Fréttablaðið - 02.02.2006, Blaðsíða 63

Fréttablaðið - 02.02.2006, Blaðsíða 63
Veiðigræjur á heildsöluprís! Lagersala í nokkra daga Við rýmum til fyrir nýju vörunum. Við seljum stangir, hjól, vöðlur, skó, jakka og margt fleira á heildsöluprís í nokkra daga í Skeifunni 8 Ótrúlega ótrúlegt verð Opið fimmtudag og föstudag 13 til 19 Opið laugardag og sunnudag 13 til 18 Skeifan 8 – gengið inn á hlið hússins FRÉTTIR AF FÓLKI Leikarinn Heath Ledger samþykkti að leika í myndinni Casanova vegna þess hve síðasta mynd hans Brokeback Mountain reyndi mikið á andlegu hlið- ina. „Það var gaman að leika í Casanova vegna þess að við þurftum ekki að taka okkur alvarlega. Ég var nýbúinn að taka upp Brokeback Mountain sem var mjög erfið á köflum. Að fara frá Calgari til Feneyja til að taka upp þessa mynd var eins og að fara í launað frí,“ sagði Ledger. Leikkonan kynþokkafulla Sienna Miller segist ekki vera mikið gefin fyrir líkamsrækt. „Ég er ekki í neinu formi. Ég er virkilega löt þegar kemur að líkamsrækt. Ég hugsa rosalega lítið um þessa hluti,“ sagði hún. Orðrómur er uppi um að kynbomban Pamela Anderson sé byrjuð með rapparanum Kanye West, sem er tíu árum yngri en hún. Á meðal fyrri kærasta Pamelu eru Tommy Lee, Kid Rock, fyrirsætan Marcus Schenkenberg og leikarinn Stephen Dorff. Leikarinn Samuel L. Jackson hefur fengið nafn sitt skráð á frægðarstéttina í Hollywood. „Þetta var frábær upplifun, eitthvað sem maður spáir ekkert í sem ungur leikari,“ sagði Jackson sem hóf leikaraferil sinn árið 1972. Hann er 57 ára gamall. Rokksveitin Iron Maiden, sem hélt tónleika í Egilshöll í fyrra, gefur á mánudaginn út nýjan DVD-mynd- disk sem nefnist Death on the Road. Á disknum er að finna tónleika sem voru haldnir í Dortmund í Þýskalandi í desember árið 2003. Voru þeir hluti af tónleika- ferð sveitarinnar sem nefndist Dance of Death. Á meðal laga sem sveitin tekur á tónleikunum eru Can I Play With Madness, The Number of the Beast og Run to the Hills. Steve Harris, einn af stofnend- um Iron Maiden, klippti saman myndefni fyrir diskinn og er hæst- ánægður með útkomuna. „Ég geri mér grein fyrir því að aðdáendur okkar hafa þurft að bíða lengur en áætlað var eftir DVD-disknum en við sættum okkur bara við það besta og aukatíminn sem við eydd- um í gerð hans ætti að skila sér,“ sagði hann. Tónleikarnir eru gefnir út á tveimur diskum með mismunandi hljóðupptökum auk þess sem disk- ur með aukaefni fylgir. Á honum er m.a. heimildarmynd um gerð plötunnar Dance of Death. Iron Maiden er um þessar mundir að undirbúa sína fjór- tándu hljóðversplötu. Hefjast upp- tökurnar í vor. ■ Iron Maiden gefur út mynddisk IRON MAIDEN Rokksveitin Iron Maiden gefur á mánudag út mynddiskinn Death on the Road. Poppprinsessan Britney Spears ætlar að koma fram í gestahlut- verki í gamanþættinum Will & Grace á næstunni. Mun hún fara með hlutverk íhaldssamrar krist- innar konu. Verður hún aðstoðar- kona Jacks í spjallþætti nokkrum. Þátturinn verður sýndur í Bandaríkjunum í apríl. Á meðal fleiri stjarna sem hafa komið fram í Will & Grace eru Cher, Jennifer Lopez og Michael Douglas. ■ Britney í Will & Grace BRITNEY SPEARS Söngkonan vinsæla ætlar að koma fram í Will & Grace á næstunni. DV-MYND REUTERS
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.