Fréttablaðið - 02.02.2006, Blaðsíða 16

Fréttablaðið - 02.02.2006, Blaðsíða 16
 2. febrúar 2006 FIMMTUDAGUR16 nær og fjær „ORÐRÉTT“ Það getur komið fyrir hörð- ustu jaxla að fara hjá sér þegar móðir þeirra mætir á vettvang átakanna sem þeir heyja dagsdaglega. Það er eins gott að slíkt hendi ekki Evu Bjarnadóttur, formann Röskvu, því móðir hennar, Hrund Helgadóttir, skipar tólfta sætið á lista samtak- anna. „Mamma reynir að spila þetta svo- lítið kúl á Röskvufundunum svo að hún komi mér ekki í bobba,“ segir Eva og þykir greinilega aðstæð- urnar hinar spaugilegustu. „Mér finnst bara alveg frábært að hafa hana og hún hefur það fyrir sitt baráttumál að ná til eldra fólks- ins í Háskólanum og virkja það til þátttöku í stúdentapólitíkinni og ekki er vanþörf á þessum mála- flokki. Þannig að það er virkilegur akkur af henni,“ bætir hún við. Móðirin á heldur ekki í neinum vandræðum með það að lúta yfir- stjórn dótturinnar. „Ég hef aldrei fundið hjá mér neina freistingu til að setja móðurlega í við hana á fundum,“ segir hún. „Það kom mér reyndar á óvart hvað það er langt í allar móðurtilfinningar þegar ég stend andspænis for- manninum, þá lít ég bara á hana sem slíkan. En ég er hins vegar afskaplega stolt af henni. Það er alveg frábært að sjá þessa hlið á henni og verða vitni að því hvað hún hefur þroskast og hvað hún hefur mikið til brunns að bera í þessum störfum,“ segir Hrund og sýnist blaðamanni sem nú sé móð- irin orðin frambjóðandanum yfir- sterkari innra með henni. Hrund er hjúkrunarfræðingur og hyggur nú á BS-gráðu í þeim fræðum og þess vegna fór hún í Háskóla Íslands. Eva er í stjórn- málafræði og klárar nú í vor ef stúdentapólitíkin glepur hana ekki alveg frá náminu. Hrund segist myndu styðja dyggilega við dóttur sína hyggðist hún fara út á vígvöll stjórnmálanna því þangað ætti hún örugglega erindi. Þær mæðgur eru sammála um að þessi sameiginlega reynsla þeirra í stúdentapólitíkinni hafi styrkt samband þeirra. „Ég held að ég beri meiri virðingu fyrir henni og því sem hún er að gera nú þegar ég hef kynnst því sjálf. Ég skil líka miklu betur núna hvernig hún nennir að standa í þessu öllum stundum; þetta er svo ofboðslega gaman,“ segir Hrund og skellihlær. jse@frettabladid.is Með mömmu í framboði MÆÐGURNAR EVA BJARNADÓTTIR OG HRUND HELGADÓTTIR Enginn veit sína ævina fyrr en öll er. Hrund verður nú að lúta stjórn dóttur sinnar og formanns Röskvu. Þær mæðgur segja að þessi reynsla hafi haft mjög jákvæð áhrif á samband þeirra. FAGURMÁLAÐIR FÍLAR Þessir skrautlegu fílar léku listir sínar á árlegri fílahátíð í Kaziranga- þjóðgarðinum á Indlandi. Hátíðinni er ætlað að laða að ferðamenn og auka vitund um það plássleysi sem herjar að dýrum og mönnum. FRÉTTABLAÐIÐ/REUTERS DAX skammtari snertifrír DAX handspritt í snertifr. DAX handsápa mild 600ml m.dælu 197kr. 5.973 kr. 650 kr. Hreinar hendur örugg samskipti Jóhanna Runólfsdóttir Sjúkraliði, ráðgjafi hjá RV R V 62 03 A DAX handáburður 250ml 238 kr. Ómetanlegt „Hann var bara stór- kostlegur og ómetan- legt að fá hann aftur í liðið.“ Viggó Sigurðsson lands- liðsþjálfari um endurkomu Ólafs Stefánssonar í liðið í leiknum gegn Rússum, í Fréttablaðinu. Eyrna á milli „Ég brosi út að eyrum.“ Rúnar Rúnarsson kvik- myndagerðarmaður um tilnefningu stuttmyndar sinnar, Síðasti bærinn, til Óskarsverðlauna, í Frétta- blaðinu. Líflegt var í Grundaskóla á Akra- nesi þegar forsetahjónin Ólafur Ragnar Grímsson og Dorrit Mouss- aieff komu þangað í heimsókn í fyrradag. „Þetta var ákaflega vel heppnuð heimsókn,“ segir Guðbjartur Hann- esson skólastjóri. „Það er aðallega fyrir tvennar sakir; annars vegar kunna krakkarnir sig greinilega og voru bara afslöppuð en áhugasöm og svo gáfu hjónin sér nægan tíma og brugðu bara á leik með krökk- unum. Dorrit lék á als oddi og var farin að skríða um gólf í leik með nemendum,“ segir Guðbjartur. Hann segir að íslenskukunnátta hennar sé með þvílíkum ágætum að hún átti ekki í neinum vandræðum með að skeggræða við nemendur. Grundaskóli hlaut menntaverð- launin í fyrra en forseti Íslands stofnaði þau og veitir skólum sem standa sig vel í nýsköpun eða far- sælu samhengi í fræðslustarfi. Í greinargerð dómnefndar segir meðal annars að nemendur taki fullan þátt í móttöku gesta skól- ans og rökræði við þá meðan þeir kynna fyrir þeim starfsemina. Það var ekki að sjá annað en að for- setahjónin hafi sannreynt þessa fullyrðingu dómnefndarinnar í fyrradag. Forsetahjónin heimsækja Grundaskóla á Akranesi: Brugðu á leik með nemendum FORSETAHJÓNIN Í GÓÐUM HÓPI Þau Ólafur Ragnar og Dorrit fengu að kynnast gestrisni nemendanna í Grundaskóla í fyrradag og skemmtu sér engu síður en krakkarnir. FRÉTTABLAÐIÐI/SIGURJÓN JÓNSSON ,,Það er allt gott að frétta af mér,“ nær Bryndís Hlöð- versdóttir, forseti lagadeildar Háskólans á Bifröst, að segja við blaðamann áður en símtalið slitnar. Ekki var hún þar með búin að ljúka máli sínu heldur á ferð í bíl sínum og ók í gegnum sambandsleysi. Blaða- maður hringir aftur og vonar að Bryndís sé með handfrjálsan búnað. Það fyrsta sem berst í tal er sá sögulegi viðburð- ur sem átti sér stað í seinustu viku þegar Háskól- inn á Bifröst útskrifaði í fyrsta skipti meistaranema í lögfræði, alls átta talsins. ,,Háskólinn á Bifröst var fyrstur skóla, fyrir utan Háskóla Íslands, til að bjóða upp á laganám og nú útskrifum við fyrstu nemana sem hafa rétt til að þreyta lögmanns- próf,“ segir Bryndís að vonum ánægð með þessi tímamót. Mikið er að gera í vinnunni hjá Bryndísi en hún reynir reglulega að hlaða batteríin. ,,Næst á dagskrá er að fara út í sveit með syni mínum og anda að mér sveitaloftinu.“ Fjölskyldan á sveitabæ á Vesturlandi sem liggur afskekkt. ,,Þar er lélegt far- símasamband og ekkert internet,“ segir Bryndís og hljómar mjög sátt við að geta farið í frí frá tækn- inni. Bryndís segir alveg nauðsynlegt að skreppa nokkrum sinnum þangað og slappa af. Hún reyn- ir að fara eins oft í sveitina með fjölskyldu sinni og annir leyfa. Þegar Bryndís er innt eftir því hvort hún sé alveg búin að skera á tengsl við stjórnmál segist hún þau aldrei alveg rofna. Hins vegar sé aðkom- an annars konar í dag þar sem hún sé komin úr hlutverki atvinnumanns yfir í hlutverk áhugamanns. ,,Áhuginn er ávallt til staðar.“ Bryndís fylgist spennt með prófkjörinu í Reykjavík og líst ágætlega á frambjóðendurna. Sökum anna í vinnunni sér hún ekki fram á að hafa svigrúm til að koma að sveitarstjórnarkosningum í sínu kjördæmi en segist hlakka til að fylgjast með í vor. HVAÐ ER AÐ FRÉTTA? BRYNDÍS HLÖÐVERSDÓTTIR Hleður batteríin í sveitinni
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.