Fréttablaðið - 02.02.2006, Blaðsíða 54

Fréttablaðið - 02.02.2006, Blaðsíða 54
FIMMTUDAGUR 2. febrúar 2006 34 Hljómsveitin Kimono heldur tvenna tónleika hér á landi til að hita upp fyrir tónleikaferð sína um Evrópu sem hefst á þriðju- dag. Sveitin hefur dvalið í Berlín undanfarna mánuði og fór meðal annars í vel heppnaða tónleika- ferð um Þýskaland í nóvember og desember. „Við höfum eiginlega ekkert verið að spila á landinu síðan á Airwaves. Það er alveg tilvalið að spila á heimavelli og byggja upp móralinn fyrir ferðina,“ segir Gylfi Blöndal úr Kimono. „Þetta hefur gengið vonum framar,“ segir Gylfi um dvölina í Berlín. „Við renndum blint í sjóinn með þetta og fórum út með tvær hend- ur tómar. En við vorum þrusu- heppnir og fórum í góðan túr til Þýskalands. Blöðin eru líka dugleg að taka eftir okkur og við fengum góða athygli vegna nafnamálsins. Það skemmdi ekki fyrir.“ Vísar Gylfi þar í mál sem samnefnd hljómsveit frá Berlín höfðaði gegn Kimono. Fór það þannig að hin íslenska Kimono bar sigur úr býtum. Nýjasta plata Kimono, Arctic Death Ship, kemur út í Evrópu 8. febrúar og er tónleikaferðin liður í að kynna hana. Kemur hún út á vegum Bad Taste í Bretlandi og sér fyrirtækið Rough Trade um dreifingu. Eftir ferðina ætla einhverjir meðlimir Kimono að flytja aftur heim og mun þá eitt- hvað hægjast á lengri tónleika- ferðum sveitarinnar. Að sögn Gylfa er ný plata í undirbúningi. Verður hún hugs- anlega tekin upp í Vilnius í Lit- háen. „Það er gaman að komast í nýtt umhverfi. Íslensku jöklarn- ir og fossarnir henta okkur illa hvað innblástur varðar, öfugt við marga aðra. Það hentar miklu betur að hafa rússnesku mafíuna á glugganum en lóuna,“ segir hann í léttum dúr. Fyrri tónleikar Kimono hér heima verða í Þjóðleikhúskjall- aranum í kvöld klukkan 22.00. Jakobínarína hitar upp og er miðaverð 750 krónur. Síðari tón- leikarnir verða annað kvöld í Hellinum í Tónlistarþróunarmið- stöðinni klukkan 20.00. I Adapt mun hita upp og er miðaverð 500 krónur. freyr@frettabladid.is Kimono lætur ekki slá sig út KIMONO Hljómsveitin Kimono heldur tvenna tónleika í Reykjavík í kvöld og annað kvöld. ��������������������������������� ��������������������������������������������������� �� ����������������������������������������� ���������� �������������������������� ���������������������������������������� ��������������������������������� �������������� ���������������������������������������������������������������� ������������������������������������������������������������ ������������ �������������� �� ����������� ����������������������������������������������� ������������������������������������������������ ����������������������������� ������������������������������������������� ��������� 3. feb. 4. feb. 10. feb. 11. feb. Mind Camp eftir Jón Atla Jónasson 2. feb. 5. feb. Ef eftir Valgeir Skagfjörð/ Einar Má Guðmundsson Vestmanneyjar: 21. feb kl. 9 uppselt kl. 11 uppselt kl. 13 uppselt Námsmenn og Vörðufélagar fá miðann á Mind Camp á 1000 kr. í boði Landsbankans Litakonan Anna Richardsdótt- ir stendur á laugardaginn fyrir sýningunni „Alheimshreingjörn- ingur í 10 ár“ sem haldin verður í Ketilhúsinu á Akureyri. Verkefnið hófst árið 2004 og er þetta annað árið af tíu. Fjölmarg- ir listamenn eru þátttakendur í Alheimshreingjörningnum og senda inn verk. Síðan 1999 hefur Anna verið að flytja listaverkið „Hreingjörning“ á mismunandi vegu víðs vegar um heim. Í fyrstu var um að ræða verk sem hún flutti vikulega í miðbæ Akureyrar í heilt ár, síðan fór hún að þrífa allan heiminn í boði ýmissa listahátíða. Sýningin í ár hefst á „hrein- gjörningum“ nokkurra akur- eyskra listamanna. Þeir eru Elsa María Guðmundsdóttir, Box-kon- urnar þær Hanna, Dögg og Karen, Tobba úr Frúnni í Hamborg, Gustavo Manuel Pérez Dénis, Joris Jóhannes Rademaker og Jóhann Friðriksson og tveir kaf- arar, Tómas Knútsson og Erlend- ur Bogason, sem fremja gjörninga á sýningunni. Tómas Knútsson er með það markmið að hreinsa allar hafn- ir og fjörur landsins á 10 árum. Hann mun kafa niður í Akur- eyrarhöfn klukkan tólf á hádegi við Torfunefsbryggju og leita að óhreinindum. Erlendur Bogason, sem starfar meðal annars við að hreinsa Akureyrarhöfn, mun kvikmynda gjörninginn og mynd- irnar verða sýndar á sýningunni. Einnig verða sýndar slides-mynd- ir úr Akureyrarhöfn eftir Erlend þar sem áhorfendur geta sjálfir dæmt um hvort gamalt skipsflak í höfninni sé óhreinindi eða fagrar sögulegar minjar. Þá mun Jóhann Friðriksson hugvitsmaður opna heimasíðuna www.cleaning.is sem hann hefur hannað sérstaklega tileinkaða „Alheimshreingjörningi 10 ár“ ásamt því að vera með gjörning. Anna verður með sinn hrein- gjörning í landi og á sjó. Sýningin verður aðeins þennan eina dag. ANNA RICHARDSDÓTTIR Á laugardaginn stendur hún fyrir „alheimshreingjörningi“ á Akureyri. Anna heldur áfram hreingjörningnum Af óviðráðanlegum orsökum getur ekki orðið af sýningu leikstjórans og myndlistarmannsins Chris- tophs Schlingensief, Ragnarökum 2010, í Þjóðleikhúsinu á Listahá- tíð í vor. Því hefur verið ákveðið að taka til sýningar nýjasta verk Harolds Pinter, Celebration. Undirbúningur fyrir Ragnarök 2010 hefur staðið í um hálft ár, en í síðustu viku tilkynnti Schling- ensief leikhúsinu að af samvinnu gæti því miður ekki orðið, þar sem hann kysi fremur að einbeita sér að verkefnum á sviði myndlistar að svo stöddu. Þjóðleikhúsið hefur því í stað sýningar Schlingensiefs ákveð- ið að setja á svið nýjasta leikrit Harolds Pinter, sem hlaut Nób- elsverðlaunin í bókmenntum nú í lok síðasta árs. Verkið heitir á frummálinu Celebration og hlaut þá umsögn gagnrýnenda þegar það var frumflutt í London að það væri fyndnasta og aðgengilegasta verk þessa frábæra leikskálds í langan tíma. HAROLD PINTER Nýjasta verk hans verður sýnt í Þjóðleikhúsinu á Listahátíð í vor. Pinter í stað Schlingensiefs
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.