Tíminn - 14.05.1977, Blaðsíða 14

Tíminn - 14.05.1977, Blaðsíða 14
14 Laugardagur 14. maí 1977 Formælendur AAann- réttindaskrárinnar 77 í Tékkóslóvakíu eru nú neyddir til þess að þegja. Jiri Hajek hefur verið hnepptur í stofufangelsi, Vaclav Havel er í fangelsi, ásakaður um njósnir og „yfirheyrsl- ur" á götum úti, Jan Pa- tocka er látinn úr heila- blæðingu eftir taugastríð vegna langra yfir- heyrslna og óvæntra næturhei msókna. Tékk- nesk yfirvöld taka æ harðara á þeim, sem í janúar sl. leyfðu sér að benda á, að „almenn mannréttindi eru ekki til í Tékkóslóvakíu nema á pappírunum", og menn eru farnir að spyrja sig, hvort nýtt Stalíns-tímabil sé að renna upp. Fransk- ir blaðamenn, sem vildu komast að hinu sanna, voru stöðvaðir í Prag, yfirheyrðir í fjóra daga samf leytt og sakaðir um að ferðast undir fölsku flaggi, — þeir höfðu komizt inn í landið sem ferðamenn, enda erlend blaðamennska forboðin í Tékkóslóvakíu. Loly Clerc og Brigitte La- combe skrifuðu loks um það, sem þær sáu og heyrðu, og birtist megin- inntak frásagnar þeirra hér. PRA ANDÓFSM í TÉKKÓS Á bökkum Molpár Við erum stödd i Prag hjá Jinku, einni af þeim 440, sem fyrst undirrituðu Mannréttinda- yfirlýsinguna 77 I Tékkó- slóvakiu. Hún býr i gamalli þriggja herbergja ibúð á bökk- um Molpár ásamt foreldrum, sambýlismanni slnum Jiri og fjögurra ára syni. Menn gætu freistazt til að halda að þarna væri á ferð ein af formælendum Mannréttindaskrárinnar eða ein úr hópi menntamanna, eins og „trúvillingarnir” eru flestir, en svo er ekki. Jinka var réttur og sléttur einkaritari f matvæla- fyrirtæki fyrir aðeins nokkrum mánuðum, var rólegheitamann- eskja og gaf sig ekkert að stjórnmálum. Nú er hún þreytu- leg og segir frá mjög annars hugar: „Stjórnmál höföu ekkert verið á dagskrá hjá mér alltfrá þvf að ég lauk námi árið 1968 og þar til Mannréttindaskráin kom til sögunnar. Þessi skrá var bjarg- vættur i minum augum, bjarg- vættur undan hinni hroöalegu kúgun, sem svo margir veröa aö þola, ómeðvitaö oft á tiðum”. Jinka haföi ekki fyrr sett nafn sitt á plaggiö en hún var kölluð i yfirheyrslur, og þann 15. febrú- ar barst henni uppsagnarbréf frá forstjóra matvælafyrir- tækisins, þar sem hún starfaði. Hún var rekin, af þvi aö hún var „ekki lengur hæf til starfans” og bauöst henni að fara að vinna i fyrirtækinu sem óbreytt verkakona. Þau skipti hefðu haft i för með sér svo mikla breytingu fyrir Jinku og barniö, að hún varð aö afþakka: Starf hennar átti að hefjast kl. 6 á morgnana, barnaheimilið opn- aði á sama tima, og milli stað- anna var tveggja og hálfrar stundar akstur. Jinka taláði við lögfræðing, en hann sagöist ekk- ert geta gert, hún yrði hvort sem er héðan af að þegja. Jinka er ekki á sama máli og ætlar sér að berjast fyrir rétti sinum, þar sem uppsögn hennar striði gegn anda tékkneskra vinnulaga. Um 620 Tékkar eru I sporum Jinku. Þeim er óvænt sagt upp störfum, sima, ökuprófi eða eru vaktaðir á einn eða annan hátt. Fangelsanir eiga sér ekki stað, ekki ennþá. Kúgun Þessar daglegu kúganir leiöa af sér mikinn ótta, og andrúms- loftiö I Prag er lævi blandið. 1 útjaðri borgarinnar til austurs býr Jiri Hajek, opinber formæl- andi Mannréttindaskrárinnar. Hann er sagnfræðingur að mennt, var menntamálaráö- herra i tið Novotnys og utan- rikisráöherra árið 1968, en er nú i stofufangelsi i smáhýsi sinu. Þá einu sinni hann hætti sér út fyrir dyr einn, réðst að honum ókunnug persóna með táragasi, en sala á slikum varningi er svo sem kunnugt er stranglega bönnuð I Tékkóslóvakiu. ókunnugi maðurinn getur þvi ekki verið annaö en handbendi lögreglunnar. Þegar við hittum Jiri aö máli, útskýrði hann fyrir okkur, að með Mannréttindaskránni hefðu þessi hundruö aðeins vilj- að benda á sett lög, sem aldrei hefði veriö framfylgt. Kúgunin hefði aukizt frá þvi árið 1972 og væri oröin óþolandi. Þeir, sem fremstir hefðu verið I flokki árið 1968, gætu ekki stundaö vinnu við sitt hæfi, og börnum þeirra væri meinaöur aðgangur að æðri skólum. Slik brot á mann- réttindum væru hrikaleg, þegar hugsað væri til Helsinkisam- komulagsins. Maöurinn lifir ekki á einu saman brauði, sagöi Jiri og frjálsræöi I hugsun og tjáningu og verndun einkalifsins eru frumréttindi hans. Jiri vill sem minnst tala um raunverulega höfunda Mann- réttindayfirlýsingarinnar. Segir hana hópverk margra aðila, kommúnista, sem reknir hafa verið úr flokknum, sósialista, kaþólikka, og venjulegra borg- ara.sem aldrei hafa skipt sér af stjórnmálum áður. Taugaálag Prófessor Jan Patocka, annan opinberan málsvara Mannrétt- indaskrárinnar, hittum við að máli skömmu áður en hann lézt. Dánarorsök: of mikiö taugaá- lag, of langar yfirheyrslur og næturheimsóknir. Þegar hann tók á móti okkur var hann með slæma inflúenzu: „Tékkó- slóvakia er lögregluriki”, sagði hann, „þann sannleika ætla ég mérað endurtaka meðan ég lifi, hverjar svo sem afleiðingarnar kunna að verða”. Hann útskýr- ir, hvernig stjórnvöld leiki sér að tveimur helztu eiginleikum mannsins, hræðslunni og löng- uninni. Menn þora ekki að hreyfa mótmælum, af þvi að þeir vilja komast áfram. Jan Patocka var æstur eins og ungur maður, og þegar hann talaöi um spillingu slðustu ára i skólum landsins, varö hann eldrauöur I framan. „Timarnir verða snautlegri með ári hverju og æ færri innrita sig i hinar ýmsu greinar hugvlsinda. Slik þróun hefði veriö næg ástæða fyrir mig til þess að skrifa undir”. Er víð gengum út frá prófess- ornum, uröu á leið okkar tveir stúdentar. Þeir sögðust hafa undirritaö Mannréttindasátt- málann i trássi við Jan Patocka, sem ekki vildi hafa, að svo ungir menn fyrirgeröu lifi sinu og at- vinnumöguleikum. Nokkrum dögum seinna fréttum viö, að yfirheyrslur yfir þeim hefðu hafizt. Tékkneska söngkonan Marta Kúblsóva. Ludvik Vaculik sérum lítgáfu andófsrita, 80 á 4 árum.

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.