Tíminn - 16.03.1977, Blaðsíða 20

Tíminn - 16.03.1977, Blaðsíða 20
20 Miðvikudagur 16. marz 1977 Wímbm Yfirlýsing frá FIB — vegna umræðna um hækkunarbeiðni á vátryggingagjöldum ökutækja Vegna' þeirra athugasemda sem fram hafa komið í fjölmiöl- um, við greinargerð F.l.B. um hækkunarbeiðni tryggingafélaga vill félagið taka eftirfarandi fram: 1. Beiðni tryggingafélaganna um 44% hækkun á iðgjöldum er byggð á þeirri forsendu að hráöi verðbólgunrar á timabil- inu 1. febr. 1977-1. febr. 1978, verði hinn sami og á liönu ári eða 34,5%. Þessa forsendu telur F.t.B. vafasama og vitnaði þvi til verðlagsspár Þjóðhagsstof- unnar, þar sem félagiö taldi Þjóðhagsst. tvimælalaust þann aðila hérlendis sem bezt er i stakk búin til þess að gera verðlagsspár. Jafnframt benti félagið á að yfirlýst stefna rlkisstjórnarinnar væri, að dregið skuli úr verðbólgu. Þessari stefnu tókst ríkis- stjórninni aö framfylgja á liðnu ári með þvi að draga verulega úr hraða verðbólgunnar. Er þvi engin ástæða til að ætla annað en aö rlkisstjórninni takist á þessu ári, að draga enn frekar úr hraða verðbólgunnar, og ná þvl marki aö verðbólgan verði 18% eins og Þjóðhagsstofnun spáir fyrir um. 2. 1 einu dagblaðanna I dag lýsa Bjarni Þóröarson trygginga- fræðingur og Erlendur Lárus- son forstöðumaður trygginga- eftirlitsins þvl yfir, aö verö- lagsspá Þjóðhagsstofnunar væri mjög óraunhæf. Þessi verðlagsspá var gerð I nóvem- ber á siðastliðnu ári, og að sögn Ólafs Davíössonar hjá Þjóð- hagsstofnun stenzt spá þessi I öllum aðalatriðum ef litiö er á þróunina það sem af er árinu. Að mati hagd. F.l.B. er verðlagsspá Þjóðhagsstofnun- ar byggð á beztu forsendum sem fræðilega er hægt að grundvalla verölagsspá á. Ef menn sjá ástæöu til þess að rengja verðlagsspá Þjóöhags- stofnunar eins og gert hefur verið, veröur Þjóðhagsstofnun að svara þeim ásökunum. 3. Vegna ummæla Erlendar Lárussonar I einu dagblaðanna I dag þess efnis aö „réttara væri að miöa (hækkanir) við verðlagsþróun ársins á undan, og ef svo væri ávallt gert, myndi hækkunin leiðréttast þegar til lengdar léti”, skal bent á að slik ráðstöfun leiddi að mati félagsins til þess að áhrifa verðbólgu gætti lengur á tlmum eins og nú, þegar verð- bólga fer minnkandi. 4. Aölokum villF.l.B. benda á, aö það væri ákaflega einkennileg stjórnun á verðlagsmálum, ef aðilar eins og tryggingafélögin I þessu tilfelli, gætu rökstutt hækkunarbeiðni með þvi aö slá fram eigin hugmyndum um væntanlega veröþróun, og að sllkur rökstuðningur væri tek- inn fram yfir spá sem unnin er af Þjóðhagsstofnun, en hún hef- ur á aö skipa hæfustu mönnum hérlendis til verkefna sem þess að gera verðlagsspá. 9. marz 1977 Þóröur Sverrisson ATHUGASEMD NAMS- MANNA í OSLÓ Eftirfarandi var samþykkt á fundi SINE deildarinnar i Osló 25. febrúar siöast liðinn: „Vegna auglýsingar frá Lánasjóði íslenzkra náms- manna frá 1. feb. sl. sem birtist i islenzkum dagblöðum, um styrkveitingu úr sjóðnum til handa námsmönnum, sem vegna aðstæöna er ómögulegt að stunda nám sitt án frekari námsaöstoðar, en hafa fullnýtt rétt sinn og möguleika á láni úr sjóðnum, viljum við gera eftir- farandi athugasemd: t kröfum námsmanna á hend- ur rikisvaldinu vegna náms- lána, hefur verið lögð meginá- herzla á það, að lánin brúi fulla fjárþörf á hverjum tima og end- urgreiðslur lánanná verði með sanngjörnum kjörum að námi loknu. Þetta er grundvöllur þess, að allir, sem hug hafa á námi geti stundað það, án tillits til fjárhagsaðstæðna viðkom- andi. Sem rökrétta ályktun af þvi, sem gerzt hefur á siöustu miss- erum I lánamálum okkar náms- manna, Htum við á styrkveit- ingu þessa aö ööru óreyndu — sem tilraun til að bæta hag þeirra, sem allra verst eru sett- ir, sem muni ekki koma hinum almenna námsmanni til góða. Við biðjumst undan slikri styrk- veitingu sem framtiðarlausn á lánamálum okkar, nema þvi að- eins aö hún komi til með að brúa bilið sem nú er á milli fjárþarf- ar okkar allra og ákvarðana nýju úthlutunarreglanna um lánveitingar. Auk þess lýsum við yfir óánægju okkar með sjálfa aug- lýsinguna á styrknum, þar sem hann var einungis auglýstur I is- lenzkum dagblöðum, með mán- aöar fyrirvara. Við álitum, að Lánasjóður hefði átt að senda námsmönnum erlendis auglýs- inguna strax, bréflega, þannig að allir hefðu amk. haft mögu- leika á að sækja um.” Haukur Arnar Þórðarson f. 23.05.65 d. 08.03.77 Með þessum fátæklegu kveðju- orðum langar mig til þess aö þakka Hauki Arnari Þórðarsyni fyrir það, hvernig hann auðgaöi lif mitt .Hann færði mér gleði og yl hin fáu ár, sem leiðir okkar lágu saman I öldutúnsskóla. Ég þakka honum fyrir traustið, sem hann sýndi mér, meðan hann var nemandi minn I 7 ára bekk, og upprövunina, sem hann veitti mér með hinni miklu alúð, sem hann lagði við námið. Mikill aldursmunur var á okkur Hauki, en það kom ekki að sök. Við urðum vinir. Ég kvaddi bekkinn með söknuöi um vorið, en næstu árin mætti ég Hauki oft á skóla- göngum og leikvellinum, og þá fannst mér alltaf verða bjartara I kringum mig, þvi að ég sá það I fallegu, brúnu augunum hans og brosinu, að hann haföi ekki gleymt mér. . Guð blessi minningu hans og styðji ástvini hans. Siguriaug Björnsdóttir I minningu Hauks Þórðarsonar frá vinum hans Þorsteini og Albert Kristjánssonum fæddur 23. mai 1965 dáinn 8. marz 1977 Blæða sárin. Sorgartárin sollin streyma hvörmúm frá. Drengur látinn, dapurt grátinn. Drottinn veri okkur hjá. Hann, sem áttiást og gleði. Allra beztur vinurinn, varð aö láta llf aö veði, ljúfi, góðidrengurinn. Lékum saman, löngum gaman, litlir hnokkar, tryggðin sönn. Tengdir blíðu I björtu og stríðu. Bilið litiö, aðeins spönn. Góðvild rikti, glatt á hjalla. Glóöi æskusólin há. Kærleiks áttir kosti'alla, kunnir vel að nota þá. Huga klökkum þér viö þökkum, þráði vinur allt og allt. Ei skal syrgja aftur byrgja okkar sjón, þótt verði svalt. Taka upp merki, stofninn sterki, stýra beint I þráöa höfn. Minning geyma mætra seima, miða fram á tímans dröfn. Hvar er borgin? Bugar sorgin. Blæöir hjartað. Er til skjól? Djúpir harmar. Drottins armar duga þeim, sem honunifól alla sfna sorg og gleði. Sjálfur Drottinn veitir lið. Hvllum við á heilla beði, himnakóngur veitir frið. Hvll ífriði. Fylkjum liöi, frændur hér á Isagrund. Hittumst slöar, höldum vlðar. Himinninn á gleðifund. Sorgin horfin. Harmur sorfinn. Hamingjan og gleðin ein. Vinir fagna þér, ei þagna þráðu oröin eðalhrein. B.Þ. (Verzlun & Þjóimsta ) Psoriasis og Exemsjúklingar phyris SNYRTIVORURNAR m/Æ/Æ/Æ/Æ/Æ/Æ/W/Æ/Æ/jT/Æ/Æ/Æ/Æ/Æ/Æ/J^ NYRTIVORURNAR hafa hjálpað ótrúlega mörgum. Azulene-sápa, Azulene-cream, Cream Bath (furu- nálabað*t- shampoo). phyris er húðsnyrting og hörundsfegrun með hjálp blóma og jurtaseyða. Fást i helztu snyrtivöruverzlunum. /S IMBOÐIÐ ^/Æ/Æ/Æ/Æ/Æ/Æ/Æ/Æ/Æ/Æ/Æ/Æ/Æ/Æ/Æ/Æ/já phyri UMBOÐH f'/jr/Æ/r/Æ/Æ//r/Æ/Æ/Æ/Æ/Æ//r/Æ/Æ/Æ//r/4 SEDRUS-húsgögn Súöarvogi 32 — Reykjavík Símar 30-585 & 8-40-47 Sófasett á kr. 187.00 Staðgreiðsluverð kr. 168.300 Greiðsluskilmálar: Ca. 60.00 við móttöku og 15-20 þús. á mánuði ^/Æ/Æs r/Æ/Æ/Æ/Æ/Æ/Æ/Æ/Æ/Æ/Æ/Æ/Æ/Æ/Æ/Á T/Æ/Æ/ÆÆ/Æ/Æ/Æ/Æ/Æ/Æ/Æ/Æ/Æ/Æ/Æ/ÆÆ/Æ/Æ/Æ/Æ/Æ/Æ/Æ/Æ/Æ/Æ/4 LOFTPRESSUR OG SPRENGINGAR Tökum að okkur alla loftpressuvinnu, borun og sprengingar. Fleygun, múr- brot og röralagnir. Þórður Sigurðsson — Sími 5-38-71 ^r/Æ/Æ/Æ/Æ/Æ/Æ/Æ/Æ/Æ/Æ/ÆÆ/Æ/Æ/Æ/Æ/Æ/Æ/Æ/Æ/Æ/Æ/Æ/Æ/ÆÆ/Æ/Æ/Æ/Æ/Æ/Æ/Æ/Æ/Æ/Æ/J n 1T/ÆSa yö*_rKP\tan. hrúókaup W/Æ/Æ/Æ/Æ/Æ/Æ/Æ/Æ/Æ/Æ/Æ/ I ZÆ/Æ/Æ/Æ/Æ/Æ/Æ/ÆÆ/Æ/Æ/Æ/Æ/Æ/Æ/Æ/Æ/Æ/Æ/A Einnig alls konar mat fyrir allar stærðir samkvæma <4 ^ eftir yðar óskum. r^w \ Komið eða hringið í síma 10-340 KOKK^/hÚSIÐ^ Lækjargötu 8 — Simi 10-340 t. r/Æ/Æ/Æ/ÆÆ/Æ/Æ/Æ/Æ/Æ/Æ/Æ/Æ/Æ/Æ/Æ/Æ/ÆÆ/Æ/Æ/Æ/Æ/Æ/Æ/Æ/Æ/Æ/Æ/já \ W/^'Æ/Æ/Æ/Æ/Æ/Æ/Æ/Æ/Æ/Æ/ÆÆ/Æ/Æ/Æ/Æ/Æ/Æ/Æ/Æ/Æ/Æ/Æ/ÆÆ/Æ/Æ/Æ/Æ/Æ/Æ/Æ/Æ/Æ/Æ//^ l------------------------------------------- --------------------------^ DRRTTHRBEISll -/KERRUR i Höf um nú fyrirliggjandi orginal drátt- arbeisli á flestar gerðir evrópskra bíla. útvegum beisli með stuttum fyr- irvara á allar gerðir bíla. Höfum einnig kúlur, tengi o.fl. r/Æ/Æ/Æ/Æ/Æ/Æ/Æ/Æ/Æ/Æ/ÆÆ/Æ/Æ/Æ/Æ/Æ/Æ/A póstkröfu Þórarinn ■ nd. Kristinsson Klapparstig 8 Sími 2-86-16 Heima: 7-20-87 'Æ/Æ/Æ/Æ/Æ/Æ/Æ/Æ/Æ/Æ/Á W/J'/Æ/Æ/Æ/Æ/Æ/Æ/Æ/Æ/Æ/Æ/Æ/Æ/Æ/Æ/Æ/A \ pipulagningámeistari y/Æ/Æ/Æ/Æ/Æ/Æ/Æ/Æ/Æ/Æ/Æ/Æ/Æ/Æ/Æ/Æ/4 Símar 4-40-94 & 2-67-48 J 2 Nýlagnir — Breytingar 2 Viðgerðir 2 ^ Blómaskreytingar við öll tækifæri Blómaskáli MICHELSEN -Hveragerði - Sími 99-4225 ^/.Æ/Æ/Æ/Æ/Æ/Æ/Æ/Æ/Æ/Æ/Æ/Æ/Æ/Æ/Æ/Æ/já ^/Æ/Æ/Æ/Æ/Æ/Æ/Æ/Æ/Æ/Æ/Æ/Æ/Æ/Æ/Æ/Æ/já

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.