Fréttablaðið - 02.02.2006, Blaðsíða 32

Fréttablaðið - 02.02.2006, Blaðsíða 32
 2. febrúar 2006 FIMMTUDAGUR6 Kílóið: Kjóll, pils, vesti, undirkjóll, húfa, blússa og leggings. FRÉTTABLAÐIÐ / VILHELM Tígursamfestingur, 300 g. FRÉTTABLAÐIÐ / VILHELM Kílómarkaður er hafinn í Spútn- ik-verslununum. Þar er hægt að finna flíkur í öllum regnbogans litum. Það lifnaði óvenju snemma yfir Spútnik-verslununum í gærmorg- unn því klukkan átta var opnað- ur hinn árlegi kílómarkaður sem engin tískuspíra getur látið fram hjá sér fara. Þótt árla væri var biðröð á Klapp- arstígnum þegar búðin var opnuð, því milli klukkan átta og tíu var kílóið falt á 2000 krónur íslenskar, sem annars kostar 3500 krónur á venjulegum opnunartíma. Það er óhætt að segja að úrvalið sé mikið í búðunum tveim og allar vörur er hægt að versla í kílóavís nema skóna, skartið og pelsana, sem þó eru á vel niðursettu verði. Litagleðin og fjölbreytnin ræður ríkjum í Spútnik og það er ótrú- legt hvað er hægt að næla sér í á þessu frábæra verði. Kjólarnir eru margvíslegir, dopp- óttir, röndóttir, gulir og rauðir og ef vel er valið er til dæmis hægt að verða sér úti um fimm flotta kjóla á aðeins 3500 krónur. Ekki ónýtt að byrja daginn á slíkum kostakaupum. Kílómarkaðurinn í Spútnik Sjal, 300 g. FRÉTTABLAÐIÐ / VILHELM Rauður kjóll, 200 g. FRÉTTABLAÐIÐ / VILHELM Helena og Hafdís í sitthvorum 200 gramma kjólnum. FRÉTTABLAÐIÐ / VILHELM Ofurfyrirsætan Kate Moss var yfirheyrð hjá lögreglunni í London í fyrradag. Hún verður líklega ekki ákærð fyrir meinta fíkniefnanotkun. Kate Moss sneri aftur til Lond- on í fyrradag. Þá voru liðnir 143 dagar frá því að myndir af henni birtust í slúðurblöðunum þar sem hún sniffaði kókaín með þáverandi kærasta, Pete Doherty. Myndbirt- ingin leiddi til þess að hún fór í meðferð vegna fíkniefnaneyslu, samningi hennar við Hennes og Mauritz var rift og hún ákvað að flytja frá Bretlandi. Kate fór með lögfræðingi sínum á lögreglustöð nálægt Bucking- ham-höllinni í fyrradag. Hún var klædd beislituðum jakka, með breitt hárband og stór, svört sól- gleraugu. Hjá lögreglunni var hún yfirheyrð í 80 mínútur og síðan keyrð á heimili sitt í Oxfordshire. Hin 32 ára gamla ofurfyrirsæta er talin hafa aðstoðað lögregluna við veigamikla fíkniefnarannsókn. Hún mun líklega ekki verða ákærð þrátt fyrir að hafa orðið uppvís að kókaínneyslu. Aðstoðaði við fíkniefnarannsókn Sólgleraugu Kate Moss vöktu athygli og talið er að eftirlíkingar verði fljótlega komn- ar í helstu búðir. FRÉTTABLAÐIÐ/AP TÍSKUHÖNNUÐURINN PAUL SMITH VAR UNDIR ÁHRIFUM FRÁ VILLTA VESTRINU Á TÍSKUSÝNINGU Í PARÍS FYRIR STUTTU. Nú stendur yfir tískuvika í París þar sem nýjustu tískustraumar fyrir herra eru kynntir. Rokk og ról hefur verið nokkuð áberandi en á sýningu Pauls Smith komu fram sterk einkenni kúrekastíls. Paul Smith er breskur og hefur oft þótt mjög þjóðlegur í hönnun sinni og því kom það mörgum á óvart að Smith skyldi leita til villta vestursins. Hann bland- aði stórum beltasylgjum við venjulegar, teinóttar jakka- fatabuxur. Vesti voru einnig mjög áberandi. kúrekatíska } Villta vestrið NFS ER Á VISIR.IS NFS í beinni á VefTV og upptökur þegar þér hentar Visir.is er stærsta fréttalind landsins. Þar miðla Fréttablaðið og Nýja fréttastofan fréttum allan sólarhringinn og nú er NFS í beinni á VefTV frá morgni til kvölds. Þú færð fréttirnar beint í æð í vinnunni eða heima og upptökur af fréttum dagsins tryggja að þú missir ekki af neinu. NFS ER Á VISIR.IS NFS í beinni á VefTV og upptökur þegar þér hentar Visir.is er stærsta fréttalind landsins. Þar miðla Fréttablaðið og Nýja fréttastofan fréttum allan sólarhringinn og nú er NFS í beinni á VefTV frá morgni til kvölds. Þú færð fréttirnar beint í æð í vinnunni eða heima og upptökur af fréttum dagsins tryggja að ú missir ekki af einu.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.