Fréttablaðið - 02.02.2006, Blaðsíða 12

Fréttablaðið - 02.02.2006, Blaðsíða 12
12 2. febrúar 2006 FIMMTUDAGUR SRÍ LANKA, AP Tamíl-tígrarnir, aðskilnaðarhreyfing tamíla á Srí Lanka, hótuðu því á þriðjudag að taka ekki þátt í friðarviðræðum í febrúar nema ríkisstjórn Srí Lanka veiti tamílum betri vernd fyrir mannránum. Tígrarnir segja skæruliða hafa rænt fimm tamílum á mánudag. Fyrir tilstuðlan norska sátta- semjarans Eriks Solheim sam- þykktu tamíl-tígrarnir og rík- isstjórn Srí Lanka nýverið að hefja friðarviðræður í febrúar. Opinberlega hefur vopnahlé ríkt í landinu frá 2002, en friðurinn hefur verið óstöðugur. Um 65.000 manns hafa látist í stríðinu. - smk Friðarviðræður á Srí Lanka: Tamíl-tígrar biðja um vernd SRÍ LANKA Stjórnarhermenn ganga eftir götu í Kólombó, höfuðborg Srí Lanka. NORDICPHOTOS/AFP LÖGREGLA Tvö umferðaróhöpp urðu rétt við Galtarholt skammt frá Borgarnesi í fyrradag. Tveir bílar lentu utan vegar og ultu í mikilli hálku. Í fyrra óhappinu slasaðist ökumaður bílsins á hálsi og herð- um en meiðsli hans eru þó ekki talin alvarleg. Ökumaður bíls- ins í seinna óhappinu, sem varð nokkrum mínútum síðar, slasað- ist óverulega. Báðir bílarnir eru mikið skemmdir. - mh Umferðarslys við Borgarnes: Ultu í hálku SVEITARSTJÓRNARMÁL Baldvin H. Sigurðsson, sigurvegari í forvali VG á Akureyri vegna komandi sveitarstjórnarkosninga, segist stefna svellkaldur á stól bæjar- stjóra að loknum kosningum. „Til þess þarf ég að vísu að fá góða kosningu en ég vona að bæjarbúar tryggi það,“ segir Baldvin. Baldvin sigraði Valgerði H. Bjarnadóttur, eina bæjarfilltrúa VG á Akureyri, með miklum mun í forvali flokksins um síðastliðna helgi. Valgerður hafnaði í öðru sæti. Á fundi með flokkssystkin- um sínum síðastliðið mánudags- kvöld tilkynnti Valgerður að hún myndi ekki þiggja annað sætið en hygðist taka þátt í starfi flokksins fram að kosningum. Baldvin á ekki von á frekari eftir- málum vegna forvalsins og segir sáttatón hafa svifið yfir fundin- um. „Nú þarf það fólk sem leitt hefur starf VG á Akureyri bara að venjast því að það er kominn nýr maður í brúna, en samhent getum við unnið vel að mörgum góðum málum fyrir bæinn okkar,“ segir Baldvin. - kk Sigurvegari í forvali vinstri grænna á Akureyri: Stefnir á bæjarstjórastólinn BALDVIN H. SIGURÐSSON Það kemur Baldvin óvart að Valgerður H. Bjarnadóttir skyldi hafna öðru sæti á framboðslistanum að teknu tilliti til niðurstöðu forvalsins. FRÉTTABLAÐIÐ/KK UPPREISNARAFMÆLI FAGNAÐ Kona af Karen-ættflokknum í Búrma reykir pípu við hátíðahöld í tilefni af 57 ára uppreisn- arafmæli Karena í búðum þeirra nærri Nýja Manerplaw í Búrma á þriðjudag. Uppreisn Karena gegn stjórninni í Rangún (Yangon) er ein lífseigasta uppreisn sem um getur. FRÉTTABLAÐIÐ/AP ÚTIVIST Annar febrúar 2006. Allir helstu vegir landsins greiðfærir. Fimm til tíu stiga hiti um landið allt og framundan meira af því sama. Samkvæmt gögnum Veður- stofu Íslands verður besta veðrið fyrir norðan á laugardaginn en spár gera ráð fyrir að á sunnudag- inn kólni og hitastig um land allt falli niður í frostmark. Suðlægar áttir ráða ríkjum fram að helginni og er það ávísun á allt að tíu stiga hita fyrir norðan allt fram á sunnudag. Vindáttir breytast aðfaranótt sunnudags og kólnar í veðri um land allt. Má þá búast við éljagangi fyrir norðan og hitastigið lækkar til muna. Höf- uðborgarbúar og nærsveitamenn ættu þó ekki að örvænta. Hitastig suðvestanlands ætti að ná fjórum til átta stigum út vikuna en gert er ráð fyrir að talsvert rigni sunn- an og suðvestanlands. Sigurður Þór Ragnarsson, veð- urfræðingur á Nýju fréttastöðinni, varar við að fólk fyllist of mikilli bjartsýni og tali um að vorið sé komið enda hafi veðurfar undan- farinna daga ekki verið einstakt að neinu leyti nema hvað varðar fáar sólskinsstundir í mánuðinum. „Besta veðrið til útivistar er norðaustanlands um helgina. Hafa verður í huga að land er víða blautt og þeir sem ætla sér í göngutúr vaða drullu víðast hvar en hvað varðar hitastig og vind þá verður best að vera fyrir norðaustan. Ekkert lát er á áfram- haldandi hitum í kortunum sé litið lengra fram í tímann.“ Hálendisvegir landsins eru að mestu ófærir og jeppaeigendur ættu að fara varlega í að keyra þar um enda land allt sérlega við- kvæmt vegna hlýnunar undanfar- inna daga. Skíða- og brettafólk verður að leita út fyrir landstein- anna til kaldari landa í Evrópu. Öll skíðasvæði landins eru lokuð að mestu leyti nema gönguskíða- brautir eru opnar á Seljalandsdal. Meðan ekki kólnar verulega á landinu verður engin breyting þar á. Eina undantekningin eru Kerl- ingarfjöll þar sem alltaf er nægur snjór en að sögn staðarhaldara er færð afar erfið og þangað verður aðeins komist með jeppum. Ekki þarf að fara lengra aftur en um eitt ár til að finna sam- bærilegar hitatölur síðustu vik- una í janúar. Þá kom hlýindakafli og leysti snjó á láglendi um land allt eins og raunin er nú. Hæsta hitastig þá mældist átján stig. Vik nýliðins janúarmánaðar í Reykjavík frá sólarhringsmeðal- hita meðaltals áranna frá 1961 til 1990 eru 2,4 gráður en 2,9 gráður sé miðað við Akureyri. albert@frettabladid.is KERLINGARFJÖLL Fátt jafnast á við útiveru í góðu veðri en í Kerlingarfjöllum er snjór nægur fyrir gönguskíða- og vélsleðafólk og margt jeppafólkið skemmtir sér á ísnum. Þangað er hins vegar torfært þessa dagana og ekki á færi annarra en jeppamanna að keyra þangað. Áframhaldandi blíðviðri og gott ferðaveður víðast hvar Suðlægar áttir og hlýindi verða ríkjandi fram á sunnudag en þá taka norðlægar áttir við og kólnar í veðri. Sigurður Þór Ragnarsson veðurfræðingur segir að vorið sé ekki komið þrátt fyrir þetta. ÞÝSKALAND Johannes Rau, sem var forseti Þýskalands á tímabilinu 1999 til 2004, andaðist á heim- ili sínu í Berlín þann 27. janúar síðastliðinn. Rau kom í opinbera heimsókn til Íslands sumarið 2003, ásamt eiginkonu sinni og fylgdar- liði. Þýska sendiráðið vill koma því á framfæri að þeir sem vilja votta samúð sína vegna fráfalls Rau geta komið í sendiráðið, Laufás- vegi 31, í dag, fimmtudaginn 2. febrúar, á milli klukkan níu og tólf fyrir hádegi og tvö og fjögur eftir hádegi. Þar liggur frammi bók sem fólk getur skráð nafn sitt í af þessu tilefni. - aa Fráfall Johannesar Rau: Vottuð virðing í sendiráðinu
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.