Tíminn - 14.05.1977, Blaðsíða 1

Tíminn - 14.05.1977, Blaðsíða 1
VS ræðir við Gunnar Karlsson — bls. 18-19 ’ÆNGIR? Aætlunarstaðir: Bildudalur-Blönduós-Búðardalur Flateyri-Gjögur-Hólmavik Hvammstangi-Rif-Reykhólar Sigluf jörður-Stykkishólmur Súgandaf jörður Sjúkra- og leiguflug um altt land .C1^ \ Simar: A V, 2-60-60 OQ 2-60-66 107. tölublað — Laugardagur 14. mai 1977—61. árgangur SMIÐJUVEGI 66 'Kópavogi — Sími 76-600 ■- - Ji m t Grjótaþorpinu, svo sem annars staðar þar sem mann- skepnan hefur tyllt niður fæti, gerist margt, bæði gott og illt. Þessa Tfmamynd tók Gunnar þar fyrir nokkru, en á baksiðu Tfmans i dag er að finna frétt um nokkra af þeim þáttum mannlifsins i þorpinu, sem betur mættu fara. Ekki þó svo að skilja aö Grjótaþorp sé verra en önn- ur þorp, eða fólk þar siðra en annað. Hreint ekki! ^1" 1 I ,,Enginn þingmaður Framsóknarflokks greiðir samningum við EBE atkvæði — að óbreyttum aðstæðum, segir Steingrimur Hermannsson HV-Reykjavik — Þaö var haldinn fundur hér hjá Framsóknarfélaginu á tsa- firði f gærkvöldi og þar gaf Steingrimur Hermannsson, ritari Framsóknarflokksins, þá yfirlýsingu að hann gæti fuilvissað menn um að eng- inn þingmanna Framsókn- arfiokksins myndi, að ó- breyttum aðstæðum, ljá at- kvæði sitt til samþykkis þvi, að samið yrði við Efnahags- bandalag Evrópu um fisk- veiðar innan landhelginnar, sagði Guðmundur Sveinsson, fréttaritari Tfmans á lsa- firöi, i gær. — Þingmaðurinn orðaði yfirlýsingu sina raunar þannig, sagði Guðmundur ennfremur, að þingmenn Framsóknarflokksins myndu ekki ljá þvi samþykki sitt að yfirleitt yröi samiö við nokkra þjóð eöa nokkurn aöila um veiðar innan islenzkrar landhelgi, nema Færeyinga, sem væru-eina undantekningin. — Guðlaugur Porvaldsson um kjaradeiluna: „Við erum farnir að hugsa um þetta í fullri HV-Reykjavik — Við erum farnir aö hugsa um deilumálin i fullri alvöru núna, þótt ég geti ekki sagt um það hvort einhver hreyfing kemst á mál- in, sagöi Guðlaugur Þorvalds- son, háskólarektor, sem sæti á I sáttanefnd rikisins, við blaðamann Tfmans i gær. Guðlaugur sagði ennfremur, að þeir fundir sem þá voru að hefjast, um klukkan 16 i gær- dag, myndu fjalla fyrst um lif- eyrissjóðamál, en siöan væri ætlunin að komq aðilum sam- an á fund, þar sem fjallað yrði um aðalkröfurnar. Klukkan rúmlega 18 i gær alvöru” var eiginlegum samninga- fundi þó lokið, án þess að aðal- kröfurnar hefðu verið ræddar og að sögn biaðafulltrúa Alþýðusambandsins, án þess að talað hefði verið viö samninganefnd þess. Lifeyrissjóðsmálin voru þó rædd nokkuð og átti sátta- nefnd fund með hagfræðingum beggja aðila um þau, þar sem þeir komu sér saman um umræðugrundvöll I þeim efn- um. Var samninganefndunum gefin skýrsla um niðurstöður þeirra viöræöna og verður málið siöan lagt fyrir rikis- stjórn. Sáttanefnd rikisins hefur nú siöustu daga, einkum i gær, unnið allnokkuð i deilumálum, meir en hefur verið og þar sem fundur er boðaður klukk- an 16 1 dag, laugardag, má ef til vill ætla að einhver hreyf- ing sé að komast á málin, að minnsta kosti bendir boðun fundar um helgi til þess að aöilar séu nú farnir að hugsa um deilumálin i „alvöru”, Kjaradómur hafnar kröfum BHM Framsóknar- félögin boða til fundar á mánudagskvöld J H-Reykjavík — Framsóknarfélögin i Reykjavík halda al- mennan fund í Áft- hagasalnum í Hótel Sögu á mánudags- kvöldiö/ og flytja Ölaf- ur Jóhannesson, formaður Framsókn- arflokksins, og Þórar- inn Þórarinsson, formaður þingflokks Framsóknarmanna, þar f ramsöguræður. Fundarefnið er stjórnmálaviðhorf við þinglok. Þessi fundur, sem hefst klukkan hálfníu, er öllum opinn, er hann vilja sækja. Er þeim, sem hafa hug á því, ráðlagt að koma tímanlega, því að bú- Þórarinn Þórarinsson ast má við miklu fjöl- menni, þar sem mörg- um mun leika hugur á að fylgjast með því, Ólafur Jóhannesson sem fram fer á fundin- um, svo margar blikur sem nú eru á lofti i þjóðfélaginu. Dómur var kveðinn upp i gær i kjaradómi i máii BHM gegn fjármálaráðhcrra um endur- skoöun á aðalkjarasamningi þessara aðila. Kröfum BHM var algerlega hafnaðaf meirihluta dómsins. Sératkvæði skiluðu forseti dómsins, Guðmundur Skafta- son sem skipaður er af hæsta- rétti, og sá dómandi, sem skipaður er af BHM. Töldu þeir að taka hefði átt tillit til röksemda BHM. BHM telur, að dómur þessi sé ólögmætur vegna vanhæfis eins dómenda, sem hæstirétt- ur skipar, Jóns Sigurðssonar þjóðhagsstjóra og eins helzta efnahagsráðgjafa rikisstjórn- arinnar, og galla á málsmeð- ferö, m.a. brota á lagaákvæð- um um fresti. Þá telur BHM, að niðurstaða meirihluta sé byggð á röngum lagaforsend- um. BHM mun þvi höfða mál fyrir bæjarþingi Reykjavikur á grundvelli reglna um ógild- ingu gerðardóma og ihugar jafnframt að kæra setu Jóns Sigurðssonar i dómnum, til hæstaréttar. • Hvers vegna börðu þeir mann í hel — bls. 12-13

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.