Fréttablaðið - 02.02.2006, Blaðsíða 24

Fréttablaðið - 02.02.2006, Blaðsíða 24
 2. febrúar 2006 FIMMTUDAGUR FRÁ DEGI TIL DAGS Þjóðir heimsins eru ólíkar eins og annað fólk. Sumar lifa við óskor- að lýðræði langtímum saman eins og ekkert sé sjálfsagðara, aðrar búa við fáræði eða einræði mann fram af manni. Sumar eru glaðar og reifar eins og Danir, aðrar eru þungar og þöglar eins og Finnar. Sumar þjóðir horfa áfram veginn og út á við, aðrar horfa aftur á bak og inn á við. Sumar kjósa að leysa ýmis mikilvæg mál með því að snúa bökum saman, aðrar treysta í ríkari mæli á einkaframtak. Og þá er ég kominn að efni dagsins, sem er skattbyrðin. Sumar þjóðir kjósa að fjár- magna ýmis verkefni samfélags- ins – t.d. heilbrigðisþjónustu, menntun og ýmsar tryggingar – heldur af almannafé eftir föng- um en úr einkasjóðum. Byrjum hinum megin á hnettinum. Ástral- ar hafa mörg undangengin ár látið sér duga að leiða röskan þriðjung þjóðartekna sinna í gegnum fjár- hirzlur ríkisins. Skattbyrðin þar í neðra hefur m.ö.o. numið rösk- um þriðjungi af landsframleiðslu. Hún hefur staðið nokkurn veginn í stað síðan 1988. Það er eftirtekt- arvert vegna þess, að skattbyrð- in í iðnríkjunum hneigist jafnan til að þyngjast af sjálfri sér. Því veldur einkum tvennt. Í fyrsta lagi gerir almenningur með batnandi hag æ meiri kröf- ur til ríkis og byggða um meiri og betri þjónustu: lengri og betri brýr og vegi, fleiri og betri skóla og sjúkrahús og þannig áfram. Þessum auknu kröfum halda menn ótrauðir fram m.a. í krafti þess, að kostnaðurinn fellur á samfélagið í heild: menn eru öðrum þræði að gera kröfur um útlát af annarra fé. Í öðru lagi er skattalöggjöfin víðast hvar þannig saman sett, að mönnum er gert að greiða hærra hlutfall tekna sinna í skatt af háum tekjum en lágum og skatt- leysismörk eru föst í krónum talið eða dollurum eða öðrum myntum eða fylgja a.m.k. ekki verðlagi eða kauplagi til fulls, svo að fólk flyzt þá smám saman sjálfkrafa upp í hærri þrep skattstigans eftir því sem verðlag hækkar. Skattbyrð- in þyngist þá af sjálfsdáðum, án þess að stjórnmálamenn þurfi að hafa fyrir því að gera óvinsælar ráðstafanir í þá veru. Þeir geta jafnvel lækkað skatta með lögum við og við, þótt skattbyrðin haldi áfram að þyngjast af sjálfri sér. Sömu sögu er að segja af Bandaríkjunum. Þar hefur skatt- byrðin haldizt óbreytt nálægt þriðjungi af landsframleiðslu síðan 1980 – og það þótt bæði Reagan forseti (1981-88) og Bush yngri (2001-) hafi svarið og sárt við lagt að lækka skatta. En þeir gerðu það ekki, heldur beittu þeir sér fyrir samdrætti í útgjöldum ríkisins og steyptu ríkisbúskapn- um í botnlausan hallarekstur. Bretum hefur einnig tekizt að halda skattbyrðinni svo að segja óbreyttri síðan 1988: hún nam þá og nemur enn (2005) um 42% af landsframleiðslu. Bretar leiða því mun stærri hluta þjóðartekna sinna í gegnum fjárhirzlur ríkis og byggða en Bandaríkjamenn, eða 42% á móti 33%. Hér blasir við einn höfuðmunurinn á hag- skipulagi Bretlands og Banda- ríkjanna: ólík verkaskipting milli almannavalds og einkaframtaks. Bretum svipar að þessu leyti til annarra Evrópuþjóða. Þjóðverjar eru á svipuðu róli og Bretar: skattbyrðin í Þýzkalandi nemur nú um 43% af landsfram- leiðslu eins og 1988, en hún fór upp í 46% fyrir nokkrum árum, og þá tóku Þjóðverjar sér tak og keyrðu skattana niður aftur. Frakkar eru lausari á bárunni: hjá þeim hefur skattbyrðin hækkað smám saman síðan 1988 og er nú komin upp fyrir helming af landsframleiðslu eins og meðal frænda okkar og vina á Norðurlöndum. Skattbyrð- in á OECD-svæðinu er nú þyngst í Noregi, eða 62% af landsfram- leiðslu borið saman við 55% 1988. Olíuauðurinn hefur ásamt öðru ýtt undir eftirsókn Norðmanna eftir ýmislegri þjónustu úr hendi ríkis og byggða. Næstþyngst er skattbyrðin nú í Svíþjóð, eða 58% af landsframleiðslu. Skatt- byrðin þar í landi komst hæst í 65% 1990, en þá tóku Svíar sér tak og keyrðu hana niður aftur. Skattbyrðin í Danmörku er nú 57% af landsframleiðslu og hefur haldizt óbreytt síðan 1988, og í Finnlandi er hún 53% á móti 52% 1988. Frakkar verma fimmta sæti skattalistans á eftir frændum okkar fjórum og vinum. En Ísland? Skattbyrðin hér heima hefur snarþyngzt eins og Stefán Ólafsson prófessor lýsti í Morgunblaðinu um daginn. Hún nemur nú 47% af landsfram- leiðslu borið saman við 40% 1988 og er komin upp fyrir meðallag Evrópusambandsríkjanna (45%). Það er því ekki lengur boðlegt að afsaka laka almannaþjónustu á Íslandi með lágum sköttum. Víst hefur skattbyrðin þyngst Í DAG SKATTAR OG SKYLDUR ÞORVALDUR GYLFASON Skattbyrðin hér heima hefur snarþyngzt eins og Stefán Ólafsson prófessor lýsti í Morg- unblaðinu um daginn. Hún nemur nú 47% af landsfram- leiðslu borið saman við 40% 1988 og er komin upp fyrir meðallag Evrópusambandsríkj- anna (45%). ÚTGÁFUFÉLAG: 365 – prentmiðlar RITSTJÓRI: Kári Jónasson FRÉTTARITSTJÓRI: Sigurjón M. Egilsson AÐSTOÐARRITSTJÓRI: Jón Kaldal FRÉTTASTJÓRI: Arndís Þorgeirsdóttir VARAFRÉTTASTJÓRI: Trausti Hafliðason RITSTJÓRNARFULLTRÚI: Steinunn Stefánsdóttir RITSTJÓRN OG AUGLÝSINGAR: Skaftahlíð 24, 105 Reykjavík AÐALSÍMI: 550 5000 SÍMBRÉF Á FRÉTTADEILD: 550 5006 NETFÖNG: ritstjorn@frettabladid.is og auglysingar@frettabladid.is VEFFANG: visir.is UMBROT: 365 – prentmiðlar PRENTVINNSLA: Ísafoldarprentsmiðja ehf. DREIFING: Pósthúsið ehf. dreifing@posthusid.is Fréttablaðinu er dreift ókeypis á heimili á höfuðborgarsvæðinu, Suðurnesjum og Akureyri. Einnig er hægt að fá blaðið í völdum verslunum á landsbyggðinni. Fréttablaðið áskilur sér rétt til að birta allt efni blaðsins í stafrænu formi og í gagnabönkum án endurgjalds. issn 1670-3871 Nýr og gamall Þorsteinn Pálsson, nýr ritstjóri Frétta- blaðsins, er ekki nýr ritstjóri ef svo má segja. Reyndar er Þorsteinn titlaður blaðamaður í símaskránni enn í dag þótt hann hafi í millitíðinni verið forsætis- ráðherra þjóðarinnar og í forystusveit atvinnurekenda svo fátt eitt sé nefnt. Fyrir liðlega 30 árum varð Þorsteinn ritstjóri Vísis. Vikið er að þessu í bókinni „Ísland í aldanna rás“ og segir fyrst af ritstjóratíð Jónasar Kristjánssonar á Vísi: „Blaða- mennska Vísis undir hans stjórn þótti nútímalegri og hressilegri en landsmenn höfðu kynnst um langt skeið. Eigendur Vísis, kaupsýslumenn úr innsta hring Sjálfstæðisflokksins, voru ánægðir með betri stöðu blaðsins en þegar kom fram á áttunda áratuginn fóru að renna á þá tvær grímur. Þeim þótti Jónas orðinn fullsjálfstæður fyrir Sjálfstæðisflokkinn.“ Flokkur eða markaður „Fór brátt ekki á milli mála að í efnisvali og efnistökum leiddi Jónas ekki endilega fyrst hugann að því hvað kæmi Sjálf- stæðisflokknum best á hverjum tíma. Það líkaði eigendunum illa og fór sér- staklega í taugarnar á þeim ef Vísir fjall- aði of mikið um ýmis fjármálahneyksli, misferli og önnur vafasöm uppátæki fésýslumanna sem oftar en ekki voru nátengdir Sjálfstæðisflokknum. Og þegar Jónas fór að gaspra í leiðurum blaðsins um „samtryggingakerfi stjórnmálaflokk- anna“ var þeim nóg boðið. Um mitt ár 1975 réðu eigendurnir því nýjan ritstjóra við hlið Jónasar sem átti að hafa hemil á honum og gæta þess að Vísir fylgdi flokkslínu Sjálfstæðisflokks- ins í hvívetna og sýndi flokksmönnum öllum fyllstu kurteisi og hollustu. Nýi ritstjórinn var kornungur lögfræðingur og blaðamaður á Morgunblaðinu, Þorsteinn Pálsson.“ Framhaldið muna margir enn. Jónas og Sveinn R. Eyjólfsson útgefandi stofnuðu Dagblaðið sem náði skjótri útbreiðslu. Í lok frásagnarinnar í bókinni er gefið til kynna að Þorsteinn hafi - þegar upp var staðið - fylgt óháðri stefnu Jónasar fremur en flokkslínunni. johannh@frettabladid.is Mest lesna viðskiptablaðið AUGLÝSINGASÍMI 550 5000 FYLGIR FRÉTTABLAÐINU ALLA MIÐVIKUDAGA Sa m kv æ m t fj ö lm ið la kö n n u n G al lu p o kt ó b er 2 00 5. Mest lesna viðskiptablaðið AUGLÝSINGASÍMI 550 5000 FYLGIR FRÉTTABLAÐINU ALLA MIÐVIKUDAGA Sa m kv æ m t fj ö lm ið la kö n n u n G al lu p o kt ó b er 2 00 5. Mest lesna viðskiptablaðið AUGLÝSINGASÍMI 550 5000 FYLGIR FRÉTTABLAÐINU ALLA MIÐVIKUDAGA Sa m kv æ m t fj ö lm ið la kö n n u n G al lu p o kt ó b er 2 00 5. AUGLÝSINGASÍ I FYLGIR FRÉTTABLAÐINU ALLA MIÐVIKUDAGA Sa m kv æ m t fj ö lm ið la kö n n u n G al lu p o kt ó b er 2 00 5. est lesna viðskiptablaðið AUGLÝSINGASÍMI 550 5000 FYLGIR FRÉTTABLAÐINU ALLA MIÐVIKUDAGA Sa m kv æ m t fj ö lm ið la kö n n u n G al lu p o kt ó b er 2 00 5. „Því miður hafa Vesturlönd tapað öllu skyni á það sem er heilagt.“ Þessi orð er að finna í grein eftir franska guðfræðinginn Sohaib Bencheikh sem birtist í franska dagblaðinu France Soir í gær. Greinin er sett saman í tilefni af því stigvaxandi fári sem hefur farið um lönd múslima frá því að Jótlandspósturinn birti tólf skopteikningar af Múhameð spámanni fyrir fjórum mánuðum. Franska guðfræðingnum er ekki skemmt og í grein sinni segir hann að finna verði „mörkin milli tjáningarfrelsisins og réttarins til að vernda það sem heilagt er“. Því miður er þetta ekki hægt því grundvallarhugmyndin á bak við tjáningarfrelsið er einmitt sá heilagi réttur að finnast ekkert vera heilagt. Og þessu eru ritstjórar France Soir greinilega sammála frekar en skoðunum pistlahöfundar síns því á forsíðu blaðsins í gær var birt skopmynd af guði búddista, gyðinga, kristinna og múslima undir fyrirsögninni „Já, við höfum rétt til að skopast að guði.“ Inni í blaðinu endurbirtu þeir síðan teikningar Jótlandspóstsins til að undirstrika enn fremur mikilvægi tjáningarfrelsisins í vestrænu samfélagi. Hér er því spáð að á næstu dögum munu enn fleiri vestrænir fjölmiðlar bætast í þetta varnarlið tjáningar- frelsisins sem er einn af hornsteinum lýðræðisþjóð- félaga. Það er full ástæða til að verja það frelsi af ákefð hvort sem maður hefur smekk og húmor fyrir gríni Jótlandspóstsins eða ekki. Fleiri blöð í Evrópu gerðu það sama í gær. Ritstjórar þýska blaðsins Die Welt settu eina af dönsku teikningunum á forsíðuna og landar þeirra á Berliner Zeitung birtu tvær myndir á innsíð- um blaðsins. Hér er því spáð að á næstu dögum munu enn fleiri vestrænir fjölmiðlar bætast í þetta varnarlið tjáningarfrelsis- ins sem er einn af hornsteinum lýðræðisþjóðfélaga. Það er full ástæða til að verja það frelsi af ákefð hvort sem maður hefur smekk og húmor fyrir gríni Jótlandspóstsins eða ekki. Sigurður Örn Brynjólfsson, höfundur teiknimyndasögunnar Pú og Pa, sem birtist daglega í Fréttablaðinu, blandar sér í leik- inn í dag og er nokkuð víst að margir kollegar hans víða um heim eiga eftir að gera það líka. Málið snýst nefnilega ekki lengur um birtingu teikninga í dönsku dagblaði heldur samstöðu um það frelsi til orðs og æðis sem er megineinkenni lýðræðisins. En það blása ekki aðeins naprir vindar um það frelsi að austan heldur einnig að vestan, frá landi hinna hugrökku og frjálsu, þar sem stríð gegn hryðjuverk- um hefur á rétt ríflega fjórum árum leitt til algjörra umskipta í afstöðu stjórnmálamanna til mannréttinda og einkalífs. Evrópa með allri sinni menningarlegu fjölbreytni verður að spyrna við fótum. Til þess þarf þó að verða ákveðin hugarfars- breyting. Ein helsta orsök innflytjendavandans, sem mörg ríki í Evrópu glíma við, er ákveðin gerð af eftirlátssemi við nýja íbúa álfunnar. Sú hugmynd að hægt sé að gefa innflytjendum afslátt af ríkjandi réttindum ef þau stangast á við siði og lífsreglur sem þeir koma með sér frá gamla landinu, hefur orðið til að skapa einangruð samfélög innan samfélagsins. Dæmi frá Hollandi, Danmörku og fleiri löndum benda til að það sé að vera ákveðin hugarfarsbreyting í þessum efnum enda ljóst að eitthvað verður að breytast. Tjáningarfrelsið er þó örugglega ekki eitt af því. SJÓNARMIÐ JÓN KALDAL Deilan snýst ekki lengur um birtingar á teikningum í dönsku dagblaði. Heilagur réttur að finnast ekkert heilagt
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.