Tíminn - 14.05.1977, Blaðsíða 12
12
Laugardagur J4. mal 1977
ÞEIR BORÐU MANN
TIL
BANA
Það gerðist föstudaginn viku
fyrir jól I vetur.
Þetta kvöld voru margir að
skemmta sér. Dagurinn var kald-
ur, sléttur og heiðsklr. Það var
yndislegt veöur kvöldiö sem Jens
Hansen var barinn til óllfis.
Jens Hansen haföi átt skemmti-
legan dag. Hann var I jólahófi
skák- og bridgeklúbbsins sem
hann var vanur aö stunda eitt
kvöld í viku til aö létta sér upp frá
striti hversdagsleikans,
Karen Larsen, gjaldkeri
klúbbsins, skýrði svo frá fyrir
sakadóminum I Gladsaxe:
Við höföum kalt borð og fengum
okkur nokkra bjóra og snafsa
með. Svo spiluöum viö góöa stund
og fengum svo kaffi og konjak.
Þetta var mjög skemmtilegt
kvöld, — auövitað fjarska stillt og
rólegt.
Klukkan hálf eitt yfirgaf Jens
Hansen spilin og ætlaöi heim. En
vegna þess hve margir voru aö
skemmta sér þetta kvöld var ekki
greiölegt aö fá leigubil. Gert var
ráö fyrir aö þyrfti aö biöa hálfan
annan tlma.
— Nú, sagöi hann, þá fer ég
gangandi. Veðriö er gott og ef ég
næ ekki I bíl á götunni er þetta
ekki lengra en svo aö ég get
gengiö. -
Um eitt leytiö gekk Jens
Hansen, 53 ára múrari giftur
faöir, þreyttur en I góöu skapi út I
heiöbirtu næturinnar.
Svo sem stundarf jóröungi slöar
hitti hann hóp ungra pilta utan viö
unglingaklúbbinn 222 á Buddinge-
vej. Þeir voru lika I léttu skapi,
fjorug hljómlist var enn i æöum
þeirra. Eitthvaö varö aö gerast.
Hátíö kvöldsins mátti ekki enda
svona....
Tiu minútum seinna lá Jens
Hansen á gangstéttinni, —
barinn, lemstraöur, deyjandi.
Réttarkrufning:
t krufningarskýrslunni, sem
var skrifuö rétt eftir aö Jens
Hansen dó, 21. desember á Amt-
sjúkrahúsinu i Glostrup, segir
Harald Gormsen prófessor m.a.:
,,t ljós kemur höfuðkúpubrot,
vefir i heilanum eru rifnir, vottur
af nýrnalosun, — allt afleiöingar
af byltu vegna höggs. Auk þess
voru viða á likinu greinilegir
marblettir og áverkar”.
Veizla unglinganna endaöi I
sakadómi I Gladsaxe nokkrum
vikum eftir aö Hansen dó.
— Hann heföi þá getaö látiö
vera aö bjóða okkur öl, — karlinn
— og reyna svo aö hlaupast frá
okktir og ganga á bak oröa sinna.
Þetta var álit þess sem mest haföi
aö gert og sennilega bariö sein-
asta höggiö og afdrifarlkasta.
Hann var 17 ára.
Ekkja Jens Hansen var ekki I
réttinum. Hún kom ekk'i aö sjá
unglingana fjóra sem þetta ör-
lagakvöld langaði til ,,aö gera aö
gamni slnu viö eldri mann”.
Jörgen Julius Koch var lögfræö-
ingur hennar. Af munni hans
heyröu menn þaö sem ekkjan
haföi til málanna aö leggja. Hún
fór fram á bætur, nálægt 5
milljónum Islenzkra króna, til aö
borga útfararkostnað eigin-
mannsins, bæta fyrirvinnumissi
og röskun á högum og stööu.
Dómarinn neitaöi aö taka þessa
bótakröfu til meðferöar á þessu
stigi en ráölagði lögfræöingnum
aö höföa einkamál til aö ná rétti
ekkjunnar i þeim efnum.
— Jæja, þá er engin ástæöa til
þess að ég veröi hér lengur, sagöi
lögmaðurinn. Ég fæ ekkert fyrir
það.
— Nú, sagöi dómarinn. Og þar
meö var frú Hansen úr sögu þess-
ara réttarhalda.
Piltarnir
Réttarhaldiö tók tvo daga.
Meöan á þvi stóö sátu piltarnir
lengstum frammi fyrir dómaran-
um og meödómendum hans, raö-
aö eftir þvi hve sök* þeirra hvers
og eins virtist mikil: 17 ára, 16
ára, 17 ára, 15 ára.
Þeir höföu fulloröinna manna
vöxt. Þaö var unglingsbragur á
klæðnaöi þeirra, nælonstakkar,
kúrekabuxur, flatir hælar. Oft lék
bros um varirnar undir næstum
ógreinanlegum skegghýjungnum.
Tveir þeirra — þeir sem ekki
höfðu veriö i gæzluvaröhaldi —
höföu litfagra stálhjálma undir
stólunum. Þaö var þeim eins kon-
ar tákn þess sem þeim öllum
finnst einna mest um vert I lifinu
eins og sakir standa og bindur þá
saman öllu ööru fremur: skelli-
nööru..... allir fjórir fyrir aö
hafa brotiö gegn 224. grein hegn-
ingarlaganna um ofbeldi á mjög
grófan hátt, les ákærandinn.
Hann kæröi Dennis ennfremur
fyrir aö hafa meö þvingun og ógn-
un hindraö mann frá aö hjálpa
hinum nauöstadda manni. Þar aö
auki þá tvo sem einkum voru sak-
felldir fyrir sameiginlega og aö
yfirlögöu ráöi aö hafa greitt Jens
Hansen högg og spörk sem leiddu
til dauöa hans 21. desember.
Yfirheyrslur
Pétur, 17 ára, aðalmaöurinn
hefur setiö meö hönd undir kinn
og hallað sér áfram meöan hann
hlýddi ákærunni. Hann er yfir-
heyröur fyrstur.
— Ég var framan af kvöldinu á
veitingastaö og drakk fáeina
bjóra. Um kl. 20 keypti ég nokkra
og við drukkum 5 eöa 6 hjá
kunningja minum sem Þorbjörn
heitir, Ég var i klúbbnum 222 frá
kl. 22 til hálftvö og þar drakk ég
úr 5-6 baukum.
— Fannstu á þér? spyr ákær-
andinn.
— Nei.
— Þoliröu mikiö?
— Já, svaraöi sá sem 17 ára er.
Þaö var i klúbbnum 222 sem
Pétur hitti hina sem ákæröir
voru, Dennis, Pál og Mikael.
— Hvenær sástu Jens Hansen
fyrst?
— Viö stóöum 10 saman utan
viö klúbbinn. Þaö mun hafa veriö
um hálftvö. Hann kom til okkar.
— Talaðir þú viö hann?
— Nei. Ég bara stóö þarna eins
og hinir.
— Hvenær kom hann til þin?
— Þaö veit ég ekki. Ég heyröi
bara aöhann ætlaöi aö gefa okkur
öl. Þvi fylgdist ég meö hinum —
og honum.
Af frásögn Péturs getum viö
ráöiö hvaö gerðist. Jens Hansen
fylgdist meö þessum 10 ungling-
um eftir götunni. Skiljanlega
hefur hinn ekki kunnað þvi sem
bezt. Og þegar flókkurinn beygir
á gatnamótum snarast hann út á
götuna til aö söðva leigubíl sem
kemur þar. En bilstjórinn sinnir
Fjórir piltar, 15-17 ára. Allir frá
góöum heimilum. Enginn þeirra
haföi hlotiö nokkurn sektardóm.
Þeir áttu saman glaöa kvöldstund
meö 5-6 góöum kunnihgjum. Þeir
vildu ekki láta kvöldiö enda meö
þvl aö fara hljóöalaust heim til
sín. Þeir sáu frakkaklæddan
mann meö linan hatt koma til sín.
Þeir ætluöu aö gera sér dálitla
skemmtun af honum áöur en þeir
færu heim. — Hálfri klukkustund
siöar lá Jens Hansen múrari
meövitundarlaus á gangstéttinni,
dauövona.
Hér er sagt frá þessum atburöi.
Þaö er frásögn piltanna sjálfra,
vitnisburöur þeirra sem hefur
getaö bjargaö lifi mannsins en
óku slna leiö. Og svo er dómurinn
sjálfur.
honum ekki og heldur áfram.
Jens Hansen neyöist til aö
fylgjast meö unglingunum.
— Sagðir þú eöa félagar þinir
eitthvaö viö Jens Hansen þarna?
— Já.
— Hvaö var þaö?
— Það man ég ekki.
Ryskingarnar
Yfirleitt getur Pétur litiö
munaö frá þessu kvöldi. Hann
minnist þess þó aö allt i einu fór
maðurinn aö hlaupa á gatnamót-
unum þar sem rauöur bíll var
staddur. Hann telur sig muna aö
Hansen kallaöi á hjálp á hlaupun-
um. Hann man aö þaö varö
handalögmál hjá rauða bilnum.
Hins vegar getur hann ekki
munaö hver byrjaöi. Hann man
raunar alls ekki hver sló. Hann
man ekki hve mörg högg hann sló
sjálfur.
— Baröir þú nokkuö?
— Já, en ekki fyrr en hann
haföi bariö mig. Og þaö svo fast
aö ég datt.
Þaö má skilja af máli Péturs aö
Jens Hansen mátti sjálfum sér
kenna um þaö högg sem Pétur
rétti honum Iandlitiö, þvi aö hann
sló Pétur.
Pétur man greinilega aO maö-
urinn I rauða bilnum var kominn
út úr honum — „vist til að reyna
aö hjálpa”. En hann man alls
ekki hvort nokkur þeirra reyndi
aö ógna manninum svo hann færi.
— Viö vorum svo margir sem
slógum til þess gamla. Þetta var
allt I uppnámi.
— Hvaögeröimaöurinn Irauöa
bilnum?
þaöan sem áður var slegizt.
Miöaldra maðurinn meö lina
hattinn og vaðmálsfrakkann
snerist til varnar.
— Slóst þú hann með krepptum
hnefa I andlitiö?
— Já.
— A brjóstiö?
— Nei.
— Sparkaöir þú I hann?
— Ég get ekkert sparkaö. Ég
get ekki lyft fætinum svo hátt.
— Ja, — sá gamli vildi komast i
bilinn, en maðurinn vildi ekki
hleypa honum inn.
— Sást þú aö Jens Hansen væri
meö blóönasir?
— Já.
— Virtist þér nærri honum
gengiö?
— Nei. Ég held hann hafi
minna tekiö eftir áverkum sinum
en ég.
„Hann. hafði ekki
fengið nóg”
Allt I einu var þessum svipt-
ingum lokiö. Maöurinn i rauöa
bllnum ók burtu. Jens Hansen
rölti eins og ráövilltur og beygöi
inn á Buddingevej.
— Hvað svo, Pétur?
— Ja. Viö veittum honum eftir-
för, Dennis og ég. Mér fannst
hann heföi ekki fengið nóg. Mér
var svo illt I nefinu.
Piltarnir tveir réöust á Jens
Hansen svo sem 30-40 metra
— Barðir þú
fast?
— Já.
— Varst
þú ham-
stola?
— Já.