Fréttablaðið - 02.02.2006, Blaðsíða 27

Fréttablaðið - 02.02.2006, Blaðsíða 27
FASTEIGNIR HEIMILI HEILSA HÚS BÖRN NÁM FERÐIR MATUR BÍLAR TÍSKA ATVINNA BRÚÐKAUP TILBOÐ O.FL. Heimild: Almanak Háskólans Smáauglýsingasími 550 5000 Auglýsingasími Allt 550 5880 Þú getur pantað smáauglýsingar á visir.is ÍS LE N SK A A U G LÝ SI N G A ST O FA N /S IA .I S L BI 3 02 61 11 /2 00 5 Kynntu þér kostina við fasteignalán Landsbankans. Fáðu ráðgjöf hjá sérfræðingum okkar og veldu leiðina sem hentar þér best. Með faglegri ráðgjöf og fjölbreyttum fasteignalánum hjálpum við þér að eignast þitt draumaheimili. Hafðu samband í síma 410 4000 eða á fasteignathjonusta@landsbanki.is 410 4000 | landsbanki.is Fasteignalán Við hjálpum þér að eignast draumaheimilið Flauel var afar áberandi á karl- mannstískudögum í Mílanó fyrir stuttu. Flauelsjakkar voru afar vinsælir fyrir örfáum misserum en síðan virtust allir fá leiða á þeim en þeir virðast vera aftur komnir á vinsældalistann. Tannverndarvika stendur nú yfir og því er ekki úr vegi að huga sérstaklega vel að tannhirðu. Foreldrar eru líka hvattir sérstak- lega til þess að vera börnum sínum góð fyrirmynd. Málverkauppboð á vegum Öryrkjabandalags Íslands fer fram nú á laugardaginn, klukkan 15 í húsi Orkuveitu Reykjavíkur. Verða þar meðal annars boðin upp verk eftir Tolla, Jón Arnar, Gunnar Dal og fleiri. Allur ágóði rennur til Öryrkjabandalagsins og þannig er hægt að styrkja göfugt málefni. ALLT HITT [HEILSA, TÍSKA OG HEIMILI] Ardís Ólöf Víkingsdóttir heldur mikið upp á lopapeysu frá ömmu sinni. ,,Mér þykir rosalega vænt um lopapeysuna mína,“ segir söngkonan Ardís Ólöf Víkingsdóttir. ,,Amma mín prjónaði hana og gaf mér núna í jólagjöf. Ég er búin að nota hana ofboðslega mikið, bæði úti og inni. Hún er svo hlý og góð og bara svo flott!“ Spurð hvort hún prjóni sjálf svarar hún: ,,Nei ég kann bara eiginlega ekkert að prjóna, maður lærir það kannski einhvern tímann. Amma er rosalega góð prjónakona og mjög handlagin. Hún prjónaði náttúrulega meira þegar vioð vorum litlar systurnar. Það er svo gaman að eiga eitthvað svona persónulegt. Ég á tvær systur og við erum allar í eins peysu frá ömmu, reyndar með mismunandi munstri.“ Ardís kveðst fremur velja sér föt eftir því hvað henni finnst flott og sé þægilegt heldur en hvað sé í tísku í dag. ,,Ég er ekkert rosalega mikið að eltast við tískuna. Ég er svolítið mikil kjólamanneskja og ef ég ætla að finna eitthvað fínt þá finnst mér rosalega gaman að fara í Karen Millen. Svo fer ég oft í Sautján ef mig vantar einhverja boli eða gallabuxur.“ Ardís hefur í nógu að snúast þessa dagana. Fyrir utan að vera á áttunda stigi í söng þá er hún að fínpússa atriði sitt fyrir Eurovision. ,,Það verður spennandi að taka þátt í lokakvöldinu 18. febrúar. Svo er ég líka að æfa Litlu hryllingsbúðina hjá Leikfélagi Akureyrar sem verður frumsýnd 24. mars. Það er reyndar leikhlé núna en við byrjum aftur á fullu 20. febrúar,“ segir söngkonan að lokum. mariathora@frettabladid.is Svolítil kjólamanneskja í sér Ardís Ólöf Víkingsdóttir í peysunni frá ömmu sinni. FRÉTTABLAÐIÐ / STEFÁN GÓÐAN DAG! Í dag er fimmtudagurinn 2. febrúar, 33. dagur ársins 2006. Sólarupprás Hádegi Sólarlag Reykjavík 10.05 13.41 17.19 Akureyri 10.02 13.26 16.51 KLASSÍSKIR KÍNASKÓR Kínaskórnir ganga reglulega í endurnýjun lífdaga. Í sumar eru þessir ódýru skór nauðsynlegir við pilsin og hnébuxurnar. TÍSKA 7 LAMPINN MAYDAY Lampinn er eitt þekktasta verk hönnuðarins Konstantins Grcic. Hann þykir flottur, einfaldur og frumlegur. HEIMILI 8
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.