Fréttablaðið - 02.02.2006, Blaðsíða 70

Fréttablaðið - 02.02.2006, Blaðsíða 70
 2. febrúar 2006 FIMMTUDAGUR50 1 6 7 8 10 13 119 12 15 16 18 21 20 17 14 19 2 3 4 5 LÁRÉTT 2 ævintýri 6 tveir eins 8 grastegund 9 traust 11 þys 12 málum 14 sjón- op 16 klukkan 17 einkar 18 drulla 20 bor 21 fullnægja. LÓÐRÉTT 1 dund 3 mannþyrping 4 hirsla 5 þakbrún 7 pirraður 10 erlendis 13 líða vel 15 óskipt 16 kóf 19 holskrúfa. LAUSN BORG: Ég hef dálæti á New York. Ég var þar um áramótin og hugsaði lengi eftir heim- komuna um hvernig ég gæti mögulega flust þangað búferlum. Seinna var útskýrt fyrir mér að það lendi víst allir í þessari þráhyggju. TÓNLIST: „Daniel C“ er sú plata sem ég hlustaði síðast á í heilu lagi. Daníel þessi er rúmenskur vörubílstjóri sem varð ást- fanginn af stúlku á eyju nokkurri í Kar- abíska hafinu, en hún hryggbraut hann alveg hrikalega. Platan heitir „Sherry“ eftir stúlkunni og þarna er þessi maður einsamall að spila á Casio-ið sitt, syngjandi um það sem honum liggur á hjarta. BÍÓMYND: Ég fór síðast í kvikmyndahús til að sjá listaverkið „Memoirs of a Geisha“ og varð sérstaklega hrifinn af myndinni, sjónrænt séð. „Brokeback Mountain“ er önnur sem bræddi mig algjörlega. Ég hygg á mikið fleiri útilegur næsta sumar, en ætla að passa mig á kúrekunum þó. SJÓNVARP: Þáttaröðin „Rome“ svalar þorsta mínum fullkomlega þegar kemur að blóðsút- hellingum, svikum og kynlífi á skjánum. KLIPPING: Fékk klippingu hjá bandarískum vini mínum inni á Kaffibarnum, sem er alveg að gera sig. Útkoman er í ætt við „Buddy Holly mætir pönki“. Vissulega mér að skapi. Ég tek við tímapöntunum fyrir áhugasama. BÚÐ: Elvis er með rosalega flott föt. Upplif- unin að láta Krumma úr Mínus snúast í kringum sig og segja manni að eitthvað sé ógeðslega flott lyftir búðinni á nýjan og hærri stall. Eitthvað sem enginn má láta fram hjá sér fara. VERKEFNI: Er þessa dagana að vinna að ljósmynda- sýningu sem ég ætla að frumsýna 28. apríl í Gel Galleríi. Myndirnar eru allar uppstillingar með hljómsveitum þar sem blóð og leikræn tilþrif spila stórt hlutverk. Gæti verið blöndun ljósmynd- unar, tónlistar og leikhúss. AÐ MÍNU SKAPI HÁKON PÁLSSON LJÓSMYNDARI Daniel C, New York, Elvis og Róm LÁRÉTT: 2 sögu, 6 úú, 8 sef, 9 trú, 11 ys, 12 litum, 14 linsa, 16 kl, 17 all, 18 aur, 20 al, 21 fróa. LÓÐRÉTT: 1 dútl, 3 ös, 4 geymsla, 5 ufs, 7 úrillur, 10 úti, 13 una, 15 allt, 16 kaf, 19 ró HRÓSIÐ ...fær Rúnar Rúnarsson en stutt- mynd hans, Síðasti bærinn, fékk tilnefningu til Óskarsverðlauna. [ VEISTU SVARIÐ ] Svör við spurningum á síðu 8 1 Ayman Al-Zawahiri 2 Þorsteinn Pálsson 3 Andres D‘Alessandro FRÉTTIR AF FÓLKI Eins og greint var frá í Fréttablaðinu á þriðjudaginn var rýnir Hollywood Reporter ekki par hrifinn af A Little Trip to Heaven. Roger Ebert tekur ekki í sama streng en hann hélt úti dagbók á Sundance-hátíðinni og er hægt að glugga í hana á netinu. Þar lætur hann þess getið að hann hafi séð A Little Trip og skrifar ansi vel um hana. Hann segist meðal annars hafa fundið til samúðar með persónunum og þá finnst honum landslagið vera stórkostlegt og það liggi við að vera ein af persón- um myndarinnar. Ebert er einn af aðalrýnum Banda- ríkjanna og þykir oft miskunnarlaus í sinni umfjöllun. Hann gefur reyndar mynd Baltasars nýtt nafn og skírir hana A Little bit of Heaven. Heimasíðan EInsiders.com birtir síðan dóm um A Little Trip á heima- síðu sinni og fer fögrum orðum um frammistöðu leikarans Forests Whita- ker. Gagnrýnandinn gengur jafnvel svo langt að segja það vera þess virði að sjá myndina eingöngu til að verða vitni að leik Whitakers. Myndinni er líkt við verk Davids Lynch og eru kvikmynda- áhugamenn hvattir til að láta „erfiðan“ titil myndarinnar ekki fæla sig frá. Aðsókn á myndina hér heima hefur verið í sam- ræmi við væntingar og hafa nú tæp 15 þúsund borgað sig inn á hana sem gera í kringum þrett- án milljónir í aðsóknatekjur. S igurjón Sighvatsson fór mikinn á Sundance-hátíðinni því auk A Little Trip, sem hann framleiðir, var stuttmyndasafnið Destricted frumsýnd. Myndin hlaut góða dóma gagnrýnand- ans Davids Poland sem hóf dóminn sinn á orðunum „Listrænt klám, þarf að segja meira?“. Um er að ræða sex stuttmyndir og er eiginmaður Bjarkar, Matthew Barney, meðal leikstjóra. Þá sýndi Sigurjón einnig heimildarkvik- myndina Zidane sem „work in progress“ og samkvæmt heimildum Fréttablaðsins fékk myndin frábærar viðtök- ur viðstaddra. Knatt- spyrna hefur hingað til ekki átt upp á pallborðið í Bandaríkjunum þannig að töluvert hefur þurft til til að sannfæra áhorfendur. - fgg Í blaðinu í gær var sagt að Garðar Kjart- ansson og Ingibjörg Örlygsdóttir hefðu selt Þorsteini Stephensen skemmtistað- inn Nasa. Hið rétta er að kaupin gengu til baka fyrir áramótin og þau eru því enn eigendur staðarins. LEIÐRÉTTING Það telst alltaf til tíðinda þegar Íslendingar treysta sér til samstarfs við hinn sérlundaða leikstjóra Lars von Trier. Samband hans og Bjark- ar varð frægt en tökur á Dancer in the Dark voru æði skrautlegar og rötuðu inn í endurminningar Cath- erine Deneuve. Nýjasta mynd Triers, Direkt- ören for det hele, segir frá innrás íslenskra kaupsýslumanna inn í danskt efnahagslíf. Benedikt Erlingsson kemur til með leika túlk fyrir íslenskan athafnamann en það er hinn eini sanni Friðrik Þór Friðriksson sem leikur hann. „Ég verð svona Jón Ásgeir-týpa,“ sagði Friðrik en leikstjórinn var nýkominn heim frá Teheran þar sem hann var í dómnefnd á árlegri kvikmyndahátíð. Íbúar höfuðborg- ar Írans gátu auk þess stytt sér stundir við að horfa á nokkrar af bestum myndum hans. Leikstjórinn var þó ekki viss um hvort hann mætti ræða hlutverkið og myndina eitthvað frekar en upp- lýsti að þetta væri gamanmynd með pólitískum undirtóni. „Ef íslenskur leikstjóri myndi gera hana setti það stórt strik í samskiptum ríkj- anna,“ segir Friðrik og hlær. Fjöldi þekktra danskra leikara kemur við sögu í myndinni og ber þar helstan að nefna Jens Albinus sem leik- ur Hallgrím í sjónvarpsþáttunum Erninum. Þar að auki fer Casper Christensen með stórt hlutverk í myndinni en hann er einn fremsti gamanleikari dönsku þjóðarinnar um þessar mundir. Spurður hvort myndin verði stór í sniðum sagði Friðrik: „Allar myndir Triers eru stórar.“ - fgg FRIÐRIK ÞÓR Bregður sér í hlutverk íslensks athafnamanns sem leggur undir sig dönsk fyrirtæki. FRÉTTABLAÐIÐ / GVA Friðrik leikur í mynd Triers Eins og fjölmiðlar greindu frá í gær lak lag Silvíu Nóttar í undan- keppni evrópsku söngvakeppninn- ar út á netið en samkvæmt reglum keppninnar mega lög sem taka þátt í keppninni ekki hafa heyrst opin- berlega áður. Í yfirlýsingu frá aðstandendum lagsins, þeim Ágústu Evu Erlends- dóttur, sem leikur Silvíu Nótt, Gauki Úlfarssyni og Þorvaldi Bjarna Þorvaldssyni, höfundi þess, kemur fram að þau harmi þetta óheppilega atvik en um hafi verið að ræða gróflega hljóðbland- aða útgáfu. „Sem ábyrgðarmenn lagsins biðjumst við afsökunar á því. Þetta atvik var gegn vilja höfunda og gerðist án þeirra vit- undar,“ segir í yfirlýsingu hóps- ins. Þá kemur enn fremur fram að aðstandendur lagsins muni gera allt sem í þeirra valdi standi til að keppnin geti farið fram af fullum heiðarleika. Gaukur Úlfarsson vildi ekkert tjá sig frekar um málið þegar Fréttablaðið náði tali af honum og vísaði í áðurnefnda fréttatilkynningu. Stíf fundahöld voru í allan gær- dag hjá forsvarsmönnum keppn- innar. Það má öllum vera ljóst að málið var mjög viðkvæmt enda vilja allir keppendur sitja við sama borð. Undankeppnin hefur slegið í gegn hjá landsmönnum sem hafa keppst um að kjósa sitt eftirlæt- islag áfram í aðalkeppnina sem verður 18. febrúar. Aðalkeppnin verður síðan í Grikklandi 18. maí en íslenska lagið þarf sem kunnugt er að taka þátt í undankeppninni. Í yfirlýsingu frá Ríkissjónvarp- inu sem send var í gærkvöld kom fram að afsökunarbeiðnin væri tekin gild og að lagið yrði meðal hinna átta sem flutt verða næst- komandi laugardag. „Sjónvarpið vonar að þessi uppákoma varpi ekki skugga á keppnina,“ segir í yfirlýs- ingunni frá Sjónvarpinu. Hvorki Jónatan Garðarsson, talsmaður keppninnar, né Bjarni Guðmunds- son, framkvæmdastjóri Sjónvarps- ins, vildu tjá sig um málið og vís- uðu í tilkynninguna. Þeir vildu heldur ekkert segja hvort samráð var haft við aðra keppendur. Lendingin í málinu virðist hafa verið sú að einu sæti hefur verið bætt við því fimm lög komast áfram á laugardaginn samkvæmt yfirlýsingu sjónvarpsins. Ef allt gengur að óskum verða því fimmt- án lög sem keppa um að verða full- trúar Íslands í Evróvision en ekki fjórtán eins og upphaflega var gert ráð fyrir. freyrgigja@frettalblaðið EVRÓVISION: AUKASÆTI Á LAUGARDAGINN Silvía syngur þrátt fyrir allt SILVÍA NÓTT EÐA ÁGÚSTA EVA Það er óhætt hægt að segja að leki lagsins Til hamingju Ísland hafi valdið fjaðrafoki á meðal keppenda í íslensku undankeppninni fyrir Evróvision. FRÉTTABLAÐIÐ / STEFÁN
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.