Tíminn - 16.03.1977, Blaðsíða 15
Miðvikudagur 16. marz 1977
15
19.00 Fréttir. Fréttaauki. Til-
kynningar.
19.35 Rannsóknir á fuglastofn-
um við Mývatn Dr. Arnþór
Garðarsson prófessor flytur
tiunda erindi flokksins um
rannsóknir i verkfræði- og
raunvisindadeild háskólans.
20.00 Kvöldvaka a.Einsöngur:
Stefán Islandi syngur Is-
lensk lög Fritz Weisshappel
leikur á pianó. b. Sjóslysið
við Skeley Bergsveinn
Skúlason flytur frásöguþátt.
c. Ljóðmæli eftir Guðrúnu
frá Melgerði Arni Helgason
les. d. Eftirganga Þórarinn
Helgason flytur frásögu
skráða eftir Eiriki Skúla-
syni bónda frá Mörtungu á
Siðu. e. örnefni og eyöibýli
Agúst Vigfússon les frá-
s.öguþætti eftir Jóhannes
Asgeirsson. f. Kórsöngur:
Karlakórinn Fóstbræöur
syngur Söngstjóri: Ragnar
Björnsson.
21.30 Útvarpssagan: „Blúndu-
börn” eftir Kirsten Thorup
Nina Björk Arnadóttir les
þýðingu sina (14).
22.00 Fréttir.
22.15 Veðurfregnir. Lestur
Passiusálma (33)
22.25 Kvöldsagan: „Sögukafi-
ar af sjálfum mér” eftir
Matthlas Jochumsson Gils
Guðmundsson les úr sjálfs-
ævisögu hans og bréfum (8).
22.45 Djassþátturí umsjá Jóns
Múla Arnasonar.
23.30 Fréttir. Einvigi Horts og
Spasskýs: Jón Þ. Þór lýsir
lokum 8. skákar. Dagskrár-
lok kl. 23.45.
sjónvarp
Miðvikudagur
16. mars
18.00 Bangsinn Paddington.
Breskur myndaflokkur.
Þýðandi Stefán Jökuldsson.
Sögumaður Þórhallur
Sigurðsson.
18.10 Bailettskórnir Breskur
framhaldsmyndaflokkur i
sex þáttum, gerður eftir
sögu Noel Stratfields. 2.
þáttur. Efni fyrsta þáttar:
Fornleifafræðingur hefur
ættleitt þrjár litlar stúlkur.
Undanfarin tiu ár hefur
hann verið erlendis, en
frænka hans séð um uppeldi
stúlknanna. Þegar sagan
hefst, er fjárhagur þeirra
orðinn bágborinn, og frænk-
an verður aö taka leigjend-
ur. 1 ljós kemur, að þeir
geta allir liðsinnt stúlkun-
um. Þýöandi Jóhanna Jó-
hannsdóttir.
18.35 Miklar uppfinningar
Sænskur fræðslumynda-
flokkur. 3. þáttur. Skriftin
Þýðandi og þulur Gylfi
Pálsson.
Hlé.
20.00 Fréttir og veður.
20.25 Auglýsingar og dagskrá.
20.30 Skákeir.vigið
20.45 Eldvarnir i fiskiskipum.
1 þessari mynd er gerð grein
fyrir eldhættu I fiskiskipum
og hvernig brugðist skuli við
ef eldur kviknar. Sýndar eru
ýmsar aöferðir til að
slökkva eld i skipum. Þýö-
andi og þulur Ellert Sigur-
björnsson.
21.15 Ævintýri Wimsey
lávarðar. Nýr, breskur
sakamálamyndaflokkur I
sex þáttum, byggður á sögu
eftir Dorothy L. Sayers.
Aðalhlutverk Ian
Carmichael og Glyn Hous-
ton. 1. þáttur. Peter Wimsey
lávarður og Bunter einka-
þjónn hans eru i orlofi í
Skotlandi, og þegar fyrsta
daginn finna þeir mannslik.
Þýðandi Óskar Ingimars-
son.
22.05 Gitartónlist. Paco Pena
og John Wiliiams leika .eink-
um falm enco-tónlist.
Þýðandi Jón Skaptason.
22.30 Dagskrárlok.
Wv msmmm §
Hættulegt ferðalag
eftir AAaris Carr
anum i umræóur um Fannýju Price. Ég hef verið alveg
á nálum þessar tvær vikur, síðan ég frétti að þú værir
komin hingað.
Penny greip andann á lofti og nam snögglega staðar.
— Þú talar eins og þú þekkir mig.
— Ég ætfi sannarlega að þekkja þig nokkuð vel, þar
sem ég hef skrifazt á við þig í tvö ár... O, Penný! Hann
greip um hendur henni og dró hana að sér. — Hugsa sér
að við skyldum loksins hittast! Ég trúi því varla.
— Ég á líka bágt með það, sagði hún og röddin skalf.
— Ég var næstum búinn að gefa upp vonina um að sjá
þig. Hvernig stóð eiginlega á því að þú fórst að skrifa
mér) Ertu ekki bundinn neinni stúlku?
— Já, ég hef svosem verið ástfanginn nokkrum sinn-
um, en í rauninni ekki alvarlega. Þegar ég vann með
föður þínum, talaði hann svo mikið um þig, að mér
fannst ég þekkja þig mjög vel. Svo þegar hann varð
veikur og gat ekki skrifað sjálf ur, bauðst ég til að gera
það fyrir hann.
— Sagði pabbi nokkurn tíma, að hann langaði til að
ég kæmi hingað til hans?
— Ekki beinlínis, en ég veit að það hefði glatt hann.
Hann var einmana maður og átti ekki auðvelt með að
eignast vini.
Penny hrukkaði ennið. Þetta var alveg öfugt við það
sem henni haf ði skilizt á Mike og hinum. Þau höfðu lýst
honum sem samvizkusömum manni, niðursokknum í
starf sitt og allir höfðu elskað hann og virt. En þetta
var ef til vill aðeins sjónarmið Roys sjálfs. Hann var
yngri en hinir og blandaði liklega saman starfsáhuga
föður hennar og einmananleika.
— Mér fannst ég þekkja þig svo vel gegnum bréfin,
en mér tókst ekki að ímynda mér útlit þitt. Jú, þú sendir
mér að vísu skyndimyndir öðru hverju, en þær sýna
aldrei neitt. Roy tók utan um hanan og dró hana að sér.
— Þú ert falleg, Penny. Ég datt næstum um koll, þegar
ég sá þig áðan og vissi að þetta varst þú. Þér hlýtur að ^
hafa f undizt ég dónalegur að stara svona á þig.
Penny hló. — Já, mér f annst það, en ef ég hefði verið
í þínum sporum, hefði ég sennilega starað líka. Ég á
við, ef ég hefði vitað, hver þú varst, flýtti hún sér að
bæta við.
Þau gengu áfram og Peynnýju leið hálf ónotalega
vegna þess hve opinskátt hann lét tilfinningar sínar i
Ijós. Hún reyndi aðfæra sig f jær honum, en hann virtist
ekkert taka eftir því að hún vildi síður að hann héldi
utan um hana. Þegar þau komu út úr skóginum, sá
Penny Mikestanda utan við sjúkraskýlið og hún stokk-
roðnaði. Hann kinkaði kolli til hennar, alvarlegur á svip
og beið eins og hann ætlaði að tala við þau. En Penny
dró Roy með sé í aðra átt.
—Ég ætla að hafa fataskipti fyrir matinn, sagði hún
fljótmælt. — Ég verð enga stund.
— Ég kem með þér. Roy hafði greinilega einnig séð
Mike og virtist heldur ekkert áf jáður í að hitta hann að
máli.
Penny hefði viljað fara ein heim í kofann sinn til að
jafna sig eftir það áfall sem það var henni að hitta
Roy. En hann kom á eftir henni og inn. Þar settist hann
í stól, teygði makindalega úr sér og dæsti ánægður, rétt
eins og þau hefðu ver;ið vinir árum saman.
Honum finnst það líklega, hugsaði Penny og and-
varpaði. En mér er óskiljanlegt, hvernig ég imyndaði
mér hann hlyti að vera feiminn. Hann er öllu fremur
ágengur! Nú loks, þegar hún hafði fundið pennavininn
sinn, gat hún ekki látið sér detta í hug neitt til að tala
um við hann, Það var mun auðveldara að skrifa en
tala. Þegar allt kom til alls, þurfti hún ekki að hafa
áhyggjur af því, þar sem Roy virtist hafa nóg um að
tala. Hann lýsti starfi sínu og lífi, ýkti ókostina og tal-
aði illa um hvern mann, sem hann hafði eitthvað saman
við að sælda. Innan skamms hafði Penny misst allan
áhuga á því sem hann var að segja og fór að leiðast
málæðið.
Þegar hún kom út úr svefnherberginu, sat hann
nánast með fýlusvip í stólnum og starði fram fyrir sig.
— Þú hlustaðir ekki á það sem ég var að segja, sagði
hann ásakandi.
— Mest af því, svaraði Penny brosandi. — Mér skilst
að þér líki illa á plantekrunni og við alla, sem starfa
þar.
Hann kinkaði kolli. — Rétt. Þú ert skýr. Ég vildi gera
hvað sem væri til að komast héðan burt.
— Hvers vegna ferðu þá ekki? spurði Penny. — Eitt-
hvað hlýtur þér að líka, fyrst þú ert kyrr. I bréfunum
þínum virtistu ákaflega hrifinn af landinu og náttúr-
unni á þessum slóðum.
— Já, þaðer allt í lagi með það. En kærðu þig kollótta
um mínar skoðanir. Ég hef haft það verulega skítt und-
anfarna daga. Var að hjálpa Vincent við malaríuna
uppi með ánni. Fyrirgefðu að ég skuli hafa hellt úr mér
yfir þig, sérstaklega núna, þegar við hittumst í fyrsta
sinn. Ég hef ði átt að loka mig inni í dag.
Penny brosti huggandi til hans. — Ég veit alveg
hvernig þér líður. Of lítið um mat og svefn og of mikið
af vinnu. Það getur dregið hvern sem er niður. Komdu
nú, maturinn er áreiðanlega tilbúinn. Á eftir fer ég og
tala við Vincent.
Hádegismatartíminn var óþægileg stund. Penny
komst ekki hjá því að sjá kuldalegar augnagotur Mikes
í áttina til þeirra Roys og hún varð æ óstyrkari. Roy
bætti ekki úr skák með því að láta eins og hann ætti í
henni hvert bein. Fanný og Nellie lyftu brúnum í hvert
sinn, sem hann kallaði hana „elskuna" og það var um
það bil í annarri hvorri setningu. Líklega áleit hann að
svona væri það, en hún óskaði þess að hann hætti þessu.
Hitt fólkið fór að velta fyrir sér, hvað væri um að vera
og meira að segja Brian varð eitthvað undarlegur á
svipinn, hann sem venjulega tók ekki eftir neinu. Og
hvers vegna talaði enginn við Roy? Einn eða tveir
menn kinkuðu kolli til hans, en hinir þóttust ekki sjá
hann. Penny borðaði lítið og sleppti kaffinu, þar sem
hún vonaði að þau gætu f arið á undan hinum.
— Ég þarf að hitta Vincent áður en hann lokar stof-
unni, sagði hún við Fannýju.— Ég þarf að skýra ýmis-
legt fyrir honum.
— Ég held að ég komi með þér, sagði Roy og stóð
upp. Pennýju varð ónotaleg við. — Ég lofaði að heilsa
upp á Júlíu, bætti hann við.
Penny leityfirtil Mikes og sá greinilega, að hann var
reiður. Hún flýtti sér út. Það mætti ætla að ég hefði
framið glæp, hugsaði hún gröm. Hann hefur ekki sagt
eitt einasta vingjarnlegt orð við mig í dag. Þó að honum
sé kannske illa við Roy, þarf mér ekki endilega að vera
það!
— Hvaða asi er á þér, elskan mín? spurði Roy, þegar
þau komu út. — Er kviknað í einhvers staðar?
— Ég vildi að þú gætir hætt að kalla mig „elskuna" í
öðru hvoru orði, þegar aðrir heyra, sagði Penny
hvasst. — Við erum rétt málkunnug og þegar það fer í
taugarnar á mér, hvað halda þá allir hinir?
— Við kærum okkur aldeilis kollótt um hvað allir hin-
ir halda. Hann brosti. — Gleymirðu ekki einhverju? Við
„Allt í lagi, þú mátt henda nassL.”
„Smáskammtur af kjaftfroðu
hefur aldrei skaöaö neinn.”
DENNI
DÆMALAUSI