Fréttablaðið - 02.02.2006, Blaðsíða 4

Fréttablaðið - 02.02.2006, Blaðsíða 4
4 2. febrúar 2006 FIMMTUDAGUR BANDARÍKIN, AP Í árlegri stefnu- ræðu sinni, sem George W. Bush Bandaríkjaforseti flutti í fyrrinótt að íslenskum tíma, útmálaði hann demókrata sem uppgjafarsinna vegna gagnýni þeirra á herförina í Írak og sakaði þá jafnframt um að vera einangrunarsinna fyrir að gagnrýna nýja viðskiptasamninga og skattalækkunaráform. Bush varaði við því að Banda- ríkin yrðu að rjúfa „fíkn“ sína í olíu. Þjóðin væri of háð innfluttri olíu, oft frá „óstöðugum“ löndum, og nauðsyn bæri til að finna nýja valkosti. Málefni Miðausturlanda vógu þungt í ræðunni. Hann varaði við „hættu og afturför“ ef Banda- ríkjamenn stæðu sig ekki í að mæta af fullri hörku ógnum sem að þeim steðjuðu utan úr heimi. Öryggis og efnahagsmál voru annars aðalmálefnin sem Bush vék að í ræðunni, sem er flutt á viðkvæmum tíma þar sem á þessu ári verður kosið til flestra þing- sætanna í fulltrúadeildinni og 36 ríkisstjóraembætta. Demókratar, sem eru í minni- hluta á þingi, reyna nú að láta kné fylgja kviði er Bush á á brattann að sækja í skoðanakönnunum og ýmsir þingmenn repúblikana eru flæktir í umtöluð spillingarmál. Í takt við þetta sögðu þingleiðtogar demókrata stefnuræðuna einkenn- ast af ótrúverðugri óskhyggju. Bush hefur um alllanga hríð sætt gagnrýni fyrir að bjartsýn- ar yfirlýsingar hans síðustu árin rími engan veginn við þær áhyggj- ur sem bandarískur almenningur ber í brjósti, svo sem varðandi ískyggilega hækkun eldsneytis- verðs og síaukins kostnaðar við heilbrigðisþjónustu. Hið óvin- sæla og kostnaðarsama Íraks- stríð og stöðug hætta á nýjum hryðjuverkum bætir heldur ekki stemmninguna. Forsetinn sagðist þrátt fyrir þetta vera bjartsýnn á framtíðina. Í efnahagsmálum bauð Bush annars upp á hófstillta stefnu- mörkun, á tímum þegar fjárlaga- halli Bandaríkjanna hefur náð nýjum hæðum. Hann lýsti því yfir að Bandaríkin yrðu að slíta sig laus frá því að vera háð olíu frá Miðausturlöndum. Hann hafnaði áskorunum um að kalla herlið- ið heim frá Írak. „Það er enginn friður unninn með undanhaldi,“ sagði hann. audunn@frettabladid.is STEFNAN BRÝND FYRIR BANDARÍKJAMÖNNUM Bush forseti í ræðustól á Bandaríkjaþingi. Stefnuræðunni var að vanda sjónvarpað beint á besta útsendingartíma. FRÉTTABLAÐIÐ/AP Þjóðin venji sig af olíufíkn Bush Bandaríkjaforseti sagði í stefnuræðu sinni í fyrrinótt að Bandaríkjamenn yrðu að taka sér tak til að hætta að vera háðir olíu frá hinum óstöðugu Miðausturlöndum. Demókratar gagnrýndu forsetann fyrir ótrúverðuga óskhyggju. Bush sakaði demókrata um að vera einangrunar- og uppgjafarsinna. Cindy Sheehan, móðir hermanns sem féll í Írak, var varpað á dyr af örygg- isvörðum bandaríska þinghússins í Washington er George W. Bush for- seti flutti stefnuræðu sína þar í fyrra- kvöld. Sheehan var sögð hafa brotið reglur með því að vera í áberandi bol með slagorðum gegn stríðinu. Hún var hins vegar ekki sú eina sem vísað var á dyr við sama tæki- færi. Beverly Young, eiginkona Bills Young, þingmanns úr Repúblikana- flokknum, var ekki látin komast upp með að vera í bol með áletruninni „Styðjið hermennina sem verja frelsi okkar“. Hún sagðist á bloggsíðu sinni í gær ætla að leggja fram kæru vegna brots á tjáningarfrelsi. Sheehan, sem varð fræg fyrir að tjalda við búgarð Bush í Texas og mótmæla Íraksstríðinu þar mánuðum saman, ætlar hugsanlega í þingfram- boð sjálf í heimaríki sínu, Kaliforníu. Tjáningarfrelsið takmarkað: Konum í bolum varpað á dyr SHEEHAN TEKIN Öryggisverðir Banaríkjaþings vísa Cindy Sheehan af þingpöllum. FRÉTTABLAÐIÐ/AP GENGIÐ GENGI GJALDMIÐLA 1.2.2006 Gengisvísitala krónunnar Bandaríkjadalur 62,66 62,96 Sterlingspund 111,33 111,87 Evra 75,9 76,32 Dönsk króna 10,166 10,226 Norsk króna 9,427 9,483 Sænsk króna 8,216 8,264 Japanskt jen 0,5323 0,5355 SDR 90,72 91,26 HEIMILD: Seðlabanki Íslands KAUP SALA 106,3029 HESTAMENNSKA Landssamband hestamannafélaga ætlar að skrifa Adolf Inga Erlingssyni, íþrótta- fréttamanni á RÚV, bréf og krefja hann skýringa á ummælum sem hann lét falla í nýjasta tölublaði Eiðfaxa, að sögn Jóns Alberts Sig- urbjörnssonar, formanns LH. Mikill hiti er í hestamönn- um um land allt vegna ummæla Adolfs Inga. Í Eiðfaxa er haft eftir honum: „Í hugum margra eru hestamenn yfirleitt rallhálf- ir, hangandi á bikkjunum sínum. Auðvitað eru þetta vissir fordóm- ar en þannig er þetta nú samt. Þó að hestamennska sé með mikinn fjölda iðkenda þá er 99 prósent af þeim bara dundarar.“ Og síðar: „Knaparnir eru í flestum til- fellum hrossaprangarar á sama tíma og því eru ekki greinileg skil á milli íþróttamanna og sölu- manna.“ Adolf Ingi segir að ummælin séu tekin allverulega úr sam- hengi. Hann kveðst hafa sagt að sem betur fer hafi þessi umrædda ímynd hestamanna breyst veru- lega á síðustu árum. Varðandi það sem haft hafi verið eftir sér um „hrossaprangara“ segir Adolf Ingi að þar hafi honum verið lögð „algjörlega orð í munn“. „Ég sagði blaðamanninum að það stæði íþróttinni jafnvel svo- lítið fyrir þrifum að menn væru jafnframt því að keppa á hestum að braska með þá og það blönduð- ust inn í þetta peningar. Það er því stundum erfitt að greina á milli hvar íþróttirnar liggja í þessu og hvar „bisnessinn“ tekur við.“ - jss Mikill hiti í hestamönnum um land allt vegna ummæla í Eiðfaxa: Adolf Ingi krafinn skýringa MOSKVA, AP Rússar þurfa að byggja 40 kjarnakljúfa fyrir árið 2030, og auka þar með notkun Rússa á rafmagni unnu úr kjarnorku úr 16 prósentum í 25 prósent, að sögn yfirmanns kjarnorkumála þar í landi. Nýju kljúfarnir munu tengja net kjarnorkuvera við sex kjarnakljúfa í nágrannaríkjum Rússlands, en þeir voru byggð- ir á tímum Sovétríkjanna, sagði Sergei Kirijenko í gær. Til að ná þessu takmarki verða Rússar að byggja tvo kjarnakljúfa á hverju ári, og hefja bygginguna ekki síðar en 2011. Rússar starfrækja nú 31 kjarnakljúf. - smk Orkuvandi Rússa: Byggja fjörutíu kjarnakljúfa ADOLF INGI Kveðst hafa talað sem einstakling- ur en ekki fyrir RÚV eða Samtök íþróttafrétta- manna. ALDRAÐIR 38 einstaklingar, sem eiga maka inni á öldrunarstofnun- um, bíða eftir vistun. Þar af eru níu pör eða hjón sem ekki fá vist- un á sama stað. Þetta kom fram í svari Jóns Kristjánssonar heil- brigðisráðherra við fyrirspurn Ástu R. Jóhannesdóttur á Alþingi í gær. Ásta spurði ráðherra hvort honum þætti boðlegt að skilja að öldruð hjón með þessum hætti. Jón svaraði að viljinn væri einlægur til þess að ráða bót á þessu að fullu. Þau tilvik þar sem út af bæri væru á höfuðborgarsvæðinu og stöfuðu af skorti í vistunarrými. - jh Brestur í vistun aldraðra: Hjón ekki allt- af á sama stað TÖLVUMÁL Tölvuormurinn W32/ Kapser.A@mm mun á morgun eyða fjölmörgum skrám í tölvum þar sem vírusinn er að finna. Orm- urinn mun síðan eyða enn fleiri skrám þriðja dag hvers mánaðar þar til honum hefur verið eytt. Ormurinn ræðst á Word, Excel, PowerPoint, Adobe PDF og Adobe Photoshop skjölum, úr sýktum tölvum. Í fréttatilkynningu frá Friðriki Skúlasyni tölvufræðingi segir að ormurinn sé frábrugðinn flestum þeim ormum sem komið hafa fram á sjónarsviðið síðustu ár. Ormurinn berst með tölvupósti sem viðhengi. - mh Tölvuormur fer á kreik: Ræðst á skjöl og eyðir þeim HEIMILSTÖLVA Í NOTKUN Öll helstu vírus- varnarforrit eru sögð finna orminn.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.