Tíminn - 16.03.1977, Blaðsíða 8
8
Miðvikudagur 16. mars 1977
Sigurður Karlsson og Kristján S. Wiium sitja hér I Thorex-hásgögnum og ræöa málin...Tíma- Skrifborð þetta er tilvalið i barna- og unglingaherbergi og er
mynd G.E. einkar fallegt. Timamynd G.E.
Sýning
hús-
á alíslenzkum
gögnum
gébé Reykjavik. — Það má
teljast alveg nýlunda hér á
landi, að hægt sé að kaupa hús-
gögn, ósamansett og óáborin.
Þetta er þó hægt, og er það
fyrirtækið THOREX s.f., sem
framleiðir húsgögn þessi úr
harðpressuðum spónaplötum,
samsett með sérstökum járna-
festingum, „Thorex-system”,
sem gefur þeim mikinn styrk-
leika og þvi möguleika á að hafa
þau viðalitil og létt. Sigurður
Karlsson i llveragerði er
hönnuður þessara húsgagna en
þau eru nýlega komin á
markaðinn.
Nýlega keyptu bræðurnir
Guðmundur og Kristján S.
Wiium, Hveragerði, framleiðslu
Sigurðar Karlssonar, sem hann
hefur haft með höndum undir
nafninu Thorex. Fyrirtækið
verður framvegis rekið undir
nafninu Thorex s.f. Þessi ný-
lunda, að geta keypt húsgögn
ósamansett, á án efa eftir að
verða mjög vinsæl. Kaupandinn
kaupir hverja einingu i sam-
röðina, þ.e. plötur, skrúfur og
festingar, innpakkað i snyrti-
lega pappaöskju. Hann fær þvi
sjálfur ánægjuna af þvi að setja
saman húsgögn og noatr sitt
eigið hugmyndaflug við
skreytingu þeirra með málun,
bæsun, lökkun, veggfóðrun eða
öðru þvi sem honum dettur i
hug. Sætis- og bakpúða i stóla og
sófa getur kaupandinn keypt til-
búna með húsgögnunum, eða
útbúið sina eigin púða.
Sérstök sýning stendur yfir
þessa viku i JL-húsinu, sem
annast sölu á Thorex-húsgögn-
um. Hönnuðurinn Sigurður
Karlsson mun vera á sýning-
unni frá kl. 14-18 þessa viku við
að setja húsgögnin saman, mála
þau, gera nýjar uppraðanir og
svara spurningum sýningar-
gesta. Sigurður kvaðst mundu
halda áfram að framleiða og
búa til nýjar einingar i húsgögn-
Möguleikar á samsetningu Thorex-húsgagna Siguröar Karlssonar i Hveragerði, eru óteljandi.
Fremst á þessari Timamynd GE.sjást hinir einstöku hlutir sem húsgögnin eru samansett úr.
in, þvi margar hugmyndir hans
hafa ekki enn verið framleidd-
ar.
Meðal þeirra húsgagna, sem
unnt er að búa til úr Thorex, má
nefna: Stóla, sófa, alls kyns
borð, sófaborð, skrifborð og
felra, hjónarúm og skápa. Þá
er þess að geta, að miklar
hirzlureru i þessum húsgögnum
öllum. Þau eru einnig ódýr en
sjón er sögu rikari, og því fólki
bent á að sækja sýninguna i JL-
húsinu og sjá af eigin raun hve
hentugt Thorexkerfið er.
Kísilveiki getur komið upp
við Mývatn verði úrbætur
ekki gerðar hið fyrsta
A fundi þ. 13. marz 1977 er hald-
inn var með Heilbrigðiseftirliti
rikisins (HER), landlækni og for-
stjórum kisiliðjunnar ásamt
öryggisfulltrúa starfsmanna
kisiliðjunnar rædd skýrsla um
,,KÍsilið|ijpa viö Mývatn” sem
gefin er ýút af landlæknisemb-
ættinu og Heilbrigðiseftirliti
rikisins Rit I — 1977, sem fylgirit
viö Heilbrigðisskýrslur. 1 skýrsl-
unni er gerö úttekt á mengun,
mengunarvörnum og heilbrigðis-
ástandi starfsmanna við verk-
smiðjuna.
Ljóster aö ýmislegt hefur veriö
gert til þess að bæta almennar
mengunarvarnir bæði aö frum-
kvæöi HER og verksmiðjunnar
sérilagi siöustu árin. Ennþá eru
þó ýmis vandamál óleyst.
Margt kemur þartilog má m.a.
nefna skort á fjármagni er hefur
dregið úr framkvæmdum og enn-
fremur er HER ekki nægilega vel
i stakk búiö hvað snertir starfs-
krafta og tækjabúnað til þess að
sinna hratt vaxandi kröfum um
aukiö eftirlit.
Einhugur rikti á fundinum um
að auka mjög samstarf ofan-
nefndra aðilja til þess að hraða
eftir mætti nokkrum aðkallandi
aðgerðum til úrbóta.
Aögerðir til úrbóta.
Megináherzla verði framvegis
lögð áeftirfarandi atriði.
1. Viðtækari mælingar á kisil-
mengun i verksmiðjum.
2. Orbætur á rykhreinsun.
3. Bætt almennt hreinlæti.
4. Endurbætur á þeim aðferöum
sem beitt er við heilsufars-
rannsóknir starfsmanna, en
nýlega hafa verið þróuð
nákvæmari tæki til lungnaþols-
mælinga og hefur HER gert
ráöstafanir til þess að fá þau
tæki. HER hefur einnig með
styrk frá heilbpigðis- og trygg-
ingamálaráðuneyti aflað sér
nauðsynlegra rykmælinga-
tækja til mælinga á ryki i and-
rúmslofti.
5. HER mun einnig á næstunni
setja fram nákvæmar óskir um
hreinsun á útblásturslofti og
staðla um rykmengun innan-
húss. Heilbrigðisráðherra hef-
ur lagt áherzlu á að viðunandi
úrbætur sem áður eru nefndar
verði gerðar á eins skömmum
tlma og tæknilegir möguleikar
leyfa.
Þetta eru niðurstöður rann-
sókna, sem farið hafa fram. En
verði ekki þegar aö gert. má bú-
ast við að kisilveiki geti komiö
upp meðal starfsmanna Kisiliðj-
unnar, en hennar hefur ekki áður
orðið vart hér á landi.