Fréttablaðið - 02.02.2006, Blaðsíða 66

Fréttablaðið - 02.02.2006, Blaðsíða 66
EM í handbolta: Milliriðill 1 SLÓVENÍA-ÞÝSKALAND 33-36 Siarhei Rutenka 10, Renato Vugrenec 7 - Florian Kehrrman 8, Thorsten Jansen 7, Christian Zeitz 7. PÓLLAND-FRAKKLAND 21-31 Marcin Lijewskei 7 - Oliver Girault 7, Luc Abalo 5. ÚKRAÍNA-SPÁNN 29-31 Sergiy Shelmenko 10 - Juan Garcia 10, Julio Fis 6. Staðan í riðlinum SPÁNN 4 3 1 0 123-111 7 FRAKKLAND 4 3 0 1 118-105 6 ÞÝSKALAND 4 2 1 1 128-113 5 SLÓVENÍA 4 2 0 2 129-130 4 PÓLLAND 4 1 0 3 108-122 2 ÚKRAÍNA 4 0 0 4 106-133 0 Milliriðill 2 ÍSLAND-KRÓATÍA 28-29 Mörk Íslands (skot innan sviga): Guðjón Valur Sig- urðsson 8 (11), Ólafur Stefánsson 8 (14), Snorri Steinn Guðjónsson 4/1 (9/2), Róbert Gunnarsson 3 (3), Einar Hólmgeirsson 2 (3), Arnór Atlason 2 (6), Ásgeir Örn Hallgrímsson 1 (4). Varin skot: Birkir Ívar Guðmundsson 15/1, Hreið- ar Guðmundsson 2. Hraðaupphlaup: 2 (Guðjón Valur 2). Fiskuð víti: 2 (Róbert 2). Brottrekstrar: 6 (12 mínútur). Markahæstir Króata: Ivano Balic 9, Blazenko Lackovic 9, Renato Sulic 3, Petar Metlicic 3. SERBÍA/SVARTF.-RÚSSLAND 21-29 Petar Kapisoda 4 - Denis Krivoshlykov 8, Timör Dibirov 5. DANMÖRK-NOREGUR 35-31 Jesper Jensen 8, Lars Rasmussen 7 - Kristian Kjell- ing 9, Havard Tvedten 7, Frank Loke 6. Staðan í riðlinum RÚSSLAND 4 3 0 1 115-105 6 KRÓATÍA 4 3 0 1 121-116 6 DANMÖRK 4 2 1 1 126-119 5 ÍSLAND 4 2 1 1 126-120 5 SERBÍA 4 1 0 3 107-123 2 NOREGUR 4 0 0 4 105-117 0 Enska úrvalsdeildin: ARSENAL-WEST HAM 2-3 0-1 Nigel Reo-Coker (25.), 0-2 Bobby Zamora (32.), 1-2 Thierry Henry (45.), 1-3 Matthew Ether- ington (80.), 2-3 Robert Pires (89.). ASTON VILLA-CHELSEA 1-1 0-1 Arjen Robben (14.), 1-1 Luke Moore (77.). BLACKBURN-MAN. UTD. 4-3 1-0 David Bentley (35.), 1-1 Louis Saha (37.), 2- 1 David Bentley (41.), 3-1 Lucas Neill, víti (48.), 4-1 David Bentley (56.), 4-2 Ruud van Nistelrooy (63.), 4-3 Ruud van Nistelrooy (68.). LIVERPOOL-BIRMINGHAM 1-1 1-0 Steven Gerrard (62.), 1-1 Xabi Alonso, sjálfs- mark (88.). MAN. CITY-NEWCASTLE 3-0 1-0 Albert Riera (14.), 2-0 Andy Cole (38.), 3-0 Daruis Vassell (62.). PORTSMOUTH-BOLTON 1-1 0-1 Khalilou Fadiga (69.), 1-1 Azar Karadas (85.). STAÐA EFSTU LIÐA CHELSEA 24 20 3 1 50-13 63 MAN. UTD 24 14 6 4 45-24 49 LIVERPOOL 22 13 6 3 30-13 45 TOTTENHAM 24 11 8 5 31-20 41 WIGAN 24 12 2 10 29-30 38 ARSENAL 23 11 4 8 36-19 37 Enska 1. deildin: DERBY-SHEFF. WED. 0-1 Iceland Express-deild kvk: KEFLAVÍK-GRINDAVÍK 83-71 KR-ÍS 67-88 BREIÐABLIK-HAUKAR 63-87 STAÐAN HAUKAR 15 14 1 1277-870 28 GRINDAVÍK 15 11 4 1226-974 22 KEFLAVÍK 15 10 5 1328-968 20 ÍS 15 7 8 1019-1057 14 BREIÐABLIK 15 2 13 877-1275 4 KR 15 1 14 748-1331 2 ÚRSLIT GÆRDAGSINS HVAÐ? HVENÆR? HVAR? FEBRÚAR 30 31 1 2 3 4 5 Fimmtudagur ■ ■ SJÓNVARP  14.40 EM í handbolta á RÚV. Bein útsending frá leik Serba og Króata.  16.55 EM í handbolta á RÚV. Bein útsending frá leik Íslendinga og Norðmanna.  18.00 Íþróttaspjallið á Sýn.  18.12 Sportið á Sýn. Farið verður yfir helstu íþróttattaviðburði dagsins.  18.30 Stump the Schwab á Sýn.  21.30 NFL-tilþrif á Sýn.  23.20 EM í handbolta á RÚV. Útsending frá leik Dana og Rússa. HANDBOLTI Opinber heimasíða Evrópumótsins í handbolta í Sviss, www.Euro06.com, er hin prýðilegasta upplýsingaveita og er þar hægt að finna upplýsing- ar um hinar ýmsu hliðar mótsins auk þess sem hægt er að fylgjast með gangi mála í leikjum mótsins um leið og þeir eru í gangi. Einnig eru birtar daglegar fréttir af leik- mönnum og liðunum á mótinu og virðist sem að heimasíðan hafi fengið íþróttafréttamenn frá við- komandi landi til að sinna skrif- um fyrir sína þjóð. Þannig er það Hrafnkell Kristjánsson, íþrótta- fréttamaður á RÚV, sem skrifar um íslenska landsliðið á síðunni. Norskur kollegi hans að nafni Stig Nygard á blaðinu „Vasebla- det“ í Noregi skrifar um norska liðið og birti hann afar athyglis- verða grein á síðuna í gær sem ber yfirskriftina „Baráttan um Skandinavíu.“ Greinin fjallar um hvernig Svíum hefur verið steypt af stóli sem sterkasta handknatt- leiksþjóð Norðurlandanna og hvernig Norðmenn og Danir séu að berjast um krúnuna sem fæst fyrir að vera besta liðið í Skandin- avíu. Það sem mesta athygli vekur er að hvergi er minnst á Ísland, sem er klárlega besta Norður- landaþjóoðin í dag ef mið er tekið af gengi liðana á EM í Sviss. Nygard segir frá því hvernig Norðmenn hafi endað fyrir ofan Dani og Svía á HM í Túnis á síð- asta ári og hvernig Svíar hafi ekki einu sinni komist á EM í Sviss í ár. Þannig standi baráttan um Skand- inavíu aðeins á milli Danmerkur og Noregs að þessu sinni og að þar standi Danir betur að vígi í augnablikinu, enda með fleiri stig í milliðriðlinum. Eins og áður segir er Ísland aldrei nefnt á nafn, né minnst á hina miklu yfirburði sem íslenska liðið hefur haft í fjöl- mörgum æfingaleikjum við Noreg upp á síðkastið. Nygard þessi virð- ist hins vegar ekki vita að Ísland flokkast ekki aðeins undir það að vera Norðurlandaþjóð - heldur í augnablikinu sem besta Norður- landaþjóðin. - vig Norskur blaðamaður um landslið Norðurlandanna: Hvað með Ísland? ÁFRAM DANMÖRK Danir hafa fylkt liði til Sviss til að styðja landslið sitt á mótinu og skipta stuðningsmenn liðsins í Sviss nú þúsundum. NORDICPHOTOS/AFP HANDBOLTI Leikstjórnandi íslenska landsliðsins, Snorri Steinn Guð- jónsson, er einn þeirra leikmanna sem útsendarar Barcelona eru að skoða vandlega á EM í Sviss en þessu greindu spænskir fjölmiðl- ar frá í gær. Snorri Steinn hefur leikið frábærlega með íslenska liðinu það sem af er móti auk þess sem hann hefur staðið sig mjög vel með liði sínu Minden í þýsku úrvalsdeildinni í vetur. Xavi O´Callaghan, fram- kvæmdastjóri Barcelona, er staddur í Sviss til að fylgjast með áhugaverðum leikmönnum og horfði hann meðal annars á viðureign Íslands og Danmerkur, þar sem Snorri dró vagninn fyrir íslenska liðið og skoraði 10 mörk. Samkvæmt fréttum frá Spáni eru það helst hann og sænski lands- liðsmaðurinn Jonas Larholm sem Barcelona rennir hýrum augum til en hann leikur með liðið Save- hof í heimalandi sínu og hefur lengi verið orðaður við stórlið í Þýskalandi og á Spáni. Bar- celona hefur engan eiginilegan leikstjórnanda í sínu liði og hafa forráðamenn félagins verið að leita að einum slíkum um nokk- urt skeið. Útsendarar Barcelona eru einnig sagðir vera að fylgjast með rússnesku skyttunum Alex- ei Rastvorsev og Yuri Egorov, en báðir leika þeir með liði Medvedi í heimalandi sínu. Þýska handboltablaðið „Hand- ball Woche“ greindi einnig frá áhuga Barcelona á Snorra á heima- síðu sinni í gær og þar kemur meðal annars fram að frammi- staða Snorra Steins í Sviss hafi ekki getað farið framhjá neinum af þeim fjölmörgu útsendurum sem á mótinu eru. Snorri Steinn leikur með Minden í Þýskalandi og á eitt og hálft ár eftir af samn- ingi sínum við félagið. - vig SNORRI STEINN GUÐJÓNSSON Er af mörgum talinn einn af bestu miðjumönnum heims og nú sýna Evrópumeistarar Barcelona honum áhuga. FRÉTTABLAÐIÐ/PJETUR Barcelona skoðar Snorra Evrópumeistarar Barcelona eru með landsliðsmanninn Snorra Stein Guðjónsson undir smásjánni og fylgjast grannt með framgöngu hans á EM. Barcelona leitar að leikstjórnanda og stendur valið á milli Snorra og Jonas Larholm frá Svíþjóð. FÓTBOLTI Allar líkur eru á því að varnarmaðurinn Reynir Leósson muni í dag skrifa undir tveggja ára samning við lið Trelleborg sem leikur í næstefstu deild í Svíþjóð. Reynir er 27 ára og hefur allan sinn feril leikið með ÍA en er búsettur í Svíþjóð þar sem eiginkona hans er við nám. Eiríkur Guðmundsson hjá meist- araflokksráði Skagamanna sagði í samtali við Fréttablaðið að þeir ætluðu ekki að standa í vegi fyrir Reyni. „Þeir sænsku vildu fá mig til að skrifa undir þriggja ára samn- ing en ég ætla bara að hafa hann til tveggja ára,“ sagði Reynir en hann lék með liðinu í æfinga- móti um helgina þar sem það keppti við Elfsborg og Halmstad. „Eftir mótið töluðu þeir við mig og sögðust vilja fá mig. Mér líst mjög vel á þetta félag,“ sagði Reynir. Keflvíkingurinn Hólmar Örn Rúnarsson skrifaði fyrir stuttu undir skammtímasamning við Trelleborg og lék einnig með liðinu í áðurnefndu móti, hann stóð sig vel og skoraði eitt mark. Fyrst að Reynir er nú að fara að semja við Trelleborg er ljóst að ÍA þarf að styrkja vörnina fyrir næsta tímabil en liðið hefur misst miðvarðarpar sitt frá síðasta ári þar sem Gunnlaugur Jónsson er genginn til liðs við KR. „Það kitl- aði óneitanlega að spila með ÍA þar sem við ættum að vera með öflugt lið næsta sumar en ég tel mestar líkur á því að ég semji við Trelleborg,“ sagði Reynir. -egm Reynir Leósson spilar ekki með Skagamönnum: Reynir til Trelleborg TIL SVÍÞJÓÐAR Reynir verður fimmti mið- vörðurinn í herbúðum Trelleborg og fær því harða samkeppni. FRÉTTABLAÐIÐ/EIRÍKUR HANDBOLTI Danska landsliðið náði í gærkvöld að komast upp fyrir það íslenska í riðlinum með því að leggja Noreg að velli með fjögurra marka mun, 35-31. Mikið jafnræði var með liðunum í fyrri hálfleik en Danir fóru með tveggja marka forskot í hálfleik- inn. Í þeim síðari hafði danska liðið síðan forystuna allan tímann og náði á endanum fjögurra marka sigri. Danir hafa jafnmörg stig og við Íslendingar en eru með betri marka- tölu, með einu marki meira en við. Þeir leika gegn Rússum í dag. - egm EM í handbolta: Danir upp fyrir Íslendinga HANDBOLTI Það verður spennu- þrungið andrúmsloftið í íþrótta- höllinni í St. Gallen í dag þegar lokaumferð milliriðils Íslands fer fram. Fjögur lið, Ísland, Dan- mörk, Króatía og Rússland, eiga möguleika á miða í undanúrslitin og verður væntanlega barist til síðasta blóðdropa. Króatía og Rússland standa best að vígi en vinni þau sína leiki fara þau í undanúrslit. Það er ekki flóknara en það. Danmörk er með eitt mark í plús á Ísland eftir leiki gærdagsins og því er ljóst að Ísland verður alltaf að sigra Noreg með einu marki meira en Danir vinna Rússa. Ef Ísland vinnur með tveim mörkum en Danmörk með einu þá eru liðin jöfn og þá fara mótshaldarar í skoruð mörk og þar stendur Ísland vel að vígi. Með öðrum orðum þá þurfa Íslendingar að sigra Norðmenn og því stærra því betra. Svo verður að treysta á danskan sigur sem má samt ekki vera of stór. Danir hafa það með sér að leika á eftir Íslandi og þeir munu því vita hvað þeir þurfa að gera en við slíkan munað býr íslenska liðið ekki. Það er því margt sem þarf að ganga upp til að Ísland komist í undanúr- slit en það er langt frá því að vera ómögulegt. - hbg Framhaldið á EM: Ísland þarf að sigra stórt í dag IVANO BALIC Fær óblíðar viðtökur í gær. FÓTBOLTI Mikil eftirvænting ríkti á Anfield Road í gær þar sem Robb- ie Fowler var mættur á nýjan leik en hann byrjaði á varamanna- bekknum gegn Birmingham í ensku úrvalsdeildinni. Stuðnings- menn Liverpool tóku vel á móti honum, sungu hástöfum og héldu borðum á lofti til að bjóða hann velkominn. Það tíðindamesta úr fyrri hálf- leiknum var að Damien Johnson fékk rauða spjaldið eftir tæpan hálftíma og Birmingham lék einum manni færri eftir það. Þegar rétt rúmur stundarfjórð- ungur var liðinn af seinni hálf- leiknum náði Steven Gerrard að koma Liverpool yfir og strax eftir það var komið að stóru stund- inni fyrir stuðningsmenn liðs- ins. Fowler var settur inn á fyrir Peter Crouch við mikinn fögnuð viðstaddra. Birmingham jafnaði tveimur mínútum fyrir leikslok þegar Xabi Alonso skoraði slysa- legt sjálfsmark. Þrátt fyrir ótrú- legan sóknarþunga undir lokin náði Liverpool ekki að skora en Fowler kom boltanum í netið en það mark var réttilega dæmt af vegna rangstöðu. Manchester United tapaði fyrir Blackburn í gær 4-3 þar sem David Bentley skoraði þrennu. Sir Alex Ferguson lét Ruud van Nistelrooy byrja á bekknum og sá hollenski sýndi að það var röng ákvörðun með því að skora tvívegis. Chelsea náði fimmtán stiga for- ystu þrátt fyrir að gera aðeins 1-1 jafntefli gegn Aston Villa. Eiður Smári Guðjohnsen var í byrjunar- liði Chelsea en var tekinn af velli þegar fjórar mínútur voru eftir. -egm Liverpool gerði jafntefli við Birmingham í gær: Robbie Fowler kom inn á KOMINN HEIM Fowler var vel tekið á Anfield í gær. NORDIPHOTOS/GETTY IMAGES
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.