Tíminn - 14.05.1977, Blaðsíða 17

Tíminn - 14.05.1977, Blaðsíða 17
. . ■.í’Jr=v Laugardagur 14. maf 1977 17 Útgefandi Framsóknarflokkurinn. Framkvæmdastjóri: Kristinn Finnbogason. Ritstjórar: Þórarinn Þórarinsson (ábm.) og Jón Helgason. Auglýs- ingastjóri: Steingrimur Gislason. Ritstjórnarskrifstofur í Edduhúsinu viö Lindargötu, simar 18300 — 18306. Skrif- stofur i Aöalstræti 7, simi 26500 — afgreiöslusimi 12323 — auglýsingasimi 19523. Verð i lausasölu kr. 70.00. Askriftar- gjald kr. 1.300.00 á mánuði. Blaöaprenth.f. Minnisblöð Kristins Andréssonar í nýju hefti Timarits Máls og menningar eru birt minnisblöð Kristins Ándréssonar frá fundum nefnd- ar, sem þingflokkarnir tilnefndu i októberbyrjun 1945 i tilefni af þvi að þann 1. október hafði rikis- stjórninni borizt beiðni frá Bandarikjastjórn um leigu á herstöðvum tií langs tima. Fundir þessarar nefndar voru leynilegir og engar fundargerðir skráðar, Kristinn Andrésson mun hafa verið eini nefndarmaðurinn, sem skráði á minnisblöð það, sem honum fannst eftirminnilegast frá fundunum. Þessi minnisblöð hans, sem ekki hafa verið birt fyrr en nú, eru athyglisverð á ýmsan hátt. Fróðlegt er t.d. að lesa minnisblöð hans frá fundinum 23. okt. eftir að fulltrúar Framsóknarflokksins eru farnir, en eftir sitja fulltrúar flokkanna, sem stóðu að ný- sköpunarstjórninni. Þar segir m.a. á þessa leið: ,,Kristinn Andrésson hafði i byrjun umræðnanna nefnt þann möguleika, að við skyldum skjóta þessu máli til öryggisráðs hinna Sameinuðu þjóða. Á seinna stigi i umræðunum hélt hann þvi fram að is- lenzkur málstaður (varðandi kröfu eins stórveldis) gæti ekki verið nema einn: engar herstöðvar hér á landi. Bjarni Benediktsson gagnrýndi mótsögn i þessum málflutningi. Vildi halda þvi fram, að við mundum ekki komast hjá þvi, að hér yrðu herstöðv- ar og skipti þá minna máli, hverjir herverndina hefðu. Brynjólfur Bjarnason benti á eðlismun á þessu tvennu. Greinilegt var, að menn vildu skipt- ingu i blokkir. ól. Thors, Ásgeir Ásgeirsson, Stefán Jóhann o.fl. lýstu þvi yfir, að þeir vildu fylgja vest- urblokk. Brynjólfur Bjarnason sagði, að ef við yrð- um neyddir til að fylgja annarri hvorri blokk, þá væri greinilegt, að menn skiptust hér i flokka. Ás- geir og aðrir vildu fylgja vesturblokkinni, hann sagðist vilja fylgja Rússum. En það, sem hér væri aðalatriðið* væri að skiptast ekki i blokkir, heldur snúa sér alltaf til Sameinuðu þjóðanna i félagi.” Ljóst er af þessum ummælum, en þó enn ljósara, ef lésin eru skrif Þjóðviljans frá þessum tima, að stefna Sósialistaflokksins hefur verið sú, að hafna bæri herstöðvakröfu frá Bandarikjunum, en hins vegar væri hægt að fallast á að láta öryggisráð Sameinuðu þjóðanna hafa hér herstöðvar. Strax eftir að beiðni Bandarikjastjórnar lá fyrir, hélt Ein- ar Olgeirsson til Moskvu og var þingi Sósialista- flokksins, sem búið var að auglýsa á ákveðnum tima, frestað á meðan. Fljótlega eftir komu Einars til Moskvu, fór Þjóðviljinn að hafa orð á þvi, að Is- lendingar gætu sætt sig við að láta öryggisráðinu stöðvar i té. Moskvuútvarpið lagði skömmu siðar blessun sina yfir slika lausn. Eins og málin horfðu þá, bjuggust menn við að öryggisráðið yrði sterk stofnun, þar sem Bandarikjamenn og Rússar myndu ráða mestu. Eðlilegt var þvi, að Rússar kysu hér heldur stöðvar frá öryggisráðinu en Bandarikjunum. Sósialistaflokkurinn fylgdi á þessum tima Rúss- um eindregið, eins og kemur fram i framangreind- um ummælum Brynjólfs Bjarnasonar. Þess vegna gat hann sætt sig við herstöðvar frá öryggisráðinu, þvi að þá hefðu Rússar fengið hlutdeild i stjórn þeirra. Nú telja foringjar Alþýðubandalagsins, sem er arftaki Sósialistaflokksins, að tengslin við Sovét- rikin séu úr sögunni. Vonandi er það rétt, en ótrú- lega litill munur er þó á skrifum Þjóðviljans og rússneskra blaða um Atlantshafsbandalagið, svo að eitt dæmi sé nefnt. Charles W. Yost: Forðast verður karp á Belgradfundinum Annars getur hann misheppnazt um til góöa viö að fá fram- gengt ýmsum stefnumálum sinum, svo sem takmörkun kjarnavopna, friðsamlega sambúð austurs og vesturs, og farsæl samskipti við þróunar- löndin. 1 þriðja lagi séu Sovét- menn vanir þeirri þverstæðu að eiga samtimis i hugmynda- fræðilegum stympingum og raunsæjum samningum, og það sé óliklegt aö þeir láti óánægju sina með mannrétt- indayfirlýsingar Carters hindra framgang þeirra mála, sem þeir telja hvað mikilvæg- ust. Hvað Belgradráðstefnunni viðvikur var niðurstaða fund- arins i Berlin sú, að aðalmark- mið hennar væri að kanna hversu framkvæmdir Hel- sinkisáttmálans hefðu tekizt, og að stuðla að frekari fram- gangi hans, en ekki að standa i orðaskaki og setja austan- tjaldslöndin upp aö vegg. Enda sé viða pottur brotinn með þjóðum Vesturlanda, sem beri að viðurkenna og lagfæra. Ef einblint yrði á skugga- hliðar beggja aðila, mætti eins búast viö þvi að allar tilraunir til samstööu færu forgöröum og kalda striöiö hæfist á ný. UM MIÐJAN júni hefst i Belgrad ráðstefna, sem mun vafalaust standa i marga mánuði. Verkefni hennar er að kanna framkvæmd þeirra liða Helsinkisáttmálans sem varða öryggismál og sam- vinnu þjóða i Evrópu. Fyrir skömmu var haldinn i Vestur-Berlin óformlegur fundur fulltrúa Bandarikj- anna og Vestur-Evrópuland- anna: Þýzkalands Frakk- lands, Bretlands og Hollands, en hann sátu fulltrúar rikis- stjórna, blaðamenn og fræði- menn, allir gagnfróðir um sáttmálann og samskipti aust- urs og vesturs yfirleitt. Til- gangur þessa fundar var að meta hvað áunnizt hefði og leggja linurnar fyrir Vestur- veldin á ráðstefnunni i Bel- grad. Utan dagskrár vildu þó aðr- ar umræður skyggja á aðal- málefnið, en það voru deilur Evrópumannanna um rétt- mæti og afleiðingar hinnar á- ..kveðnu afstöðu, sem Carter forseti hefur tekið opinberlega i mannréttindamálum, eink- um hvað varðar Sovétrikin. Margir hinna eldri fulltrúa, sem voru og eru stuönings- menn slökunarstefnunnar (détente) og hinnar þýzku „Ostpolitik”, óttuðust að há- værar og tilfinningasamar yf- irlýsingar jafn valdamikils manns og Carters um mann- réttindamál Sovétrikjanna muni ekki einasta hindra framgang hinna mikilvægustu mála, svo sem SALT samn- inganna, heldur og auka enn vanda hinna sovézku andófs- manna. Yngri mennirnir voru yfir- leitt á öndveröum meiði. Þeir fögnuðu afstöðu forsetans til þessara mála og töldu hana timabært spor Vesturveld- anna i rétta átt, sem sannaði fyrir yngri kynslóðinni i Vest- ur-Evrópu, að alþjóðapólitik sé annað og meira en hrá- skinnaleikur: þar séu sið- ferðileg undirstööuatriði i veði. NOKKRIR Bandarikja- menn á fundinum bentu á eft- irfarandi: í fyrsta lagi er Carter að hverfa aftur að fyrri utanrikisstefnu Bandarikj- anna, meö þvi aö hann leggur áherzlu á hefðbundið gildis- mat þjóðarinnar. Á valdatim- um Nixons og Kissingers hafði verið vikið frá þeirri stefnu. í öðru lagi fær þessi afstaða hans mikinn hljómgrunn með þjóöinni, sem mun koma hon- Gromyko, Vance og Brésnjef. Hins vegar var það viður- kennt að stjórnir Vesturveld- anna verði að sanna þjóðum sinum að þær séu ekki einung- is að sýnast, heldur séu þær i raun og veru að sækjast eftir þeim umbótum sem fjallað er um i niðurlagi Helsinkisátt- málans. Lagt var til að viturlegast væri að einangra ekki mann- réttindaþátt sáttmálans (-3. greinina), heldur leggja á- herzlu á órjúfanlegt samhengi og samspil allra þáttanna i lokakaflanum. Til dæmis fjall- ar fyrsta greinin, sem hefur að geyma yfirlýsinguna um það hverjar skuli vera grundvall- arreglur i samskiptum aðild- arþjóðanna, ekki einungis um sjálfsákvörðunarrétt þjóða og afskiptaleysi annarra aðila um innanrikismál, heldur einnig um friöhelgi og sjálfsá- kvörðunarrétt einstaklingsins. Hér er vandinn sá að sameina þessar óliku hugsjónir. ÞEGAR Sovétmenn leggja áherzlu á sjálfsákvöröunar- rétt sinn, má benda þeim á þaö, að þeir neyttu hans vissu- lega er þeir samþykktu Hel- sinkisáttmálann i heild sinni, svo ekki sé minnzt á stefnu- skrá S.Þ. og alþjóða yfirlýs- ingu um mannréttindi. Staðhæfi Sovétmenn, og þáð munu þeir vissulega gera, að áherzla sú, sem Vesturveldin leggja nú á mannréttindamál i Rússlandi, sé hrein afskipti af innanrikismálum, þá skal þeim bent á það, að skv. áliti Vesturveldanna hefur Sovét- stjórn haft afskipti af innan- rikismálum þeirra i hálfa öld, meö stuðningi sinum við kommúnistaflokka allra landa. Ef hin hugmyndafræöilega barátta á að halda áfram, og Brésnjef fullyrðir að það sé nauðsynlegt jafnvel á timum slökunar, þá hlýtur hún að vera háð af báöum aðilum. En lokaniðurstaða Berlinar- fundarins var sú, að eigi Bel- gradráðstefnan að bera ávöxt, verði báðir aðilar að hagnast á henni að einhverju leyti, en hvorugur að bera sigurorð af hinum. Aðalatriöið er að halda málinu opnu og uppfylla hægt en af festu skilmálana. Aö öðr- um kosti tapa allir. (H.Þ.þýddi). Cartcr forseti

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.