Tíminn - 14.05.1977, Blaðsíða 10

Tíminn - 14.05.1977, Blaðsíða 10
10 Laugardagur 14. mal 1977 ’sprmtmaster, Rakstrarvél Afkastamikil dragtengd rakstrarvél. Vinnsluafköst: Allt að (» ha. pr. klst. Vinnslubreidd 3 m Mismunandi vinnslu stillingar Pantið strax. Verð ca. kr. 278.000 með vökvalyftingu. Nánari upplýsingar hjá sölumanni. AUGLÝSIÐ í TÍMANUM Ljóðabók eftir Stefán * Agúst Kristjánsson Stefán Agúst Kristjánsson er áttræður i dag. Aratugum sam- an var hann i þeirrá röð sem mestan svip settu á Akureyri. Tvimælalaust á hann sinn þátt, og það góðan þátt, i þvi hver Akureyri er nú. Vinir Stefáns hvöttu hann til þess að birta skáldskap sinn i bók í sambandi við það merkis- afmæli sem hann á i dag. Og nú er bókin að koma. Hörpukliður blárra fjalla nefnist hún og er liðlega 250 blaðsiöur. Magnús E. Guðjónsson fyrr- verandi bæjarstjóri á Akureyri skrifar inngangsorð i bókina. Hann gerir þar grein fyrir ævi- ferli Stefáns og segir m.a.: „Stefán Agúst er Eyfirðingur að ætt og uppruna, kominn af merkum og traustum bænda- ættum við Eyjafjörð vestan- verðan. Fæddur er hann á hinu forna prestssetri Glæsibæ - - - sonur hjónanna Guðrúnar Odds- dóttur frá Dagverðareyri og Kristjáns Jónssonar sem bjuggu rausnarbúi á Glæsibæ. - - Kristján var mikill félagsmála maður, stofnaði t.d. bindindis- félag i sveit sinni, og var lengi formaður þess og var á slnum tima einn mesti bindindisfröm- uður á Norðurlandi.---- A Akureyri var Stefán Ágúst einn af þeim sem settu svip sinn á bæinn, þvi að það gerði hann sannarlega. Um það getur und- irritaður borið vitni eftir nær áratugar búsetu á Akureyri. Verka Stefáns á Akureyri mun lengi sjá stað, og þau munu halda nafni hans á lofti um ó- komin ár. Fyrstu árin á Akur- eyri fékkst Stefán við kennslu, Stefán Ag. Kristjánsson verzlunar- og skrifstofustörf, en á árinu 1936 réðst hann til Sjúkrasamlags Akureyrar og veitti þvi forstöðu til ársins 1970, eða i 34 ár. Frá árinu 1946 var Stefán jafnframt forstjóri Borg- arbíós, en á þvi ári keypti Góð- templarareglan á Akureyri fasteignir Hótel Norðurlands og kom þar á fót kvikmyndahúsi og hóteli. Mun Stefán hafa verið einn aðalhvatamaður þess framtaks”. Enda þótt ég teldi mig vita það sem hér er sagt, er harla gott að geta leitt svo kunnugan mann sem Magnús til vitnis. En Magnús ræðir lfka um starf Stefáns að tónlistarmálum á Akureyri og segir þá m.a.: „Stefán var einn af frum- kvöðlum þess, að stofnað var Tónlistarfélag Akureyrar á ár- inu 1943, og var hann stjórnar- formaður og framkvæmdastjóri þess allt frá stofnun til ársins 1967, eða i 24 ár, en Tónlistar- félagið endurvakti Lúðrasveit Akureyrar og hafði forgöngu um að koma á fót Tónlistarskóla Akureyrar og annaðist rekstur hans ásamt söngfélögum og lúðrasveit bæjarins, með styrk frá riki og bæ”. Magnús segir enn fremur að nafn Stefáns verði ekki sizt tengt samtökum bindindis- manna á Akureyri. Það er satt. Bindindishreyfingin á honum margt að þakka, ekki aðeins á Akureyri, þó að starfssvið hans væri þar, heldur bindindishreyf- ingin á íslandi almennt. Aftast i bók Stefáns er nótna- prentað verk sem heitir Fjallið Esja, ljóð og lag eftir Stefán Agúst. Það er ástarjátning til Esjunnar. A bókarkápunni, sem Benedikt Gunnarsson hefur gert, er aftur á móti Kaldbakur við Eyjafjörð. Það er vist engin tilviljun hvaða nafn bókin hefur. Fjöllin og fjallasýnin eru enginn hégómi i lifsnautn höfundarins. Stefán Ágúst er merkur mað- ur og þarfur. Þessi bók hans er heimild um hann sjálfan og samtið hans, hvernig hann hugsar og hvað hann er. H.Kr. JUAABO RAÐSOFINN Fyrir kr. (fyrra verðið rifflað flauel, síðara pluss) 25.620 eða 30.375 færðu fyrsta stólinn. Fyrir 32.445 eða 38.980 færðu hornstól. Fyrir kr. 19.350 eða 21.525 færðu pullu og áfram getur þú svo aukið við að vild — því að þetta eru raðhúsgögn — en komdu nú fyrst og kynnstu þeim. Spurðu um áklæði, liti, greiðsluskilmála o. s. frv. o. s. frv. KJORGARDl SIMI 16975 SMIDJUVHGI6 SÍMl 44544 Kennarar Nokkrar kennarastöður eru lausar við barna- og gagnfræðaskóla Húsavikur. Upplýsingar gefa skólastjóri gagnfræða- skóla i sima (96) 4-11-66 og formaður skólanefndar i sima (96) 4-12-40. Skólanefnd Húsavíkur. Dráttarvélar til afgreiðslu strax: 40 hestafla C-335 á kr. 690.000 60 hestafla C-355 á kr. 968.000 92 hestafla C-385 á kr. 1.950.000 SUNDABORG Klettagörðum 1 * Simar 8-66-55 8 8-66-80

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.