Fréttablaðið - 02.02.2006, Blaðsíða 18

Fréttablaðið - 02.02.2006, Blaðsíða 18
 2. febrúar 2006 FIMMTUDAGUR18 fréttir og fróðleikur Launanefnd sveitarfélaga hefur veitt skilyrta heim- ild til hækkunar lægstu launa hjá starfsmönnum sveitarfélaganna. Hækkunin nemur um 24-32 þúsund krónum á mánuði og getur hún gilt frá áramótum. Það er þó hverju sveitarfélagi í sjálfs- vald sett hvort það hækkar launin hjá launalægsta fólkinu sínu eða ekki. Í hverju felst hækkunin? Hækkunin felst í formi launaflokkahækkana og eingreiðslu. Hún gildir fram til loka september en þá verða samningar lausir. Hverjir ætla að notfæra sér þessa heimild? Búast má við að flestöll sveitarfélögin notfæri sér þessa heimild, eða að minnsta kosti þau stærstu enda er ljóst að bæði Reykjavík og Kópavogs- bær hyggjast nýta sér hana og er búist við að þá fylgi sveitarfélögin í kraganum svokallaða á eftir, það er að segja Hafnarfjarðarbær, Mosfells- bær og Seltjarnarnes. Líklega fylgja svo önnur sveitarfélög á eftir. Hverjir fá hækkun? Launalægstu starfsmenn sveitarfélaganna, einkum konur, fá hækkun. Í þessum hópi eru leikskólakennarar og deildarstjórar á leikskólum sem hafa háskólamenntun en hafa verið með lægri laun en til dæmis minna menntaðir starfsbræður þeirra og -systur á leikskólunum. Sveitarfé- lögin hafa líka fengið heimild til að hækka lægstu laun starfsmanna innan ASÍ og BSRB. Hver verður kostnaðurinn? Ef öll sveitarfélög landsins nýta sér heimildina verður kostnaðurinn alls um 1,4 milljarðar króna á ársgrundvelli. Hver verða áhrifin? Ókyrrð og óánægja meðal þeirra lægst launuðu á almennum vinnu- markaði. Forystumenn ASÍ hafa þegar hist til að ræða stöðuna og for- menn Starfsgreinasambandsins hittast í næstu viku. Ljóst er að viðræður við atvinnurekendur eru framundan en hvað úr verður veit nú enginn. Atvinnurekendur benda jú á að samningar séu ekki lausir. Í bráðina. FBL-GREINING: HEIMILD TIL HÆKKUNAR LÆGSTU LAUNA Kostar samtals 1,4 milljarða króna Í gær hófst fyrirlestraröð hjá Bókasafni Kópavogs um trúarbrögð. Inga Kristjánsdóttir, deildarstjóri á Bókasafni Kópavogs, segir hlutverk bókasafns lúta að fræðslu jafnt sem skemmtun og telur fræðslu um trúarbrögð eiga mikið erindi til almennings á Íslandi. Af hverju völduð þið að fjalla um trúarbrögð? Hér á landi búa margir frá framandi svæðum sem iðka aðra trú. Okkur lék hugur á að kynnast öðrum trúarbrögð- um og vildum einnig láta fleiri njóta góðs af þekkingu þeirra. Við höfðum því samband við nokkra einstaklinga um að halda fyrirlestur um sína trú. Allir tóku vel í hugmyndina og vildu taka þátt í fyrirlestraröðinni. Er mikilvægara nú en áður að þekkja önnur trúarbrögð? Já, ég tel svo vera vegna þeirrar auknu breiddar sem einkennir íslenskt samfélag. Aukin fræðsla um menn- ingu og trú annarra minnkar líkur á fordómum og árekstrum sem geta átt sér stað milli fólks með mismunandi menningarbakgrunn. SPURT OG SVARAÐ TRÚARBRÖGÐ Fræðsla gegn fordómum INGA KRISTJÁNS- DÓTTIR Deildarstjóri á Bóka- safni Kópavogs. > Fjöldi fyrirtækja í smábátaútgerð Heimild: Hagstofa Íslands Svona erum við 1999 2003 2005 35 8 87 1 95 8 26 6 2001 Deilan um skopteikningarn- ar af Múhameð spámanni tók á sig nýjar hliðar í gær er dagblöð í nokkrum Evr- ópulöndum sýndu samstöðu í verki með Jótlandspóstin- um danska, sem birti mynd- irnar upprunalega í haust sem leið, og endurbirtu þær til að vekja athygli á mikil- vægi tjáningarfrelsisins í vestrænu samfélagi. Yfir þvera forsíðu franska blaðs- ins France Soir stóð yfirskriftin „Já, við höfum rétt til að skopast að Guði“. Undir henni var skopteikn- ing sem sýndi guði búddista, gyð- inga, kristinna og múslima svíf- andi um á skýi. Þar segir Jesú við Múhameð: „Hættu nú að vera í þessari fýlu, við höfum allir þurft að venjast því að skopast sé að okkur.“ Inni í blaðinu voru síðan teikningarnar úr Jótlandspóstinum birtar í heild. „Birting skopteikninganna tólf í dönsku pressunni ollu reiði meðal múslima vegna þess að samkvæmt trú þeirra er bannað að birta myndir af guði eða spámanni hans. En þar sem enginn trúarbókstafur getur ginið yfir lýðræðislegu og veraldlegu samfélagi birtir France Soir hinar umdeildu skopmyndir,“ sagði í leiðara blaðsins. Rétturinn til guðlasts Þýska dagblaðið Die Welt prentaði eina af teikningunum á forsíðu. með þeim orðum að „rétturinn til guðlasts“ væri hluti af frelsisrétt- indum lýðræðislegs samfélags. Dagblaðið Berliner Zeitung birti einnig tvær teikninganna sem hluta af umfjöllun sinni um málið. Vildu storka sjálfsritskoðun Upprunalega komu þessar teikn- ingar þannig til að Jótlandspóstur- inn hvatti til þess að skopmynda- teiknarar sendu blaðinu dæmi um það hvernig hægt væri að teikna spámanninn. Hugmynin var sú að storka því sem blaðið áleit vera sjálfsritskoðun meðal listamanna þegar kæmi að umfjöllun um íslömsk málefni. Ritstjórnin sendi frá sér opin- bera afsökunarbeiðni á mánudag, þar sem hún harmar að birting teikninganna hefði sært fólk. Rit- stjórinn, Carsten Juste, sagði í gær að blaðið hefði ekki birt teikning- arnar hefði það getað séð afleið- ingarnar fyrir. „Hefðum við vitað að hún leiddi til þess að danskar vöru væru sniðgengnar og lífi og limum Dana ógnað eins og við höfum séð, þá er svarið nei,“ lét Juste hafa eftir sér. Hann sagði enn fremur í gær að eftir þessi ósköp sem nú hefðu dunið yfir vegna þesssa framtaks Jótlandspóstsins yrði sjálfsagt að minnsta kosti mannsaldurs bið á því að aftur yrðu birtar teikning- ar af Múhameð í Danmörku. Sem hann sagði miður, því það þýddi að tjáningarfrelsið lyti í lægra haldi fyrir ofríki trúarofstopamanna. Vesturlandabúum ekkert heilagt En þótt ritstjórnir annarra evr- ópskra blaða hefðu sýnt svo afdráttarlausa samstöðu með hinum dönsku kollegum sínum eins og sjá mátti í gær voru ekki allir Evrópumenn jafn sáttir við birtingu teikninganna. Aðstoðarutanríkisráðherra Nor- egs, Raymond Johansen, sagði teikningarnar til þess fallnar að ala á tortryggni milli fólks af mis- munandi trúarbrögðum. Franski guðfræðingurinn Sohaib Bencheikh skrifaði pistil um málið í France Soir þar sem hann færir rök gegn skopi af þessu tagi. „Maður verður að finna mörk- in milli tjáningarfrelsisins og rétt- arins til að vernda það sem heilagt er,“ skrifar hann. „Því miður hafa Vesturlönd tapað öllu skyni á það sem er heilagt.“ Dönum um og ó Eins og gefur að skilja fátt annað er rætt meðal Dana þessa dagana en mótmælin gegn þjóðinni í Mið- austurlöndum. Einn vegfarandinn á götum Kaupmannahafnar, sem fréttarit- ari Fréttablaðsins innti eftir áliti á málinu, sagði málið flókið. Hann styddi frelsi Jótlandspóstsins til að birta teikningarnar en sagði samt að tímasetningin á birtingu þeirra hafi ekki verið góð. Hann teldi að ríkisstjórnin hefði átt að bregðast fyrr við. Annar vegfarandi sagði Dani vera að upplifa nýjan raunveru- leika þessa dagana. Fáni þeirra væri brenndur á götum úti og sennilega hafi Danmörku ekki borið á góma á sjónvarpsstöðinni Al-Jazzeera fyrr en nú. Þjóðin væri því orðnir gerandi í alvarlegri alþjóðadeilu. Hann sagði líka leitt að Danir kæmu út sem mjög óum- burðarlynd þjóð í þessari umræðu sem hann taldi ekki sanngjarnt. Umfjöllun danskra fjölmiðla um málið hefur verið mjög mikil. Slúðurblöðin hafa slegið því upp á forsíðu að nú væri líklegra en nokkru sinni fyrr að hryðjuverka- áras myndi eiga sér stað í landinu. Forsíður helstu dagblaða landsins í gær sýndu allar sömu myndina af mótmælendum í Miðausturlöndum með plakat af forsætisráðherra landsins í ljósum logum. Í frétta- tímum sjónvarpsstöðvanna hafa svo birst viðtöl við almenning í Miðausturlöndum sem segist ekki muni kaupa danskar vörur í fram- tíðinni og krefst þess að danska ríkisstjórnin biðjist afsökunar eða drottningin. MÚGÆSING Í MÚSLIMALÖNDUM Herskáir Palestínuarabar í samtökunum Íslamskt heilagt stríð brenna mynd af Anders Fogh Rasmussen, forsætisráðherra Danmerkur, í Gazaborg í fyrradag. Múhameðsteikningar í brenni- depli áreksturs menningarheima ATBURÐARÁSIN ✫Kraumandi í fjóra mánuði * Þann 30. september 2005 birtir Jót- landspósturinn 12 teikningar af Múhameð spámanni. * Múslimum í Danmörku mislíkar birting teikninganna. Í Kóraninum er kveðið á um að ekki megi birta myndir af spámann- inum. * Þann 19. október fara sendiherrar 11 múslimalanda fram á fund með forsætis- ráðherranum, Anders Fogh Rasmussen, og vilja að hann fordæmi birtingu teikning- anna. Því hafnar hann, með þeim orðum að ríkisstjórnin hafi ekkert yfir frjálsum fjölmiðlum landsins að segja. * Sendinefnd er gerð út af samtökum múslima í Danmörku sem ferðast til margra múslimalanda og hvetur til alþjóðlegrar fordæmingar. * Þann 19. desember skrifa 22 fyrrverandi danskir sendiherrar forsætisráðherranum opið bréf þar sem þeir gagnrýna að hann skyldi ekki hafa tekið erindi sendiherra múslimalandanna betur. * 29. desember senda utanríkisráðherrar aðildarríkja arababandalagsins frá sér ályktun þar sem þeir lýsa vanþóknun sinni á því hvernig danska ríkisstjórnin hefur tekið á málinu. * Í nýársræðu sinni hvetur Fogh Rasmussen til þess að málið sé rætt í sátt og af still- ingu. Hann lætur þýða ræðuna á arabísku. * 10. janúar endurbirtir kristilega norska blaðið Magazinet teikningarnar eins og þær birtust í Jótlandspóstinum, með leyfi ritstjóra danska blaðsins. * Þegar líða tekur á janúar leiðir málið til þess að hvatt er til þess opinberlega í Sádi-Arabíu að neytendur sniðgangi danskar vörur. Sádi-Arabía og nokkur önnur arabalönd kalla sendiherra sína heim frá Danmörku í mótmælaskyni. Á Gasasvæð- inu brenna reiðir Palestínumenn danska fánann. DANIR ÁHYGGJUFULLIR Umfjöllun um and-dönsku múgæsinguna í múslima- löndum var á forsíðum allra helstu blaðanna í Danmörku í gær. FRÉTTABLAÐIÐ/KRISTJÁN S. FRÉTTASKÝRING KRISTJÁN SIGURJÓNSSON kristjans@frettabladid.is FRÉTTASKÝRING AUÐUNN ARNÓRSS0N audunn@frettabladid.is NEYÐARFUNDUR Í EFSTALEITINU: VILL DNA ÚR STEINGRÍMI HERMANNSSYNI LÚÐVÍK GIZURARSON TELUR SIG HÁLF- BRÓÐUR STEINGRÍMS HERMANNSSONAR 2x15- 1.2.2006 21:30 Page 1
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.