóðþrifafyrirtæki eins og stækkun Áburðarverksmiðju rikisins með því að ætlast til að Framhald á bls. 23 alþingi MIKLAR UMRÆÐUR UM ORKUMÁLIN Miklar umræður uröu um þingsályktunartillöguna að lok- inni ræðu Páls. Hér verða rakin atriði úr ræðum þriggja fyrstu ræðumanna en umræðan stóð fram til klukkan að ganga sjö. Mesta öfugmælið Ingólfur Jónsson (S) tók fyrstur til máls og sagði, að ef stórvirkjanirnar á Suðurlandi hefðu ekki verið reistar rlkti þar orkuskortur, en forsenda þess að unnt hefði verið á slnum tlma að reisa þær, hefði verið orku- salan til Alversins. Þingmaðurinn sagði, að orku- verð I heildsölu frá Landsvirkj- un væri það lægsta sem þekktist i Vestur-Evrópu að undanskildu orkuverði i Noregi. En sá mikli munur, sem væri á heildsölu- verðinu og smásöluverðinu til almennra notenda, væri af öðr- um ástæðum en lágum orkusölu- samningi við Isa! Ingólfur sagði, að tekjur Landsvirkjunar af orkusölu til álversins hefðu staöið undir öll- um lánum til virkjunarinnar og auk þess lánum af llnunni að Geithálsi, aðveitustöðinni og einnig kostnaði við vatnsmiðl- unina IÞórisvatni. Það hefði þvi ekki heyrzt meira öfugmæli i þingsölum, en að orkusölu- samningurinn við ísal væri óhagkvæmur. Sá samningur hefði gert Landsvirkjun fært aö eignast virkjun á 20 árum, sem endist i 80-100 ár. Barnalegur samningur IngvarGfslason (F), sagði, að raforkusölusamningurinn við álverið væri einn barnalegasti sölusamningurinn, sem sést heföi. Ráðamenn þjóðarinnar hefðu talið það aðalatriðið að Steingrimur Hermannsson selja .orkuna til langs tlma, og hefði litil framsýni verið viö gerð þeirra samninga. En það væri mannlegt að gera mistök, og þaö væri i sjálfu sér ekki ástæða til þess að áfellast þá menn, sem stóðu að sölu- samningnum 1966, þvi að þeir hafa sjálfsagt haldið að þeir væru að gera rétt. En það væri hins vegar furðulegt að heyra Ingólf Jónsson hrósa þessum samningi enn þann dag i dag, þegar allir ættu að vera farnir að sjá, að þessir samningar voru i einu og öllu vandræða- samningar, sem þjóðin er enn að súpa seiðið af. Þessi tillaga, sem hér er til umræðu er flutt sem andsvar við þeim hópum, sem enn eru þess sinnis aö vilja virkja i tengslum við stóriðju i eigu út- lendinga og selja orkuna á mjög lágu veröi. Slikt á ekki að vera stefna okkar i virkjunarmálum. Mikilvægt mál Steingrimur Hermannsson Ingólfur Jónsson (F) sagði að hér væri hreyft mikilsverðu máli sem nauðsyn- legt væri að ræða. Hann kvaðst geta tekið undir margt af þvi, sem i tillögunni segði, t.d. að ekki megi selja raforku á þvi verði, að almennir neytendur þurfi að greiða með henni. Hins vegar væri ófært að setja skilyrði um að óheimilt væri að selja orku undir meðaltalsverði, enda er alls ekki ljóst við hvað á að miða. A t.d. að taka kostnað af allri disiloliunotkuninni inn i það dæmi. Steingrimur vakti at- hygli á þvl, að 90% af kostnaði við framleiðslu raforku i vatns- aflsstöð væri fastur kostnaður. Jafnframt vakti hann athygli á að á ýmsum tlmum væri mikil afgangsorka i landinu. Hann sagðist alls ekki geta falliztá að það sé röng stefna að selja slika afgangsorku á lægra verði. Steingrimur ræddi siðan um þróun i orkuframleiðslu og orkumarkaði hér á landi og sagði, að liklegt væri að raf- orkuverð hér á landi væri æði miklu hærra, ef ekki hefði verið ráðizt i stórvirkjanir. En erfitt hefði orðið að virkja við Búrfell, ef ekki hefði verið gerður samn- ingur um orkusölu til álversins. EnSteingrimur tók skýrt fram, aðorkuverðið til álversins hefði þurft að vera æði miklu hærra en það var i raun. 1 þessu sambandi benti Steingrlmur á, að Norðmenn teldu aðalástæðuna fyrir þvi hve orkuverðhjá þeim væri lágt þá, aö þeir hefðu snemma ráðizt i að virkja stórt og hefðu getað selt mikla raforku. Hvert á að stefna Undir lok ræðu sinnar ræddi Steingrimur um að hverju ætti að stefna i framtiðinni i orku- og atvinnuuppbyggingu lands- manna. Hann kvaðst telja heppilegast, að fyrirtæki væru litil og dreifð um landið, þannig að þau féllu að þeirri byggð, sem þar væri ifyrir. En það ætti alls ekki að útiloka það að i sumum héruðum yrðu sett upp stærri fyrirtæki. 1 sambandi við raforkuna þyrfti að auka markaðinn með ákveðnum aðgerðum. ‘Sam- tengja þyrfti landið allt, og einnig að auka orkunotkun til húshitunar. Þá þyrfti að lengja nýtingartima raforkunnar með þvi að bjóða innlendum aðilum raforku á hagkvæmara verði ut- an álagstima. T.d. þyrfti að stórauka raforkunotkun i sam- bandi við graskögglafram- leiðslu, enda væri á sumrin mik- il afgangsorka i landinu. Einnig þyrfti að fá iðnaðinn til þess að nýta raforkpna meira á nóttunni en nú væri gert. Þá væri nauðsyn að taka upp samræmdar aðgerðir I orku- málum og koma allri orkuöflun- inni undir eina stjórn. Orku- dreifingin gæti siðan verið á höndum landshlutaveitna.

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.