Fréttablaðið - 02.02.2006, Blaðsíða 22

Fréttablaðið - 02.02.2006, Blaðsíða 22
 2. febrúar 2006 FIMMTUDAGUR22 Umsjón: nánar á visir.is KAUPHÖLL ÍSLANDS [Hlutabréf] ICEX-15 6.317 +0,72% Fjöldi viðskipta: 641 Velta: 5.573 milljónir HLUTABRÉF Í ÚRVALSVÍSITÖLU: Actavis 53,80 -0,90% ... Atorka 6,20 -0,80% ... Bakkavör 54,50 -0,90% ... Dagsbrún 5,60 -0,20% ... FL Group 21,90 -0,90% ... Flaga 3,89 -3,00% ... Íslandsbanki 19,40 +0,00% ... KB banki 910,00 +2,30% ... Kögun 63,10 +0,00% ... Landsbankinn 27,40 +0,00% ... Marel 69,90 +0,10% ... Mosaic Fashions 17,70 +0,00% ... SÍF 4,00 +0,50% ... Straumur- Burðarás 19,70 +0,50% ... Össur 105,00 +0,00% MESTA HÆKKUN KB banki +2,25% Atlantic Petroleum +0,99% Straumur-Burðarás +0,51% MESTA LÆKKUN Flaga -2,99% Actavis -0,92% Bakkavör -0,91% N ám sl ín a Forysta til framfara 7. feb. kl. 9.00 - 13.00 Liðsheildin - TMS 3. mars kl. 9.00 - 13.00 Samningatækni 15. og 17. mars kl. 9.00 - 13.00 Skilvirk samskipti 30. og 31. mars kl. 9.00 - 13.00 Að laða fram það besta 27. og 28. apríl kl. 9.00 - 14.00 Horft til framtíðar 11. og 12. maí kl. 9.00 - 13.00 Dags. Tími Nánari upplýsingar veitir: Guðrún Helga Hamar Verkefnastjóri Sími: 599 6404 gudrunhelga@ru.is Ofanleiti 2, 3. hæð 103 Reykjavík Sími: 599 6200 Fax: 599 6201 www.stjornendaskoli.is Skráning er hafin! Hægt er að skrá sig í einstaka hluta námslínu á vef Stjórnendaskólans. Allar upplýsingar eru á www.stjornendaskoli.is LEIÐTOGAAKADEMÍA STJÓRNENDASKÓLA HR F A B R IK A N ”Rannsóknir staðfesta að leiðtogi sem leysir úr læðingi kraft, frumkvæði og starfsgleði samstarfsmanna nær meiri árangri. Í Leiðtogaakademíunni leggjum við áherslu á fræðilegan grunn og hagnýta beitingu hans í daglegum störfum þátttakenda.” Fyrir alla stjórnendur sem vilja rækta með sér leiðtogahæfileika, efla færni í ákvarðanatöku og leiða starfsfólk til framúrskarandi árangurs. Leiðbeinendur: Lilja D. Halldórsdóttir Þórhallur Gunnarsson Guðrún Högnadóttir Aðalsteinn Leifsson Finnur Oddsson Óvænta gengistapið Þrátt fyrir að Íslandsbanki hafi hagnast um 19 milljarða á síðasta ári var uppgjörið undir vænt- ingum. Kom mörgum á óvart að sjá gengistap af fjármálastarfsemi á fjórða ársfjórðungi þegar hlutabréfamarkaðurinn hér heima rauk upp úr öllu valdi. Búist hafði verið við tapi af skuldabréfaeign bankans en ekki hlutabréf- um. Reyndar var Íslandsbanki lítt áberandi á íslenskum markaði á þessu tímabili. Sennilegasta skýringin fyrir hinu óvænta tapi er sú að hlutabréfaeign Íslands- banka í norskum félögum lækk- aði á fjórðungnum. Getgátur eru uppi um að Íslandsbanki sé meðal hluthafa í Storebrand, sem lækkaði á síðasta ársfjórðungi, en íslenskir aðilar eiga nú yfir fimm prósent í bankanum, þar af er Arion verðbréfavarsla skráð fyrir 4,6 prósentum. Ný tekjulind Það kemur einnig á óvart við uppgjör Íslands- banka að tekið sé út af afskriftarreikningi en ekki lagt inn. Þessi nýja tekjulind hlýtur að vera einsdæmi í blóðugri útlánatapsögu íslenska bankakerfisins og hangir saman við nýjar reiknings- skilavenjur. Með þeim er frelsi banka til að leggja inn varúðarfærslur á afskriftareikninga ekki eins rúmt og áður og sagði Bjarni Ármannsson, forstjóri Íslandsbanka, að þetta hefði verið það eina í stöðunni. Reglurnar hefðu ekki leyft innlögn! Þetta sama mátti einnig sjá í uppgjöri danska FIH-bankans sem er í eigu KB banka. Kæmi ekki á óvart að hinir bankarnir fylgi í kjölfarið á þessu ári ef stöðug- leikinn helst. Peningaskápurinn Öllu starfsfólki sölufyrirtækisins Ice- landic Germany, alls 22 starfsmönn- um, hefur verið sagt upp störfum og var skrifstofu félagsins í Hamborg lokað nú um mánaðamótin. Fyrirtæk- ið var hluti af Icelandic Group. Icelandic Group segir lokunina til komna vegna hagræðingar og endurskipulagningar, en áfram muni sinnt öflugu sölu- og markaðsstarfi í Þýskalandi. „Með þessu móti næst fram hagræðing í rekstri Icelandic Group,“ segir félagið, en gert er ráð fyrir að árlegur sparnaður vegna þessa nemi um 2,2 til 2,5 milljónum evra, meðan kostnaður er áætlaður 1,5 til 2,0 milljónir evra. Sparnaður Icelandic Group gæti því hlaupið á bilinu 15 til 76 milljónir króna. Icelandic Group þakkar í tilkynn- ingu Sturlaugi Daðasyni, sem var framkvæmdastjóri Icelandic Germ- any, vel unnin störf. Hann lætur nú af störfum eftir að hafa unnið hjá fyrirtækinu frá árinu 1974. Um mánaðamótin var einnig gengið endanlega frá kaupum Ice- landic Group á Pickenpack að lokinni áreiðanleikakönnun og að fengnu samþykki samkeppnisyfirvalda í Þýskalandi. Áætluð velta Picken- pack í ár nemur tæpum 200 millj- ónum evra, eða um 15,2 milljörðum íslenskra króna. - óká Spara með lokun GUNNLAUGUR SÆVAR GUNNLAUGSSON Gunnlaugur Sævar er starfandi stjórnarfor- maður Icelandic Group. MARKAÐSPUNKTAR Kristín Pétursdóttir hefur verið ráðin aðstoðarforstjóri Singer & Friedlander, eins stærsta dótturfélags Kaupþings banka hf. Kristín hefur starfað hjá Kaupþingi banka frá árinu 1997. Seðlabanki Bandaríkjanna hækkaði stýrivexti um 25 punkta á síðasta fundi Alans Greenspan. Þetta er fjórtánda skiptið í röð sem bankinn hækkar vexti og standa þeir nú í 4,5%, en hækkunin var í takt við væntingar markaðarins. Krónan veiktist um 0,85 prósent í gær en gengisvísitala krónunnar var við opnun markaða 105,8 stig, en lokagildi vísitölunnar var 106,7 stig. SEÐLABANKINN Von er á skýrslu Seðlabanka Íslands þar sem staða fjármálafyrirtækja hér er greind í byrjun maí, en í úttektum tveggja erlendra greiningarfyrirtækja er mat á lánshæfi stóru bankanna þriggja dregið í efa. FRÉTTABLAÐIÐ/HEIÐA Tvö erlend greiningar- fyrirtæki gagnrýna lánshæfismat íslensku bankanna í nýjum skýrslum og telja hana eiga að vera skör lægri. Gengishagnaður er sagð- ur gera það að verkum að staða þeirra sé veikari en uppgjör þeirra benda til. Bankarnir segja afkomuna góða þótt gengishagnaður sé ekki talinn með. Greiningarfyrirtækin Barclays Capital Research og Credit Sights hafa nýverið gefið út skýrslur þar sem farið er yfir stöðu Landsbank- ans, Íslandsbanka og KB banka og því haldið fram að matsfyrirtæk- in Moody’s og Fitch meti lánshæfi þeirra of hátt. Gagnrýnd eru náin eignatengsl fjárfesta og fyrirtækja hér sem geri bankana viðkvæmari fyrir niðursveiflu í efnahagslíf- inu en ella væri. Þá er bent á að bankarnir reiði sig mjög á erlent lánsfé og sé það ákveðinn veik- leiki því aðgengi að fjármagni hafi ekki verið í takt við lánshæfisein- kunn Moody’s og Fitch og því hafi þeir þurft að leita fjármagns utan Evrópu, bæði í Bandaríkjunum og Asíu. Jónas Sigurgeirsson, fram- kvæmdastjóri samskiptasviðs í KB banka, segir bankann aldrei hafa verið í sterkari stöðu en nú. Hann telur einkennilega gagnrýni að benda á að arðsemi eigin fjár bankans falli úr 39 prósentum í 21 prósent sé gengishagnaður dreginn frá. „Hvaða banki sem er getur verið stoltur af því að sýna 21 prósenta arðsemi. Yfirlýst arð- semismarkmið okkar er að vera yfir 15 prósentum.“ Jónas árétt- ar einnig að álag á skuldabréfum bankans hafi verið að lækka eins og búist hafi verið við, þótt vissu- lega hefði bankinn viljað sjá það gerast hraðar. Ingvar H. Ragnarsson for- stöðumaður Alþjóðlegrar fjár- mögnunar Íslandsbanka, segir ljóst að bankarnir þurfi að auka upplýsingagjöf á erlenda markaði, því þótt lánshæfiseinkunn banka sé góð hjá matsfyrirtækjum á borð við Moody‘s og Fitch þá geti skrif greiningarfyrirtækja á borð við Credit Sights og Barcleys haft áhrif á fjárfesta og þar með á kjör á skuldabréfum. „Og þetta er verk- efni bankanna allra,“ segir hann og bætir við að tónninn í þessum nýju skýrslum Credit Sights og Barcleys sér svipaður og verið hafi í fyrri skrifum erlendra greining- arfyrirtækja. „En með auknum umsvifum bankanna erlendis hafa fleiri farið að fylgjast með þeim og greina þá.“ Tryggvi Pálsson, framkvæmda- stjóri fjármálasviðs Seðlabanka Íslands, segir bankann ekki munu tjá sig sérstaklega um álit þess- ara greiningarfyrirtækja á stöðu íslensku bankanna heldur gera grein fyrir eigin áliti á stöðugleika fjármálakerfisins í árvissri skýrslu sinni. „Næsta skýrsla kemur út 4. maí. Þá verður farið yfir bæði þjóðhagslegt umhverfi og rekstr- arlegar forsendur bankakerfisins og okkar mat á því hvernig fjár- málakerfið stendur varðandi stöð- ugleika,“ segir hann en bætir þó við að skrif um fjármálamarkað- inn hér séu alltaf áhugaverð, hvort sem þau séu innlend eða erlend. „Ljóst er að yfir línuna séð er lögð vinna í þessar greiningar, en þær hafa oft mismunandi tilgang, til dæmis ráðgjöf við fjárfesta og eru þá ekki sambærilegar við stöðug- leikagreiningar seðlabanka, né álit matsfyrirtækja sem hafa jú miklu meiri aðgang að trúnaðar- upplýsingum hjá bönkunum sem þeir meta.“ Gylfi Magnússon, deildarfor- seti viðskipta- og hagfræðideildar Háskóla Íslands, segir greining- arfyrirtæki leggja fram rökstudd álit eftir að hafa skoðað aðstæður og geti komist að ólíkum niðurstöð- um. Hann telur þó ekki sérstakt tilefni til að draga lánshæfismat fyrirtækja á borð við Moody‘s og Fitch á bönkunum í efa. „Þessi fyr- irtæki leggja orðspor sitt að veði og eru þekkt fyrir að hafa oftar rétt fyrir sér en ekki.“ olikr@frettabladid.is Bankar veikari en uppgjör benda til
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.