Fréttablaðið - 02.02.2006, Blaðsíða 47

Fréttablaðið - 02.02.2006, Blaðsíða 47
Seyðfirðingar voru farnir að gleðjast. Það átti að staðsetja lyk- ilembætti lögreglustjóra á Aust- urlandi á Seyðisfirði, samkvæmt nýskipan löggæslu, í samræmi við tillögur fagnefndar á vegum dómsmálaráðuneytisins. Það hefur komið í ljós að sveit- arstjórnarmenn í Fjarðabyggð snerust öndverðir gegn þeirri til- lögu og tókst að fá embættið flutt til Eskifjarðar þvert á niðurstöðu nefndarinnar. Seyðfirðingar voru heldur bláeygir þegar þeir héldu að þeir fengju svona embætti á silfurfati. Það tekur langan tíma að átta sig á þeirri hörku sem þarf til að ná slíkum verkefnum. Það er ekki spurt um samtök eða sam- vinnu á milli byggðarlaga og þar er hver sjálfum sér næstur. Það þýðir ekki að sofa á verðinum. Það kom Seyðfirðingum samt á óvart hvað forystusauðir Fjarða- byggðar lögðust hart gegn því að embættið færi til Seyðisfjarð- ar en Seyðfirðingar hafa stutt þá uppbyggingu sem á sér stað á Fjarðarbyggðarsvæðinu heils hugar, samanber jarðgöng milli Reyðarfjarðar og Fáskrúðsfjarð- ar, álver og Kárahnjúkavirkjun. Það má segja að þessar fram- kvæmdir hafi lyft þessum byggð- arlögum úr öskustónni samanber Reyðarfjörð og Fáskrúðsfjörð og styrkt um leið Eskifjörð og Nes- kaupstað. Áhrif framkvæmdanna gætir hins vegar lítt eða ekki á Seyðisfirði enn sem komið er. En lengi má manninn reyna – sveitarstjórnarmenn Fjarða- byggðar lýsa ótrúlega þröngri sýn sinni á hagsmuni Austur- lands með svona vinnubrögðum. Margir eru farnir að tala um að þeir séu þungt haldnir af græðg- isvæðingu. Það hefur oft verið sagt að annað hlið Íslendinga til umheimsins liggi um Seyðisfjörð en hitt um Keflavíkurflugvöll. Með Norrænu er áætlað að um 30 þúsund manns leggi leið sína um Seyðisfjörð á hverju ári ásamt fjölgun skemmtiferðaskipa sem hafa viðkomu á Seyðisfirði enda höfnin byggð fyrir slíka þjón- ustu. Rökin fyrir þessari tilfærslu embættisins eru léttvæg. Svona smásálarlegt kropp sæmir ekki sveitarstjórnarmönnum Fjarða- byggðar sem maður hefði hald- ið að litu á Austurland sem eina atvinnu-, félags- og menningar- lega heild. Þeim sem svona vinnubrögð stunda er ekki treystandi í þeirri baráttu sem landsbyggðin þarf að heyja fyrir tilveru sinni. Það kreppir sannarlega víða að. Þing- menn kjördæmisins þurfa að svara því hvort þeir unnu að þess- ari niðurstöðu með forystumönn- um Fjarðabyggðar og svara því sjálfir. Höfundur er íbúi á Seyðisfirði. Græðgisvæðing Fjarðabyggðar GARÐAR EYMUNDSSON SKRIFAR UM FJARÐABYGGÐ Það má segja að þessar framkvæmdir hafi lyft þessum byggðarlögum úr öskustónni samanber Reyðarfjörð og Fáskrúðsfjörð og styrkt um leið Eskifjörð og Neskaupstað. Áhrif framkvæmdanna gætir hins vegar lítt eða ekki á Seyðisfirði enn sem komið er. Það er engum dulið hverjar aðstæð- ur Háskóla Íslands eru. Þessi þjóð- skóli, sem hefur verið grundvöllur að því þekkingar- og frumkvöðla- þjóðfélagi sem Ísland er í dag, býr við mikið fjársvelti og kröpp kjör. Þrátt fyrir eindregna ósk næstum allra innan háskólasamfélagsins, um 10.000 manns, hafa fáar og ómarkvissar kröfur heyrst opin- berlega um aukin fjárframlög til háskólans. Maður hlýtur að spyrja sig af hverju öfl innan háskólans hafa ekki látið í sér heyra þegar viljinn er svona skýr og almenn samstaða ríkir um hvað þarf að gera. Af hverju virðist háskólasam- félagið opinberlega sætta sig við að hafa fátækan þjóðskóla í þessu ríka landi? Undanfarin fjögur ár, með Vöku í meirihluta fyrstu þrjú og engan meirihluta seinasta ár, hefur stúd- entaráð verið nær óvirkt afl í rétt- indabaráttu háskólans. Af þessu leiðir að margir hafa misst trú á háskólapólitíkina og líta á hana sem sandkassarifrildi og frama- pot, sem hún er já, ef meirihluti stúdentaráðs kýs að halda henni á því plani. Röskva lítur á málin á annan hátt. Við lítum á stúdentaráð sem tæki, sem stúdentar eiga að nota í réttindabaráttu sinni. Hvað gagn- ast að röfla um slæma aðstöðu og fjárskort ef þessar óánægjuraddir fá ekki að heyrast út í þjóðfélag- ið? Að sjálfsögðu á stúdentaráð að vera virkt þrýstiafl þessara 9000 nemenda sem það er í forsvari fyrir, að sjálfsögðu á stúdentaráð að veita ráðamönnum aðhald þegar málefni háskólans eru í umræð- unni og að sjálfsögðu á stúdentaráð að sjá til þess að ákvarðanir verði ekki teknar einhliða og án samráðs við þá sem þær varða, þ.e. okkur stúdentana. Röskva vill rífa stúdentaráð upp úr þessari ládeyðu. Stúdentaráð hefur of sterkt bakland til að þegja þegar það hefur skoðun á ein- hverju. Ráðamenn eiga að verða að taka mark á stúdentaráði þegar það hefur upp raust sína um málefni háskólans. Það er í höndum okkar stúdentanna að reisa stúdentaráð aftur til vegs og virðingar. Höfundur skipar fjórða sæti á lista Röskvu til Stúdentaráðs. SHÍ verði afl á ný! UMRÆÐAN HÁSKÓLI ÍSLANDS STEINDÓR GRÉTAR JÓNSSON Röskva vill rífa stúdentaráð upp úr þessari ládeyðu. FIMMTUDAGUR 2. febrúar 2006 27 SENDIÐ OKKUR LÍNU Við hvetjum lesendur til að senda okk- ur línu og leggja orð í belg um málefni líðandi stundar. Greinar og bréf skulu vera stutt og gagnorð. Eingöngu er tekið á móti efni sem sent er frá Skoð- anasíðunni á visir.is. allar útsöluvörur í frjálsu falli! aðeins 6 verð 500 • 1000 • 2000 3000 • 4000 • 5000 ÆTLAR ÞÚ AÐ MISSA AF ÞESSU? ESD
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.