Fréttablaðið - 02.02.2006, Blaðsíða 55

Fréttablaðið - 02.02.2006, Blaðsíða 55
FIMMTUDAGUR 2. febrúar 2006 35 SMS LEIKUR Sendu SMS skeytið BTC MG3 á númerið 1900 og þú gætir unnið. 9. hver vinnur! Vinningar eru: • Madagascar á DVD • Coca Cola • Glæsilegur varningur tengdur myndinni • enn meira af DVD og skemmtilegu dóti Frá framleiðendum Shrek og Shark Tale Vinningar verða afhendir hjá BT Smáralind. Kópavogi. Með því að taka þátt ertu kominn í SMS klúbb. 149 kr/skeytið. Lendir á DVD 6. febrúar! PRAVDA Breakbeat.is á fimmtudagskvöld: KALLI/LELLI/EWOK sjá um dúndrið 100 fyrstu fá óvæntan glaðning í boði MARCUS INTALEX GRAND ROKK Opnar aftur í dag eftir smá frí. Spurningakeppnin á föstudag og allt annað á sínum stað DJAMMIÐ UM HELGINA: MEIRA UM DJAMMIÐ Á Belgíska hljómsveitin dEUS held- ur tónleika á skemmtistaðnum Nasa 6. apríl næstkomandi. Eins og Fréttablaðið greindi frá í byrj- un desember hafði sveitin áhuga á að spila hér á landi og nú hafa tónleikarnir verið staðfestir. dEUS kemur hingað til lands eftir tónleikaferð sína um Banda- ríkin til að fylgja eftir fjórðu breiðskífu sinni, Pocket Revolu- tion. Platan verður gefin út í Norður-Ameríku 7. mars. Eftir tónleikana á Íslandi mun sveitin spila í Frakklandi 21. apríl. dEUS sló í gegn með fyrstu plötu sinni, Worst Case Scenario, sem kom út árið 1994. Þar var meðal ann- ars að finna lögin Suds & Soda og Hotellounge (Be the Death of Me), sem bæði nutu mikilla vinsælda. Næsta plata, In a Bar Under the Sea, kom út tveim- ur árum síðar og þótti heldur myrkari en frumburðurinn. Á plötunni The Ideal Crash kvað síðan við léttari og poppaðri tón en áður. Kom hún út fyrir sex árum og allar götur síðan hafa aðdáendur dEUS beðið spenntir eftir nýju efni frá þessari virtu rokksveit. dEUS til Íslands DEUS Hljómsveitin Deus heldur tónleika á Nasa 6. apríl næstkomandi. HVAÐ? HVENÆR? HVAR? FEBRÚAR 30 31 1 2 3 4 5 Fimmtudagur ■ ■ TÓNLEIKAR  12.00 Katharina Th. Guðmundsson sópransöngkona syngur með Antoniu Hevesi píanóleikara á hádegistónleikum í Hafnarborg.  19.30 Fiðluleikarinn Rachel Barton Pine er einleikari í fiðlu- konsert eftir Joseph Joachim, sem Sinfóníuhljómsveit Íslands flytur í Háskólabíói. Einnig flytur hljóm- sveitin sinfóníu nr. 6 eftir Sergei Prokofieff. Stjórnandi er Carlos Kalmar.  20.00 Hanna Björg, Hlynur Vals, Matti Óla, Óli Þór, Rúnar Júlíusson, Svavar Knútur og Tabula Rasa koma fram á styrkt- artónleikum sem haldnir verða á Ránni í Keflavík í nafni níu mánaða gamallar stúlku, Bryndísar Evu.  20.00 Hljómsveitirnar Út-exit og Mótýl spila á Fimmtudagsforleik í Hinu húsinu, Pósthússtræti 3-5.  21.00 Djassverkefnið í Nýlista- safninu. Curver Thoroddsen flytur djassspunaverk gert með plötuspil- urum á sýningu sinni. Klukkan 22 hefjast aðrir tónleikar þar sem Curver flytur tilraunakennda raftónlist.  22.00 Hljómsveitin Kimono heldur tónleika í Þjóðleikhúskjallaranum. Sérstakir gestir verða Jakobínarína. ■ ■ OPNANIR  18.00 Sýning á teikningum eftir Guðmund frá Miðdal verður opnuð á Bæjarbókasafni Ölfuss í Þorlákshöfn. ■ ■ FYRIRLESTRAR  12.05 Hólmfríður Garðarsdóttur kynnir nýútkomna bók sína um endurskoðun sjálfsmyndar kynjanna í ritverkum argentínskra kvenna, í fyrirlestri sem hún flytur á vegum Stofnunar Vigdísar Finnbogadóttur í Lögbergi stofu 102.  17.00 Jonathan Bell landslagsarki- tekt heldur fyrirlestur um landslags- hönnun í Listaháskólanum, Skipholti 1, stofu 113.  21.00 “Slökktu á glamri hug- ans” nefnist fyrirlestur sem þau Alexander Schwarz og Sabine Burger eru með í Ljósheimum, Brautarholti 8. Þar kynna þau með- ferðarform þar sem notaðar eru sérstaklega stilltar tónkvíslar til að öðlast innri frið og djúpa slökun. ■ ■ SÝNINGAR  16.00 Listamannsspjall í Nýlistasafninu. Curver Thoroddsen fjallar um sýningu sína og ræðir við sýningargesti. Upplýsingar um viðburði og sýningar sendist á hvar@frettabladid.is ekki síðar en sólarhring fyrir birtingu. 550 5000 AUGLÝSINGASÍMI [UMFJÖLLUN] TÓNLIST Ég hef alltaf undrast þá löngun sumra gítarleikara að keppast við að spila gítarskala sem hraðast. Minnir mig alltaf óþægilega á þær stundir þegar var verið að velja í lið í fótbolta í leikfimi á grunnskólaárum mínum. Þá botn- aði ég ekkert í þeim sem reyndu hvað þeir gátu til að vera valdir fyrstir í lið. Ég var alltaf einn af þeim sem menn þurftu að sætta sig við að hafa í liðinu sínu, vegna þess að mér var alveg sama hvort liðið mitt væri að vinna eða tapa. Þegar kappakstursgítarleikar- arnir stofna svo hljómsveitir þá endar það alltaf með því að flest lögin innihalda óþarfa gítarsóló hér og þar sem þjóna lögunum á engan hátt. Þetta einkennir metalsveitina Bullet for My Val- entine. Hljómur þeirra er eins bandarískur og hægt er að ímynda sér. Miðað við að þetta sé fyrsta breiðskífa sveitar, hljómar hún alveg merkilega slípuð og fínpúss- uð. Fyrir mér er það ekki góður metall, eins og að drekka kókó- mjólk í stað þess að fá hana beint úr kúnni. Tónlistin er líka undir töluverðum áhrifum frá banda- rísku háskólarokki. Söngvararnir tveir fara frá því að öskra úr sér lungun yfir í væmnar melódíur fyrir táningsstúlkurnar. Þetta er einfaldaður metall sniðinn fyrir MTV. Of mikið Spinal Tap fyrir minn smekk. En á maður bara að horfa á björtu hliðarnar? Kannski er ein- hvers staðar þarna úti unglingur í uppreisnarhug gegn einhverju sem hann kann ekki að orða. MTV er ennþá heillandi og annað slagið sér hann þessa sveit og finnst eitt- hvað heillandi við riffin og hrað- ann. Verður metalhaus og byrjar að róta í plötusafni pabba síns og í næstu plötubúð. Þá er kominn grunnur þess að hann geti hætt að hlusta á svona súkkulaðimetal og farið að hlusta á almennilega tónlist á borð við Sepultura eða System of a Down. Birgir Örn Steinarsson Súkkulaðimetall BULLET FOR MY VALENTINE: THE POISON NIÐURSTAÐA: Frumraun Bullet for My Valentine er sniðin fyrir MTV, hvort sem ykkur líkar það betur eða verr. Hljómar fínpússuð og gerilsneydd.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.