Tíminn - 16.03.1977, Blaðsíða 13

Tíminn - 16.03.1977, Blaðsíða 13
Miðvikudagur 16. marz 1977 13 Þarna er spilafi Punto Banco losna, en yfirvöld i landinu eru ekkertæst iaöfá hvita menn inn i landið nema þeir búi yfir sér- fræðiþekkingu. Sérstakir umsjónarmenn fylgjast með hverjum tveim borðum i spilavitinu en svo- nefndur „pit-boss” gryfjumeist- ari situr í miöjum hring spila- borðanna og stjórnar þvi aö allt fari fram eftir settum reglum. — Þessi staöur er mjög vin- sæll og fjölsóttur. I spilavitinu leggja menn oft stórar fjárhæöir undir og hætta ýmsir öllu þvi fé sem þeir hafa handbært og jafn- vel meiru. Spilavitið veitir góð- um viðskiptavinum smálán i slikum tilfellum. — Maður kynnist mörgum dökkum hlið- um mannlifsins hinum megin við spilaboröið i starfi eins og mlnu, og oft sér maður fljótt hvernig fólkið er sem þetta stundar. Sumir vita ekki hvenær þeir eiga að hætta spilafiknin er þeirra lif. Og margir hika ekki við aö hætta öllu þótt þeir hafi sköinmu áður unnið stórfúlgur. — Ég er þó ekki á móti fjár- hættuspili þar sem aðstæður eru til að reka spilaviti. En ég er ekki að mæla með þvi að hafa slikt hér á landi. Fólk veröur að hafa mikla peninga milli hand- anna til að geta leyft sér svona dægrastyttingu. Líka „heitir pottar” i Afriku — En það er fleira þarna en spilavitið. Landslagið er mjög fagurt skógar fjöll og firnindi. Þarna eru heitir hverir eins og hérheima. Og i Holiday Inn eru heilsulindir rétt fyrir neðan spilavitiö. Þar eru nuddstofur, gufuböð, heitir pottar eins og hér heima og hvers konar snyrtistofur. — Kóngurinn i Svasilandi er bezti maður og raunar alveg stdrkostlegur, sagði Ragna. — Hann er ástsæll og vel liðinn enda réttlátur, og kemur þaö fram i stjórnarháttum og með- ferð mála. Hann er orðinn gam- all — um áttrætt trúi ég. Senni- lega er hann búinn að kjdsa ein- hvern sona sinna til að veröa eftirmaður sinn. En það er allt leynilegt. Gert er ráð fyrir að sá undirbúi sig nú undir starfið. • Kdngurinn á sennilega um 200 konur og auk þess hjákonur og frillur. Hann tekur sér nýja eiginkonu á hverju ári. Arlega er haldin mikil hátiö úti fyrir Matoba þar sem allar konurnar hans búa, þegar hann kýs sér nýja konu. Þangaö koma allar ungmeyjar landsins fótgang- andi I hátiðabúningi, sem er raunar ekki annað en fagurlega lit perlubelti og dúskar um háls ogmjaðmir. Þær dansa i heilan sólarhring og kóngur tekur ákvörðun um hver verði sú út- valda. Þær eru ekkert hnipnar yfir að eiga nú e.t.v. að gefast gömlum karli, þvi þaö þykir mesti heiður. Sjálf hátlðin stendur i þrjá daga. Gifurlega mikil uppbygging er I landinu, en þar hefur rfkt húsnæðisskortur. Áður tók oft langan tima að byggja hús, en nú hefur komið fjörkippur i framkvæmdir, t.d. voru nýlega byggðar þar tvær stórverzlanir á mjög skömmum tima, sem þykir mikið afrek. Já, ég var aö segja frá hátið- inni þegar kóngurinn velur sér konu. Það er lika mikil athöfn þegar ungir piltar fermast og þeir verða hvorki meira né minna en að leggja að velli naut með berum höndunum einum til að verða teknir i tölu fullvaxinni karla. Hátlðabúningur karla eru skinn af dýrum og klútar, sem bundnir eru um brjóst og mjaðmir. Klútarnir eru yfir leitt algengur klæðnaður Svasi- fólksins. en konur eru jafnframt i svörtum siöum pilsum. Gætu átt það til að senda á mann galdur Fólkið er fallegt og elskulegt, en það er eins gott að brjóta ekki i bága við venjur þess. T.d. er stúlkan sem tekur til hjá mér alltaf aö segja mér að ég megi ekki skilja eftir laus hár af höfö- inu á mér eða afklippur af nögl- um, það geti komið mér i koll. Svasimenn gæta þess vel aö henda sliku i salernið eða grafa i jörö. Þeir stunda gaidur og nota til þess ýmis efni, og það er ekki að vita nema þeir sendi þér ein- hverja forsendingu ef þú ferö ekki að eins og vera ber. Galdralækningar eru við lýði. Og ég hef ekki séð nema eina eöa tvær kirkjur þótt þjóöin eigi að heita kristin. — Við hvlta fólkiö, sem vinnum I spilavitinu höldum mikið samín og blökkufólkiö eru einnig góöir félagar okkar. Að vinnu lokinni siöla nætur eða snemma morguns býður fyrir- tækið okkur upp á morgunverð, ogþá eigum viðoft ánægjulegar samverustundir. Siðan sef ég venjulega fram undir f jögur eða þangað tilorðið er of heitt til aö manni verði svefnsamt. Þá er timi til kominn að fara að pússa sig, mála og klæðast sam- kvæmiskjól, en þess er krafizt að við séum alltaf i slikum bún- ingi og samlitum skóm og kjóll- inn I hvert sinn. Yfirmennirnir halda fast viö þetta, jafnvel þótt viö byrjum að vinna kl. 2 á dag- inn suma daga. Þetta þykir okkur starfsfólkinu full mikil formfesta, eins frjálslegur og klæðaburður fólks er orðinn nú til dags. Við eigum 5 daga fri i mánuði þar af 4 samfleytt I annað skiptið. Lifið er þvi mest vinna og við höfum ekki tima til að stunda heimaparti og þess háttar Loftslagið ergottmiðað við Afriku. Þarna rignir og trjá- gróður dafnar. Ekkert ber á vandamálum, svo sem of- drykkju og fiknilyfjaneyzlu. ibúar nágrannarikjanna sækja mikiö til Svasilands vegna þess aö þar gilda ákaf- lega fá bönn. Þaö er sennilega fyrst og fremst þess vegna að landiö erorðiö eftirsóttur ferða- mannastaöur. Félagar minir cru af ýmsum þjdðernum. Flest hvita fólkið, sem alið hefur sinn aldur i Afriku telur sig Englendinga, en svo er aðkomufólk eins og ég af ýmsu þjóðerni. Duglegasta fólk- ið er frá Þýzkalandi og Austur- riki. Hjálpsemi er mikil i okkar hópi, og ef eitthvaö bjátar á er frekar reynt að styðja við bakiö á fólki en draga þaö niður. Við skiptum okkur ekki af stjórnmálum, enda er það ekki fyrir nema stjdrnmálamennina sjáifa að botna i þeim. Flestir leggjafyriraf kaupi sinu, þvi að viö komumstekki til að eyöa þvi öllu. Annars lifum við frá einum degi til annars og gerum okkur litlar áhyggjur af morgundegin- um. — SJ Barnaleikrit í Hafnarfirði Leikfélag Hafnarfjarðar, leiksmiöja i barnaleikritum. Pappírs Pési, eftir Herdlsi Egilsdóttur. Leikstjórn og búningar: Kjuregej Alexandra. Tdnlist, lög og flutningur þeirra: Herdls Egilsdóttir. Leikmynd: Nemendur úr Myndlista- og handíðaskóla tslands. Leikfélag Hafnarfjarðar hef- ur ekki, mér vitanlega, starfaö mikið i seinni tíð, en barnaleik- rit var þó sýnt þar i fyrra, og þá að frumkvæði sömu aðila og nú hafa sett upp barnaleikritiö Pappirs Pésa eftir Herdlsi Egilsdóttur, sem talsvert hefur fengizt viö ritstörf á undanförn- um árum, stundaö ljóöagerð og fleira: Papplrs Pési er fyrsta leikrit höfundar sem sýnt er á leiksviði. PappirsPési segirfrá ungum, einmana dreng, sem teiknar sér félaga, eða leikbróður, og teikn- ingin risupp, út úr myndinni, og breytist I lifandi pappirsstrák, sem er ósköp venjulegur dreng- ur, en auðvitað reynslulaus með öllu, og svo þolirhann ekki vatn, af þvl að hann er úr pappir, og hann getur lika brunniö. Maggi, sá sem teiknaði Pésa, lendir I ýmsum ævintýrum, og fleiri strákar dragast inn I sög- una. Leikrit Herdlsar Egilsdóttur er vel við hæfi barna og bráö- skemmtilegt á köflum, a.m.k. fyrir fulloröna, og börnin virtust skemmta sér vel. Inn i tal er felldur söngur, viöfelldin og oft falleg lög. Með helztu hlutverk fara Maggi, sem leikinn er af Eyþóri Arnalds og ferst það vel, en með helztu fullorðinshlutverk fara tvær leikkonur, þær Sigrið- ur Eyþórsdóttir og Guöriður Guðbj örnsdóttir. Sigriður leikur tvö hlutverk, sögumann og brunaliðsmann, og var sá siöarnefndi æði spaugilegur I meðförum henn- ar. Guðriður leikur einnig tvö hlutverk i leiknum, lögreglu- mann og ágætan skósmið, sem er skemmtileg týpa. Kjuregej Aiexandraleikstýrir þessu verki og saumaði bún- inga, en auk þess fer hún meö litið hlutverk i leiknum, mdður eins drengsins. Guðmundur Jónsson, Ester Eliasdóttir og leiklist Jón Magnússon fóru einnig meö hlutverk I leiknum. Kjuregej Alexandra kann sýnilega vel til verka i leikhúsi, og henni tókst aö skapa skemmtilega, litrika sýningu. Nemendur úr Myndlista- og handiðaskólanum gerðu leik- tjöldin, sem voru litrik og falleg, og fer vel á þvi aö leitaö sé til nemenda I myndlistarskólum til þess að gera leiktjöld, þvi myndlistarmenn hafa ávallt komið við sögu leiktjalda, en fyrst er auðvitað aö fá einhver tækifæri og kynnast búnaði leik- húsa og leiksviði. Húsfyllir var á frumsýningu og var leiknum vel tekið. Jónas Guömundsson Leikíélag HafnarfjarSar Barnaleikhúsi^ eítir Herdisi Egilsdóttur ■MPEX Fellsmúla 24-26 • Hreyfilshúsinu • Sími 82377 SKOT § 6r8/11 UMBOÐSMENN: Vestur- Mjög þýzk hagstætt gæðavara verd .. Gunnarss0'' e'rlKur G'er *■ fMv!,WerK Rang*'r'^,g„ú«ool SVERRIR ÞÓRODDSBON &CO

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.