Fréttablaðið - 02.02.2006, Blaðsíða 56

Fréttablaðið - 02.02.2006, Blaðsíða 56
 2. febrúar 2006 FIMMTUDAGUR36 bio@frettabladid.is �������������������� ��� �������� ����������� ������������ ������������ „It‘s time to prove to your friends that you‘re worth a damn. Sometimes that means dying, sometimes it means kill- ing a whole lot of people.“ - Clive Owen fer eftir einföldum en ákveðnum lífsreglum í hlutverki erkitöffarans Dwights í Sin City. > Ekki missa af... A Little Trip to Heaven eftir Baltasar Kormák. Myndin skartar Forest Whitaker í aðalhlutverki sem fer hamförum sem Abe Holt. Loksins, loksins er komin íslensk mynd þar sem tækni- vinna er allt að því fullkomin. Í allri umræðunni um hvaða leikari ætti að feta í fótspor Pierce Brosnan sem leyniþjónustumað- urinn James Bond kom nafn Clive Owen oftar en ekki upp. Margir hrifust af honum og stjarna hans var ekki farinn að skína það skært á þeim tíma. Owen hafði þá leikið í mynd Roberts Altman, Gosford Park, en ekki hlotið mikla athygli fyrir. Hlutverk hans sem illmenni í Bourne Identity þótti ekki bitastætt enda drap Matt Damon hann fyrir rest. Margir í hans stöðu hefðu því fengið augastað á að þjóna hennar hátignar til að efla ferilinn en til þess þurfti þó ekki að koma því nú hefur hann slegið í öðrum bitastæðari hlutverkum. Owen var þekktur sjónvarpsleikari í Bretlandi og hefur leikið í nokkrum vinsælum þáttaröð- um og myndum en frægð hans náði ekki langt út fyrir landsteinana. Owen var fyrst og fremst sviðsleikari og gat sér góðs orðs sem slíkur áður en draumaverksmiðjan í Hollywood tók hann upp á sína arma. Eftir að hafa lokið námi í Royal Academy of Dramatic Art gekk leikarinn til liðs við Young Vic Theatre Comp- any og lék þar Rómeó. Hugur hans stefndi alltaf að kvikmyndaleik og eftir að King Arthur sló í gegn opnuðust allar flóðgáttir fyrir hann. Strax á eftir fylgdi kvik- myndin Closer með Juliu Roberts, Natalie Portman og Jude Law en Owen og Portman voru bæði til- nefnd til Óskarsverðlauna fyrir frammistöðu sína í myndinni. Velgengni Sin City eftir Robert Rodriquez tryggði honum síðan fasta vinnu við kvikmyndir um óákveðinn tíma. CLIVE OWEN Hefur á örskömmum tíma orðið að heimsfrægri kvikmyndastjörnu eftir að hafa getið sér góðs orðs fyrir leik á sviði og sem einn af hirðleikur- um BBC. Maðurinn sem átti að verða Bond FRUMSÝNDAR UM HELGINA DÓMAR Í ERLENDUM MIÐLUM Derailed Internet Movie Database 5,8 / 10 Rottentomatoes.com 21% / Rotin Metacritic.com 6,3 / 10 Walk the Line Internet Movie Database 8,0 / 10 Rottentomatoes.com 83% / Fersk Metacritic.com 8,0 / 10 Charles Schine auglýsingafram- leiðandi er venjulegur íbúi í Chi- cago. Hann er hamingjusamlega giftur og í góðri stöðu. Fer með lestinni til vinnu á hverjum morgni og lífið er í föstum skorðum. Þegar Charles missir af lestinni einn morgun gerir hann sér enga grein fyrir afleiðingunum. Framleiðand- inn hittir hina fögru Lucindu sem heillar hann strax upp úr skónum. Hún er í sömu sporum og hann en þörf þeirra fyrir tilbreytingu lokk- ar þau til frekari kynna. Í fyrstu borða þau bara sakleysislega hádegisverði saman en svo þróast þeir út í drykk eftir vinnu og loks enda þau í ástríðufullum atlotum á hótelherbergi og þar fara ósköpin fyrst að dynja yfir fyirr alvöru. Parið er gripið glóðvolgt af glæpamanninum LaRoche sem ryðst inn á herbergið til þeirra og gerir sér grein fyrir aðstöðu sinni. Hann fer að kúga peninga út úr Charles með ýmsum ráðum enda vill hann ekki að konan hans frétti af þessu smáskoti. Charles áttar sig hins vegar fljótlega á því að hlutirnir munu ekkert breytast nema að hann grípi til rótttækra aðgerða. Það eru þau Jennifer Aniston og Clive Owen sem fara með aðal- hlutverkin í nýjustu afurð leik- stjórans Mikaels Hafström en mynd hans, Ondskan, var tilnefnd til Óskarsverðlauna sem besta erlenda myndin fyrir tveimur árum. Jennifer Aniston þarf varla að kynna en hún varð heimsfræg sem hluti af Vinahópnum. Fáum ef einhverjum af vinunum hefur tek- ist jafn vel upp og henni að brjóta sér leið fram hjá þeim hvimleiðu örlögum að vera fastur í sömu rullunni. Með önnur hlutverk fara Vincent Cassell og rappararnir RZA og Xzibit. - fgg CHARLES Í VONDUM MÁLUM Auglýsingaframleiðandinn Charles Schine kemst í vond mál þegar framhjáhald hans verður vatn á myllu glæpamanna sem nýta sér það til fjárkúgunar. Þegar örlögin grípa inn í Fátt er Bandaríkjamönnum jafn hugleikið og fallnar hetjur. Skiptir engu hvort það eru hermenn, forsetar, íþróttamenn eða tónlistar- menn. Ekki þykir verra ef átrúnaðargoðin eru mannleg og breysk en það má með sanni segja um Johnny Cash. Í kvikmyndinni Walk the Line er sjónum beint að stormasömu sam- bandi Johnnys Cash við barnastjörn- una fyrrverandi, June Carter. Cash ferðaðist með helstu rokkstjörnum Bandaríkjanna, Jerry Lee Lewis og Roy Orbison, um landið þvert og endilangt og hafði alltaf augun á June. Hann hafði verið hrifinn af henni síðan í æsku þegar hann bjó við sára fátækt og hlustaði á Cart- er-fjölskylduna syngja í útvarpinu. Samband Johnnys og June var um margt sérstakt, til dæmis lést Cash aðeins nokkrum mánuðum eftir að June kvaddi þennan heim. Það var löngum haft á orði að hún væri kletturinn í lífi hans og hjálpar- hella, en Cash hafði lengi háð harða baráttu við sykursýki. „Frá því að Jóhannes skír- ari var og hét hefur ekki nokkur rödd verið jafn eftirtektarverð úti í auðninni og Johnny Cash,“ er haft eftir hinum írska Bono. Bob Dylan tekur í sama streng og segir Johnny Cash vera Bandaríkin holdi klædd. „Hann er persónugerv- ingur þeirra,“ sagði hann í viðtali við Rolling Stone. Líklegast er þó lýsing Kris Kristofferson á honum hvað best. „Cash steig fram á sjón- arsviðið og gerðist hetja þeirra sem enga hetju áttu.“ Það er leikstjórinn James Man- gold sem hefur nú fært sögu John- nys Cash yfir á hvíta tjaldið, en það hefur staðið til í tæpan áratug. Mangold og framleiðandi myndar- innar, Cathy Konrad, fréttu af því að besti vinur Cash, James Keach, ætti kvikmyndaréttinn að ævisögu tónlistamannsins. Þau tóku hann tali og Keach kom þeim í samband við Cash-hjónin. Framleiðandinn og leikstjórinn hittu þau hjónin margoft á meðan unnið var að gerð handrits fyrir myndina en það krafðist mikillar heimildarvinnu. Þau hlustuðu á sögur af rómant- íkinni, rokkinu og öllum þeim erf- iðleikum sem hjónakornin glímdu við á upphafsárunum. Þau hjónin drógu ekkert undan og voru heið- arleg í frásögn sinni. Cash kom alltaf til dyranna eins og hann var klæddur en skeytingarleysi hans gagnvart náunganum kom honum þó oft í koll. „Fyrsta stefnu- mótið við Cash og konu hans var í Hendersonville og við borðuðum með þeim morgunmat. Þau hjón- in fóru með fallega bæn og sungu svo fyrir okkur,“ rifjar Mangold upp og segir að þetta hafi verið ógleymanleg stund. Leikstjórinn var aldrei í vafa um hvaða tímabil hann vildi fjalla og voru það fyrstu ár Johnnys, frá því að hann gekk með rokkstjörnu- drauminn í maganum þar til hann féll í gleymsku en náði sér aftur á strik. Hann breytti um stíl og ákvað að klæðast svörtu, svo gerði hann sér lítið fyrir og hélt tónleika í fangelsi nokkru fyrir aðdáendur sína. Þarna var goðsögnin Johnny Cash orðin til. Joaquin Phoenix kom strax upp í huga framleiðandans þegar átti að velja í hlutverkið og var það útlitið sem heillaði hana í fyrstu. „Það var sérstakt blik í augunum á honum sem sannfærði mig um að hann væri rétti maðurinn,“ útskýr- ir hún. Mangold var sama sinnis og sagði að Phoenix hefði það sem til þyrfti fyrir hlutverkið. Þau voru ekkert að tvínóna við það og réðu leikarann. Vafalaust hefur aðáun söngvarans á Phoenix haft mikið að segja því hann hreifst mjög af frammistöðu leikarans í Gladiator. Sömu sögu var að segja um Reese Witherspoon, hún hafði einfald- lega rétta útlitið og það var eins og hlutverkið væri skapað fyrir hana. Þegar leikararnir höfðu verið ráðnir til starfa beið þeirra hið erfiða hlutverk að endur- skapa tónleika- og sviðsframkomu Johnnys og June. Mangold varð snemma afhuga því að láta leikar- ana „mæma“ sönginn og sagði að það yrði of vélrænt. Eins og fram hefur komið í fjölmiðlum var With- erspoon logandi hrædd við að þurfa syngja en að flestra dómi gerir hún það af stakri prýði. Mesta lofið fær þó túlkun Phoenix og sagt er að hann beinlínis breytist í Johnny Cash á sviðinu. Walk the Line hefur hlotið ein- róma lof gagnrýnenda og hlutu bæði Phoenix og Witherspoon Golden Globe-verðlaunin fyrir frammistöðu sína. Myndin er til- nefnd til fimm óskarsverðlauna sem afhent verða fimmta mars í Kodak-höllinni í Hollywood. freyrgigja@frettabladid.is JOHNNY OG JUNE Joaquin Phoenix og Reese Witherspoon í hlutverkum sínum sem Johnny og June Cash. Samband þeirra var æði stormasamt í upphafi en þau voru óaðskiljanleg allt til dauðadags. Goðsögnin vaknar til lífsins á ný
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.